Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Qupperneq 16

Skessuhorn - 29.07.2015, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201516 Eftir sextán ár sem forstöðumað- ur Jónshúss í Kaupmannahöfn er Skagamaðurinn Jón Rafns Runólfs- son nú á heimleið ásamt konu sinni Ingu Harðardóttur íþróttakennara. Jón er menntaður innanhússarki- tekt og hafði sem slíkur unnið hjá verkfræðistofum á Akranesi en var hættur því og farinn að starfa hjá Íþróttasambandi Íslands í Laug- ardalnum. Daglega fór hann milli Akraness og Reykjavíkur þar sem þau hjón voru búsett á Akranesi en Inga sinnti íþróttakennslu við Fjöl- brautaskóla Vesturlands, sem hún hafði gert frá stofnun skólans árið 1975. Þegar starf forstöðumanns Jónshúss var auglýst í fyrsta sinn árið 1999 sótti Jón um starfið enda þekkti hann vel til í Danmörku þar sem þau hjón höfðu búið og stund- að nám um fimm ára skeið frá 1970 til áramóta 1974-75 og áratug síðar í eitt ár. Jón var ráðinn úr hópi 75 umsækjenda og þau hjón fluttu því búferlum í Jónshús við Øster Vold- gade í miðborg Kaupmannahafnar þar sem spjallað var við þau á sól- ríkum sumardegi upp úr miðjum júlí sl. Í upphafi tekur Inga fram að Jón hafi einn verið ráðinn í þessa stöðu og hún hafi bara náðarsam- legast fengið að búa þar með hon- um. Hún hefur þennan tíma kennt sund hjá nágrannasveitarfélaginu Lyngby og hefur kennt þar fólki á öllum aldri, frá ungum krökkum til aldraðra og verið ritari Dansk-ís- lenska sjóðsins. Fór utan með flutningaskipi Þau Jón og Inga höfðu verið bú- sett í Danmörku áður þar sem Jón stundaði nám á árunum 1970-1975 í fjögur og hálft ár. „Það hefur margt breyst síðan, ferðamátinn milli landa líka, því þá fór ég utan sem messagutti á flutningaskipinu Selá með það sem ég gat tekið með af búslóðinni,“ segir Jón. „Þannig var að ég ætlaði að fara með sements- flutningaskipinu Freyfaxa en áætl- un þess breyttist svo það var ekki sent til Danmerkur að þessu sinni. Guðmundur heitinn Sveinbjörns- son talaði þá við einhverja hjá Haf- skip fyrir mig og það fór svo að ég var munstraður messagutti á Selá og fór utan með henni. Ég kom svo í land í Fredrikshavn þrettán dög- um seinna. Inga kom svo seinna. Ég byrjaði í tækninámi en fór svo í nám í innanhúsarkitektúr en Inga fór að kenna því hún var þegar lærð- ur íþróttakennari. Sonurinn, Þór- hallur, var fæddur þá og var innan við eins árs en síðan fæddist dótt- irin Bergþóra á þessum fyrri Dan- merkurárum en þriðja barnið okk- ar Þórhildur fæddist svo á Akranesi eftir að við komum heim.“ Brjálað að gera þegar Grundahverfið byggðist Jón fór að vinna hjá Verkfræði- og teiknistofunni á Akranesi eft- ir heimkomuna árið 1975. „Það var brjálað að gera á þessum tíma enda var verið að byggja á fullu „inn í hverfi,“ eins og það var kallað þegar Grundahverfið reis. Menn komu og báðu um teikn- ingar og mörgum fannst þetta alls ekki ganga nógu hratt hjá okkur því allir þurftu að fá sínar teikning- ar strax. Bjarkargrundin var eigin- lega tilbúin þá og verið að byrja á næstu götum fyrir innan. Svo var byrjað að byggja Grundaskóla og ég vann við teikningar að honum strax þegar hugmyndin kom upp um að byggja skóla þarna í grús- inni. Margir snerust öndverðir við og spurðu hvar Skagamenn ættu þá að fara á skauta,“ segir Jón og hlær og rifjar upp hve skrítið byggingar- land hefði verið í Grundahverfinu þar sem mölin var nánast upp úr efst í hverfinu en svo hyldýpi þeg- ar neðar kom. „Hann er merkileg- ur þessi melur sem nær þarna ofan úr Grundahverfi í gegn þar sem Grundaskóli er og alveg langt niður á Skaga. Þegar við fórum að byggja íþróttahúsið á Jaðarsbökkum feng- um við hálfgert sjokk því þá lent- um við í jaðrinum á melnum og þar var hyldýpi niður á fast. Við héld- um að við myndum sleppa á möl- inni alla leið.