Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201622 Útvarpsstöðin Skagarásin fór í loft- ið í janúar síðastliðnum. Það eru hjónin Daníel B. J. Guðrúnarson og Kristjana Guðrún Björnsdótt- ir, betur þekkt sem DJ Danni og Kidda, sem stofnuðu stöðina og sjá þau að mestu um dagskrárgerð. Eins og staðan er í dag eru útsend- ingar stöðvarinnar eingöngu á net- inu. „Við sendum út allan sólar- hringinn á skagarasin.com en ef allt gengur vel er planið að koma rás- inni á FM bylgjulengd,“ segir Daní- el í samtali við Skessuhorn. Danni og Kidda glíma bæði við fötlun og starfa í Fjöliðjunni á Akranesi. Þau láta þó fötlun sína ekki stoppa sig og taka sér ýmislegt fyrir hendur. Þau halda úti vefversluninni krutt- in.com, bjóða upp á tölvuviðgerða- þjónustu og taka að sér plötusnúða- verkefni. Aðspurð hvers vegna þau ákváðu að stofna útvarpsstöð stend- ur ekki á svörum. „Það er út af því að ég er svo mikill útvarpsmað- ur sjálfur og mér fannst vanta út- varpsstöð fyrir Skagann og Vest- urland í heild sinni,“ segir Danni. Hann hefur töluverða reynslu af störfum tengdu útvarpi. „Ég var á gömlu Radíó X stöðinni þeg- ar ég var í framhaldsskóla og svo var ég tæknimaður á Útvarpi Sögu frá 2007 - 2008 og lærði heilmik- ið þar. Ég hef líka verið með þátt á þýskri útvarpsrás,“ segir Danni og vísar þar í þýsku útvarpsstöðina Ra- dio Music of Dance. „Mér finnst þýska svo skemmtileg þannig að ég fann stöð sem vildi mig. Ég sendi þá bara héðan og tala ensku,“ bæt- ir hann við. Bjó til app fyrir snjallsíma Dagskrárgerð Skagarásarinnar er að mestu leyti í höndum Danna en hjónin eru einnig með einn sam- eiginlegan þátt. „Svo byrjaði Garð- ar Örn Þrastarson vinur okkar með þátt á föstudaginn. Daria, rödd stöðvarinnar, er svo að hugsa um að byrja með þátt líka,“ segir Danni og bætir því við að öllum sé velkom- ið að vera með þátt á stöðinni. „En það má taka það fram að ef krakk- ar undir 18 ára aldri vilja vera með, þá þurfa þeir leyfi frá foreldrum.“ Þau segja Skagarásina í raun hugs- aða sem tækifæri fyrir alla sem vilja spreyta sig í útvarpi og að mark- miðið sé að spila góða tónlist. „Við spilum fjölbreytta tónlist, spjöllum og svo geta hlustendur hringt inn. Á heimasíðunni er hægt að sjá hvað er í spilun og hverju þú misstir af. Við tökum upp alla þætti og svo er hægt að hlusta á þá á síðunni,“ út- skýrir Danni. Skemmtilegast þyk- ir honum að heyra í hlustendum og heyra hvað þeir hafa misjafn- ar skoðanir. Þá hefur Danni einn- ig útbúið app fyrir snjallsíma, þar sem hægt er að hlusta á Skagarás- ina í símanum. „Appið er komið en reyndar bara fyrir Apple síma til að byrja með. Það var tiltölu- lega einfalt að útbúa það, ég not- aðist við svokallaða „appspotr“ síðu sem er einföld í notkun. Það eina sem maður þarf að passa er að stan- dast kröfur um að appið sé farsíma- vænt. Ef það er það ekki, þá hafna þeir appinu og hjálpa manni svo að betrumbæta það.“ Söfnun á Karolinafund Danni segir ekki mikið mál að setja upp netútvarpsstöð. „Ég hýsi þetta allt sjálfur, er með netþjón inni í herbergi. Ef maður sendir út á net- inu eins og ég geri er nóg að hafa nokkrar tölvur og rétt forrit. Það er ekki mikið mál að gera þetta sjálf- ur þegar maður er búinn að læra inn á þetta.