Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201626 Margur hefur maðurinn misjafnt ort um köttinn sinn Vísnahorn Það sem fer upp hlýtur alltaf að koma niður aftur er gamalt lögmál. Skiptir þá litlu hvort um er að ræða stein sem hent er upp í loftið, gengi hlutabréfa eða fylgi stjórnmálaflokka. Um kosningar í ákveðnum stjórnmálaflokki kvað Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd: Bjöllum hringja og boða þraut blaður slyngar skvísur. Sem ég kringum súran graut Samfylkingarvísur! Ekki met ég mat í því mála neti röngu, þó að freti fraukur í framahreti ströngu! Slettist víða slepjan sú, slóðir níði atar. Ekkert prýðir ólánsbú, illa stríða kratar! Forsmán djúpa finnur sér froðuhjúpur kaldur. Kratasúpusoðið er sálarlúpuvaldur! Stundum hefur hér verið minnst á varð- veislu tungumálsins og ýmislegan skæruhern- að og/eða orrustur í því stöðuga stríði. Á eft- irstríðsárunum höfðu margir áhyggjur af lin- mælgi sem taldist þá til höfuðsynda í málfari og einhver ágætur maður kvað þá þessar vís- ur með þeim framburði sem hann taldi vera að ryðja sér til rúms: Avi minn hann átti tíg, eingri skeppnu var hún líg, aldrei heyrðust ópin slíg í údvarbinu í Reygjavíg. Laungum var mín lundin gljúb, landið vavið þoguhjúb ógurlegt er undirdjúb udan vert við Lómagnúb. Einu sinni úd ég leid, átti heima í ljódri sveid sá ég bída gamla geid grasið upp með ródum sleid Heyrast mér stundum hljóðin völd hraba niður í kogið: í údvarbinu var auglýst í kvöld að Evróbustyrjöld sé logið. Það hefur verið sagt um Breta að þeim gangi aldrei vel í stríði en vinni samt alltaf og má það til sanns vegar færa nema náttúrlega þorska- stríðin við Íslendinga. Breskur hershöfðingi var eitt sinn beðinn um skýringar á þessu og sagði að galdurinn fælist í því að vinna síðustu orrustuna. ,,En ef þið tapið nú síðustu orrust- unni?“ Spurði þá spyrjandinn. ,,Nú þá er það bara ekki síðasta orrustan,“ var svarið. Það mun hafa verið Einar Benediktsson sem orti eftirfarandi en ýmsar orrustur urðu nú í lífinu hjá þeim góða manni: Stundin deyr og dvínar burt, sem dropi í straumaniðinn. Öll vor sæla er annað hvurt óséð - eða liðin. „Það er fallegt þegar vel veiðist“ var haft eft- ir einum góðbónda en það er nú svo að menn hafa svolítið misjafnar skoðanir á fegurðinni. Sunnlenskur bóndi sem kom í Mývatnssveitina var spurður að því af heimamanni hvort hon- um þætti sveitin ekki falleg og svaraði; ,,Nei, þetta er ljótasta sveitarrasskat sem ég hef séð. Ekkert hægt að rækta.“ Það er sumarfagurt í Fljótunum en nokkuð snjóþungt oft og um þau kvað Sigurður Norland: Fljótin hafa fáir þekkt. faðmi vafin grænum. Þar er afar yndislegt -allt á kafi í snænum. Maður sem var uppalinn i Fljótunum en bjó síðar í Landeyjum hafði orð á að það grænkaði svona tveimur mánuðum fyrr á vorin í Land- eyjunum en Fljótunum. Hinsvegar munaði ekki nema kannske hálfum mánuði á sláttar- byrjun. Allur jarðargróði verður kraftmestur ef hann er nýttur í örum vexti og það hefur ver- ið sannreynt við heilsuhælið í Hveragerði þó ýmsum hafi líkað vistin þar misvel. Einhver ágætur maður sem þar hafði dvalið um hríð og taldi sig ekki hafa fengið neinn mat en heilmik- ið til að borða með honum orti þegar fór að nálgast brottför: Fýsir mig að fara á braut í fisk og sauðaketið. Þennan djöfuls grasagraut geta aðrir étið. Lilja Björnsdóttir kvað einnig um viður- gjörninginn á því heimili: Lífið hér virðist mér lamandi þraut, lítill minn hamingjufengur. Ég fæ hérna eintóman geðvonzkugraut - ég get ekki þolað hann lengur. Þó það sé gott og nauðsynlegt að hafa gnægðir góðs matar er jafn nauðsynlegt að innviðir mannslíkamans ráði við að melta það sem þangað er látið. Að afloknum Sprengidegi kvað Kristján Runólfsson: Þokkalega í þörmum hlær, þar er engin róin, allt það sem ég át í gær, er á leið í sjóinn. Margt sem við Íslendingar leggjum okk- ur til munns þykir öðrum þjóðum alveg stór- furðulegt. Já og þarf svosem ekki aðrar þjóð- ir til. Bara yngri kynslóðinni finnst það alveg stórfurðulegur matur sem var hversdagsmat- ur á flestum heimilum í minni æsku. Okkur