Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201624 keyra daglega á milli til og frá vinnu. „Saumastofan mín heima var að klár- ast í síðasta mánuði og ég er því byrj- uð að bjóða upp á sérsaum, viðgerð- ir og breytingar á fatnaði hér í Borg- arnesi. En þar sem ég er enn í fullri vinnu hjá Jónu Maríu, JM design, þá er þetta aukastarf eins og er en plan- ið er að geta haft þetta sem fullt starf í framtíðinni.“ Systa bætir því við að hún sé einnig að vinna í smá verkefni með bróður sínum, Sigga Gísla sem er grafískur hönnuður. „Eftir að það er komið í gang er stefnan tekin á að hanna, sauma fatnað og selja ásamt því að taka að mér viðgerðir, breyt- ingar og sérsaum.“ grþ Sigríður Theodóra Sigbjörnsdóttir, oftast kölluð Systa, er sveitastelpa frá Lundum II í Stafholtstungum. Hún ætlaði sér upphaflega að verða bóndi og svo viðskiptafræðingur en segist hafa endað sem klæðskeri og kjóla- sveinn uppi í sveit. Systa hefur nú opnað saumastofu í Borgarnesi, þar sem hún býður upp á sérsaum, við- gerðir og breytingar á fatnaði undir nafninu „SiggaTh.“ sem er fatamerki hennar. „Áhuginn á fötum og hönn- un hefur held ég alltaf verið til staðar, þótt ég gerði mér kannski ekki beint grein fyrir því. Það sem heillaði mig einmitt mikið þegar ég var yngri voru búningar í kvikmyndum og þáttum, til dæmis í Clueless og Sex and the City, þar sem þeir eru litaglaðir, flott- ir og ögrandi á sinn hátt,“ segir Systa í samtali við Skessuhorn. Hún segist fyrst hafa gert sér grein fyrir áhug- anum í menntaskóla, þegar vinkona hennar dró hana með í saumaáfanga og þaðan var ekki aftur snúið. Vildi læra fallegt handbragð „Ég ákvað því að taka tískubraut í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ eft- ir stúdentinn til að sjá hvort það væri einhver alvara í þessu hjá mér. Tískubrautin var einungis eitt ár og þar lærði ég að hanna og teikna, breyta grunnsniðum og gera þann- ig mínar eigin flíkur. Þá komst ég að því að ég vildi fara í Tækniskól- ann og læra klæðskerann og kjóla- saum því að í FG var okkur kennt að hanna og sauma en ég vildi læra þar sem það yrði lögð meiri áhersla á fallegt handbragð og að sauma vel,“ segir hún. Systa sótti því um inn- göngu í Tækniskólann haustið 2010 en komst ekki inn fyrr en eftir ára- mótin 2011. Í millitíðinni vann hún fyrir Guðrúnu Kristínu sem hannar undir merkinu GuSt og Helgu Rún sem er með merkið Prem. „Þær eru báðar útskrifaðar úr Tækniskólan- um ásamt ýmsu hönnunarnámi og því náði ég að læra heilmikið af þeim áður en ég fór í skólann,“ útskýrir Systa. Hún útskrifaðist úr klæðskera- námi í desember 2013 og kjólasaum í maí 2014 og fékk viðurkenningu fyr- ir góðan námsárangur í bæði skiptin. „Meðfram náminu í Tækniskólan- um fékk ég svo tækifæri til að sjá um búninga í nokkrum stuttmyndum hjá nemendum í Kvikmyndaskólanum. Það var mjög gaman og lærdómsríkt, spennandi heimur sem ég væri til í að vinna í.