Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímsmenn lögðu land undir fót síðasta föstudag og mættu KFÍ vestur á Ísafirði í 1. deild karla í körfuknattleik. Jafnt var á með lið- um á upphafsmínútum leiksins en með góðum kafla undir lok fyrsta leikhluta náðu gestirnir undirtök- unum. Þeir bættu lítillega við for- skot sitt en Ísfirðingar hleyptu þeim aldrei langt frá sér. Í hálfleik leiddu Borgnesingar með tíu stig- um, 36-46. Bæði lið mættu ákveðin til síð- ari hálfleiks og munurinn hélst að kalla óbreyttur þar til seint í þriðja leikhluta. Þá náðu Skallagríms- menn góðum spretti og 18 stiga forustu. Ísfirðingar gerðu heiðar- lega tilraun til að vinna upp for- skot Skallagríms í lokafjórðungn- um en höfðu ekki erindi sem erf- iði. Þeir komust aldrei nær en sem nam sjö stigum áður en leikmenn Skallagríms bættu við á nýjan leik og höfðu að lokum 13 stig sigur, 88-101. J.R. Cadot átti stórleik fyr- ir Skallagrím þar sem hann daðr- aði við þrennuna. Hann skoraði 31 stig, tók tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Sigtryggur Arn- ar Björnsson kom honum næstur með 24 stig, reynsluboltinn Haf- þór Ingi Gunnarsson skoraði 14 og Davíð Ásgeirsson tólf. Skallagrímur situr í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig eft- ir 15 leiki. Næst leikur liðið gegn Breiðabliki föstudaginn 4. mars í Borgarnesi. kgk Skallagrímur vann góðan útisigur á KFÍ J.R. Cadot daðraði við þrennuna þegar Skallagrímur lagði KFÍ á föstudag. Ljósm. Skallagrímur. Snæfell heimsótti Hamar í Domino‘s deild kvenna í körfuknattleik á sunnu- dagskvöldið. Leikurinn fór fremur hægt af stað. Leikmönnum beggja liða gekk illa að hitta úr skotum sín- um í upphafsfjórðungnum en Snæfell hafði þó heldur yfirhöndina. Hamar minnkaði muninn í eitt stig snemma í öðrum leikhluta áður en Snæfell náði góðum spretti og níu stiga forskoti í hálfleik, 21-30. Í síðari hálfleik sýndu Snæfellskon- ur mátt sinn og megin og réðu lög- um og lofum á vellinum. Þær juku forystuna jafnt og þétt eftir leikhléið en lögðu svo drög að stórsigri með góðum kafla undir lok þriðja leik- hluta. Heimaliðinu gekk illa að skora og mátti sín lítils gegn góðum sókn- arleik Íslandsmeistaranna. Munurinn var orðinn 24 stig og átti aðeins eft- ir að aukast lítillega það sem eftir lifði leiks. Lokatölur í Hveragerði urðu 39-69 , Snæfelli í vil. Berglind Gunnarsdóttir var at- kvæðamest Snæfellskvenna með 22 stig og tíu fráköst. Næst henni kom Haiden Palmer með 14 stig, tólf frá- köst og sjö stoðsendingar. Snæfell trónir á toppi deildarinnar með 34 stig eftir 19 leiki. Næsti leik- ur liðsins fer fram í kvöld, miðviku- dag, þegar liðið tekur á móti Stjörn- unni. kgk Snæfell vann stórsigur á Hamri Fyrirliðinn Berglind Gunnarsdóttir dró vagninn þegar Snæfell skellti Hamri með 30 stiga mun. Ljósm. úr safni. Íslenska kvennalandsliðið vann glæsilegan sigur á ósigruðu toppliði Ungverja í Laugardalshöllinni síð- astliðið miðvikudagskvöld, þegar liðin mættust í fjórðu umferð und- ankeppni Evrópukeppninnar. Ís- lensku stelpurnar byrjuðu leikinn frábærlega, stóðust öll áhlaup gest- anna og unnu að lokum sannfær- andi tíu stiga sigur, 87-77. Meðfylgjandi mynd tók Þor- steinn Eyþórsson að leik lokn- um. Á henni eru Snæfellingarn- ir Gunnar Svanlaugsson, formað- ur körfuknattleiksdeildar Snæfells, ásamt Gunnhildi Gunnarsdóttur, Bryndísi Guðmundsdóttur, Hrefnu Dögg Gunnarsdóttur, Haiden Pal- mer leikmanni Snæfells og Berg- lindi Gunnarsdóttur. Gunnhildur, Hrefna og Berglind eru allar dætur Gunnars. Því má við þetta bæta að auk þeirra Bryndísar, Gunnhildar og Berglindar spilaði Borgnesing- urinn Sigrún Sjöfn Ámundadóttir einnig með landsliðinu og átti sinn þátt í þessum frábæra sigri Íslend- inga. mm Snæfellingar á landsleik ÍA tók á