Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201620 Leikdeild Skallagríms mun á næst- unni setja upp gamanleikinn Bless- að barnalán eftir Kjartan Ragnars- son í félagsheimilinu Lyngbrekku á Mýrum. Áætluð frumsýning er fimmtudaginn 10. mars næstkom- andi og er því æft af kappi um þess- ar mundir. Leikstjóri sýningarinn- ar er Gunnar Björn Guðmundsson en hann leikstýrði einnig verkinu Barið í brestina, sem Skallagrím- ur setti upp í fyrra. Að sögn Ásu Dóru Garðarsdóttur leikara og rit- ara leikfélagsins fjallar verkið um gamla konu sem býr austur á fjörð- um með dóttur sinni. „Hún á þó fleiri börn og langar að fá þau öll í heimsókn. Dóttirin sem býr með móður sinni tekur þá upp á því að ljúga því í systkini sín að mamma þeirra sé dáin til að fá þau öll á stað- inn. Svo birtist kerlingin og upp hefst skemmtileg atburðarás,“ seg- ir Ása Dóra leyndardómsfull. Hún segir verkið vera sprenghlægileg- an hurðafarsa, mikið rugl og mikið hlegið. Leikritið hefur notið mik- illa vinsælda á undanförnum árum og hefur verið sett upp af ýmsum leikfélögum víða um land. Stórafmæli framundan Æfingar hafa staðið yfir hjá leik- deild Skallagríms síðan í byrjun febrúar og eru í algleymingi nú fyrir frumsýningu. „Það var sett í hlutverk fyrir áramótin og þá byrj- uðum við samlestur. Svo fóru all- ir heim með sitt handrit og nú eru stífar æfingar öll kvöld og all- ar helgar,“ segir Ása Dóra. Alls eru um 20 manns sem koma að sýn- ingunni, þar af ellefu leikarar sem stíga á svið. Leikdeild Skallagríms fagnar 100 ára afmæli á árinu. Deildin hefur sett upp fjölda verka við góðar undirtektir á þeirri öld sem það hún hefur starfað og eitt og annað er í farveginum. Af- mæli leikdeildarinnar er í desemb- ermánuði og verður haldið upp á það með haustinu. „Það verð- ur eitthvað gert til að halda upp á afmælið. Við munum hlaupa yfir sögu leikdeildarinnar og taka brot úr hinum og þessum verkum með einum eða öðrum hætti. Hvað það verður fer svolítið eftir því hvað við finnum af efni, en það má bú- ast við að gömul andlit úr leik- deildinni sjáist,“ segir Ása Dóra að endingu. grþ Svipmynd úr gamanleiknum Blessað barnalán sem leikdeild Skallagríms frum- sýnir 10. mars næstkomandi. Leikdeild Skallagríms setur upp Blessað barnalán Íbúar Dalabyggðar eru 679 talsins og má því ætla að það sé ágætis af- rek að vel yfir 700 manns hafi sótt þorrablót í Dölum þetta árið. Fjög- ur stór þorrablót eru jafnan haldin í félagsheimilunum Dalabúð, Ár- bliki, Tjarnarlundi og Staðarfelli en auk þess eru önnur minni í snið- um innan félagasamtaka eins og Lions og hjá eldri borgurum í Döl- um. Í Dalabúð, Árbliki og á Tjarn- arlundi eru blótin opin almenn- ingi og hafa menn getað pantað sér miða meðan húsrúm leyfir en í Dalabúð mættu um 300 manns, í kringum 200 manns í Árblik og um 100 í Tjarnarlund. Á Staðar- fell mættu ríflega 100 manns en þar er hafður sá háttur á að sveitungar halda eigið blót en hver og einn má bjóða með sér gestum utan sveit- ar. Það hafa því verið mörg tæki- færin til að skemmta sér í Dölum á þorra og eins og tölurnar gefa til kynna má búast við að allnokkrir hafi sótt fleiri en eitt blót í heima- byggð þetta árið. sm Mæting umfram íbúafjölda á þorrablót Dalamanna Þessi mynd var tekin á þorrablóti eldri borgara á Silfurtúni og sýnir kvenlega klædda karlgesti á blótinu. Símamynd: Anna Eiríksdóttir. Síðastliðinn