Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2016 21 Nú er dag farið að lengja og sól farin að hækka á lofti. Fólk er far- ið að lengja eftir vorinu. Vetur- inn hangir þó enn yfir okkur og áframhaldandi kuldatíð er í kort- unum. Þá er gott að gera sér glað- an dag og borða eitthvað sem gleður bragðlaukana, svo sem létta og sumarlega köku. Ekki spillir ef kakan er falleg að sjá, það er allt- af gaman að borða litríkan og fal- legan mat. Þessi jarðarberjakaka er einmitt svoleiðis. Hún er bæði létt og bragðgóð, ásamt því að vera fallega bleik á litinn. Ein sneið á disk er eins og smá sneið af vori. Jarðarberjakaka með rjómakremi Innihald: 2,5 bollar hveiti 1 ¼ tsk. lyftiduft ¾ tsk. salt ½ tsk. matarsódi ¾ bolli smjör 1 ½ bolli sykur 2 msk. sykur 1 bolli jarðarberja sulta eða hlaup 4 egg ¾ tsk. vanilludropar ¼ tsk. rauður matarlitur ½ bolli súrmjólk 1 ¾ bolli rjómi (36% feitur) 3 bollar jarðarber Aðferð. Hitið ofninn í 180° C. Setjið smjörpappír í hliðar tveggja 23 cm forma. Smyrjið formin létt með smjöri og dustið hveiti yfir (losið ykkur við umfram hveiti sem ekki festist við formið). Setjið til hliðar. Sigtið hveiti, lyftiduft, salt og mat- arsóda saman og setjið til hliðar. Þeytið smjör og 1,5 bolla af sykri þar til það verður létt og ljóst. Bætið sultunni við og eggjunum, einu í einu. Skrapið niður og bæt- ið því næst vanilludropum og mat- arlit út í og þeytið aftur. Setjið hrærivélina á lágan hraða og bæt- ið þá við þriðjungi þurrefnanna í einu og súrmjólkinni á milli þar til þurrefnin eru öll komin í skálina. Skiptið deiginu jafnt á milli forma. Bakið í miðjum ofni í 20 - 30 mín- útur. Hægt er að sjá hvort kakan er tilbúin með því að stinga í með prjóni, ef hann kemur hreinn út er kakan bökuð. Kælið. Hrærið rjómann á góðum hraða, þar til hann byrjar að þykkna. Hægið þá á hraðanum og hellið restinni af sykrinum út í. Hrær- ið áfram þar til rjóminn mynd- ar mjúka odda þegar þeytaranum er lyft upp. Ekki fullþeyta rjóm- ann. Dreifið rjómablöndu á einn botn. Skreytið með jarðarberjum og mögulega örlítið meiri sultu. Freisting vikunnar Bleik jarðarberjakaka Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt, fyrir flottar konur Aðalfundur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 6 Aðalfundur Kaupféla s Borgfirði ga verður haldinn að Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 15. mars 2016 og hefst kl. 20:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Borgarnesi, 2. mars 2016 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Alpafegurðin sem umvefur Salzburg í Austurríki lætur engan ósnortinn. Borgin er þekkt fyrir fagrar byggingar og ekki síst tónlist, en þar fæddist sjálfur Mozart. Í þessari einstöku ferð förum við m.a. að Königssee vatninu, Arnarhreiðri Hitlers og siglum niður Dóná á leið að hinni fornfrægu Regensburg í Þýskalandi. Ferð fyrir alla fagurkera! Verð: 174.