Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201630 Hver er uppáhalds kvikmyndin þín? Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Gísli Gunnarsson: „Spectre, nýjasta Bond-mynd- in.“ Sindri Víðir Einarsson: „Fast and the Furious.“ Þorbjörg Gunnlaugsdóttir: „Mamma Mia.“ Alma Garðarsdóttir: „The Sound of Music.“ Aya Sameer: „The Revenant.“ Víkingur Ólafsvík stóð fyrir firma- keppni í innanhúss fótbolta á dögun- um. Hefur félagið staðið fyrir firma- keppni undanfarin ár, en hún féll þó niður í fyrra vegna ónógrar þátt- töku. Sex lið voru skráð til keppni, en það voru: Guðmundur SH-717, VK-lagnir, Ragnar og Ásgeir, Fisk- markaður Íslands, Breiðavík ehf. og Deloitte. Var spilað í tveimur riðl- um og svo krossað. Endað var svo á úrslitakeppni. Verðlaun voru veitt fyrir fyrsta og annað sæti. Í fyrsta sæti varð lið Ragnars og Ásgeirs og í öðru sæti Deloitte. Var keppni hörð og gáfu leikmenn ekkert eftir. Góð mæting var á áhorfendapöllum og gerði það keppnina enn skemmti- legri. þa Ragnar og Ásgeir sigraði firmakeppni Um liðna helgi var Bikarmót ung- linga í hópfimleikum haldið í Ver- sölum, húsnæði íþróttafélagsins Gerplu í Kópavogi. Var það stærsta fimleikamót unglinga sem hald- ið hefur verið til þessa, en rúm- lega þúsund keppendur tóku þátt í mótinu. Fimleikafélag Akraness sendi sex lið á Bikarmótið; þrjú í 4. flokki, tvö í 3. flokki og eitt í 2. flokki. Unnu fimleikagarpar af Skagan- um til verðlauna því stúlkurnar í 3. flokki höfnuðu í þriðja sæti A riðils á mótinu og hrepptu því bronsið. kgk Fimleikastúlkur úr FIMA í þriðja sæti á Bikarmótinu Stúlkurnar í 3. flokki unnu til bronsverðlauna í A riðli á Bikarmóti unglinga í hópfimleikum. Ljósm. FIMA. Snæfell tók á móti liði FSu í Dom- ino‘s deild karla í körfuknattleik síðastliðinn fimmtudag. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik því sigur myndi tryggja Snæfelli sæti í efstu deild að ári en FSu mikilvæg stig í botnbaráttunni. Gestirnir hugðust koma heimamönnum í opna skjöldu með örum breytingum á varnarleik sínum. Snæfellingar eru hins vegar eldri en tvævetur í körfunni og létu tilraunir gestanna ekki slá sig út af laginu. Þeir léku vel og létu boltann ganga. Leystu hverja þraut sem gest- irnir lögðu fyrir þá og leiddu með 19 stigum í hálfleik, 54-35. FSu spyrnti aðeins við fótum í upphafi síðari hálfleiks og reyndi að klóra í bakkann. Þær tilraunir báru hins vegar lítinn árangur því Snæ- fellingar bættu í og höfðu 30 stiga forskot fyrir lokafjórðunginn og að- eins formsatriði að ljúka leiknum. Enn juku þeir forskotið það sem eft- ir lifði leiks og unnu að lokum stór- sigur, 113-74 og áframhaldandi vera í efstu deild tryggð. Stefán Karel Torfason átti stórleik fyrir Snæfell þar sem hann daðraði við þrennuna. Stefán skoraði 27 stig, tók 15 fráköst og gaf sjö stoðsend- ingar. Næstur honum kom Sherrod Wright með 25 stig og fimm fráköst og þá Sigurður Þorvaldsson með 18 stig, átta fráköst og fimm stoðsend- ingar. Eins og áður sagði tryggði sigur- inn Snæfelli áframhaldandi þátttöku- rétt í úrvalsdeild. Liðið er í áttunda sæti með 16 stig eftir 19 leiki. Næst mætir liðið ÍR á útivelli fimmtudag- inn 3. mars. kgk Snæfellingar