fimmtudag frum- sýndu nemendur unglingadeildar Brekkubæjarskóla á Akranesi leik- ritið Græna húsið fyrir troðfullum sal í Bíóhöllinni. Um er að ræða frumsamið verk með söng, dansi og lifandi tónlist. Höfundar þess eru Heiðrún Hámundadóttir og Samúel Þorsteinsson en Íris Ósk Einarsdóttir er danshöfundur. El- inbergur Sveinsson hélt utan um verkefnið. Öllum nemendum 8., 9., og 10. bekkjar gafst kostur á að taka þátt í uppsetningunni og gátu valið hvort þeir vildu leika, dansa, vera sviðsmenn og svo framveg- ins. Alls stíga því um 60 nemend- ur á svið í Græna húsinu en um 90 nemendur koma að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Græna húsið fjallar um unglinga sem koma eldri konu til aðstoð- ar þegar hún lendir í vandræðum. Verkið er stútfullt af húmor og fyndnum uppákomum þrátt fyr- ir að sagan hafi alvarlegan undir- tón. Það kunnu gestir vel að meta og mikið var hlegið á frumsýning- unni. Leikverkið hefst á skemmtilegri kynningu sögumanns og í kjölfar þess frábæru dansatriði. Gefa þær senur tóninn fyrir það sem koma skal því sýningin er stórgóð í alla staði. Leikarar skila sínu með stakri prýði og nokkrir krakkanna gætu náð langt á því sviði ef þeir leggðu það fyrir sig í framtíðinni. Krakk- arnir eru vel æfðir, halda karakt- er allan tímann og samtöl persóna eru eðlileg og óþvinguð. Tónlist sýningarinnar er vand- lega valin eftir því sem hæfir atrið- um. Vert er að geta þess að nokk- ur lög eru frumsamin af nemend- um sem er einkar skemmtilegt. Flutningur er góður, bæði söng- ur og undirleikur hljómsveitarinn- ar, en það verður að teljast gríðar- lega metnaðarfullt af aðstandend- um sýningarinnar að allur tón- listarflutningur sé lifandi. Örlitl- ir tæknilegir erfiðleikar gerðu vart við sig á frumsýningunni þar sem sambandsleysi virtist vera í hljóð- nemum söngvara. Krakkarnir létu það hins vegar ekki slá sig út af laginu og héldu ótrauðir áfram. Inn í tónlistaratriðin er oft og tíðum fléttaður dans og gefur það atriðunum mikið líf. Krakkarnir dansa vel og sporin hafa greinilega verið æfð í þaula. Utan leiksviðsins stóðu krakk- arnir að útgáfu einkar veglegr- ar leikskrár með viðtölum og öll- um helstu upplýsingum um verk- ið. Tæknimál gengu vel fyrir sig ef frá eru talin smávægilegir örð- ugleikar sem áður var minnst á og hljómurinn í Bíóhöllinni var, sér- staklega framan af sýningu, með besta móti. Leikmyndin er í senn einföld, settleg og praktísk þar sem stundum eru margir staddir á sviði í senn. Sviðsmennirnir stóðu vakt- ina og sáu til þess að allir munir væru á sínum stað bæði baksviðs og á sviði. Þá höfðu nokkrir áhorf- enda orð á því hve gott starf hefði verið unnið í förðun, hárgreiðslu og búningum. Í stuttu máli er Græna hús- ið gríðarlega metnaðarfull upp- setning þar sem virkilega vel er að öllu staðið. Leikritið er frábær skemmtun og uppskáru krakkarnir verðskuldað, standandi lófatak fyr- ir í lok sýningar. kgk/ Ljósm. Sella Andrésdóttir. Græna húsið frumsýnt fyrir troðfullum sal Margir krakkanna sem léku í sýningunni eiga framtíðina fyrir sér í leiklistinni. Vel æfð og skemmtileg dansatriði gefa sýningunni aukið líf. Græna húsið er fullt af húmor og gamansömum uppákomum þó sagan hafi alvar- legan undirtón. Sungið af innlifun. Hluti hljómsveitarinnar sem lék undir af miklu öryggi í sýningunni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.