Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 20166 ASÍ fólk samþykkti kjarasamning Sameiginlegri allsherjarat- kvæðagreiðslu félagsmanna aðildarsamtaka Alþýðusam- bands Íslands um kjarasamn- ing milli aðildarsamtaka ASÍ og Samtaka atvinnulífsins frá 21. janúar síðastliðinn lauk síðastliðinn miðviku- dag. „Já“ sögðu 9.274 eða 91,28%. „Nei“ sögðu 832 eða 7,81%. Auðu skiluðu 97 eða 0,91%. Kjarasamn- ingurinn var því samþykkt- ur. Á kjörskrá voru 75.635. atkvæði greiddu 10.653 eða 14,08%. -mm Héraðsdýra- læknir í rúmt ár VESTURLAND: Matvæla- stofnun hefur auglýst laust til umsóknar tímabund- ið starf héraðsdýralæknis Vesturumdæmis. Ráðning- artímabil er 1. júní 2016 til 15. ágúst 2017. Aðsetur hér- aðsdýralæknis innan um- dæmisins er samkomulags- atriði milli aðila, segir í aug- lýsingu. Héraðsdýralæknir ber ábyrgð á og hefur eft- irlit með heilbrigði og vel- ferð dýra, frumframleiðslu matvæla, slátrun og vinnslu dýraafurða auk sóttvarna gegn smitsjúkdómum og viðbrögðum við þeim í um- dæminu. Hann ber ábyrgð á framkvæmd opinbers eftir- lits, skipulagi vaktþjónustu dýralækna og er ábyrgur fyrir rekstri umdæmisskrif- stofunnar. –mm Dagur Baldurs og barna hans BORGARFJ: Mánudaginn 29. febrúar var spilaðir tví- menningur hjá Briddsfélagi Borgarfjarðar í Logalandi. Spilaður var Monrad með forgefnum spilum. Kol- hreppningarnir Gísli í Mýr- dal og Ólafur á Brúarhrauni fóru af stað með látum og settust sem fastast á 1. borð í N-S. Þangað komu fórn- arlömbin í röðum þar til að þeim köppum leiddist á toppnum og hleyptu öðrum að. Þetta varð kvöld Baldurs í Múlakoti og barna hans. Baldur og Jón voru aldrei langt að baki þeim Kol- hreppingum og lönduðu 2. sætinu með jafnri og góðri spilamennsku. En Heiðar og Anna Heiða Baldursbörn gerðu mun betur, ruddu Gísla og Ólafi af stallinum og stóðu uppi sem verðug- ir sigurvegarar með rúm- lega 60% skor. Næstu tvö mánudagskvöld verður ein- menningur félagsins leikinn og verður um tveggja kvölda aðskilin spilakvöld að ræða svo að mönnum er frjáls að mæta annað kvöldið eða bæði en að sjálfsögðu verð- ur það sigurvegari úr sam- anlögðu sem fer með bikar- inn heim. -ij Spenna fyrir lokakvöld BA AKRANES: Spennan er mikil í toppbáráttu sveita Briddsfélags Akraness þeg- ar eitt kvöld er eftir af aðal- sveitakeppni félagsins. For- mannssveitin leiðir með 81 stig en fast á hæla hennar kemur sveit Tryggva Bjarna- sonar með 74. Þessar sveit- ir mætast einmitt í lokavið- ureigninni á fimmtudags- kvöld. Þarf Tryggvi að sigra með a.m.k. 19 stigum gegn 11 til að hafa Einar og fé- laga undir. Í þriðja sæti fyr- ir lokakvöldið er síðan sveit Guðmundar Ólafssonar með 65 stig og á eftir keppni við sveit Heiðars Baldurssonar sem vermir nú fjórða sætið með 52 stig. –mm Lausaganga hrossa VESTURLAND: Lögregl- an á Vesturalndi fékk all- nokkrar tilkynningar í lið- inni viku um lausagöngu hrossa á vegsvæðum í um- dæminu. Flest tilfellin