Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201610 ASK arkitektum í Reykjavík hefur verið falið að deiliskipuleggja Sem- entsreitinn á Akranesi. Samningur þess efnis var undirritaður síðast- liðinn föstudagsmorgun. Stefnt er að því að öllu skipulagsferlinu verði lokið fyrir árslok. Í tilkynningu frá Akraneskaupstað segir að skipulagið taki aðallega til athafnasvæðis Sem- entsverksmiðjunnar. Akraneskaup- staður tók við svæðinu í lok árs 2013 og hugmyndin er að nýta það fyrir íbúðabyggð og þjónustu auk hafn- tengdrar starfsemi. Upphaflega var efnt til opins íbúafundar í ársbyrj- un 2014 um framtíðarnýtingu reits- ins og var skipaður starfshópur til að fjalla um framhaldið. Óskað var eft- ir tillögum að skipulagi reitsins frá arkitektastofunum ASK arkitekt- um, Kanon arkitektum og Land- mótun eftir ákveðnum forskriftum og voru tillögur þeirra kynntar íbú- um á fundi í október síðastliðnum. Í desember var ákveðið að semja við ASK arkitekta um að ljúka deili- skipulagsvinnunni. Verkefnið verð- ur unnið í nánu samráði við Faxa- flóahafnir enda er hluti skipulags- svæðisins í eigu þeirra. Gert er ráð fyrir að verkefnið hefjist á skipulags- lýsingu og að hin eiginlega skipu- lagsvinna taki við í maímánuði. Drög að skipulagi verða að öllum líkindum kynnt almenningi síðsum- ars. Endanleg skipulagsgögn skulu liggja fyrir í september og þá verð- ur skipulagið sett í auglýsingaferli. Öllu ferlinu á þannig að vera lokið fyrir næstu áramót. Skipuleggja 7,5 hektara Að sögn Regínu Ásvaldsdóttur bæj- arstjóra er verkefnið stórt enda sé skipulagssvæðið alls um 75 þúsund fermetrar, eða 7,5 hektarar. „Sem- entsreiturinn sjálfur er 55 þúsund fermetrar og svo nær skipulagið yfir Faxabrautina meðfram honum og einnig yfir hluta hafnarsvæðisins. Ásýnd strandlengjunnar á Akranesi mun taka miklum breytingum með uppbyggingunni þarna.“ Páll Gunn- laugsson arkitekt hjá ASK arki- tektum segir verkefnið áhugavert og óvenjulegt í ýmsum skilningi. „Hönnunarreiturinn er á sögulegu svæði og þar er eitt helsta kennileiti Akraness. Það er tímanna tákn að leggja niður verksmiðju miðsvæðis í bæjarsamfélagi og skipuleggja land- ið til annarra nota. Akraneskaup- staður sýnir hér mikinn metnað fyrir sína hönd og íbúanna og fyrir okkur hönnuðina er verkefnið bæði ögrandi og spennandi.“ grþ Samið við ASK arkitekta um skipulag Sementsreitsins Skrifað undir samninga við Akraneshöfn á föstudagsmorguninn. Sitjandi frá vinstri: Rakel Óskarsdóttir, formaður starfshóps bæjaryfirvalda um Sementsreit; Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri; Páll Gunnlaugsson og Gunnar Örn Sigurðsson fulltrúar ASK-arkitekta. Að baki þeim standa Sigurður Páll Harðarson, sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs Akraneskaupstaðar og Bjarnheiður Hallsdóttir fulltrúi starfshóps bæjaryfirvalda um Sementsreitinn. Ljósm. arh. Þrívíddarmynd ASK-arkitekta af skipulagssvæðinu á Akranesi. Teikningin sýnir afmörkun svæðisins sem deiliskipulagið nær yfir. Verkalýðshreyfingin er ein öflug- asta félagshreyfing þjóðarinnar. Flestir vita af hreyfingunni, marg- ir njóta þjónustu hennar, sýna skilning á hlutverki hennar en þeir eru líklega fleiri sem gera sér ekki grein fyrir hversu stórt hlut- verk hennar er í sögu þjóðarinnar síðustu hundrað árin. Þess vegna er mikilvægt að rifja upp söguna og vekja athygli á framlagi verka- lýðshreyfingarinnar til mótun- ar íslensks samfélags. Laugardag- inn 12. mars næstkomandi verða hundrað ár liðin frá því að 20 ein- staklingar frá sjö verkalýðsfélög- um bundust samtökum um að efla samtakamátt sinn í baráttunni fyr- ir bættum kjörum og Alþýðusam- bandið varð til. Á fyrstu árum hreyfingarinnar snérust baráttumálin um að verka- fólk fengi greitt fyrir vinnu í pen- ingum, um hvíldartíma og mann- sæmandi mannabústaði. Alla tíð síðan hafa réttindamál af ýms- um toga einkennt starf verkalýðs- hreyfingarinnar og er nú svo kom- ið að réttindi og aðbúnaður ís- lensks launafólks er með því allra besta sem þekkist í heiminum. Má þar nefna veikinda- og orlofs- rétt, sjúkrasjóði og lífeyrisréttindi. Það má þó ekki sofna á verðinum því stöðugt þurfa stéttarfélögin að verja það sem hefur áunnist auk þess að sækja fram til frekari sigra. Tímamótanna mun ASÍ minnast með ýmsum hætti á nokkrum stöð- um á landinu; í Reykjavík, á Akur- eyri, Ísafirði og Neskaupstað. Þjóðminjasafn Íslands Sögu Alþýðusambandsins verða gerð skil á ljósmyndasýningunni Vinnandi fólk í Þjóðminjasafn- inu í Reykjavík og verður sýningin opnuð 5. mars nk. Þar verður birtu brugðið á það hvernig aðstaða og aðbúnaður vinnandi fólks á Íslandi hefur breyst frá stofnun ASÍ. Sýn- ingin er vitnisburður um framþró- un hjá vinnandi fólki á mörgum sviðum á síðustu hundrað árum. Máttur ljósmyndarinnar er magn- aður, hún sýnir okkur betur en flest veruleikann eins og hann var. Listasafn ASÍ og tónleikar Í merkilegri listaverkagjöf Ragn- ars Jónssonar í Smára til Alþýðu- sambands Íslands, sem varð kveikj- an að stofnun Listasafns ASÍ 1961, eru mörg af þekktustu myndverk- um tuttugustu aldar eftir nokkra fremstu listamenn þjóðarinnar; Ásgrím Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Sveinsson Kjarval Nínu Tryggvadóttur og Svavar Guðna- son. Á sýningunni Gersemar úr safneign Listasafns ASÍ, sem opn- uð verður 5. mars, verða verk eft- ir ofangreinda listamenn sýnd í bland við aðrar og minna þekktar perlur úr safneigninni. Tónlist hefur leikið stórt hlut- verk í verkalýðshreyfingunni alla tíð og tónlist verður einkennandi í afmælisfagnaði ASÍ. Boðið verð- ur til tónleika á fjórum stöðum á landinu 12. mars þar sem ungir og ferskir listamenn stíga á svið í bland við eldri og reyndari. Reykjavík dagur Fjölskylduskemmtun í tilefni 100 ára afmælis ASÍ hefst í Hörpu kl. 14 laugardaginn 12. mars. Boð- ið verður upp á tónleika með Páli Óskari og Úlfi Úlfi í Norðurljósa- salnum. Auk þess setur tvíeyk- ið magnaða, Hundur í óskilum, upp stutta leiksýningu í Kaldalóni kl. 15 og 16 þar sem farið verður yfir athyglisverða hluti úr 100 ára sögu verkalýðshreyfingarinnar. Kl. 17:30 blæs Lúðrasveit verkalýðs- ins svo til tónleika í Kaldalóni. ASÍ býður svo gestum Hörpunnar upp á afmælisköku, kaffi og djús í tilefni aldarafmælisins. Það er frítt inn á alla þessa viðburði og ekki þarf að ná sér í miða til að vera með á fjöl- skylduskemmtuninni. Reykjavík kvöld Frábærir listamenn koma fram til að fagna þessum tímamótum með okkur: Retro Stefson, Manna- korn, Valdimar, Hundur í óskilum, Mammút og Lúðrasveit Verkalýðs- ins. Kynnar verða Halldóra Geir- harðsdóttir og Ólafía Hrönn Jóns- dóttir. Aðgangur er ókeypis en mið- ar verða afhentir á tix.is og harpa.is og hefst afhending miða föstudag- inn 4. mars kl. 12 á hádegi. Auk þess verða ljósmyndasýning- ar og tónleikar á Akureyri, Ísafirði og Neskaupsstað. Nánar um það á vef ASÍ. mm Alþýðusamband Íslands fagnar hundrað ára afmæli Með sérstakri samþykkt bæjar- stjórnar Stykkishólms var ákveð- ið að skipa teymishóp um skóla- stefnu sem vinnur að mótun nýrrar skólastefnu fyrir Stykkishólmsbæ. Á vef sveitarfélagsins segir að skólastefnu sé ætlað að ná til allra þátta skólastarfsins á vegum bæj- arins og þar með starfsins á vett- vangi Grunnskóla Stykkishólms, Leikskóla Stykkishólms, Tónlist- arskóla Stykkishólms og æskulýðs- og íþróttamála. Formaður teymis- hóps um skólastefnu er Hrafnhild- ur Hallvarðsdóttir formaður skóla- nefndar Stykkishólmsbæjar. Með henni starfa fulltrúar allra skólanna, skólanefnda, foreldrafélaga, fulltrú- ar æskulýðs og íþróttanefndar sem og æskulýðs og íþróttafulltrúi bæj- arins. Gerður var samningur við Ingvar Sigurgeirsson prófessor á menntavísindasviði Háskóla Íslands um að hann tæki að sér ráðgjöf og aðstoð við verkefnið, en hann hefur mikla reynslu á sviði stefnumótunar innan skólakerfisins. „Miklar vonir eru bundnar við þetta starf sem er vissulega mjög mikilvægt fyrir bæj- arsamfélagið,“ segir í tilkynningu bæjarins. Næstkomandi föstudag hef- ur teymishópurinn og Ingvar Sig- urgeirsson prófessor boðað starfs- menn skólanna til vinnufundar. Af þeim sökum þótti óhjákvæmilegt að fella niður kennslu þann dag frá hádegi. „Eru foreldrar beðnir að gera viðeigandi ráðstafanir svo dagurinn nýtist til þess mikilvæga verkefnis að kalla starfsfólk skól- anna til samráðs um mótun metn- aðarfullrar skólastefnu fyrir Stykk- ishólmsbæ,“ segir í tilkynningu frá Stykkishólmsbæ. mm Hefja vinnu við mótun skólastefnu Stykkishólms

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.