Skessuhorn


Skessuhorn - 19.08.2015, Page 39

Skessuhorn - 19.08.2015, Page 39
MIÐVIKUDAGUR 19. ÁGÚST 2015 39 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum 15 – 22 ára fór fram á Sauðárkróki um síðustu helgi. UMSB sendi að þessu sinni fjóra kepp- endur sem allir stóðu sig vel. Hæst bar árangur Arnars Smára Bjarnasonar í flokki 15 ára sem gerði sér lítið fyrir og sigraði í 100 m hlaupinu á nýju mótsmeti 11,65 sek sem jafnframt er Borgarfjarðarmet og bætti hann gamla met- ið um rúma hálfa sekúndu en gamla metið var 12,17 sek. Arnar Smári varð síðan í öðru sæti í hástökki, í 3. sæti í langstökki, 4. sæti í 100m grindarhlaupi og 4. sæti í 200m hlaupinu. Árni Hrafn Hafsteinsson keppti einnig í flokki 15 ára. Hann varð í 6. sæti í spjótkastinu á nýju persónulegu meti 37,74 metra. Árni Hrafn keppti einnig í hástökki, kúluvarpi og kringlu- kasti og var oft nálægt því að bæta sig. Grímur Bjarndal Einarsson keppti í flokki 16 – 17 ára og varð í 2. sæti í þrístökkinu með stökk uppá 12,25 metra og varð síðan í 4. sæti í 110m grindarhlaupinu á tímanum 17,17 sek- úndum. Hafrún Birta Hafliðadóttir bætti sinn persónu- lega árangur í kringlukasti þegar hún kastaði 15,93 metra. Einnig keppti hún í 100m hlaupi, 200m hlaupi og 100m grindarhlaupi og stóð sig vel þrátt fyrir að ná ekki að bæta sig að þessu sinni. Síðasta mót sumarsins verður svo um næstu helgi að Laugum í Þingeyjarsýslu þegar bik- arkeppni 15 ára og yngri fer fram. SamVest mun senda sameiginlegt lið til leiks og gam- an verður að sjá hvernig það mun ganga. bþt ÍA mætti Breiðabliki í 16. umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli síðastliðið mánudags- kvöld. Viðureign liðanna á Akranes- velli fyrr í sumar lauk með 0-1 sigri Breiðabliks og fyrir leikinn í gær voru Skagamenn í níunda sæti deildarinn- ar en Blikar í því þriðja. Leikmenn Breiðabliks réðu lögum og lofum á vellinum í fyrri hálfleik og sóttu stíft. Þeir brenndu hins vegar ítrekað af í ákjósanlegum færum. Allra besta fær- ið fékk Ellert Hreinsson á 34. mín- útu. Höskuldur Gunnlaugsson átti þá frábæra fyrirgjöf, beint á Ellert sem skaut boltanum yfir markið af eins metra færi eða svo. Aðeins þremur mínútum síðar náðu Blikar skalla að marki eftir hornspyrnu en Árni Snær varði meistaralega í marki Skaga- manna. Þegar flautað var til hálfleiks hafði hvorugu liðinu tekist að skora þrátt fyrir þunga sókn heimamanna. En eitthvað varð undan að láta. Síðari hálfleikur var aðeins tveggja mínútna gamall þegar Jonathan Glenn kom Breiðabliki yfir. Arn- ór Sveinn Aðalsteinsson sendi góða fyrirgjöf fyrir mark Skagamanna þar sem Glenn kom aðvífandi og skallaði boltann í netið. Eftir markið lifnaði yfir leik ÍA liðs- ins og þeir sköpuðu sér nokkur sæmi- leg færi. Breiðablik var þó sterkara liðið á vellinum. Guðjón Pétur Lýðs- son hefði getað aukið forystu þeirra á 63. mínútu en skot hans úr vítateign- um varði Árni Snær glæsilega. Á 83. mínútu gerðist það hins veg- ar að Skagamenn jöfnuðu gegn gangi leiksins. Jón Vilhelm Ákason hafði þá boltann hægra megin í vítateignum, lagði hann út fyrir miðjan teig þar sem Albert Hafsteinsson kom á ferð- inni og lagði hann snyrtilega í mark- hornið. Dramatíkin átti enn eftir að aukast í Kópavoginum því á 88. mínútu skor- aði Jonathan Glenn sitt annað mark og kom Breiðabliki aftur yfir. Þegar komið var fram í uppbótartíma fengu Skagamenn hornspyrnu. Allt liðið var sent í vítateig