Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 9. tbl. 19. árg. 2. mars 2016 - kr. 750 í lausasölu Framtíðin er full af möguleikum Traust fjármálaráðgjöf leggur grunn að farsælli framtíð H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 5 -0 0 5 0 Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? FRAMKÖLLUNARÞJÓNUSTAN EHF BRÚARTORGI - 310 BORGARNESI - S. 437 1055 www.framkollunarthjonustan.is Verður 8. mars í: FVA Kl. 10–11:30 FSN Kl. 14–15:30 Kynning á öllu háskólanámi á Íslandi! Hlaupársdagur fór rólega af stað á fæðingadeildinni á Akranesi og fram eftir degi var útlit fyrir að ekkert hlaupársbarn myndi fæðast á deildinni. Það átti þó eftir að breyt- ast og klukkan 21:15 fæddist stúlka, 48 sentímetra löng og 3.470 gr að þyngd. Nóg hefur verið að gera á deildinni undanfarið og er þetta ellefta barnið sem fæðist á liðinni viku. Á hlaupári er degi bætt við almanaksár til að leiðrétta skekkju í tímatali. 29. febrúar ber þannig upp fjórða hvert ár og má því litla stúlk- an bíða til ársins 2020 eftir fyrsta eiginlega afmælisdeginum sínum. grþ Eitt hlaupársbarn á Akranesi Hlaupársbarnið ásamt móður sinni, Dini Damayanti. Faðirinn heitir Hafþór Pálsson. Það má segja að Vagn Ingólfsson í Ólafsvík hafi ekki valið auðveldustu leiðina í handverkinu þegar hann fór að vinna úr timbri. Vagn er með lítinn föndurskúr bakatil í garðinum. Nokkur verk sýndi hann ljósmyndara, meðal annars líkan af súðbirðingnum Kópi sem var lengi framan af 19. öld notaður við vitjanir á sel í Breiðarfjarðareyjum en sá bátur er með breiðfirska l ginu. Þar mátti einnig sjá útskorinn lax sem hafði verið komið fyrir á platta sem líkist náttúrulegu umhverfi. Útskorin treyja úr tré er einnig meðal muna hans en í hálsmálinu er reim sem mikil vinna liggur á bakvið. Öll þessi verk eru listasmíði og greinilegt að Vagn er á réttri leið í því sem hann er að gera. Stefnir hann á sýningu í sumar á verkum sínum. Ljósm. þa. Franskir ferðmenn lentu í vanda á leið sinni til Hvammstanga á sunnudag- inn en svo virðist sem leið- sögutæki hafi vísað þeim leiðina yfir Haukadalsskarð í Dölum sem er með öllu ófært yfir vetrartímann. Færðin versnaði eftir því sem innar kom í dalinn og mesta furða hversu langt ferðamennirnir náðu áður en þeir misstu bílinn út af veginum þar sem hann sat fastur rétt við afleggjar- ann að bænum Giljalandi. Giljaland er innsti bærinn í Haukadal en þar er ekki lengur vetr- arbúseta og löng leið að næsta bæ. Ferðamennirnir höfðu samband við fjarskipti lögreglunnar sem kallaði til dráttarbíl frá Búðardal. Vegna slæmrar færðar var leitað eftir að- stoð frá bónda á Leikskálum sem ruddi leiðina á dráttarvél og eft- ir björgunina gátu ferðamennirnir haldið leið sinni áfram á Hvamms- tanga en þó eftir vænlegri leiðum. Þetta mun ekki vera fyrsta skipti sem erlendir ferðamenn hafa treyst á leiðsögutæki og lent í vanda á þessari leið. Fyrr í vetur þurfti að sækja tvo erlenda ferðamenn sem voru komnir vel áleiðis upp skarð- ið þar sem ekkert símasamband var og gengu þeir langa leið eftir hjálp. Kaldir og blautir hittu þeir fyrir til- viljun bændur við Kirkjufellsrétt sem komu þeim til bjargar og köll- uðu eftir dráttarbíl. sm Leiðsögutæki beina ferðamönnum um sumarveg Bíllinn utan vegar. Símamynd Kristinn R. Guð- laugsson. Kristján Loftsson forstjóri Hvals hefur ákveðið að falla frá áformum um veiðar á langreyðum næsta sum- ar. Í samtali við Morgunblaðið síð- astliðinn fimmtudag sagði forstjóri Hvals hf. að fyrirtækinu hafi gengið illa að koma langreyðarkjöti á mark- að í Japan. Kristján segir að hann hefði aldrei byrjað hvalveiðar á ný ef hann hefði vitað af rannsóknar- aðferðum Japana, sem hafi verið fyrirtækinu erfiðar undanfarin ár. Í Morgunblaðinu var haft eftir hon- um að aðferðirnar sem Japanir beita við efnagreiningar á hvalaafurð- um séu rúmlega fjörutíu ára gaml- ar og hvergi notaðar annars staðar í heiminum. Hvalveiðum fyrirtæk- isins sé sjálfhætt ef Japanir taki ekki upp aðrar rannsóknaraðferðir. „Ef við hefðum vitað hvað var í vændum í Japan þegar við hófum aftur hval- veiðarnar 2009, eftir tuttugu ára hlé, þá hefðum við aldrei byrjað aftur,“ segir Kristján. Ljóst er að þessi ákvörðun Hvals hf. hefur umtalsverð áhrif á atvinnu- og efnahagslíf Vesturlands. Á vertíð- um undanfarin sumur hafa allt upp í 150 manns starfað við veiðar og vinnslu og starfsemin auk þess skaff- að ýmsum öðrum fyrirtækjum verk- efni. mm Engar hvalveiðar í sumar Hvalveiðar hófust á ný eftir tveggja áratuga hlé í júní 2009. Myndin er frá því fyrsti hvalurinn kom á land þetta sumar. Nú eru aftur horfur á að eyða komi í veiðarnar um ófyrirsjáanlegan tíma. Ljósm. mm.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.