móti Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik síðastliðinn fimmtu- dag. Fyrir leikinn voru Skaga- menn á mikilli siglingu í deildinni og höfðu unnið fimm leiki í röð. Mikið jafnræði ríkti með liðunum í fyrsta fjórðungi. Þau fylgdust að í stigaskori og útlit fyrir jafnan og spennandi leik. En það varð örlít- il töf á því. Skagamenn áttu erfitt uppdráttar í öðrum leikhluta. Skot- in féllu ekki og á tímabili hefðu þeir ekki geta keypt sér körfu ef slíkt hefði staðið til boða. Þeir luku þó fyrri hálfleik með flautukörfu Sean Tate frá miðju. Kannski uppsöfnuð heppni og forskot Fjölnis minnkaði í sjö stig, 32-39. Leikmenn ÍA byrjuðu síðari hálf- leikinn af krafti, söxuðu jafnt og þétt á forskot Fjölnis og náðu for- ystunni undir lok þriðja leikhluta. Virtist það gefa Skagamönnum aukinn vind í seglin því þeir gengu á lagið og náðu tíu stiga forskoti. Fjölnismenn voru hins vegar ekki af baki dottnir og tryggðu áhorf- endum spennandi lokamínútur. Þeir náðu að minnka muninn í tvö stig þegar mínúta lifði leiks. Voru Skagamenn þá sendir ítrekað á vítalínuna en skyttur þeirra stóðust álagið og fóru með fimm stiga sig- ur af hólmi, 85-80. Var þetta sjötti sigur ÍA í röð og liðið á mikilli sigl- ingu í baráttunni um sæti í úrslita- keppninni í vor. Sean Tate átti stórleik, skoraði 33 stig og gaf sex stoðsendingar. Næstur honum kom Áskell Jónsson með 16 stig og fimm stoðsendingar. Fannar Freyr Helgason var með 15 stig, ellefu fráköst og sex stoðsend- ingar og þá skoraði Jón Orri Krist- jánsson tíu stig og tók tíu fráköst. ÍA situr í fjórða sæti deildarinn- ar með 20 stig eftir 15 leiki, tveim- ur stigum á undan Val í sætinu fyr- ir neðan. Þau lið mætast einmitt næsta föstudag í Valshöllinni. kgk/ Ljósm. jho. Sex sigurleikir í röð hjá Skagamönnum Fannar Freyr Helgason lék vel þegar ÍA lagði Fjölni í gær. Var það sjötti sigurleikur liðsins í röð. Ljósm. jho. Myndin þessi heitir Sex í röð hjá ÍA. F.v. Áskell Jónsson, Ómar Örn Helgason, Birkir Guðjónsson, Sean Tate, Steinar Aronsson og Erlendur Ottesen. Síðastliðinn laugardag tók Skalla- grímur á móti Breiðabliki í 1. deild kvenna í körfuknattleik. Skalla- grímskonur höfðu yfirhöndina í upphafi leiks en Blikar voru þó aldrei langt undan. Borgnesing- ar fóru þó að síga fram úr undir lok fyrsta leikhluta og jók forskot sitt jafnt og þétt þar til flautað var til hálfleiks. Þá munaði 15 stigum á liðunum, staðan 49-35 og staða Skallagrímskvenna vænleg. Þær mættu af miklum krafti til síðari hálfleiks og gerðu út um leikinn í þriðja leikhluta með góð- um varnarleik þar sem Blikar skor- uðu aðeins átta stig. Í lokafjórð- ungnum bættu Skallagrímskon- ur hægt og rólega við forskot sitt. Þegar lokaflautan gall var munur- inn orðinn 29 stig og staðan 85-56, Skallagrími í vil. Erikka Banks var atkvæðamest Skallagrímskvenna með 18 stig og 16 fráköst. Ka-Deidre J. Simmons kom henni næst með 14 stig, Sól- rún Sæmundsdóttir skoraði tólf stig og Kristrún Sigurjónsdóttir og Þóra Kristín Jónsdóttir tíu stig hvor. Sigurinn tryggði Skallagríms- konum deildarmeistaratitil í 1. deild. Þær hafa verið langbesta lið deildarinnar í vetur, aðeins tap- að einum af 17 leikjum sínum og eru vel að titlinum komnar. Deild- armeistaratitillinn tryggir þeim heimaleikjarétt í úrslita- keppninni í vor. Þar verð- ur leikið um sæti í úrvals- deild og verða Skalla- grímskonur að teljast sig- urstranglegastar í þeirri keppni, slíkt hefur gengi þeirra verið það sem af er vetri. kgk/ Ljósm. Skalla- grímur. Skallagrímskonur eru deildarmeistarar Erikka Banks var atkvæðamest í leiknum og skilaði góðri tvennu stiga og frákasta. Skallagrímskonur fögnuðu deildarmeistaratitli með sigri á Breiðabliki á föstudag. Þær hafa borið af í deildinni og eru vel að titlinum komnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.