Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Qupperneq 4

Skessuhorn - 19.08.2015, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 20154 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug- lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Með bros á vör líður okkur best Einn skemmtilegasti tími ársins er framundan hjá mörgum. Skólarnir eru að hefja starf sitt hver af öðrum og þúsundum saman flykkist fólk á skóla- bekk til að auka við þekkingu sína. Gera sig hæfari til þátttöku í starfi eða takast á við áframhaldandi nám. Án þess að læra eitthvað nytsamlegt skerð- um við verulega möguleika okkar til að vegna vel í lífsbaráttunni síðar. Ríkidæmi Íslendinga er mikið að geta boðið fólki að feta menntaveginn án óheyrilegs kostnaðar allt fram til hærri skólastigs. Sjálfur var ég heppinn að hafa átt þess kost að feta menntaveginn. Alltaf hef ég verið þakklátur hvatningu foreldra minna að ég sækti mér menntun. Þau ólu upp sex börn og öll voru þau hvött til náms og studd með ráðum og dáð. Þau sögðu að það væri besta fjárfesting sem hvert og eitt foreldri gæti lagt í. Peningunum væri þannig betur varið en með kaupum á öðrum veraldlegum gæðum. Þannig komst ég í eina tvo framhaldsskóla og síðar í háskólanám þegar búið var að mestu að hlaupa af sér hornin. Mér telst svo til að árin í skóla hafi verið sextán, álíka mörg og ég hef starfað á þeim vett- vangi sem ég er á í dag. Reyndar leyfi ég mér að leggja þetta tvennt saman og segi hiklaust að ég hafi verið í skóla 60% ævinnar. Ég met starf ritstjóra á héraðsfréttablaði sem framhaldsnám sem seint tekur enda, því ekki líður sá dagur að maður upplifi ekki eða læri eitthvað nýtt. Í samskiptum við fólk sem er misjafnlega rólynt og jarðbundið er maður sífellt að læra, nú eða í umfjöllunum um starfsemi fyrirtækja, við lestur frásagna af brauðstriti hins almenna íbúa til sjávar og sveita og áfram mætti telja. Raunar er ein helsta ástæða þess að ég er ekki löngu horfinn til annarra starfa sú að ég óttast að komast ekki í jafn fjölbreytt starf og ég hef. Það er nefnilega sannarlega auðlind að fá að starfa við eitthvað skemmtilegt. Í náminu er okkur kennt að fóta okkur í þeim lífsins skóla sem eftir það tekur við. Við óskum þess heitast að börnunum okkar gangi vel í sínum skólum og felum kennurum og öðru starfsfólki skólanna forsjá yfir unga fólkinu okkar. Stjórnendur, kennarar og leiðbeinendur eru uppalendur og fræðarar og tvímælalaust í hópi mikilvægustu starfsmanna í hverju sveitar- félagi. Heilbrigður og góður skóli þar sem hlúð er að einstaklingnum, er gulls ígildi. Í árlegri samantekt okkar um starf skólanna hér á Vesturlandi sýnist mér að við séum í afskaplega góðum málum. Mér finnst ég skynja úr þeim svörum skólastjóranna að hvergi sé slegið af metnaðinum í skóla- starfi. Margvísleg stefnumótun er í gangi, menn setja markmið og ákveða gildi skólastarfsins og margir aðgreina sig frá öðrum. Mér hlýnaði til dæmis um hjartarætur að sjá hvað skólafólk í fjölmennustu skólunum leggur mik- inn metnað í baráttuna gegn einelti. Þá fannst mér einnig gleðilegt að sjá orð míns gamla læriföðurs, Gunnars Svanlaugssonar í Stykkishólmi, sem segir helstu sérstöðu skólans sem hann stýrir nú vera gleði, samvinna og sjálfstæði. „Og með þá kláru sýn er ljóst að áfram munum við vinna okkar skólastarf með bros á vör því þannig líður okkur best, en um leið af metn- aði og festu,“ sagði Gunnar. Þótt þjóðfélagsumræðan sé oft býsna neikvæð nú um stundir, þá má hún aldrei skyggja á þá gleði sem fylgir því hjá unga fólkinu okkar að setjast á skólabekk. Það besta sem við gerum börnunum okkar er að sýna fordæmi og láta ekki barlóm yfir ástandi líðandi stundar í heims- eða efnahagsmál- unum verða gleðinni yfirsterkari. Gleðinni yfir að við búum þrátt fyrir allt í landi sem hefur efni á að mennta unga fólkið og veita því sem allra best brautargengi inn í lífið. Gerum því orð Gunnars að okkar og sammælumst um að með brosi vinnum við best. Ég óska skólafólki öllu farsældar í þeim störfum sem framundan eru. Magnús Magnússon. Íslensk erfðagreining hefur skuld- bundið sig til að færa þjóðinni að gjöf allt að 5,5 milljónir bandaríkja- dala til þess að kaupa og setja upp jáeindaskanna. Á núverandi gengi jafngildir gjöfin 726 milljónum króna. Kristján Þór Júlíusson heil- brigðisráðherra tók við yfirlýsingu þess efnis úr hendi Kára Stefáns- sonar forstjóra fyrirtækisins síðast- liðinn miðvikudag. Ráðherra