Skessuhorn


Skessuhorn - 09.09.2015, Page 35

Skessuhorn - 09.09.2015, Page 35
MIÐVIKUDAGUR 9. SEPTEMBER 2015 35 eða með því að styðja það með öðr- um hætti. Ef ekki næst að safna upp í ákveðna upphæð á þeim tíma sem söfnunin stendur yfir, þá verður ekk- ert úr söfnuninni. „Það er vegna þess að styrkþegar þurfa að geta staðið við loforð sín. Ef viðkomandi ætlar til dæmis að gefa út bók og vantar milljón til að láta prenta hana. Svo er einhver sem styrkir verkefnið um fimmþúsund krónur og á að fá bók- ina í staðinn. En svo setur kannski enginn annar pening í verkefnið. Þá er ekki hægt að prenta út bókina og viðkomandi getur því ekki stað- ið við loforðið sem hann hefur gefið þessum einstaklingi,“ útskýrir Ingi Rafn. Hann segir að það skapi einn- ig ákveðna pressu að vita að ekkert verði af verkefninu, náist ekki að safna fyrir því. „Langmest af pen- ingunum kemur inn út af því að fólk þarf að gera það upp við sig hvort það vill styrkja verkefni sem það hef- ur áhuga fyrir eða ekki. Oftar en ekki kemur stór hluti af heildarupphæð- inni á síðustu dögunum. Þá er fólk búið að gera það upp við sig hvort það vill styrkja og þarna sér fólk að það skiptir miklu máli hvort það komi að verkefninu eða ekki.“ Bankar ekki nauðsynlegir Ingi Rafn segir Karolina Fund hafa virkað vel frá fyrsta degi. Í dag er vefurinn með heimsmet í árangurs- hlutfalli í hópfjármögnun. Síðan er alþjóðleg og verðmiðinn er settur í evrum. „Það var aldrei hugmynd- in að einskorða okkur við Ísland. En gjaldeyrishöftin gera þetta flók- ið fyrir okkur en þó ekki ómögu- legt. Við værum þó töluvert betur sett án haftanna og fyrirtækið væri stærra og öflugra ef ekki væri fyrir þessi höft.“ Hann segir að stefnan sé sú að verða fjármálafyrirtæki fram- tíðarinnar. „Eftir hrunið fannst mér bankakerfið einhvern veginn vera barn síns tíma. Við teljum í alvöru að bankar séu ekki nauðsynlegir,“ segir Ingi Rafn og útskýrir að hóp- fjármögnun geti hjálpað til við að brúa bilið þegar peninga vantar fyr- ir markaðssetningu eða framleiðslu, þá þurfi viðkomandi ekki að fara í bankann og grátbiðja um lán eða yf- irdrátt. „Næstu skref hjá okkur snýst um að fara inn á fleiri svið fjármögn- unar, til dæmis í formi einstaklings- lána. Þá geta einstaklingar lánað ein- staklingum með milligöngu, svipað og hópfjórmögnunin gengur út á. Sá sem setur pening í verkefnið fær þá eitthvað til baka á einhverjum tíma- punkti.“ grþ Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilis- fang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síð- asta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum inn- sendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 80 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Tómstund.“ Vinningshafi er: Jó- hanna Arnbergsdóttir, Bjarkargrund 37, Akranesi. mm Hliðar- halli Ótækt Hópur Röð 50 Krókur Smá- hrekkir Dúna- logn 7 Sér- hljóðar Gabb Sk.st. Héla Af- kvæmið Sýl Vær Stúlka Ásaka Ein- stigi Titill Ung- viði Beita Nögl Sér eftir Rispa Garpur 5 Sam- hljóðar Hylur Hestar Sögn 8 100 Óhljóð Óttast Drög 6 Vein Friður At- hygli Óhöpp 7 Andi Bættur Vitra 15 10 Ögn Ýfir Spil Tíndi Krauma Sefa Átt Kall Öku- tæki Flet Flói Planta Kunni Tvenna Suddi 13 Staup Snarpur Tröll Ras Óregla Skófla Þefa Erjar 9 Dúar Ekla Berar Svik Arinn Ótta Hryssu 3 Leik- fang Sóminn 12 Léleg Leðja Ílár Stöng Hvílt Úa Fiskur Lúra Reiðar Krúna Ástand 51 Gutti Kássa Veiðir Keyra Kisa Lína Hlé Peli Þófi Byrði Sæti Fugl Skel Stafur 1 Meiða Fáguð Kusk 5 Syngja Rár Sérhlj. 