Skessuhorn - 29.07.2015, Síða 30
MIÐVIKUDAGUR 29. JÚLÍ 201530
Hvað ætlar þú að gera um
verslunarmannahelgina?
Spurning
vikunnar
(Spurt í Borgarnesi)
Vigdís Ósk Viggósdóttir
(Rúnar Daði Svanbergsson er
með á myndinni)
„Ég ætla bara að hugsa um börn-
in.“
Torfi Vestmann
„Ætli ég fari ekki í bústað.“
Hanna Tryggvadóttir
„Ég ætla að fara í bústað.“
Lovísa Guðlaugsdóttir
„Ég ætla að fara í afmæli.“
Ingunn Lind Þórðardóttir og
Karen Eva Sæmundsdóttir
„Við ætlum að fara til Akureyr-
ar.“
„Þessi íþrótt byggir á miklu trausti,
annars getur hún verið stórhættu-
leg,“ segir Annika Katrín Almars-
dóttir, 15 ára Skagastúlka, um
klappstýruíþróttina, þegar Skessu-
horn hafði samband við hana. Ann-
ika er búsett í Danmörku þar sem
hún hefur æft klappstýruíþróttina
undanfarin ár. „Áður en ég flutti til
Danmerkur æfði ég fimleika á Ís-
landi. Mig langaði að halda áfram
að æfa en fimleikar hér í Danmörku
eru mjög ólíkir fimleikum á Íslandi.
Þeir hentuðu mér ekki, ég ákvað að
prófa klappstýruíþróttina og elskaði
það,“ segir Annika aðspurð hvernig
hún byrjaði í þessari íþrótt.
Myndu allar fórna sér
„Það hjálpar að hafa verið í fimleik-
um en þetta er samt mjög ólíkt. Þetta
er blanda af fimleikum, dansi og æf-
ingum sem krefjast mikils styrks þar
sem við búum til pýramída og hend-
um stelpum upp í loftið og snúum
þeim. Þetta gerum við allt á tveim-
ur og hálfri mínútu. Stelpan sem
við hendum upp í loft er kölluð
„flyer.“ Hún þarf að geta treyst okk-
ur hundrað prósent. Það skiptir því
miklu máli að við grípum hana allt-
af. Það er ekkert sem stoppar okkur
í því. Við myndum allar fórna okk-
ur, þó það kosti glóðarauga, brotið
nef eða jafnvel heilahristing, áður
en einhver er látin lenda í gólfinu,“
segir hún og bætir við að þetta sé
svo sannarlega íþrótt þó sumir haldi
öðru fram.
Mætti í prufu og var
meðal þeirra bestu
Annika hefur undanfarið æft með
Copenhagen Cheerleaders og komst
í landslið Danmerkur um áramótin
síðustu. „Ég var meðal þeirra yngstu
í Copenhagen Cheerleaders og æfði
með liði sem var komið á stig sex,
það er hæsta stigið. Við unnum all-
ar þær keppnir sem við tókum þátt
í. Ég ákvað að prófa að sækja um í
landsliðinu. Ég mætti í prufu þar
sem aðeins þær bestu voru valdar og
ég var á meðal þeirra.“
Í vetur æfði Annika aðra hverja
helgi á Jótlandi með landsliðinu.
Það er um fjögurra til fimm klukku-
stunda akstur til Jótlands. Þar æfði
ég þrjá daga í röð í sjö klukkustundir
eða meira.“ Hinar helgarnar og fjóra
til fimm virka daga að auki æfði hún
með Copenhagen Cheerleaders.
Nú í vor var heimsmeistaramót
klappstýra haldið í Orlando í Flo-
rida. Annika fór með landsliðinu á
mótið og höfnuðu þær í fjórða sæti.
Finnland hafnaði í því þriðja, Nor-
egur í öðru og Bandaríkin hrepptu
heimsmeistaratitilinn. „Það er óhætt
að segja að Skandinavía hafi eigin-
lega tekið sigurinn,“ segir Annika
glöð.
Aðspurð um hvað taki við núna
segist Annika ætla að taka sér pásu
frá klappstýruíþróttinni og einbeita
sér að hestunum. „Ég hef alltaf ver-
ið í hestum, alveg frá því ég man eft-
ir mér. Ég hef ekki getað sinnt því
undanfarið því það hefur tekið mik-
inn tíma að vera klappstýra. Ég ætla
að fara í eitt ár í heimavistarskóla úti
í sveit þar sem eru hestar. Vonandi
held ég svo áfram að æfa klappstý-
ruíþróttina þegar ég kem heim úr
skólanum,“ segir Annika að lokum.
arg
Annika Katrín Almarsdóttir:
Annika Katrín á Heimsmeistaramóti í Orlando nú í vor.
Gæðingamót Snæfellings 2015 fór
fram í Stykkishólmi 26. júlí í góðu
veðri. Þátttaka var góð og gekk mót-
ið vel í alla staði. Keppt var í öllum
flokkum og í fyrsta sinn var keppt í
C- flokki, þar sem riðið var fet, tölt
og brokk. Áður hafði verið keppt
í feti, tölti og stökki. Mæltist þessi
nýjung vel fyrir og þátttakendur
ánægðir.
Hestur mótsins var valinn Atlas
frá Lýsuhóli og hryssa mótsins var
Fjöður frá Ólafsvík. Knapi mótsins
var Hrefna Rós Lárusdóttir og
Borghildur Gunnarsdóttir var valin
efnilegasti knapinn.
