Skessuhorn


Skessuhorn - 29.07.2015, Side 20

Skessuhorn - 29.07.2015, Side 20
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201520 Reykhóladagar voru haldnir hátíð- legir víða í Reykhólasveit dagana 23.-26. júlí síðastliðna. Sólin skein á bæði heimamenn og gesti og fór að- sókn að hátíðinni fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. Fastir liðir hátíðarinnar voru all- ir á sínum stað, svo sem kassabíl- arallí, dráttarvélasýning og keppni í akstursleikni. Sveitinni var skipt upp í hverfi sem hvert fékk sinn lit og keppti sín á milli í alls kyns þrautum síðdegis á föstudegi. Fólk skreytti garða sína og hús og naut þess að skemmta sér í góðum félagsskap. Boðað var til stórdansleiks með hljómsveitinni Sóldögg og er það mál manna að það hafi verið einhver besti dansleikur í sögu hátíðarinnar. kgk Vel heppnaðir Reykhóladagar að baki Ökuþórar koma í mark í kassabílarallínu og sigurvegarinn fagnar ákaft. Ljósm. Hrefna Svanborgar Karlsdóttir. Þegar öllu var á botninn hvolft stóðu þessir ökuþórar uppi sem sigurvegarar kassabílarallísins. Ljósm. Hrefna Svanborgar Karlsdóttir. Aðsókn að Reykhóladögum fór fram úr björtustu vonum aðstandenda. Dráttarvélasýning og keppni í akstursleikni eru fyrir löngu orðnir fastir liðir í dagskrá hátíðarinnar. Karnivalstemning var í Hvanngarðabrekku að kvöldi laugardags. Börnin skemmtu sér við leiki og í hoppuköstulum. Sum kunnu því illa að bíða í röð og notuðust því við ytra byrði kastalanna. Boðið var upp á andlitsmálningu og margir af yngri gestum hátíðarinnar nýttu sér þá þjónustu.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.