Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 20168 Loðnan farin að veiðast VOPNAFJ: Víkingur AK kom til hafnar á Vopnafirði í lok febrúar með rúm 1700 tonn af loðnu sem fór til frystingar í uppsjávarfrysti- húsi HB Granda á staðn- um. Þá hafði Venus NS einn- ig verið á veiðum og landaði rúmlega þúsund tonnum af loðnu tveimur dögum fyrr. Vertíðin hófst óvenju seint að þessu sinni og var þetta fyrsta loðnan sem skip HB Granda komu með til Vopnafjarðar á vertíðinni. –grþ Aflatölur fyrir Vesturland 20. - 26. febrúar Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 74.141 kg. Mestur afli: Akraberg ÓF: 35.244 kg í fimm löndunum. Arnarstapi: Engar landanir í vikunni. Grundarfjörður 8 bátar. Heildarlöndun: 343.911 kg. Mestur afli: Geir ÞH: 75.914 kg í fimm löndunum. Ólafsvík 22 bátar. Heildarlöndun: 576.977 kg. Mestur afli: Bárður SH: 55.665 kg í sex löndunum. Rif 19 bátar. Heildarlöndun: 733.987 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 158.788 kg í tveimur róðrum. Stykkishólmur 7 bátar. Heildarlöndun: 156.529 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 75.714 kg í þremur löndun- um. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Tjaldur SH - RIF: 87.880 kg. 21. febrúar. 2. Tjaldur SH - RIF: 70.908 kg. 25. febrúar. 3. Örvar SH - RIF: 69.908 kg. 22. febrúar. 4. Hringur SH - GRU: 62.553 kg. 24. febrúar. 5. Rifsnes SH - RIF: 61.251 kg. 21. febrúar. -grþ Árshátíð GBF VARMALAND: Fimmtu- daginn 3. mars verður árshátíð Varmalandsdeild- ar Grunnskóla Borgarfjarð- ar haldin í Þinghamri og hefst klukkan 17:00. „Boð- ið verður upp á fjölbreytta skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Frítt inn en kaffið selt. Hvetjum alla til að koma konur, karla, ömm- ur, afa, frænkur og frændur. Verð fyrir kaffi: 1000 krónur fyrir fullorðna, 500 krónur fyrir börn á grunnskólaaldri en frítt fyrir börn á leikskóla- aldri og þriðja barn í hóp,“ segir í tilkynningu. –mm Auglýst eftir verkefnastjóra Unglinga- landsmóts BORGARNES: Ung- lingalandsmót UMFÍ verð- ur haldið í Borgarnesi um verslunarmannahelgina á sumri komanda. Mótið er ár- legt og þar keppa ungmenni á aldrinum 11-18 ára í hin- um ýmsu íþróttagreinum. UMFÍ hefur auglýst laust til umsóknar starf verkefna- stjóra Unglingalandsmóts 2016. Verkefnastjóri mun starfa að skipulagningu og framkvæmd mótsins við hlið framkvæmdastjóra. Ráðið verður í starfið til um það bil tveggja mánaða, júní og júlí og þarf viðkomandi að vera staðsettur í Borgarnesi eða nágrenni á starfstím- anum. Nánari upplýsingar um starfir veitir Ómar Bragi Stefánsson landsfulltrúi í síma 898-1095. –kgk VARMADÆLUR RAUNVERULEGUR SPARNAÐUR YFIR 10 ÁRA REYNSLA VIÐ ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR OG HUNDRUÐ ÁNÆGÐRA NOTENDA SEGIR ALLT SEM SEGJA ÞARF. FJÖLBREYTTIR HITUNARMÖGULEIKAR: Loft í loft Loft í vatn Vatn í vatn FUJITSU LTCN LOFT Í LOFT VARMADÆLAN: Best í prófun hjá SP í Svíþjóð WWW.GASTEC. IS Magnús Guðbjarnason í Borgarnesi, sem oft er kenndur við Straumfjörð á Mýrum, er rósahafi vikunnar í Vetr- ar-Kærleik Blómasetursins - Kaffi kyrrðar í Borgarnesi. Rósina fær hann fyrir hvað hann er, eins og seg- ir í tilnefningunni; „ötull sjálfboða- liði hjá Rauða Krossin- um, vinnur í þágu sam- félagsins. Hann er ein- lægur, fróður maður og bóngóður, þægilegur í alla staði.“ mm Magnús er rósahafi vikunnar í Vetrarkærleiknum Í vikunni sem leið hóf Samkaup Strax í Búðardal að selja raftæki frá versluninni Heimilistækjum, en það mun vera rúmur áratugur síð- an raftækjadeild var síðast starfrækt á svæðinu. Samkvæmt upplýsing- um frá Ingvari Bæringssyni versl- unarstjóra verða vörurnar á sömu kjörum og boðið er upp á í versl- un Heimilistækja og einnig verða viðskiptavinir þjónustaðir með sér- pöntunum á þeim vörum sem ekki verða á lager í Búðardal. Viðskipta- vinir geta fylgst með vöruúrvalinu á vefsíðunni www.ht.is og heldur Ingvar utan um sérpantanir ásamt samstarfskonu sinni Carolin A Baare Schmidt. sm Raftækjadeild opnuð í Samkaup Búðardal Ingvar verslunarstjóri í nýju raftækjadeildinni. Oft geta hversdagslegir hlutir vak- ið athygli og umhyggja fyrir dýr- um gefur gott tilefni til þess. Elín Þ. Melsted býr á Álfhólum í Dölum og er ein þeirra sem hefur mikla ánægju af því að fóðra smáfuglana yfir vetr- armánuðina. Elín gætir þess að eiga alltaf nóg til af fóðri sem hún strá- ir út til smáfuglanna og að gamni sínu hefur hún haldið tölu yfir korn- magnið sem hún hefur gefið síð- ustu tvö árin. Árið 2014 gaf hún um 40 kg af smáfuglafóðri en árið 2015 varð magnið heldur meira eða 60 kg. Telur Elín nokkuð líklegt að það hafi verið örlítið harðara í ári seinna árið, kornmagnið fór í það minnsta í meira mæli. Það sem af er nýju ári bendir til að ekki verði minni þörf á fóðrun en fyrri árin og er fólk hvatt til að lauma út góðgæti fyrir þessi smáu fiðurdýr, a.m.k. meðan ekki sést í auða jörð. sm Hlúir vel að smáfuglunum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.