“ Eins árs vera í Danmörku rúmum áratug síðar Tólf árum eftir fyrstu Danmerkur- dvölina fóru þau hjón svo aftur til Danmerkur í eitt ár en Inga ákvað að sækja um námsleyfi á launum, sem var hægt þá, til að tryggja sér að fá þetta leyfi einhvern tímann á starfsævinni en yfirleitt þurfti að sækja margoft um. „Ég fékk þetta námsleyfi hins vegar í fyrstu at- rennu,“ segir Inga og bætir við að hún hafi notað tímann til að mennta sig frekar í íþróttafræðun- um og ná betri tökum á dönskunni. „Ég mátti eiginlega ekkert vera að þessu. Mikið að gera í vinnunni og svo var ég formaður bygginga- nefndar fyrir íþróttahúsið á Jaðars- bökkum og þar var mikið verk að vinna auk þess að vera í stjórnar- störfum hjá ÍA. Við létum þó slag standa og fórum út þetta eina ár.“ Fór kvölds og morgna með Akraborg Heima á Akranesi vann Jón áfram á Verkfræði- og teiknistofunni al- veg þangað til hún var lögð niður. „Fyrst gerðist það að stór eigandi að stofunni, Akraneskaupstaður, ákvað að selja sinn hlut til starfsmanna stofunnar og ég keypti minn hlut eins og aðrir. Smátt og smátt fjar- aði svo undan rekstrinum og það fór svo að Almenna verkfræðistof- an keypti stofuna og ég fylgdi bara með. Nokkrir af starfsmönnunum stofnuðu Verkfræðistofu Vestur- lands. Svo gerðist það að Almenna verkfræðistofan vildi að við keypt- um hlut í fyrirtækinu. Ég hafði ekki áhuga á því og sagði nei. Í kjölfarið kom svo uppsagnarbréf og ég hætti þar. Þá fór í hönd skemmtilegur tími því mér bauðst starf við verk- efnastjórn hjá Íþróttasambandi Ís- lands.“ Áfram bjuggu Jón og Inga á Akranesi þótt nýtt starf Jóns hjá ÍSÍ væri í Laugardalnum í Reykjavík. „Ég fór bara daglega á milli með Akraborginni. Ég hlakkaði alltaf til að fara í Akraborgina enda var þarna hópur um borð sem sat allt- af við sama borðið í aftari salnum ásamt því að nokkrir úr áhöfninni komu að spjalla við okkur. Þetta voru merkilegir umræðufundir og við héldum meira að segja árshá- tíð líka. Þarna voru Hvítanesmenn í hópnum því þeir fóru alltaf með flutningabílana á milli, Guðmund- ur „styrkur“ var að vinna í Bifreiða- eftirlitinu í Reykjavík og margir fleiri komu við sögu svo þarna voru oft líflegar umræður. Þetta var svo auðvelt því maður labbaði bara upp á Lækjartorg í Reykjavík frá Akra- borginni og gat nánast tekið hvaða strætó sem var því þeir fóru flestir Suðurlandsbrautina á þessum tíma og stoppuðu rétt við Laugardal- inn. Ég varð svo formaður ÍA og fór að vinna fyrir Íþróttabandalag- ið. Auglýsingin um starf forstöðu- manns Jónshúss kom svo á hárrétt- um tíma þarna í ágúst árið 1999. Ég sótti um og fékk þrátt fyrir að um- sækjendur væru 75 um starfið. Lík- lega hefur vera mín í Danmörku og dönskukunnáttan ráðið miklu þar um.