“ Borgarnes góður millivegur Systa bjó um tíma á höfuðborgar- svæðinu en festi nýverið kaup á húsi í Borgarnesi ásamt Árna Ólafssyni sambýlismanni sínum. Hún seg- ir mikla sveitastelpu búa í sér og að henni líði alltaf best í sveitinni. Það hafi því aldrei komið til greina að búa lengi á höfuðborgarsvæðinu. „Mér fannst alveg nóg að búa þar á með- an ég var í skóla og að koma aðeins undir mig fótunum. Borgarnes er lít- ill, friðsæll bær sem er ekki langt frá borginni og mjög stutt frá sveitinni, þannig að þetta reyndist vera góður millivegur,“ segir hún. Þau starfa þó enn bæði á höfuðborgarsvæðinu og PISTILL Í síðustu viku lauk ég sjö daga sólar- strandarferðalagi í skugga El Teide, sofandi eldrisa Tenerife, hæsta fjalls Spánar sem gnæfir í 3.718 metra hæð yfir eyjaklasanum sem er rétt utan við strönd Marokkó og kallar sig Kanarí- eyjar. Ferð til sólarlanda þýðir margt. Allt í einu er leyfilegt að klæðast stuttbuxum sem fara fram úr öllum velsæmismörkum eða eins og Kaninn segir; „All bets are off.“ Ég reyndi að fara alla leið, keypti mér stuttbuxur sem náðu rétt niður fyrir nára, svona eins og Lothar Matthaus klæddist á HM 86, skammaðist mín ekkert fyrir það, tók gamla Liverpool treyju með og sandala, þar með var útbúnaðurinn upptalinn. Fataval túrista er nefnilega háð aðstæðum og samfélagslegu sam- þykki. Hér á Íslandi höfum við fólk sem klæðist litaglöðum primaloft úlpum og Scarpa skóm sökum veðr- áttu og lífsskoðunar um að það sé ekkert sem heitir vont veður heldur lélegur klæðnaður. Á sólarströnd hins vegar, þar sem bronsgylltir hálfguð- ir, feitir pabbar og skorpnaðir líkamar karla og kvenna eiga sína heimastöð, er annað uppi á teningnum. Sökum þessa frjálslyndis hikaði ég ekki eina sekúndu við að vafra inn í eina fatabúðina á stuttbuxum og sand- ölum einum fata smurður eins og há- tíðarkalkúnn með sólarvörn númer 50. Ég fór að skoða föt, því skandi- navísk húðgerð mín er óvön sterkri sólinni þarna syðra og er líklegur í að þróa með mér sólarexem. Mér var alveg sama því ég er Íslendingur á ferðalagi og það eina sem heima- menn þarna ytra pæla í, er hvað þú hefur mikið af evrum til að gefa þeim. Ég hugsa að vasaþjófnaður borgi sig ekki einu sinni lengur á svona stöðum því það er búið að finna upp á hundr- að sinnum auðveldari leiðum til að kroppa aurinn af túristunum. Samt ákvað ég að vera með nördaveskið til vonar og vara, þú veist þetta húðlit- aða sem liggur flatt upp við pung og evruseðilinn sem fær að fylgja með í gönguferð dagsins verður þvalur. Allt mjög útlent og framandi eins og að- stæður buðu upp á. Þrátt fyrir að það séu liðin ellefu ár síðan ég heimsótti Tenerife síðast, þá barnlaus og nýútskrifaður úr FVA, þá var fátt sem hafði breyst. Til dæmis fólkið á götunum sem er óþreytt á að bjóða þér þjónustu sína, koma inn á staðinn sinn, selja þér gleraugu (vor- kenni þeim reyndar ógurlega því yfir- leitt er um nauðungarvinnu að ræða) og svo mætti lengi telja. Ég lenti ein- mitt í frekar ágengum einstaklingi af austrónesískum uppruna, Malas- íu nánar tiltekið, hún bauðst til að nudda á mér axlirnar. Eftirfarandi orð sem höfð eru eftir henni eru af sólbrenndu minni og svo til litað- ari skoðunar af því hvernig asíubúar tala ensku: „I give you massage, only 5 euros.