“ Óhætt er að segja að Danni sé með töluverða tækjadellu. Hann segir útvarpsdelluna hafa byrjað strax í framhaldsskóla. „Þar prófaði ég skólaútvarp og áhuginn kom strax,“ segir Danni og smellir fingrum. „Ég hef ekki misst áhug- ann síðan þá. Svo fór ég í tölvu- tengt starfsnám en er annars sjálf- lærður að mestu leyti.“ Stúdíó rásarinnar er heima hjá hjónunum á Akranesi en nú er ein- ungis um að ræða tilraunaútsend- ingar. „Stúdíóið okkar er fullbyggt tækjum til útsendingar og allt er tilbúið nema það að okkur vantar styrki fyrir stefgjöldum. Við erum í tilraunaútsendingum til 17. mars og ef við eigum ekki fyrir stefgjöld- unum þá fer stöðin niður aftur,“ út- skýra þau. Hjónin hafa því stofnað til söfnunar á Karolinafund, þar sem hægt er að styrkja stöðina. Á með- an á tilraunaútsendingum stendur þarf stöðin ekki að greiða stefgjöld- in, sem eru í heild sinni um 40 þús- und krónur á mánuði. „Ég sótti líka um styrk hjá SSV og er enn að bíða eftir svörum frá þeim. Svo erum við líka að selja auglýsingapakka á vef- síðu stöðvarinnar. Þar má líka finna allar upplýsingar um styrki og fleira sem snýr að Skagarásinni,“ segir DJ Danni að endingu. grþ Gunnar Svanlaugsson skólastjóri í Grunnskólanum í Stykkishólmi hef- ur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september næstkomandi. Gunnar hefur starfað við kennslu undanfarin 40 ár, upphaflega við Héraðsskólann í Reykholti þar til hann hóf störf við Grunnskólann í Stykkishólmi 1984. „Minn gamli skólastjóri fékk mig til að koma vestur í Hólm og leysa af sem aðstoðarskólastjóri í eitt ár. Það endaði með því að ég tók við þeirri stöðu þar til 1994, þegar skólastjór- inn kvaddi. Þá leysti ég hann af í eitt ár og sótti svo um stöðuna og tók við sem skólastjóri,“ segir Gunnar í sam- tali við blaðamann. Hann segist ekki hafa ætlað sér að starfa jafn lengi og raun ber vitni sem skólastjóri skól- ans. „Ég ætlaði mér að vera í mesta lagi fimm til tíu ár upphaflega. Sjálf- um fannst mér það ofsalega lang- ur tími þegar ég var að byrja og að það hlyti að vera kraftaverk að ná því.“ Gunnar segir árin 32 í grunn- skólanum hafa flogið áfram enda alltaf ótrúlega skemmtilegur hóp- ur á hverju skólaári en telur nú orð- ið tímabært að láta af störfum. „Ég tel það vera rétta tímapunktinn að stíga til hliðar þegar maður telur sig enn vera á tánum í starfinu. Ég bara elska skólastarfið og reyni að gera mitt besta á hverjum degi. Örugg- lega eru skiptar skoðanir um störf mín eins og annarra stjórnenda enda eru þetta ekki vinsældarstörf. Mál- ið er að á meðan að við erum eitt- hvað að gera að þá er það mjög eðli- legt að það séu skiptar skoðanir um okkar störf, eingöngu þannig verður framþróun í skólastarfinu. En þegar maður er enn á fullu og óskað er eft- ir starfskröftum manns annars stað- ar er lag að stíga til hliðar og hleypa ungu og vel menntuðu fólki að. Það kemur alltaf maður í manns stað en aldrei sama manneskjan að sjálfs- sögðu og það er kostur því slíkum breytingum fylgja aðrar áherslur. Það er spennandi fyrir skólann að fá nýtt og ferskt blóð inn í starfið.