Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 19.08.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2015 31 með virkri beitarstýringu geti verið allt að þriðjungi meiri en ella. Þetta helgast bæði af góðri beit á skógar- botninum og eins því að féð nýtur skjóls af trjánum og getur því nýtt meiri orku til vaxtar. Á sama tíma dafnar skógurinn. Beitarskógar treysta byggð „Sauðfjárrækt á fjölskyldubú- um er hryggjarstykkið í hinum dreifðu byggðum landsins. Hún hefur beina og sterka tengingu við menningu þjóðarinnar bæði fyrr og nú. Aðrar atvinnugreinar njóta góðs af sambýlinu við sauð- fjárræktina. Hreinleiki lands og náttúru endurspeglast í íslensku lambakjöti þar sem hefðirnar fá að njóta sín um leið og greinin hefur í mörgu tileinkað sér bestu vísindi og tækni sem völ er á. Ís- lenska sauðféð er einstakt og gefur af sér afurðir sem eru meðal þessa allra besta sem þekkist í veröld- inni. Reglur um dýravelferð eru hér strangari en annars staðar og fjölbreytni og sjálfbærni eru lykil- forsendur nútíma sauðfjárræktar á Íslandi. Átak í ræktun beitarskóga fellur vel að þessari mynd og getur skotið fleiri stoðum undir íslenska sauðfjárrækt og þar með gjaldeyr- isaflandi og sjálfbærri búsetu um land allt,“ sagði Þórarinn Ingi Pét- ursson formaður LS. mm fall sem bóndinn fær af útsöluverð- inu. Fleiri hagsmunasamtök bænda mættu taka sér LS til fyrirmyndar og efla kynningarstarf landbúnað- arins.“ Ætlar í fjarnám meðfram vinnu Jóhanna María hefur nú innrit- að sig til náms við nýja námsbraut sem er að fara af stað við Háskól- ann á Bifröst. Námsbraut þessi nefnist miðlun og almannatengsl. „Ég ætla að vera í fjarnámi og taka þetta nám rólega samhliða vinnu. Minn hugur stefnir á að ljúka þessu kjörtímabili á þingi en taka virk- an þátt í búrekstrinum hér á Mið Görðum. Mér finnst þessi náms- braut á Bifröst hins vegar falla vel að áhugasviði mínu sem snýr að því að efla félagskerfi landbúnaðarins. Við þurfum að hvetja til ferskrar hugsunar inn í landbúnaðarkerf- ið og það þarf að virkja ungt fólk þar inn meira en gert hefur verið. Félagskerfið er of fámennt og það skortir örari endurnýjun ekki síst frá ungliðunum, þeim sem eiga að taka við.“ Ofbauð hegðun þingmanna Aðspurð um hvernig Jóhönnu Maríu hafi líkað störfin á Alþingi Íslend- inga segir hún þetta vera eins og að sitja á skólabekk, stöðugt sé eitthvað nýtt að læra. Það hafi komið henni á óvart hversu fjölbreytt starfið er en líka hvað hlutirnir geta geng- ið rosalega hægt fyrir sig. Hún sit- ur í alsherjar- og menntamálanefnd Alþingis og í Íslandsdeild Norður- landaráðs. Störfin segist hún litast mikið af þeim nefndum sem fólk taki sæti í. „Mennta- og löggæslu- mál hafa verið mér hugleikin enda falla þessir málaflokkar undir þessa nefnd sem ég á sæti í. Þá er ég í vel- ferðarnefnd Norðurlandaráðs þar sem mikil umræða hefur t.d. ver- ið um að berjast gegn áfengissölu í matvöruverslunum.“ Á síðasta löggjafarþingi var oft tekist á á Alþingi og þung orð féllu. Á tímapunkti fannst Jóhönnu Maríu nóg um orðaval og hitann í um- ræðunni, fór í ræðustól og sagði að hegðun þingmanna væri ekki boð- leg. Í anda svona hegðunar hefði hún að minnsta kosti ekki verið alin upp. „Tilgangurinn var náttúrlega að þeir tækju til sín þessa ádrepu sem hana áttu skilið. Fólk er orðið þreytt á hnútukasti og hegðun þingmanna, ekki síst almenningur sem maður er í miklu sambandi við. Ég var hreint út sagt orðin þreytt á því að hlusta á fullorðið fólk nota ýmis blóts- og skammaryrði í tíma og ótíma. Ég sá því ástæðu til að hvetja fólk til að efla rökræðuna og hætta að grípa til skítkasts. Vonandi hefur þessi ræða mín leitt til þess að einhverjir hugsa sig um næst.