Blika, Árni Snær markvörður þar með talinn. Horn- spyrnan fór hins vegar forgörðum, boltinn barst á títtnefndan Jonathan Glenn sem geystist upp allan völlinn og skoraði í autt markið. Lokatölur á Kópavogsvelli 3-1, Breiðabliki í vil. Úrslitin þýða að Skagamenn sitja í níunda sæti deildarinnar með 17 stig eftir 16 leiki. Næst mæta þeir Fjölni á Akranesvelli mánudaginn 24. ágúst og verður sá leikur í beinni textalýs- ingu á vef Skessuhorns. kgk Dagana 21. til 23. ágúst fer á Laugarvatni fram úrtökumót KSÍ fyrir drengi og hefur Freyr Sverrisson umsjón með mótinu. Það er fyrir efnilega leikmenn sem fæddir eru árið 2000. Greini- legt er að mjög gott yngri- f l o k k a s t a r f fer víða fram. Meðal annars í Snæfellsbæ og á Akranesi. Í ár fara tveir liðsmenn Víkings Ó á mótið, þeir Ívar Reynir Antonsson og Sumarliði Krist- mundsson. Frá ÍA fara síðan þrír, þeir Ísak Máni Sævarsson, Þór Lónenz Þórðarson og Sigurður Hrannar Þorsteinsson. mm Leikmenn toppliðs Víkings Ólafsvík heimsóttu botnlið BÍ/Bolungarvík- ur í 16. umferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu síðastliðinn föstudag. Strax á fimmtu mínútu leiksins kom- ust Víkingar yfir eftir mistök í vörn heimamanna. Varnarmaður sendi boltann beint á Hrvoje Tokic sem fór framhjá markverðinum og lagði boltann í autt markið. Aðeins tveim- ur mínútum síðar skoraði Hrvoje sitt annað mark. Hann fékk boltann í vítateig BÍ/Bolungarvíkur og lagði hann snyrtilega framhjá markverð- inum. Staðan orðin 0-2 og ekki tíu mínútur liðnar af leiknum. Gestirn- ir héldu uppteknum hætti og juku forustuna í þrjú mörk á 19. mínútu. Alfreð Már Hjaltalín átti skalla sem bjargað var á marklínu. Boltinn barst út á kant og var sendur aftur fyr- ir markið. Aftur átti Alfreð skalla og nú hafnaði boltinn í netinu. Víking- ar fengu vítaspyrnu á 42. mínútu eft- ir að William Dominguez var felldur í teignum. Hrvoje steig á punktinn og skoraði af öryggi. Staðan í hálfleik 0-4, Víkingi í vil og Hrvoje kominn með þrennu. Hann var svo aftur á ferðinni á 53. mínútu. Alfreð átti þá góðan sprett upp kantinn, lék á varn- armann BÍ/Bolungarvíkur, renndi boltanum fyrir markið á Hrvoje sem skoraði sitt fjórða mark. Heimamenn sóttu aðeins í sig veðrið næstu mínúturnar og minnk- uðu muninn á 71. mínútu þegar Loic Cédric Mbang Ondo skoraði með skalla eftir hornspyrnu. Það var hins vegar full seint í rassinn gripið fyr- ir heimamenn. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum og lokatölur á Torf- nesvelli 1-5, Víkingi í vil. Eftir leikinn eru Víkingar í topp- sæti deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á undan Þrótti R. Í næstu umferð bjóða þeir leik- menn HK velkomna á Ólafsvíkurvöll þriðjudaginn 18. ágúst. kgk Þremur leikjum sem spila átti í Pepsídeild karla í knattspyrnu hefur verið seinkað um einn dag. Verða þeir ekki leiknir sunnudaginn 23. ágúst, held- ur mánudaginn 24. ágúst. KSÍ hefur þann- ig samþykkt að allir leikir 17. umferðar fari fram sama daginn. Meðal þeirra leikja sem færðir voru aftur er viðureign ÍA og Fjölnis á Akranesvelli. Þetta verður sjötta umferðin í Pepsideildinni í sumar sem fer fram á sama degi en það gerðist síðast í 14. umferðinni 5. ágúst sem var fyrsta umferð eftir Verslunar- mannahelgi. mm Undir mánaðamót gengu forsvars- menn körfuknattleiksdeildar Skalla- gríms frá samningum við spænska þjálfarann Manuel A. Rodriguez um þjálfun meistaraflokks kvenna á komandi leiktíð. Mun