“ Gerist skemmtanastjóri á Tenerife Gunnar hefur því ákveðið að hætta í kennslustörfum og gerast skemmt- anastjóri á Tenerife hjá Úrval Útsýn. Hann segist hafa byrjað á því að fara tvær ferðir í forföllum og líkað vel. „Ég er að vinna með aldurshópinn 60 plús og það segir kannski svolít- ið um mig að mér finnst þetta æð- islegt. Þetta er aldurshópurinn sem ég hef ekki haft tækifæri til að vinna almennilega með nema þá helst í Lions og kirkjukórnum,“ segir hann og hlær. Um er að ræða fimm til sex ferðir á ári, þar sem Gunnar verður skemmtanastjóri á Tenerife en einnig stendur til að hann fari sem fararstjóri á skemmtiferðaskip- um. „Þetta er því ekki föst vinna, heldur tek ég bara að mér ákveð- in draumaverkefni. Þess á milli verð ég heima í Stykkishólmi þar sem ég get sinnt enn frekar áhuga- málum mínum og varið tíma með skemmtilegu fjölskyldunni minni. Það er ekkert að koma að leið- arlokum hjá mér,“ heldur hann áfram. Gunnar segir starfið á Te- nerife vera mjög fjölbreytt. Hann byrjar flesta morgna á músíkleik- fimi og þaðan er farið í göngu, þar sem farið er í leiki á leiðinni. Seinni part dags býður hann upp á aðra fjölbreytta afþreyingu, svo sem minigolf, golf, bingó, félags- vist, boccia og danskennslu. „Svo er ég með þrjár til fjórar kvöldvök- ur í viku þar sem ég spila á gítar og píanó og mikið er sprellað og sungið. Aðalmarkmiðið hjá mér er að allir hafi gaman að vera sam- an eins og hver og einn vill hafa það. Það hefur verið góð þátttaka í viðburðunum hjá mér, síðast var ég með 95 manna hóp og þátttak- an var um 80 til 85 manns í öllum mínum viðburðum.“ Ætlar að kynna landið sitt fagra Gunnar telur óvenju góða þátt- töku í viðburðunum megi með- al annars þakka að hann gefur glæsilega vinninga í kringum við- burðina. „Ég fór strax af stað með það þannig að ég samdi við fyrir- tæki í Stykkishólmi og fór út með gjafabréf. Þannig er kannski að- alvinningurinn í kringum við- burðina gistinætur á Hótel Stykk- ishólmi, Hótel Egilsen eða ferð með Sæferðum um Breiðafjörð- inn. Í næstu ferð var ég með vinn- inga frá fleiri stöðum á Snæfells- nesi sem og Húsafelli og Borgar- nesi,“ útskýrir Gunnar. Hann seg- ist kynna sér staðina vel og auglýsa þá um leið og hann kemur gjafa- bréfunum út. „Núna er ég tilbúinn með vinninga frá Ísafirði og Akur- eyri fyrir ferðina í haust. Ég kynn- ist fólki í hverri ferð og fólki sem vill útvega mér gjafabréf frá stöð- unum sem það kemur frá. Þessu hefur verið mjög vel tekið og ljóst að þetta er allra hagur því ég fjalla um og auglýsi staðina í leiðinni. Svo geta fyrirtækin stílað gjafa- bréfin inn á rólegan tíma. Svona ætla ég að kynna landið mitt fagra og vona að mér vinnist tími til að ljúka því metnaðarfulla verkefni, samhliða gríðarlega skemmtilegri vinnu með skemmtilegu fólki hjá Úrval Útsýn bæði hér á Íslandi sem og á Spáni.“ grþ Gunnar stígur brátt til hliðar sem skólastjóri í Stykkishólmi Gunnar í starfi skemmtanastjóra á Tenerife. Stofnuðu netútvarpsstöð á Skaganum Gunnar Svanlaugsson mun hætta sem skólastjóri Grunnskólans í Stykkishólmi í haust. Danni og Kidda í stúdíói sínu á Akranesi. Garðar Örn Þrastarson er einnig með þátt á Skagarásinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.