4 Örn Mynni Ánægð 14 2 Storð 11 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 Vefsíðan karolinafund.com hefur vakið töluverða athygli undanfarin ár. Um er að ræða hópfjármögnun- arvef, þar sem hægt er að óska eftir styrkjum fyrir hinar ýmsu viðskipta- hugmyndir. Margar hugmyndir hafa orðið að veruleika með hjálp almenn- ings, sem kosið hafa að styrkja verk- efnin í gegnum Karolina Fund. Ingi Rafn Sigurðsson er maðurinn á bak við vefsíðuna. Hann er borinn og barnfæddur Borgfirðingur og fjár- húsagaur eins og hann orðar það sjálfur, en Ingi Rafn er alinn upp á Hellum í Bæjarsveit. Skessuhorn tók Inga Rafn tali. Hélt til á Kaffi Karólínu Ingi Rafn byrjar að segja frá því að hann hafi farið til Akureyrar í fram- haldsskóla. „Þar var ég mikið á kaffi- húsi sem hét Kaffi Karólína, bæði sem gestur og síðar starfsmaður. Þetta var staður þar sem skapandi hugmyndir urðu til og við framkvæmdum hitt og þetta, héldum tónleika, gerðum kvik- myndir og fleira,“ segir Ingi Rafn. Eftir dvölina fyrir norðan fór Ingi Rafn til höfuðborgarinnar þar sem hann vann við plötuútgáfu í techno tónlist. Þremur árum síðar vatt hann kvæði sínu í kross og hóf störf hjá söludeild Kaupþings banka. „Í kring- um hrunið varð ég, eins og margir aðrir, frekar pirraður á fjármálakerf- inu, þó ég væri innanborðsmaður. Þá fór ég að hanna þessa hugmynd sem síðar varð Karolina Fund.“ Langt fæðingarferli Ingi Rafn segist hafa gert frumútgáfu vefsins á þessum tíma en í framhald- inu ræddi hann við vin sinn Jónmund Gíslason sem er grafískur hönnuður. „Við veltum þessu fram og til baka. Þegar hugmyndin kviknaði var eng- in önnur sambærileg síða til í heim- inum en við sáum svo svipaðar síður spretta upp á þessum tíma. Árið 2011 vorum við komnir með hóp sem er ákveðinn í að starta verkefninu og við opnum vefinn í október 2012.“ Hann segir að fæðingarferli vefsins, frá því hugmyndin kviknaði og þar til vefsíð- an var opnuð, hafi því verið svolítið langt enda tók það nokkur ár. „Þetta tók svolítinn tíma þar sem frum- kvöðlaumhverfið á Íslandi er ekkert sérlega gott, þó það megi margt gott um það segja. Það var ekki fyrr en ég hætti að vinna hjá Arion banka sem þetta gerðist fyrir alvöru.“ Stofnaði annað fyrirtæki fyrst Ingi Rafn sat þó ekki auðum höndum í millitíðinni. Hann stofnaði annað fyrirtæki á meðan Karolina Fund var í þróun. Fyrirtækið heitir Reykjavik Corner Store og selur hönnunarvör- ur um allan heim í gegnum internet- ið. Fyrirtækið er lítið þekkt á Íslandi en hefur náð góðum árangri á er- lendri grundu. Á samfélagsmiðlinum Pinterest varð vefurinn fimmti mest „endurpinnaði“ vefur í heimi árið 2014. Það þýðir að hann náði mik- illi dreifingu á þeim tíma, enda deilir fólk svokölluðum pinnum, til dæmis myndum, með vinum sínum, líkt og hægt er að gera á öðrum samfélags- miðlum. „Við seljum þó ekki vörurn- ar á Íslandi. Langstærsti markaður- inn okkar er í New York en 60-70% af heildarsölunni fer til Bandaríkj- anna. Þar á eftir eru Þýskaland, Ástr- alía og Nýja Sjáland öflugir kaupend- ur en við seljum minnst til Norður- landanna, Rússlands og Austurlanda fjær.“ Mikið safnast á lokadögum Líkt og fyrr segir gengur Karolina Fund út á að hægt sé að sækja styrk til almennings fyrir ýmis verkefni. Hægt er að skrá hugmyndir eða verk- efni á vefinn en þar er einnig hægt að finna fólk til að vinna með eða óska eftir þátttöku í verkefnum. Útbú- in er kynning á verkefninu, yfirleitt með myndbandi sem lýsir því. Síð- an er fjárþörf verkefnisins útskýrð og almenningi boðið að taka þátt í verkefninu með forkaupum á vöru Stofnaði tvö öflug netfyrirtæki á skömmum tíma Rætt við Inga Rafn Sigurðsson, stofnanda hópfjármögnunarvefsins Karolina Fund Borgfirðingurinn Ingi Rafn Sigurðsson átti hugmyndina að hópfjármögnunar- vefnum Karolina Fund. Fjórir af átta stofnendum Karolina Fund fyrir framan sirkustjald Sirkus Íslands sem safnaði sjö milljónum króna fyrir tjaldinu á Karolina Fund. Frá vinstri: Jónmundur Gíslason, Ingi Rafn Sigurðsson, Þórarinn Jóhannsson og Arnar Sigurðsson. Ingi Rafn uppi á Varmalækjarmúla með æskustöðvarnar í Bæjarsveitinni í bakgrunni.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.