Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Side 11

Skessuhorn - 09.09.2015, Side 11
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 11 arstjórnar og viðurkenndi fúslega að henni væri mikið niðri fyrir. Sér fyndist troðið alvarlega á hags- munum sínum. Uppskar hún mik- ið lófaklapp. Rósa Marinósdóttir íbúi á Hvanneyri var einnig harð- orð í garð sveitarstjórnar. Sagði m.a. að engu líkara væri en verið væri að leggja Hvanneyri í einelti. Fyrst af hálfu ríkisins fyrir tveimur árum og nú af hálfu sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar. „Segið af ykk- ur ef þið teljið ykkur ekki fært að reka grunnskólana,“ sagði Rósa og beindi orðum sínum að framsókn- ar- og sjálfstæðismönnum í sveit- arstjórn. „Stendur ekki eða fell- ur með grunnskóla“ Guðveig Anna Eyglóardóttir for- maður fræðslunefndar Borgar- byggðar og oddviti framsóknar- manna sagði í ávarpi sínu og svör- um við fyrirspurnum að það væri hennar trú að tækifæri barna á Hvanneyri og nágrenni til að fá góða kennslu yrðu ekki skert með þessum breytingum sem sveitar- stjórn hefði ákveðið. Vísaði hún til föðurhúsanna ávirðingum um að hún og aðrir í sveitarstjórn væru að leggja Hvanneyri í einelti. „Hvann- eyrarstaður stendur ekki eða fellur með því hvort þar verður grunn- skóli eða ekki,“ sagði hún. Orkan fer í vörn Ragnar Frank Kristjánsson fulltrúi VG í sveitarstjórn var eini sveit- arstjórnarfulltrúinn sem kveðst ósammála þeirri stefnu sveit- arstjórnar að loka skólanum á Hvanneyri. Skoraði hann á nú- verandi meirihluta sveitarstjórnar að ná sáttum við íbúa, sú ólga sem búið væri að mynda væri að skaða samfélagið meira en flest ann- að. „Orkan fer í vörn, en ekki í þá sókn sem ætti að vera. Hér þarf að byggja að nýju upp jákvæðan orð- stýr,“ sagði Ragnar Frank. Erfið fjárhagsstaða engin nýlunda Geirlaug Jóhannsdóttir fulltrúi Samfylkingar í sveitarstjórn harm- aði að lítið hafi verið gert úr varn- aðarorðum síns flokks fyrir síð- ustu kosiningar um alvarlega fjár- hagsstöðu sveitarsjóðs. Samfylk- ing hefði þá bent á að selja mætti eignarhluta í Faxaflóahöfnum og OR og væri flokkurinn enn þeirr- ar skoðunar að það væri farsælast til að greiða niður skuldir sveitar- sjóðs. Hvatti hún til að skipuð yrði sáttanefnd íbúa og sveitarstjórn- ar því við núverandi trúnaðarbrest væri ekki hægt að una. Viðruðu sameiningu við Skorradal Á fundinum komu fram ábend- ingar um að e.t.v. gæti reynst hag- fellt fyrir íbúa á Hvanneyri og ná- grenni að skoðað yrði hvort raun- hægt væri að óska eftir sameiningu við Skorradalshrepp. Eiríkur Blön- dal benti á að þannig yrðu hreppa- mörk Skorradalshrepps færð nið- ur um Andakíl að Borgarfirði. Engin formlega tillaga barst um þessa hugmynd en málið var reif- að. Kom fram að Skorradalur og Hvanneyri hafa átt og eiga margt sameiginlegt. Ályktanir samþykktar Í lok fundar, eftir að fjórir og hálf- ur tími voru liðnir frá setningu hans, voru lagðar fram ályktan- ir til sveitarstjórnar. Sú fyrri gekk efnislega út á að skora á sveitar- stjórn að fresta boðuðum breyt- ingum í skólamálum í héraðinu þar til skólastefna sveitarfélagsins lægi fyrir. Var sú tillaga samþykkt samhljóða. Síðari ályktun fundar- ins gekk öllu lengra en þar var lýst vantrausti á störf meirihluta sveit- arstjórnar og tíunduð ýmis verk hennar sem þóttu ekki hafa leitt til góðs. Var meirihluti sveitarstjórn- ar, Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks, hvattur til að segja af sér í ljósi þess að algjör trúnaðarbrest- ur væri kominn upp milli