voru á Snæfellsnesvegi. Hross eru að sleppa út úr girðingum, sem liggja sums staðar niðri eða eru á kafi í snjó. Þegar harðnar á dalnum í frosti og snjó þarf að sögn lögreglu að huga vel að öllum útigangi og gefa vel. Hross sem ekki fá nóg að éta leita frekar út úr girðingarhólfum. Ábyrgð eigenda er mikil ef eitthvað gerist. –mm Fulltrúar hestamannafélaga á Vest- urlandi hafa ákveðið að efna til Vest- urlandssýningar sjötta árið í röð. Er hún ráðgerð laugardaginn 2. apríl klukkan 20 í Faxaborg í Borgar- nesi. Undirbúningur er hafinn og mun allt kapp verða lagt á að sýn- ingin í ár verði sem glæsilegust. Að sögn undirbúningsnefndar munu á sýningunni koma fram vestlensk- ir gæðingar og dæmi um atriði eru sýningar hjá börnum, unglingum, ungmennum ásamt fimmgangs- og fjórgangshestum, skeiði, tölti, kyn- bótahrossum og ræktunarbúum ásamt mörgum fleiri atriðum með góðum gestum. Að sögn mótshaldara verður dag- skrá kynnt þegar nær dregur. Þeir sem hafa ábendingar um atriði eða hross, sem eiga erindi á sýn- inguna geta komið þeim á fram- færi við eftirtalda: Baldur Björns- son, s. 895-4936, Benedikt Þór Kristjánsson, s. 896-1581, Hlöð- ver Hlöðversson, s. 661-7308, Sig- rún Ólafsdóttir, s. 862-8422 eða Þorgeir Ólafsson, s. 692-6779. Sér- stakir tengiliðir fyrir atriði barna, unglinga og ungmenna eru: Berg- lind Ragnarsdóttir, s. 897-1072 og Bjarki Þór Gunnarsson, s. 848-2094. mm Hestamannafélögin stefna að Vesturlandssýningu Svipmynd af Vesturlandssýningunni í fyrra. Hér sýndu börn og unglingar í Faxaborg. Hundurinn, sem fannst haltrandi í vegkantinum ofan Borgarness aðfara- nótt síðastliðins mánudags og var talinn vera þreyttur og hrakinn, reyndist vera 17 ára gamall og því eðli- lega fótfúinn enda orðinn rúmlega 100 ára gamall samkvæmt gömlu „hunda- og mannára“ reglunni. Sagði eigandi hans að satt best að segja þá tryði hann því varla að hundurinn hefði getað gengið nokkra kílómetra til að komast út á þóðveginn því hann væri orðinn svo lélegur til gangs. Eigandinn kvaðst hafa verið að viðra hund- inn og því hleypt hon- um út. Stuttu síðar hafi hundur- inn horfið. Hann kvaðst hafa leit- að árangurslaust að honum fram eftir kvöldi. Það var svo kona sem tók hundinn upp í bíl hjá sér eftir að hafa séð hann haltra um í veg- kantinum skammt ofan við Borgarnes og keyrði með hann til Reykjavíkur. Hún sagðist ætla að hugsa vel um hann og ekki hafa getað hugsað sér að farið yrði með hann til hunda- eftirlitsmanns. Konan hafði samband við Lög- regluna á Vesturlandi og tilkynnti að hún færi með hundinn heim til sín og hugsaði um hann þar til hefðist upp á eigandanum. Eftir að myndir af hundin- um birtust á hundasíðum á netinu og í fjölmiðlum gaf eigandinn sig fram og náði í hundinn. Eigandinn var konunni afar þakklátur fyrir að hafa aumkvað sig yfir hundinn og hugsað svona vel um hann. mm/tþ Aldinn hundur á flækingi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.