Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201616 Eftir að Skagakonan Salka Mar- grét Sigurðardóttir lauk BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands lá leið hennar út fyrir landstein- ana. Hún hóf nám við Hagræði- og stjórnmálafræðiháskólann í Lond- on (London School of Economics and Political Science) og útskrifað- ist þaðan með meistarapróf í heim- speki og opinberri stefnumótun. Í september síðastliðnum hóf Salka síðan störf sem aðstoðarmaður ráð- herra í ríkisstjórn Davids Cameron. „Ég er ein þriggja aðstoðarmanna Joanna Shields barónessu, ráðherra internetöryggismála. Einn aðstoð- armaður sér um stefnumál barnaör- yggis á netinu, einn um radíkalisma á netinu og svo er ég í raun tengi- liður ráðherrans og teymis hans við umheiminn. Allar beiðnir og upp- lýsingar almennings, fjölmiðla, þingsins og annarra ráðuneyta fara í gegnum mig,“ segir Salka. Einnig hefur hún á sinni könnu að skipu- leggja dagskrá ráðherrans, viðburði og fundi. Að sumu leyti má segja að líf og starf ráðherrans sé í hennar höndum. „Það er innan míns verka- hrings að sjá til þess að hún sé und- irbúin hvert sem hún fer. Ég aðstoða hana við ræðuskrif og fylgi henni á viðburðina,“ segir Salka. Innan ráðuneyta segir Salka að starfi að jafnaði tveir pólitískir ráð- gjafar, sem eru ráðnir af flokki við- komandi ráðherra og sjái til þess að ráðherrar fylgi stefnu hans. „En síðan sjá faglega ráðnir starfsmenn ráðuneytisins, eins og ég, um að sú stefna sé innleidd í verki,“ segir Salka. Hún segir að aðstoðarmaður ráðherra þurfi að geta hugsað mjög hratt, haft yfirsýn yfir marga hluti í einu og vera mjög skipulagður. Allt gerist á ljóshraða en dagur ráð- herrans þurfi að ganga eins greið- lega fyrir sig og mögulegt er. „Það eru ótrúlega mörg smáatriði sem þarf að sjá um og bregðast hratt og örugglega við,“ segir hún. Fyrsti dagurinn súrrea- lískur og yfirþyrmandi Aðspurð hvernig henni hafi dott- ið í hug að sækja um starf aðstoðar- manns ráðherra strax að loknu námi segir hún að Bretar styðji vel við ný- útskrifa stúdenta. Á sama tíma sé hins vegar allt mjög miðstýrt. „Ég sótti um í gegnum stúdentapróg- ramm breska ríkisins, ásamt 30 þús- und öðrum umsækjendum og um- sóknarferlið sjálft tók heilt ár. Eftir árs ferli var ég loksins dæmd „hæf“ en það var ekki fyrr en eftir það sem ég gat farið að leiða hugann að sérstökum stöðum,“ segir Salka. Hún kveðst hafa farið í nokkur við- töl áður en hún var ráðin til starfs- ins sem hún gegnir í dag. „Þeim fannst tilvalið að fá mig í teymi ráð- herra, meðal annars vegna þess að ég hafði unnið sem blaðamaður og töldu þau að sú reynsla myndi nýtast í starfi,“ segir Salka, en hún starfaði sem blaðamaður á DV áður en hún flutti utan. Hún segir fyrsta vinnudaginn hafa verið á sama tíma bæði súrrealískan og yfirþyrmandi. „Ég mætti í West- minister í mínum fínustu klæðum og hitti ráðherrann fyrsta morg- uninn, en hún var ósköp spennt að fá unga íslenska konu í teymið. Ég settist svo niður við skrifborðið sem var ætlað mér og var strax byrj- uð að svara símtölum fyrir hönd ráðherrans eftir innan við klukku- stund,“ segir Salka. „Þegar ég fór heim um kvöldið hugsaði ég „hvað í ósköpunum er ég nú búin að koma mér í,” en ég gat samt ekki beðið eftir að mæta aftur daginn eftir,“ bætir hún við létt í bragði. Salka segir að breska stjórnkerf- ið sé þungt í vöfum og að hið mikla skrifræði hafi komið sér á óvart. „Ég er vön að vinna í grasrótarsam- tökum þar sem hlutirnir gerast ef maður keyrir þá áfram á viljanum. En hér þarf hvert skref að vera sam- þykkt af mörgum einstaklingum og stofnunum áður en svo mikið sem send er út ein málsgrein. Það fer oft mjög í taugarnar á mér, því ég hef alltaf verið mikill „do-er,“ seg- ir hún. Vægast sagt skemmtilegt Blaðamaður stenst ekki mátið að spyrja hana hvort þetta sé al- mennt skemmtilegt starf, svona dag frá degi. Salka er ekki í nokkr- um vafa. „Þetta er vægt til orða tek- ið skemmtilegt. Þetta er eins og að vera í kappakstri og fallhlífarstökki á sama tíma, því þú ert að keyra áfram líf einnar áhrifamestu mann- eskju Bretlands þrátt fyrir að líða enn eins og 23 ára Skagastelpu sem er blaut á bakvið eyrun,“ segir hún og rifjar upp ánægjulegt augnablik sem hún upplifði fyrir skömmu. „Skemmtilegasta augnablikið sem ég hef upplifað enn sem komið er var þegar við ráðherrann fórum tvær á stóra verðlaunaafhendingu um daginn, Women in IT Awards, þar sem hún flutti ræði. Ég hafði hjálpað til við þau ræðuskrif og að heyra ráðherra eins valdamesta rík- is heims flytja mitt hugverk fyr- ir framan fjölda