“ Hlýjar móttökur Við kveðjum bóndann og þing- manninn Jóhönnu Maríu á hlaðinu á Mið Görðum. Hennar bíða ýmis störf við búskap á nýjum slóðum og náttúrulega þingstörfin í haust. Kvöldið og nóttina áður en spjall- að var við þingkonuna í eldhús- inu á Mið Görðum hafði hún ver- ið á akstri austan af héraði. Hún hafði farið austur og keypt sér pic- kup jeppa, sagði ómögulegt ann- að en eiga góðan bíl í búskapinn og aksturinn suður á Austurvöll. Þeg- ar við kveðjumst segist hún gjarnan vilja koma því að hversu vel fólk hafi tekin henni og fólkinu hennar. „Ég þekki býsna marga eftir að hafa búið á Hvanneyri og starfað að félags- málum ungra bænda. Í hvert sinn og ég fer í búð í Borgarnesi lengist oft í búðarferðinni því það eru margir sem heilsa upp á mann og spjalla. Fólk tekur ótrúlega jákvætt í þessar breytingar hjá mér og fólkinu mínu og ég er þakklát fyrir hlýjar mót- tökur nágranna og vina,“ segir hún að endingu. mm ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Reykholtskirkja Verið innilega velkomin í Reykholtskirkju S K E S S U H O R N 2 01 5 - L jó sm . G Ó Messa sunnudaginn 23. ágúst 12. sd. e. trin. kl. 14.00 Hér er „selfie“ mynd sem Jóhanna María póstaði af sér í peysu sem móðir vinar hennar prjónað á hana. Jóhanna María og Heiðrún Sandra í hestaferð. Þórarinn Ingi Pétursson, formað- ur Landssamtaka sauðfjárbænda hélt erindi á 80. aðalfundi Skóg- ræktarfélags Íslands sem fram fór í Hofi á Akureyri um liðna helgi. Yf- irskrift erindisins var, „Eiga skóg- rækt og sauðfjárrækt samleið?“ Langstærstur hluti íslenskra birki- skóga er á löndum bænda og er víð- ast í framför. Sauðfjárbændur hafa undanfarna áratugi gert árangurs- ríkar tilraunir með skógarbeit þar sem skynsamleg og nútímaleg beit- arstjórnun hefur skilað góðum ár- angri. Hagsmunir sauðfjárbeitar og skógræktar fara þar augljóslega saman, að mati Þórarins Inga. Formaður LS bauð í erindi sínu skógræktarfólki til samstarfs um að kanna grundvöll þess að hefja sér- stakt átak í ræktun íslenskra beitar- skóga. Hugmyndin er sú að Lands- samtök sauðfjárbænda, Skógrækt- arfélag Íslands, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Bændasam- tök Íslands, Landssamtök skógar- eigenda og Umhverfis- og auðlind- aráðuneytið komi að sama borði. Með velheppnuðu samstarfi megi á næstu árum og áratugum setja stór- aukinn kraft í skógrækt í landinu, bæta beitarland, fjölga trjám og stækka íslenska skóga. Birkiskógar í sókn Fram kom í erindi Þórarins Inga að birkiskógur þeki um 1,5% af Íslandi en væri einungis litið til láglendis fari þetta hlutfall upp í 4%. Talið er að fjórðungur lands hafi verið skógi vaxinn við landnám. Samkvæmt ný- legri stefnumótun á vegum Skóg- ræktar ríkisins er stefnt að því að skógur þeki 12% lands um næstu aldamót, sem yrði mikilvægt skref til þess að Íslendingar nái loftslags- markmiðum sínum. Birki hleyp- ir meira ljósi niður í gegnum trjá- krónuna en flestar aðrar tegundir og botngróður er því oft ríkuleg- ur í birkiskógum. Birkiskógar á af- réttum eru víða í framför og í fyrsta skipti frá landnámi eru birkiskógar á almennu framfaraskeiði. Bændur eru vörslumenn landsins Með skynsamlegri og virkri beitar- stýringu vaxa og dafna beittir birki- skógar víða um land. Um 80% af öll- um birkiskógum landsins eru á lönd- um bænda. Verulegur hluti þeirra er nýttur til sauðfjárbeitar líkt og gert er í sambærilegum skógum í Norð- ur-Skandinavíu og á heimskauta- svæðum Rússlands. Árangur af slíkri nýtingu er almennt góður. Gróður á skógarbotni vex vel og skógurinn verður greiðfærari. Dæmi eru um að fallþungi lamba sem ganga í sjálf- bæran og skynsamlega nýttan skóg Telur skógrækt og sauðfjárrækt fara vel saman „Átak í ræktun beitarskóga getur skotið fleiri stoðum undir íslenska sauðfjár- rækt.“ Myndin er tekin í Kelduhverfi. Þórarinn Ingi Pétursson formaður LS. Norðurálsvöllur Allir á völlinn ÍA – Fjölnir Mánudaginn 24. ágúst kl. 18:00 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er Norðurál. Af því tilefni býður Norðurál öllum frítt á leikinn. SK ES SU H O R N 2 01 5

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.