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir 30. apríl - 7. maí Salzburg & Regensburg Vor 5 Í marsmánuði verður sýnd sýning- in „Egils sögur - í tímahylki tals og tóna“ á Sögulofti Landnámsset- urs. Þar mun hinn ástsæli söngvari og lagasmiður Egill Ólafsson stíga á stokk en hann hefur tekið saman úrval sagna frá eftirminnilegum at- vikum úr viðburðaríku lífi sínu og sett saman í tveggja tíma sýningu. Sjálfur segist Egill ætla að segja sög- ur af samtíð, fortíð og framtíð og ferðast í tímahulstri eigin tónlist- ar. „Þarna segi ég svolítið af mínum samferðamönnum, uppruna mín- um og hvernig þetta hefur allt olt- ið áfram. Þetta byggist á minni bók að einhverju leyti en nú er ég að segja þetta beint upp úr mér,“ út- skýrir Egill. Hann segir söguna að vissu leyti hverfast um hann sjálfan en að hún sé fyrst og fremst af öðru fólki. „Maður kemst jú ekki í gegn- um lífið öðruvísi en að vera í sam- skiptum við annað fólk. Þetta er því saga af landi og þjóð aðallega, ömmum og öfum og hvað eina - í anda sagnaþáttanna. Þetta er upp- runasaga og saga af músum og mönnum.“ Þá mun Egill flétta tón- list við frásögnina og spila eitthvað af þeim 580 lögum sem hann hefur flutt í gegnum ferilinn. „Þetta verð- ur skreytt með músík sem ég hef sungið í gegnum tíðina. Ég staldra við á mörgum bæjum þar. Ég flétta tónlistinni við sögu og samferða- menn,“ segir Egill. Egils sögur verða frumfluttar á Sögulofti Landnámsseturs föstu- daginn 4. mars kl. 20 og eru áform- aðar sýningar allar helgar fram að páskum. grþ/ Ljósm. áþ. Egill Ólafsson flytur Egils sögur í Landnámssetri Ungmennafélag Reykdæla æfir nú af kappi leikritið „Óþarfa offarsi“ eftir Banda- ríkjamanninn Paul Slade Smith í leikstjórn Ármanns Guðmundssonar. Verkið verður frumsýnt næstkom- andi föstudag í Logalandi í Reykholtsdal. Að sögn Emblu Guðmundsdóttur formanns leiknefndar ungmennafélags- ins er um að ræða farsa sem settur hefur verið upp víða um heim en þetta er í annað sinn sem verkið er sýnt á Ís- landi. „Leikritið gerist á mót- eli í borg í Bandaríkjunum þar sem löggan er búin að setja upp gildru til að koma upp um spilltan borgarstjóra. Þarna eru tvær löggur sem vaða ekki í vitinu en eru afskaplega viljugar til að leysa verkefnið vel af hendi. Það flækir málin þegar önnur löggan tekur upp ástarsamband við kynsveltan endurskoðanda í næsta herbergi. Einnig koma við sögu leigumorðingi úr skosku hálönd- unum, frekar ráðvilltur og hræðslu- gjarn yfirmaður öryggismála og ákaflega blíðleg borgarstjórafrú - svo ég segi nú ekki meira,“ segir Embla leyndardómsfull. Alls taka átta leikarar þátt í sýningunni og skipta þeir með sér sjö hlutverkum. Ung- mennafélag Reykdæla setur reglulega upp leikrit í Loga- landi. Síðast var sýnd reví- an „Ert‘ekki að djóka elskan mín“ eftir Bjartmar Hann- esson kúabónda á Norður - Reykjum. Embla segir þá sýningu hafa gengið glimr- andi vel. „Nú æfum við eins og enginn sé morgundagur- inn, alveg fram að frumsýn- ingu. Við munum sýna eins lengi og aðsókn leyfir en aug- lýsum fimm sýningar til að byrja með. Þess má geta að Fosshótel Reykholti býður upp á þriggja rétta leikhús- matseðil í tengslum við sýninga og sértilboð á gistingu, þannig að nú er lag að skella sér í leikhús og gera vel við sig í leiðinni,“ segir Embla að lokum. grþ Frumsýna Óþarfa offarsa næsta föstudag Óþarfa offarsi er átta hurða farsi þar sem koma við sögu illskiljanlegur leigumorðingi, góðgjarn borgarstjóri, tregar en viljugar löggur, kynsveltur endurskoðandi, dauðhræddur yfirmaður öryggismála og gæðaleg borgar- stjórafrú.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.