“ Ég svara henni kurteisis- lega neitandi og það var ekki fyrr en ég yggldi mig á hana, svona eins þeg- ar miðaldra fólk gerir þegar það hefur ekki lesgleraugun á sér og er að reyna að lesa smáskilaboð í snjallsímanum sínum, að hún hætti. Betri helming- urinn var ekki svo heppin því hún sat stutt frá, makindaleg í sandinum og nuddarinn óð því til hennar og gat hún enga björg sér veitt, endaði því í 20 mínútna nuddi með hitaolíu. En þessi sjö daga sæla var kær- komin pása á veðrinu, umræðunni og nöldrinu. Ég fékk mér reyndar int- ernetaðgang í fartölvuna til að geta fylgst með en fann svo að það gekk ekkert, bæði vegna áhuga og líkam- legs þreks. Ég lá örendur í rúminu að kvöldi dags því ég á nefnilega tvo drengi sem vilja leika sér og er ekk- ert mikið fyrir það sjálfur að liggja nær dauða en lífi á sólbekk. Reynd- ar sló ég einu sinni inn slóðina fyrir vefmyndavélarnar og skoðaði meðal annars Akureyri meðan ég fékk mér sopa af svaladrykknum, snjór og aftur snjór. Jú ég horfði líka og hló að Ice T og Christopher Meloni í Law & Order SVU því það var búið að tal- setja þá á spænsku. En það er ótrúlegt að stíga aðeins út fyrir og taka sig úr sambandi, nema fyrir utan að stilla á Sky News á hót- elinu, hvað er það annars? Er það eitthvað sem allir gera, svona til að vera með heimsmálin á hreinu rétt á meðan maður stekkur út úr garðin- um heima hjá sér? Umræðan hér heima tók nefnilega stórkostlegum breytingum á með- an ég var þarna syðra, svart og hvítt eiginlega. Þegar ég steig upp í flug- vélina sem flaug með mig út voru Pí- ratar óskeikulir í framgöngu sinni og eflaust einhverjir byrjaðir að hugsa að þetta gæti gengið hjá þeim. Þeg- ar ég stíg út úr Leifsstöð með toll- inn í tveimur plastpokum eru stærstu miðlar landsins að tala um sundrungu í flokknum og rifrildi milli Helga og Birgittu. Það virðast fleiri en ég hafa borið sólarvörn á sig. Axel Freyr, sólstrandargæi Sóldýrkun Fjölmiðlasamsteypan 365 ehf. og Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafa samið um nafnarétt efstu deilda Ís- landsmóts karla og kvenna í knatt- spyrnu til næstu þriggja ára. Nafn- ið skal vera Pepsi-deildin og skulu merki og nafn mótsins verða áber- andi á öllum viðburðum sem skipu- lagðir eru í tengslum við mótið. Þar skiptir þáttur íþróttafélaganna miklu máli. Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri 365, segir samstarf 365 og Ölgerð- arinnar með Pepsi-deildina hafa verið afar farsælt liðin ár og því sé sérstaklega ánægjulegt að samn- ingur hafi náðst um framhald þess næstu þrjú árin. ,,Við erum afar spennt fyrir komandi leiktíð og munum sýna fleiri leiki en nokkru sinni áður í beinni útsendingu á Sportstöðvum 365. Þetta verður því sannkölluð veisla frá fyrsta leik,“ segir Sævar Freyr Þráinsson for- stjóri 365. Andri Þór Guðmunds- son, forstjóri Ölgerðarinnar, fagn- ar einnig samstarfinu. „Við erum afar ánægð og stolt að það skuli tryggt að Pepsi verði áfram með beina þátttöku í stærsta íþróttamóti landsins. Þegar þessi samningur er búinn hefur Pepsi verið kostandi að efstu deildum karla og kvenna í ára- tug.“ mm Pepsi-deildin til næstu þriggja ára Forseti KSÍ, forstjóri 365 og forsvarsmenn Ölgerðarinnar með drykkinn Pepsí. Opnaði saumastofu í Borgarnesi Sigríður Theódóra í kjól sem hún gerði fyrir útskriftina sína. Julia Katz tamningakona í reiðjakka eftir Systu. Sigríður Theódóra býður upp á sérsaum, viðgerðir og breytingar á fatnaði. Hér má sjá fallegan og litríkan kjól eftir hana. Ævar Þór vísindamaður var í sérsaum- uðum smóking eftir Systu á Eddunni í ár.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.