“ Jónshús var í umsjá prestsins Jón segir að í raun hafi engin rammi verið settur utan um starf sitt og dagskipunin hafi ekki verið flók- in þegar hann tók við húsi nafna síns Sigurðssonar í Kaupmanna- höfn. „Þetta hús komst í eigu ís- lensku þjóðarinnar árið 1966 og frá 1970 hafði það verið í umsjá ís- lenska prestsembættisins hér. Hluti af starfi prestsins hér var að vera umsjónarmaður hússins. Þannig var þetta alveg þangað til 1997 eða 1998 að presturinn sem hafði verið hér flutti héðan út. Þá var ákveðið að breyta fyrirkomulagi húsrekst- ursins. Námsmannafélagið sem þá var hér og Íslendingafélagið sáu um rekstur eldhússins og félagsheim- ilisins en presturinn var umsjón- armaður hússins. Hér höfðu verið fimm prestar í röð á stuttum tíma þannig að þeir höfðu ekki tíma til að gera neinar breytingar. Íslend- ingafélagið og Námsmannafélagið reyndu ýmsan rekstur hér frá árinu 1970 og fengu yfirleitt einhvern til að sjá um þetta. Hér hafa marg- ir verið veitingamenn og hér var Skagamaðurinn Bergljót Skúladótt- ir um tíma og sá um veitingarekst- urinn í ein 9 ár. Hún hætti 1995-96. Þetta gekk skrykkjótt eins og ger- ist og gengur í veitingarekstri. Á þessum lokaárum urðu félögin tvö sammála um það að eigandi hússins tæki alveg við þessu. Þá uppgötvað- ist fljótlega að rekstur veitingahúss eða kaffihúss var vonlaus. Ríkisend- urskoðun var látin fara yfir þetta og allt var skoðað ítarlega.“ Mikið um að vera í Jónshúsi Jón segir að eftir skoðun mála hafi verið ákveðið að gera þriggja ára tilraun. „Ákveðið var að ráða mann í fullt starf og hefja hér sjálfbær- an rekstur. Takmarkið var að þessi maður hefði umsjón með skipu- lagningu starfs í húsinu. Þann- ig væri sagt við Íslendingafélögin í Danmörku að hér væri aðstaða og húsbúnaður en þeir sem vildu vera með einhverja dagskrá sæju um hana. Hér hafði verið fyrir kirkju- kór og á þessum tíma var nýbúið að stofna hér kvennakór. Þessir kórar hafa verið hér síðan en annar kór tók við af kirkjukórnum. Síðan hefur verið hér íslenskukennsla fyrir börn sem mikil áhersla er lögð á. Hún er einu sinni í viku á laugardögum fyr- ir íslenska krakka á grunnskólaaldri sem búa í Danmörku. Kaupmanna- hafnarborg greiðir kennaranum laun en Jónshús sér fyrir aðstöðu og bókum. Hér er alltaf lærður ís- lenskur kennari og það hefur geng- ið vel að manna þessa stöðu. Þetta er vel sótt og nú eru tveir hópar með samtals 55 krökkum. Svo er hér bókasafnið og síðan er sýning hér um Jón Sigurðsson sem er opin alla daga nema á mánudögum. Auk þess er hér félagsvist allan vetur- inn einu sinni í mánuði. Þar er allt- af sami vinningurinn sem er ferð til Íslands fram og til baka með Ice- landair. Hér prjónaklúbbur einu sinni í mánuði, hér eru AA-fundir á hverjum sunnudegi og Al-Anon fundir einu sinni viku líka. Svo hafa verið hérna mömmumorgn- ar þar sem mæður koma með ung- börn sín. Dönskukennsla fyrir Ís- lendinga sem eru nýkomnir hingað er líka. Svo kemur hingað mjög oft ungt fólk sem er í tónlistarnámi til að æfa. Það hefur oft ekki aðstöðu til að æfa sig heima. Hér er því all- ur tónskalinn tekinn oft á tíðum. Bókmenntakvöld hafa verið hér og margt fleira væri hægt að tína til. Jón Run. og Inga Harðar á heimleið eftir sextán ára búsetu í Kaupmannahöfn Fyrrum formaður ÍA sest nú að í nágrenni KR-vallarins Jón Runólfsson. Jón og Inga utan við Jónshús í Kaupmannahöfn Sportbáturinn Kári bíður eigenda sinna á Skorradalsvatni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.