Aðstandendur mótsins vilja þak-
ka Arion banka hf. kærlega fyrir að
styrkja mótið, sem og öllum þeim
sem lögðu hönd á plóg við fram-
kvæmd mótsins.
A-úrslit eru eftirfarandi:
Tölt T3
1. flokkur
1. Gunnar Tryggvason /
Ómur frá Brimilsvöllum 7,50.
2. Iðunn Svansdóttir /
Fjöður frá Ólafsvík 7,39.
3. Halldór Sigurkarlsson /
Hrafnkatla frá Snartartungu 6,89.
Tölt T7
2. flokkur - A úrslit
1. Herborg Sigríður Sigurðardóttir
/ Assa frá Bjarnarhöfn 6,75.
2. Veronika Osterhammer /
Kári frá Brimilsvöllum 6,25.
3. Hrefna Frímannsdóttir /
Fluga frá Bjarnarhöfn 6,08.
17 ára og yngri
1. Glódís Líf Gunnarsdóttir /
Magni frá Spágilsstöðum 7,17.
2. Fanney O. Gunnarsdóttir /
Fífa frá Brimilsvöllum 6,83.
3. Borghildur Gunnarsdóttir /
Skuggi frá Hrísdal 6,33.
A flokkur
1. Jóhann Kristinn Ragnarsson /
Atlas frá Lýsuhóli 8,94.
2. Hrefna Rós Lárusdóttir /
Sól frá Reykhólum 8,49.
3. Lárus Ástmar Hannesson /
Magni frá Lýsuhóli 8,40.
B flokkur
1. Iðunn Svansdóttir /
Fjöður frá Ólafsvík 8.72.
2. Hrefna Rós Lárusdóttir /
Hnokki frá Reykhólum 8,68.
3. Jón Bjarni Þorvarðarson /
Svalur frá Bergi 8,48.
Ungmennaflokkur
1. Hrefna Rós Lárusdóttir /
Hnokki frá Reykhólum 8,71.
2. Guðný Margrét Siguroddsdóttir /
Reykur frá Brennistöðum 8,57.
Unglingaflokkur
1. Borghildur Gunnarsdóttir /
Gára frá Snjallsteinshöfða I 8,50.
2. Fanney O. Gunnarsdóttir /
Fífa frá Brimilsvöllum 8,44.
3. Harpa Lilja Ólafsdóttir /
Hrókur frá Grundarfirði 8,33.
Barnaflokkur
1. Glódís Líf Gunnarsdóttir /
Magni frá Spágilsstöðum 8,56.
2. Fjóla Rún Sölvadóttir /
Blik frá Dalsmynni 8,31.
3. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir /
Lotning frá Minni-Borg 8,16.
C flokkur
1. Nadine E. Walter /
Krummi frá Reykhólm 8,38.
2. Linda Helgadóttir /
Geysir frá Læk 8,31.
3.Margrét Sigurðardóttir /
Frá frá Hítarneskoti 8,19.
-fréttatilkynning
Úrslit úr gæðingamóti á
Hestaþingi Snæfellings
Glódís og Magni frá Spágilsstöðum
sigruðu í barnaflokki og tölti 17 ára
og yngri.
Borghildur Gunnarsdóttir, sigurvegri í
unglingaflokki og efnilegasti knapinn.
Hrefna Rós Lárusdóttir, sigurvegari í
ungmennaflokki og knapi mótsins.
Jóhann Ragnarsson og Atlas frá
Lýsuhóli sigruðu A flokkinn. Atlas var
jafnframt valinn hestur mótsins.
Iðunn Svansdóttir og Fjöður frá Ólafs-
vík sigruðu B flokkinn. Fjöður var
valin hryssa mótsins.
„Við myndum allar fórna okkur, þó það gæti kostað
glóðarauga, brotið nef eða jafnvel heilahristing“
Í byrjun júlí tók 4. flokkur stráka
í Skallagrími þátt Helsinki Cup,
sem er eitt stærsta fótboltamót fyr-
ir börn og ungmenni á norðurlönd-
unum. Á mótinu voru hátt í 20
þúsund þátttakendur frá 12 lönd-
um. Auk Skallagríms tóku Fylkir
og KR einnig þátt.
Skallagrímur sendi tvö lið til
keppni á mótinu, annars vegar 11
manna lið og hins vegar 9 manna
lið. Liðin stóðu sig vel og voru fé-
laginu til sóma, en þess má geta
að 11 manna liðið varð í öðru sæti
í sínum riðli og komst alla leið í
16-liða úrslit í sínum flokki.
Alls tóku 22 strákar þátt í ferð-
inni. Flestir þeirra koma úr Borg-
arnesi, nokkrir af Hvanneyri, frá
Varmlandi og úr Borgarhreppn-
um. Undirbúningur og söfnun fyrir
ferðina stóð yfir allan síðasta vetur
og vilja strákarnir nota tækifærið og
þakka þeim fjölmörgu fyrirtækjum
og einstaklingum sem lögðu þeim
lið fyrir stuðninginn.
-fréttatilkynning/ Ljósm. Ómar
Örn Ragnarsson
Skallagrímur
í útrás
Leikmaður Skallagríms fer framhjá
mótherja sínum í leik í Finnlandi.
Hluti hópsins sem keppti fyrir Skalla-
grím á Helsinki Cup í Finnlandi.