sveit- arstjórnar og íbúa. Sú tillaga var samþykkt, en þó með mun færri atkvæðum en sú sem skemmra gekk. Þegar þarna var komið sögu var komið fram yfir miðnætti og farið að fækka á fundinum. Ályktanir lagðar fram í sveitarstjórn Allir sveitarstjórnarfulltrúar voru mættir á fundinn og tóku flestir þeirra til máls. Svöruðu spurning- um sem ýmist var beint til þeirra persónulega eða sveitarstjórnar- innar allrar. Í lok fundar upplýsti Björn Bjarki Þorsteinsson odd- viti sjálstæðismanna í sveitarstjórn að ályktanir fundarins yrðu rædd- ar á fundi sveitarstjórnar í þessari viku. Hvorki hann né aðrir fulltrú- ar úr sveitarstjórn gáfu til kynna að ákvörðun um lokun Hvanneyr- ardeildar GBF yrði endurskoðuð. Hins vegar kveðst sveitarstjórn til- búin að skoða þann kost að færa kennslu tveggja fyrstu árganga ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA BLIKKSMIÐJA Loftræstingar – Reykrör Klæðningar – Nýsmíði Viðhald – Efnissala JÁRNSMIÐJA Gjafagrindur – Nýsmíði Viðhald – Þjónusta Hesthúsinnréttingar RAFMAGNS- VERKSTÆÐI Nýlagnir – Viðhald Viðgerðaþjónusta Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is – Ert þú utan höfuðborgarsvæðisins? – Langar þig að ná fastari tökum á heilsunni með hjálp fagfólks? – Getur þú æft sjálfstætt en vantar stuðning til að komast af stað? – Viltu laga til í mataræðinu? - Þín brú til betri heilsu www.heilsuborg.is Nánari upplýsingar í síma 5601010 Fjarnám Jarðir til leigu Til leigu spildur úr ríkis- og eyðijörðunum Sarpi og Bakkakoti, 311 Skorradalshreppi, til varðveislu og viðhalds menningarminja sem á þeim eru. Umsóknarfrestur er til mánudagsins 5. október 2015. Frekari upplýsingar á skogur.is. Skógrækt ríkisins SK ES SU H O R N 2 01 5 grunnskólans inn í leikskólann An- dabæ á Hvanneyri. Af þeim sökum var frestað ákvörðun um ráðningu í laust starf leikskólastjóra þar í sumar. Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt samhljóða: „Fundarmenn leggja til að sveit- arstjórn dragi ákvörðun sína um lokun grunnskóladeildar GBF á Hvanneyri til baka. Ákvörðunin byggir á úreltum og röngum gögn- um og hefur sveitarstjórn ekki tek- ist að sanna með óyggjandi hætti að aðgerðin sé nauðsynleg. Að auki er ákvörðunin tekin án samráðs og í andstöðu við íbúa. Fundarmenn krefjast þess að sveitarstjórn vinni eftir aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2021 og að skólastefna verði mótuð áðun en ráðist verði í svo íþyngjandi niðurskurð.“ Eftirfarandi ályktun var sam- þykkt með meirihluta greiddra at- kvæða: „Fundarmenn lýsa yfir algjöru van- trausti á meirihluta sveitarstjórn- ar Borgarbyggðar. Það hefur sýnt sig það sem af er kjörtímabili að meirihlutinn ber ekki hag heildar- innar fyrir brjósti og er ekki starfi sínu vaxinn. Röð illa ígrundaðra ákvarðana af hans hálfu hafa kost- að sveitarfélagið mikla fjármuni, mannauð, skapað úlfúð og alvar- legan trúnaðarbrest. Sem dæmi má nefna mannabreytingar í ráðhús- inu, ákvörðunina um lokun grunn- skóladeildar GBF á Hvanneyri og ákvörðun um að draga til baka aug- lýsingu um leikskólastjórastöðu leikskólans Andabæjar. Fundar- menn fara fram á að meirihluti víki úr sveitarstjórn og hleypi fólki að sem er tilbúið til að vinna af heil- indum fyrir íbúa Borgarbyggðar.“ mm Björn Bjarki Þorsteinsson í ræðustól. Sitjandi frá vinstri: Ólöf Ósk Guðjónsdóttir fundarritari, Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar- stjóri, Kristján Gíslason fundarritari og Flemming Jessen fundarstjóri.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.