hann mynda þjálfarateymi liðsins, sem leikur í 1. deildinni í vetur, ásamt Signýju Hermannsdóttur, en Signý mun jafnframt leika með liðinu eftir að hafa ákveðið að taka skóna af hill- unni eins og Skessuhorn greindi frá fyrr í sumar. Manuel er 35 ára gamall og hefur mikla reynslu af þjálfun kvennaliða. Hann hefur meðal annars gegnt stöðu aðstoðarþjálfara í spænsku úrvalsdeildinni og stýrt liði í Euro- league, sem er sterkasta keppni evr- ópskra félagsliða. Auk þess hef- ur hann þjálfað háskólalið í heima- landi sínu með prýðilegum árangri og starfað að þjálfun yngri lands- liða Spánar. Síðast stýrði hann liði Solna Vikings í sænsku úrvalsdeild- inni. kgk Bakvörðurinn Hafþór Ingi Gunn- arsson hefur ákveðið að taka körfu- boltaskóna af hillunni og leika með liði Skallagríms í 1. deild karla í körfuknattleik í vetur. Samhliða því mun hann áfram gegna stöðu að- stoðarþjálfara, eins og hann hef- ur gert undanfarið. Hafþór, oftast kallaður Haffi, á að baki á fjórða hundrað leiki á 16 ára meistara- flokksferli sínum. Flesta þeirra fyr- ir uppeldisfélag sitt Skallagrím, en einnig fjögur keppnistímabil með Snæfelli. Þar lék hann einmitt síð- ast, veturinn 2013-14, en varð að leggja skóna á hilluna að því loknu vegna hnémeiðsla. Haft er eft- ir Hafþóri í frétt á vef Skallagríms að nú sé hnéð í fínu standi og hann ætli því að taka slaginn með liðinu í 1. deildinni í vetur. „Ljóst er að endurkoma Haffa í liðið er gríðarlegur fengur fyrir Skallagrím. Haffi kemur með miklar reynslu í farteskinu sem mun nýtast vel ungu liði Borgnesinga í átökun- um í vetur,“ segir á vef Skallagríms. Borgnesingar hafa bætt við hópinn víðar en í bakvarðarstöð- una. Um mánaðamótin var greint frá því að félagið hefði gengið frá samningi við bahameyska fram- herjann J.R. Cadot um að leika með félaginu í vetur. Cadot er 28 ára gamall, 196cm á hæð og lék með Texas Christian University í bandaríska háskólaboltanum. Að útskrift lokinni árið 2012 hefur hann leikið sem atvinnumaður á Nýja-Sjálandi og Slóvakíu þar sem hann skoraði að meðaltali 17 stig í leik, tók sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Á vef Skallagríms er haft eft- ir Finni Jónssyni þjálfara að Ca- dot sé alhliða leikmaður sem bæði geti leikið undir körfunni og utan teigs. Hann sé öflugur varnar- maður og muni styrkja varnarleik Skallagríms. Miklar væntingar séu því bundnar við leikmanninn, en hann er væntanlegur í Borgarnes í byrjun september. kgk Króatíski framherjinn Hrvoje Tokic skoraði fjögur mörk fyrir Víking Ó. í stórsigri liðsins á BÍ/Bolungarvík á föstudaginn var. Hrvoje Tokic með fernu í stórsigri Víkinga Dramatík á Kópavogsvelli Manuel A. Rodriguez tók nýverið við stöðu þjálfara kvennalið Skallagríms og mun stýra liðinu á komandi keppnistímabili. Ljósm. fengin af heimasíðu Skallagríms. Manuel A. Rodriguez þjálfar kvennalið Skallagríms Hafþór Ingi Gunnarsson hefur tekið skóna fram af hillunni og hyggst leika með Skallagrími í 1. deild karla í körfuknattleik í vetur. Hann skrifaði undir samning þess efnis við liðið í síðustu viku. Ljósm. fengin af heimasíðu Skallagríms. Skallagrímsmenn styrkja lið sitt fyrir komandi tímabil Fara á æfingamót Ívar Reynir og Sumarliði fara frá Víkingi Ó ásamt þremur piltum af Akranesi. Arnar Smári Íslandsmeistari Arnar Smári Bjarnason náði bestum árangri Borgfirðinga á mótinu. Leikur færður aftur

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.