Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2016 23 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 1229. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. mars kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjál• fstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn 5. mars kl. 10.30. Frjáls• ir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 7. mars kl. 20.00. Bjö• rt framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudaginn 7. mars kl. 20.00. Sa• mfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, laugardaginn 5. mars kl. 11.00. Bæjarstjórnarfundur Sumarstörf hjá Akraneskaupstað Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Eftirfarandi sumarstörf eru laus til umsóknar hjá Akraneskaupstað: Störf flokkstjóra (100% og 50% störf) við Vinnuskólann, fyrir 20 ára og eldri. Starf verkstjóra við almennt viðhald og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 20 ára og eldri. Störf við almennt viðhald og umhirðu á opnum svæðum, fyrir 18 ára og eldri. Nánari upplýsingar um fyrrgreind störf er að finna á heimasíðu Akraneskaupstaðar, www.akranes.is en þar skal jafnframt sækja um störfin rafrænt á þar til gerðum eyðublöðum. Umsóknarfrestur er til og með 16. mars. Veitur ohf. • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík 516 6000 • veitur.is Útboð Veitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið: Mógilsá Kjalarnesi. Lagning hitaveitu, vatnsveitu og rafveitu: Verktaki skal grafa fyrir hitaveitu, vatnsveitu og rafveitu, leggja hita- og vatnsveitu og annast allan yfirborðsfrágang, starfsmenn verkkaupa munu annast lagningu rafstrengja. Framkvæmdasvæðið er við Mógilsá á Kjalarnesi og er um 550 metra langt.Yfirborð lagnaleiða er grassvæði að mestu, utan þverunar á malbikuðum akvegum. Þvera skal akvegi á þremur stöðum og þrjú vegræsi/læki. Helstu magntölur eru: Hitaveitulagnir 312 m Vatnsveita 320m Ídráttarrör 150m Yfirborðsfrágangur 550m Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með þriðjudeginum 1.3.2016 á vefsíðu Orkuveitunnar www.or.is/fjarmal/utbod#page-7016 Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „VEV-2016-01- Mógilsá Kjalarnesi. Lagning hitaveitu, vatnsveitu og rafveitu útgefin í mars 2016“ Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, fimmtudaginn 17.03.2016 kl. 11:00. VEV-2016-01 27.02.2016 Pennagrein Sexting er orð sem samanstendur af orðunum „sexual“ og „texting“. Um er að ræða kynferðisleg smáskila- boð, oft ljósmyndir sem sýna nekt, ögrandi stellingar, kynfæri eða eru með kynferðislegum undirtóni. Oft- ast eru þessi skilaboð send í trúnaði á eina manneskju en raunin er sú að sexting myndir fara mjög oft á flakk og talið er að um 90% af kynferðis- legu efni sem fer á netið fari á flakk. Af hverju sexting? Manneskjan hefur alltaf fundið leið til þess að tjá sig kynferðislega í sam- skiptum og eru unglingar þar engin undantekning. Með örri tækniþróun þá verður það bæði aðgengilegra og auðveldara. Ýmsir aðrir þættir eru nefndir sem geta ýtt undir það að unglingar stundi sexting og má þar nefna lágt sjálfsmat, þrýsting frá jafn- öldrum eða öðrum, jafnvel ókunn- ugum. Samkvæmt könnun Saft (saft. is) 2013 þá höfðu tæplega 10% ung- linga í 6.-10. bekk sent einhverjum sem þau höfðu aldrei hitt mynd eða myndband af sér á sl. 12 mánuðum! Í USA stunda 50% ungmenna sext- ing og 25% þeirra áframsenda þær myndir sem þeir fá á þriðja aðila eða dreifa enn þá lengra. Þegar íslenskir unglingar eru spurðir hvort þeir séu beittir þrýstingi að senda af sér nekt- armyndir eða myndir í ögrandi stell- ingum svara 7% unglinga í 8. bekk játandi, 12% unglinga í 9. bekk og 14% unglinga í 10. bekk. Allt eru þetta tölur frá því 2013 og tilfinn- ingin er sú að þetta hafi aukist, jafn- vel mjög mikið! Er hefndarklám það sama og sexting? Sexting getur orðið að hefndarklámi ef sá sem fékk það sent t.d. frá kær- ustu/kærasta í trúnaði nýtir sér það í hefndarskyni og sendir áfram/dreif- ir til þess að ná sér niður á eða til að niðurlægja. Þetta getur síðar leitt af sér gróft einelti og áreitni. Er sexting ,,barnaklám“? Í 210.gr. Almennra hegningarlaga segir: ,,Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sam- bærilega hluti sem sýna börn á kyn- ferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt“. Þó börn séu börn til 18 ára aldurs eru börn á aldrinum 15-18 ára sakhæf sam- kvæmt almennum hegningarlögum. Það þýðir að börn á þessum aldri eru talin bera ábyrgð á gerðum sín- um og hægt er að refsa þeim ef þau brjóta gegn