fólks var ólýsanleg tilfinning og ég gat ekki annað en brosað,“ segir Salka ánægð. Ráðherra er viðkunnan- legur fagmaður Joanna Shields barónessa var gerð að ráðherra internetöryggismála síðastliðið vor. Hún er banda- rísk, starfaði lengi að þróun ým- issa tæknifyrirtækja í Sílíkondaln- um svokallaða í Kaliforníufylki þar vestra. Síðast sem framkvæmdastjóri hjá Facebook, þar sem hún stjórn- aði umsvifum fyrirtækisins í Mið- austurlöndum, Evrópu og Afríku og þar áður hjá tæknirisanum Go- ogle. Salka ber henni einkar vel sög- una. „Hún hefur tekið þátt í að þróa mörg helstu tæknifyrirtæki heims og því var þetta ráðherrahlutverk í raun sérsniðið að henni eftir síðustu kosningar í maí, en Bretland er nú eina landið í heiminum með sérstak- an internetráðherra,“ segir Salka og lýsir henni sem mikilli fagmann- eskju. „Á sama tíma er hún ofboðs- lega viðkunnanleg. Hún kallar mig „honey“ og „sweety“ í hverri setn- ingu og endar hver smáskilaboð á „xxx“,“ segir Salka, en lesendum til fróðleiks táknar „xxx“ þrjá kossa í undirskriftum skilaboða á internet- inu. „Joanna hitti Dorrit um daginn og gerði það að umræðuefni þeirra hvað Dorrit gæti verið stolt af ein- um borgara sínum. Svo hringdi ráð- herrann sérstaklega í mig til að segja mér þá sögu. Það fannst mér mjög krúttlegt,“ segir Salka. Tekur vinnuna með sér heim Vinnudagur Sölku krefst þess oft að hún vinni fram eftir kvöldi og um helgar. Þegar hún mætir til vinnu að morgni veit hún ekki hve- nær hún hættir þann daginn. Hún kveðst því eiga erfitt með að kúpla sig frá vinnunni, en það sé einfald- lega hluti af starfinu. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá get ég ekki unnið eftir stimpilklukku. Ef ráð- herra hringir í krísu að kvöldi eða um helgar þá get ég ekki sagt „nei, ég er í fríi“,“ segir hún í léttum dúr. „Ég tek því vinnuna ósjaldan með mér heim, en það angar mig lítið. Það gjald er ég tilbúin að greiða til að vera innvinkluð í Westmin- ister.“ Eins og áður sagði hefur Salka á sinni könnu samskipti ráðherra við fjölmiðla. Breska pressan er þekkt fyrir að vera óvægin og segir Salka að hugsað sé fyrir öllu áður en haft er samband við fjölmiðla, hvert skref sé útpælt. „Hér er búið að hugsa út í það hvernig fjölmiðlar geti spunn- ið úr orðunum áður en þau eru send út,“ segir hún. „Ég þekki það sjálf að sem blaðamaður reynir maður auðvitað að draga fram umdeilda punkta. Því er gaman og stundum fyndið að sjá hina hliðina, þar sem stjórnmálamenn passa að senda ekk- ert vafasamt frá sér sem blaðamenn gætu gert mál úr,“ segir hún og að- spurð bætir hún því við að hún telji svipað uppi á teningnum hér heima. „Ég held að stjórnmálamenn hér heima beiti oft og tíðum mun meiri herkænsku en við höldum. Við bara vitum ekki endilega af því,“ seg- ir hún. Ísland ekki samkeppnishæft Það er morgunljóst að Salka hef- ur náð ótrúlega langt á skömm- um tíma og enginn vafi leikur á að kraftar hennar gætu nýst hérlendis. Kom aldrei til greina að snúa heim að námi loknu? „Upphaflega ætlaði ég mér bara að búa úti í eitt ár. Þegar ég var í náminu í LSE hafði ég aug- un opin fyrir tækifærum bæði heima og eins hér úti. En ég sá mjög fljótt að Ísland væri ekki sérstaklega sam- keppnishæft miðað við þau enda- lausu tækifæri sem eru í boði í London,“ segir hún. Vandamálið hafi því eiginlega leyst að sjálfu sér þegar hún fékk starfið í ráðuneytinu. „Í þokkabót hafði ég algjörlega fallið fyrir þessari borg og var ekki tilbúin að snúa aftur heim,“ bætir hún við. Hún kveðst þó geta hugsað sér að snúa heim í framtíðinni og jafn- vel hasla sér völl sem stjórnmála- maður, hún hafi alltaf haft áhuga á þeim málaflokki. „Ég hefði nú alveg hug á því, en það er verst hvað Ís- land virðist lítið fyrir að gefa ungu fólki tækifæri í pólitík. Þar á ég bæði við faglega reynslu í gegnum ráðu- neytin og svo er líka hlægilegt hvað það er fátt ungt fólk á Alþingi,“ segir hún. „Það er mér mikið metnaðar- mál að ungt fólk geti haft álíka áhrif á nærumhverfi sitt líkt og þeir sem eldri eru, því öll höfum við nú til- kall til þessa samfélags sem við deil- um,“ segir Salka Margrét Sigurðar- dóttir að lokum. kgk Salka Margrét Sigurðardóttir er aðstoðarmaður ráðherra í ríkisstjórn Breta: „Þetta er eins og að vera í kappakstri og fallhlífarstökki á sama tíma“ Salka Margrét Sigurðardóttir. Salka fyrir framan Big Ben, spölkorn frá breska þinghúsinu í Westminister. Palace of Westminster, breska þinghúsið, á bökkum árinnar Thames. Þar hefur Salka varið ófáum vinnustundum í vetur. Ljósm. Wikipedia.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.