von- ast til að nýr jáeindaskanni verði tekinn í notkun á Landspítala inn- an eins og hálfs árs. Þörf fyrir jáendaskanna á Land- spítala var fyrst skilgreind og met- in árið 2008 og hefur frá þeim tíma verið talin nauðsynleg í starfsemi sjúkrahússins. Jáeindaskönnun er sú rannsóknaraðferð í myndgrein- ingu sem vex hraðast í heiminum. Aðferðin hefur leitt til mikilvægrar framþróunar í greiningu og með- ferð ýmissa tegunda krabbameins, en einnig hefur verið sýnt fram á notagildi jáeindaskanna í tengslum við rannsóknir og meðferð fleiri sjúkdóma. Kári lýsti ánægju sinni með að Íslensk erfðagreining gæti lagt sitt af mörkum til samfélags- ins með þessu móti og lagði einn- ig áherslu á mikilvægt hlutverk já- eindaskanna við læknisfræðirann- sóknir. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra segir allt kapp verða lagt á að koma sem fyrst í not höfðing- legri gjöf Íslenskrar erfðagreining- ar til þjóðarinnar og vonast til að já- eindaskanni verði tilbúinn til notk- unar á Landspítala eftir um það bil eitt til eitt og hálft ár. Mikilvægur undirbúningur hafi þegar farið fram af hálfu Landspítalans sem nú komi að góðu gagni. Alþingi þurfi jafn- framt að gera nauðsynlegar ráðstaf- anir á fjárlögum sem tryggi Land- spítalanum fjármuni fyrir rekstri já- eindaskannans. mm Á dögunum var undirritaður í Rúss- landi samningur milli Polar Sea annars vegar og Skagans hf. á Akra- nesi hins vegar um heildarhönn- un, smíði og uppsetningu bolfisk- vinnslu í Murmansk í Rússlandi. Í verksmiðjunni verður unnið úr um 10.000 tonna þorskafla á ári og er stefnt að því að vinnsla hefjist á fyrstu dögum næsta árs. Stærstu samstarfsaðilar Skagans við verk- ið eru Marel ehf., sem leggur til hluta tækjabúnaðar og systurfyrir- tækið 3X Technology á Ísafirði, þar sem smíði hluta vinnslulínunnar fer fram. Heildarverðmæti samnings- ins er um 600 milljónir króna. Polar Sea er hluti af einu stærsta sjávarútvegsfyrirtæki í Rússlandi, Murmansk Trawlfleet og hefur á undanförnum árum verið um- svifamikið í rekstri frystitogara en hyggst nú hasla sér völl í land- vinnslu. Mikil áhersla verður lögð á gæði og lágt hitastig afurða í vinnsl- unni með notkun á þekktu súper- kælingarferli frá Skaganum. Ingólfur Árnason, framkvæmda- stjóri Skagans og 3X, segir samn- inginn afar ánægjulegan og metn- aðarfullan. „Við höfum ekki verið í stórum verkefnum í Rússlandi áður og því er það ánægjulegt að þetta stóra fyrirtæki skuli horfa til lausna Skagans og 3X. Þessi samning- ur verður til í framhaldi af auknu markaðsátaki okkar í Rússlandi. Samningurinn er mikil viðurkenn- ing, m.a. á bolfisklausnum okkar því hann tekur til flestra þátta í vinnsl- unni þar á meðal súperkælingu, sem við höfum verið að þróa á undan- förnum árum með góðum árangri. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna með starfsmönnum Pol- ar Sea að undirbúningi þessa verk- efnis þar sem þeir gera miklar kröf- ur um gæði vörunnar og búnaðar- ins. Metnaður Polar Sea er mikill enda verður þetta ein besta bolfisk- vinnsla í heimi, þar sem einblínt verður á að byggja upp ferskflaka- og fullvinnslumarkað í Rússlandi.“ -fréttatilkynning Starfsmenn í Grunnskóla Borgar- fjarðar komu saman á fundi síð- astliðinn mánudag að Varmalandi. Þar samþykktu fjörutíu starfsmenn áskorun þess efnis að mótmæla ákvörðun sveitarstjórnar að ætla að loka Hvanneyrardeild GBF næsta vor. Álytkun starfsfólks er svohljóð- andi: „Starfsmannafundur GBF mót- mælir harðlega ákvörðun sveitar- stjórnar Borgarbyggðar um lok- un Hvanneyrardeildar vorið 2016. Ákvörðunin var tekin án samráðs við starfsmenn og aðra sem að mál- inu koma. Út frá þeim gögnum sem liggja fyrir komum við ekki augu á þann sparnað sem ákvörðuninni ætti að fylgja. Miðað við það virð- ist niðurstaðan vera skammgóður vermir í sparnaðarmálum. Fórnar- kostnaðurinn er of mikill auk þess sem faglega sýn skortir. Ákvörðun- in hefur valdið og mun valda gríð- arlegri upplausn meðal starfsfólks í skóla sem annars hefur unnið mjög vel saman. Því skorum við á sveit- arstjórn Borgarbyggðar að falla frá þessari ákvörðun. Starfsmenn Grunnskóla Borgafjarðar.“ mm Starfsmannafélag GBF ályktar gegn lokun Hvanneyrardeildar Skólahús GBF á Hvanneyri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreininar. Íslensk erfðagreining gefur ís- lensku þjóðinni jáeindaskanna Skaginn selur bolfiskvinnslu til Rússlands

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.