öruggir með úrvalsdeildarsætið Sherrod Wright í þann mund að skora tvö af sínum 25 stigum í leiknum. Ljósm. sá. Félagarnir Þórhallur Teitsson frá FAB og Jens Meinhard Berg úr FEBBN gerður sér lítið fyrir og sigr- uðu á tvímenningsmóti í boccia sem UMSK stóð fyrir að Varmá í Mos- fellsbæ síðastliðinn laugardag. Í öðru sæti urðu Jón Sverrir Dagbjartsson og Gunnlaugur Skaftason úr Garða- bæ en þriðja sætið féll í skaut þeirra Páls Þorsteinssonar og Svönu Svan- þórsdóttur frá Gjábakka í Kópavogi. Þótt aldur sé afstæður í góðum fé- lagsskap eldri borgara vekur engu að síður athygli að Meinhard Berg er nú kominn á tíunda árhundraðið en slær engu að síður við sér yngra fólki þegar boccia er annars vegar. mm/ Ljósm. Stefán Stefánsson. Borgfirðingar sigruðu á tvímenningsmóti í boccia Yngri iðkendur Sundfélags Akraness hafa verið duglegir að sækja ýmis mót frá áramótum. Árangurinn hef- ur ekki látið á sér standa, nánast allir hafa bætt sig persónulega og sund- mennirnir hafa sópað að sér verð- launum. Um síðustu helgi gekk vel hjá ungu sundfólki frá Akranesi þeg- ar Vormót Fjölnis var haldið. Þar fékk Ragnheiður Karen Ólafsdóttir brons fyrir 200 m skriðsund og 50 m flugsund meyja. Aníta Sól Gunnars- dóttir náði silfri fyrir 50 m flugsund og 100 m baksund meyja. Þá hlaut Ásgerður Jing Laufeyjardóttir brons fyrir 50 m bringusund og 100 m baksund telpna. Ásgerður fékk jafn- framt gull í 50m baksundi og brons í 100 m skriðsundi telpna. Ngozi Jó- hanna Eze vann silfur í 200 m flug- sundi vann silfur í 200 m flugsundi telpna og Hekla María Arnardóttir vann brons í 200 m flugsundi telpna. Þá vann Laufey María Vilhelmsdótt- ir brons í 100 m skriðsundi kvenna. Í fyrsta hluta vormótsins vann Ragn- heiður Karen Ólafsdóttir gull í 100 m bringusundi og brons í 50 m skriðsundi meyja, Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir fékk brons í 100 m bringusundi meyja, Alex Benja- mín Bjarnason brons í 50 m skrið- sundi sveina og Ásgerður Jing Lauf- eyjardóttir brons í 50 m skriðsundi og 100 m bringusundi telpna. grþ Góður árangur hjá yngri kynslóðinni í Sundfélagi Akraness Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Aníta Sól Gunnarsdóttir og Ásgerður Jing Laufeyjardóttir stóðu sig vel á Vormóti Fjölnis. Duglegir tíu ára sundmenn á Vormóti Fjölnis með þátttökuverðlaun. Frá vinstri: Freyja Hrönn Jónsdóttir, Sóley Saranya Helgadóttir, Tómas Týr Tómasson og Bjarni Snær Skarphéð- insson. Sóldís Ninja Helgadóttir með vinkonum sínum Ásgerði Jing Lauf- eyjardóttur, Ngozi Jóhönnu Eze og Heklu Maríu Arnardóttur. Laufey María Vilhelmsdóttir hlaut brons í 100 m skriðsundi kvenna. Ragnheiður Karen Ólafsdóttir, Guð- björg Bjartey Guðmundsdóttir, Alex Benjamín Bjarnason og Ásgerður Jing Laufeyjardóttir. Um miðjan febrúar var haldið Gullmóts KR. Þar unnu sundmenn frá Sundfélagi Akranes til margra verðlauna en myndin sínir hluta sund- krakkanna sem þar kepptu. Tuttugu krakkar kepptu á Speedo móti i Keflavik í byrjun febrúar. Þessir duglegu krakkar mættu á mótið og stóðu sig mjög vel. Sundfélagið er afar stolt af þessum flottu sundgörpum sem eru framtíð félagsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.