Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2016 19 Kaffihúsið og veitingastaðurinn Kaffi Sif á Hellisandi er til sölu Húsið er 1• 05,3 fm steinsteypt, nýlega einangrað og klætt að utan Veitin• gastaðurinn er í fullum rekstri og hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár Eldhú• sið og veitingasalurinn er vel búinn öllum viðurkenndum tækjum og tólum til veitingareksturs Stó• r og vönduð verönd er með húsinu til suðurs og vesturs með frábæru útsýni yfir hafið og til Snæfellsjökuls Kaffi Sif er vinsæll viðkomustaður ferðamanna á Snæfellsnesi Afhending getur orðið fljótlega, en skipti á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu eru möguleg Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 820-3430 (Sif) Tilboð óskast í eignina og sendist á sifs61@gmail.com Kaffihús á Hellisandi til sölu SK ES SU H O R N 2 01 6 Stykkishólms EFLING i l Verður haldinn á Hótel Stykkishólmi mánudaginn 7. mars 2016 kl. 20:00 Venjuleg aðalfundarstörf - Önnur mál Ný mál og verkefni sem gætu komið bænum okkar til góða vel þegin. Félagar eru eindregið hvattir til að mæta og nýir félagar velkomnir. Stjórnin 21. AÐALFUNDUR EFLINGAR STYKKISHÓLMS SK ES SU H O R N 2 01 6 Efling Stykkishólms - Hafnargötu 3 - 340 Stykkishólmur Veitur ohf. Veitur ohf. • Bæjarhálsi 1 • 110 Reykjavík 516 6000 • veitur.is Útboð Veitur ohf. óska eftir tilboðum í útboðsverkefnið: Endurnýjun aðveitulagnar í Skorradal (Skátaskálalögn): Verktaki skal grafa fyrir og leggja hitaveitulagnir og ídráttarrör og annast allan yfirborðsfrágang. Leggja skal hitaveitulögn og ídráttarrör meðfram núverandi vegi frá gatnamótum að dæluskúr móts við Skátaskála. Helstu magntölur eru: Hitaveitulagnir Stál lagnir 3050m Ídráttarrör ø50mm 3050m Þveranir vegræsa 26 stk. Gröftur 2600m3 Yfirborðsfrágangur 800m2 Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með þriðjudeginum 01.03.2016 á vefsíðu Orkuveitunnar www.or.is/fjarmal/utbod#page-7016 Útboðsverkefninu er nánar lýst í útboðsgögnum „VEV-2016-03 Endurnýjun aðveitulagnar í Skorradal (Skátaskálalögn) útgefin í febrúar 2016“ Tilboð verða opnuð hjá Veitum ohf., Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 15.03.2016 kl. 11:00. VEV-2016-03 27.02.2016 Dag ur í lífi... Tónlistarkennara Nafn: Hafseinn Þórisson. Fjölskylduhagir/búseta: Svo- lítið flókin í augnablikinu en er giftur og á þrjú börn. Starfsheiti/fyrirtæki: Tónlist- arkennari við Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Áhugamál: Stangveiði, tónlist og uppstoppun. Þriðjudagurinn 23. febrúar 2016. Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Vaknaði um 7:30, vakti son minn og sendi hann í skól- ann. Hvað borðaðirðu í morgun- mat? Ég fékk mér tvo banana í morgunmat. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Byrjaði hér heima að undirbúa mig fyrir tónleika sem nemendur mínir ætluðu að taka þátt í seinni partinn. Fyrstu verk í vinnunni: Tón- listartímar á Kleppjárnsreykjum en þar kenni ég á þriðjudögum og fimmtudögum. Hvað varstu að gera klukkan 10? Enn að undirbúa tónleika dagsins. Hvað gerðirðu í hádeginu? Fékk mér dýrindis plokkfisk hjá Gerðu í eldhúsinu í grunnskól- anum á Kleppjárnsreykjum. Hvað varstu að gera klukk- an 14? Smá stopp á kennslu og fór í klukkutíma göngutúr með hundinn minn Vila. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? For-Nótu tónleikar í tónlistar- skólanum í Borgarnesi, þar sem áhorfendur/heyrendur völdu fjögur verk til flutnings á Nótu- tónleikum Vesturlands sem haldnir verða í Stykkishólmi 12. mars. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Fór beint upp í Logaland á leikæfingu, en Ungmennafélag Reykdæla æfir um þessar mund- ir farsann ,,Óþarfa offorsi“ sem frumsýndur verður 4. mars. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Þar sem ég fór beint af tónleikunum á leikæfingu þá fékk ég mér bara kaffi og brauð með osti í Logalandi. Hvernig var kvöldið? Kvöld- ið fór að mestu í leikæfinguna, kom heim um 22:45. Hvenær fórstu að sofa? Var kominn í rúmið rétt fyrir mið- nætti og fór þá að fletta í Sport- veiðiblaðinu. Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Skrapp aðeins út að viðra hundinn og fá mér ferskt loft fyrir svefninn. Hvað stendur uppúr eftir daginn? Frábærir nemendur tónlistarskólans sem stóðu sig eins og hetjur á tónleikunum. Eitthvað að lokum? Var ákaf- lega stoltur af nemendum mín- um á tónleikunum og komust 9 nemendur frá mér áfram og þá sér maður að maður er að gera eitthvað rétt og leggja sitt fram við að leiðbeina nemendum og ekki skemmdi fyrir að eiga tvo syni sem báðir komust áfram. Síðastliðinn sunnudag kom í ljós hvaða tuttugu atriði komust í undan- úrslit í hæfileikakeppninni Ísland Got Talent, sem sýnd er á Stöð 2. Alls eru atriðin 20 talsins og eiga Vestlend- ingar nokkra fulltrúa í þeim hópi. Fimmti hver keppandi kemur frá Vesturlandi og vekur sá góði árang- ur athygli, en allir flytjendurnir stóðu sig frábærlega á sviðinu. Eva Margrét Eiríksdóttir frá Víðigerði í Borgar- firði, en er búsett á Hvanneyri, söng sig inn í hug og hjörtu dómnefnd- ar með flutningi á laginu Gæti verið verra úr söngleiknum Grease. Einn af dómurum í keppninni ýtti á gull- hnappinn og tryggði henni þar með sæti í undanúrslitum. Þá voru einnig valin þrjú önnur atriði, flutt af Vest- lendingum, til að taka þátt í undan- úrslitum. Gylfi Noah Gabriel Fleck- inger Örvarsson, 14 ára söngvari úr Ólafsvík, komst í undanúrslit ásamt 16 ára Akurnesingunum Símoni Orra Jóhannssyni og Höllu Margréti Jónsdóttur, þar sem Símon Orri söng óperusöng við undirleik Höllu Mar- grétar. Þá flaug knattspyrnumað- urinn Guðmundur Reynir Gunn- arsson áfram en hann leikur knatt- spyrnu með Víkingi í Ólafsvík. Hann sýndi þó ekki listir sínar með boltann í keppninni heldur tók hann tónlist- arsyrpu þar sem hann blandaði sam- an sinni eigin útgáfu af þremur lög- um. Vestlendingum hefur vegnað vel í hæfileikakeppninni til þessa en Alda Dís Arnardóttir frá Hellissandi sigr- aði í keppninni í fyrra eins og flest- ir vita og hefur náð langt á tónlistar- sviðinu. Undanúrslitaþættirnir verða þrír talsins. Þeir verða sýndir í beinni út- sendingu sunnudagana 6. mars, 13. mars og 20. mars þar sem úrslit í símakosningu skera úr um hverjir komast áfram í úrslitaþáttinn. grþ Góður árangur Vestlendinga í Ísland Got Talent Eva Margrét Eiríksdóttir fékk gullhnappinn fyrir sína frammistöðu og fór beint í undanúrslit. Gylfi Örvarsson er 14 ára söngvari frá Ólafsvík. Guðmundur Reynir Gunnarsson er fyrirliði knattspyrnuliðs- ins Víkings í Ólafsvík. Símon Orri Jóhannsson og Halla Margrét Jónsdóttir komust í undanúrslit með óperuatriði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.