refsilögum. Klámfengn- ar myndir af einstaklingi undir 15 ára er barnaklám! Netið gleymir engu! Það sem einu sinni hefur ratað á netið verður ekki aftur tekið. Það er nánast engin leið að stöðva dreifingu sem komin er af stað og mjög erfitt að finna þá sem standa fyrir dreif- ingunni. Þó margir haldi að þetta sé bara inni í litlum hópi þá þarf bara einn til að dreifa inn á síðu sem síð- an dreifir á mörg þúsund notendur. Þessi mál eru lögreglunni erfið þar sem myndirnar eru oftast vistaðar á erlendum síðum. Hvaða get ég sem foreldri gert? Foreldrar þurfa að afla sér upp- lýsinga og tala opinskátt við börn sín um siðferði og samskipti, hvort sem er á netinu eða í daglega lífinu. Þeir þurfa að vera ófeimnir við að taka umræðuna um kynhegðun og kynheilbrigði við börnin. Það er á ábyrgð foreldra að ala upp einstak- ling með sterka sjálfsmynd, einstak- ling sem getur greint muninn á réttu og röngu. Rannsóknir hafa sýnt að unglingar sem eiga í góðum sam- skiptum við foreldra sína láta síður undan hópþrýstingi og eru sjálstæð- ari og gengur að jafnaði betur í líf- inu. Tölum saman! Heiðrún Jansuardóttir Höf. er verkefnisstjóri æskulýðs- og forvarnamála á Akranesi og fulltrúi í Saman-hópnum. Á þessum vef er hægt að hlusta á fyrirlestur Þórdísar Elvu Þorvaldsdótt- ur og Vodafone um sexting: ,,Ber það sem eftir er - um sexting, hrelliklám og netið“ https://www.youtube.com/ watch?v=vladV1NHvqo Hvað veist þú sem foreldri um sexting? Aldís Erna Pálsdóttir lauk nýver- ið meistaraprófi í líffræði við Há- skóla Íslands. Lokaverkefni hennar sneri að afráni í æðarvarpi á Breiða- firði og var unnið í samstarfi við Náttúrustofu Vesturlands, Rann- sóknasetur Háskóla Íslands á Snæ- fellsnesi og landeigendur Selláturs, Þorvaldseyjar, Gimbureyjar, Lyng- hólma og Landeyjar. „Ég hafði upphaflega samband við Róbert hjá Náttúrustofunni og svo þróaðist þetta út frá því. Upphaflega langaði mig að gera verkefni tengt minkn- um en þeir stungu upp á þessu. Það tengdist í raun minknum, því hann er einn þeirra sem étur eggin,“ segir Aldís í samtali við Skessuhorn. Hún segir markmiðið með rannsókninni meðal annars hafa verið að athuga hversu stór hluti eggja hjá æðar- fuglinum væri étinn og hvort líkur á afráni tengdist varptíma fuglsins. „Svo reyndum við líka að sjá hverj- ir væru að éta. Við settum mynda- vélar við sum hreiður en fórum líka tvisvar í hverja eyju. Fyrst þeg- ar varpið var nýbyrjað og þá skráð- um við hvaða gróður var í kringum hreiðrin, hversu mörg egg voru í hreiðri og reyndum að meta hversu mikið skjól væri í kringum þau. Svo fórum við aftur þegar eggin höfðu klakist út. Þá var hægt að sjá á egg- himnunni hvort étið hafði verið úr eggjunum eða hvort það hefði klak- ist,“ útskýrir Aldís. Ekkert afrán nálægt kríunum Aldís segir fátt hafa komið á óvart við gerð rannsóknarinnar en þó hafi þau fundið út hvað hefði áhrif á afránið. „Við fundum út að lík- ur á afráni eru meiri því fyrr sem æðarkollan verpir og var það lík- lega út af því að þau hreiður voru berskjaldaðri því varpið var mjög strjált í upphafi varptímans. Við sáum að það eru marktækt minni líkur á að hreiður væru rænd ef þau voru í ætihvönn, hún hylur hreiðr- in vel og byrgir afræningjum sýn ofan frá.“ Hún segir þó hafa komið á óvart að ekki hafi verið mest afrán í þeirri eyju þar sem mest er af máv- um. „Það virðist vera að sílamávur og svartbakur veiti ákveðna vernd. Þannig að þó að þeir éti egg, þá er ekki endilega slæmt að hafa þá í ná- grenninu þar sem þeir verja svæðið fyrir öðrum afræningjum.“ Þá kom einnig í ljós að ekkert afrán var í þeirri eyju þar sem var kríuvarp, enda eru kríur duglegar að reka af- ræningja á brott. Æðarfugl er sú fuglategund við Ísland sem um langan tíma hefur hlotið hvað mesta vernd frá mann- inum enda eru verðmæti fuglsins mikil. Aldís segir afránið vera um 15% á eggjunum en það virðist vera misjafnt eftir svæðum. Æðarbænd- ur reyna oft að verja vörp sín við af- ráni, enda er æðardúnn verðmæt útflutningsvara og dúntekja mikil- væg tekjulind fyrir marga landeig- endur. Aldís segir bændur kannski eitthvað geta nýtt sér niðurstöð- ur rannsóknarinnar. „Þessar niður- stöður geta gefið góða vísbendingu um þá þætti sem geta haft áhrif á af- rán í æðavarpi,“ segir hún að end- ingu. grþ Rannsakaði afrán í æðarvarpi á Breiðafirði Aldís Erna Pálsdóttir gerði meistara- prófsverkefni um afrán í æðarvarpi. Hér heldur hún á æðarkollu. Hópur af stálpuðum ungum í æðarvarpi. Ljósm. Friðþjófur Helgason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.