finnst líka margt furðulegt sem borðað er í út- tlandinu svosem hundar og froskar. Ekki man ég þó til þess að hafa heyrt að kettir væru ald- ir til matar þó það geti vel verið. Böðvar Guð- mundsson kvað samt eftirmæli um sinn: Margur hefur maðurinn misjafnt ort um köttinn sinn. Kveð ég erfikvæði um minn sem kvaddur héðan varð. Víst kom þar í vinahópinn skarð. Hann við lítinn hagvöxt bjó, heldur fátt í búið dró, en einhvers staðar fékk hann fló og flutti með sér heim. Minnisstætt er mér hans tregabreim. Hann sitt eista hafði eitt, hitt í slag var burtu reytt, breimakattablóðið heitt býður enga sátt. Ósköp leikur ástin marga grátt. Það er fjölmargt í lífinu sem lengi hefur ver- ið mér algjörlega óljóst og ég reikna fastlega með að svo verði enn um hríð. Eitt af því eru misárangursríkar og oftast ónauðsynlegar til- raunir kvenkynsins til fegrunar sér en oft vill það verða að árangur verður ekki í samræmi við fyrirhöfn. Ekki veit ég hver orti eftirfarandi né um hverja en við skulum vona að konan hafi fiskað fyrir veiðarfærum: Með blóðrauðar varir, en brúnin var dökk og bleikhvítar kinnar og enni, en botnfarfann keypti hún hjá „Litir & Lökk,“ sem lengst mun því tolla á henni. Ætli sé svo ekki rétt að slá botninn í þetta með vísu Eyjólfs í Sólheimum þegar hann fór að finna fyrir elllinni: Ósköp þreytast augun mín, ellin tekur völdin. Þó ég hafi sálarsýn sé ég illa á kvöldin. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Búnaðarþing var sett á sunnudag- inn við hátíðlega athöfn í Hörpu. Af því tilefni var landbúnaðar- og matarhátíð slegið upp þar sem gest- um gafst kostur á að kynna sér úr- val íslenskra búvara hjá nokkrum úr- vinnslufyrirtækjum bænda, skoða búvélar og virða fyrir sér mannlíf- ið í Hörpu. Hvatningarverðlaun BÍ voru afhent í fyrsta skipti. Þau hlutu Hlédís Sveinsdóttir athafnakona frá Fossi í Staðarsveit. Hún hefur um árabil stuðlað að margvíslegu frum- kvöðlastarfi sem hefur nýst landbún- aðinum til góðs. Má þar nefna verk- efnið Kindur.is, skipulagningu mat- armarkaða og framkvæmdastjórn Sauðamessu í Borgarnesi. Þá hlutu Samtök ungra bænda hvatningar- verðlaunin fyrir verkefnið „Ungur bóndi á Snapchat“ en það verkefni hefur aukið mikið áhuga á störfum bænda meðal snjalltækjakynslóðar- innar og fleirra Fjölmenni var á setningarathöfn Búnaðarþings þar sem 400 manns voru viðstaddir. Sindri Sigurgeirsson formaður BÍ flutti setningarræðu og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, ávarpaði gesti og afhenti hvatningar- verðlaunin. Guðlaug Elísabet Ólafs- dóttir leikkona og bóndi á Mýrum stýrði athöfninni í Hörpu. Dömur í Graduale-kórnum sungu nokkur lög og bóndinn Svavar Pétur Eysteins- son, Prins Póló, flutti nokkra af sín- um þekktustu slögurum. Hríshóll og Stóru-Tjarnir Þá afhenti ráðherra tveimur búum Landbúnaðarverðlaun 2016. Þau hlutu annars vegar sauðfjárbú- ið Hríshóll í Reykhólasveit og hins vegar bændurnir á Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði. Ábúendur á Hrís- hóli eru hjónin Þráinn Hjálmars- son og Málfríður Vilbergsdóttir og hjónin Vilberg Þráinsson og Katla Ingibjörg Tryggvadóttir. Í rökstuðn- ingi vegna verðlaunanna segir meðal annars að ábúendur á Hríshóli hljóti þau fyrir dugnað, framtakssemi og einstaklega snyrtilega umgengni á býli sínu. Ábúendur á Stóru-Tjörnum eru Laufey Skúladóttir og Ásvaldur Ævar Þormóðsson, en þar er bland- aður búskapur með sauðfé og naut- gripi. Laufey er fædd og uppal- in á Stóru-Tjörnum, en Ásvaldur er frá Ökrum í Reykjadal. Meðal- nyt á búinu hefur farið ört vaxandi, var 6.293 lítrar árið 2008, sama ár og nýtt fjós var tekið í notkun á bæn- um, var 7.491 árið 2014 og fór upp í 7.860 í fyrra. Alls eru þau með 54 kýr, 60 aðra nautgripi, 150 kindur, 5 hesta, 2 hunda og 7 bordercollie- hvolpa auk þess sem 10 hænsni eru þar einnig. mm Landbúnaðar- og hvatningarverðlaun afhent við setningu Búnaðarþings Handhafar hvatningarverðlauna ásamt formanni BÍ. Ábúendur á Hríshóli og Stóru-Tjörnum hlutu Landbúnaðarverðlaunin sem ráðherra afhenti.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.