Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Haframjöl eða hrísgrjón? Ég viðurkenni fúslega að það hefur af og til þyrmt yfir mig síðustu daga. Fréttir af stjarnfræðilegri afkomu íslenskra fyrirtækja á fákeppnismarkaði hafa verið yfirþyrmandi. Þó tek ég fram að ég er að sjálfsögðu fylgjandi því að fyrirtæki séu rekin með eðlilegum hagnaði og góðri ávöxtun eigin fjár. En þau dæmi sem ég hef heyrt og séð flokkast ekki undir neitt sem talist gæti eðlilegt. Þessar fréttir hafa fært okkur sönnun þess að gæðum okkar er misskipt með vilja stórnvalda sem virðast ekki hafa dug eða áhuga á að jafna lífskjörin í landinu. Á sama tíma og margir líða skort þá er einhvers konar gullæði runnið á lítinn hóp landsmanna alveg á nákvæmlega sama hátt og í aðdraganda síðasta hruns. Tökum nokkur dæmi: Eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins skilar 20% hagnaði af veltu, ein af hverjum fimm krónum sem aflað er rennur í vasa eigenda sem fá gegn hóflegu gjaldi aðgang að óveiddum fiski í sjónum. Viðskiptabank- arnir þrír skila 108 milljörðum í hagnað eftir málamynda skattlagningu. Af hverju er landsmönnum ekki skilað til baka hluta af þeim fórnarkostn- aði sem þeir tóku á sig til að þessir blessuðu bankar voru endurreistir eftir hrun? Seðlabanki stendur í skjóli stjórnvalda fyrir verðtryggðri okurvaxta- stefnu sem hvergi í heiminum á sér hliðstæðu og það er hreinlega níðst á skuldsettum almenningi og fyrirtækjum. Nú ætlar tryggingafélag að greiða út fimm milljarða í arð, af tveggja milljarða hagnaði, hvernig sem það nú er hægt! Þrátt fyrir að hafa í nóvember orðið að hækka iðgjöld trygginga vegna meints taprekstrar! Svo má minna á að „réttir“ vinir innan kerfisins fengu Borgun keypta án undangenginnar auglýsingar út úr banka í þjóð- areign. Eftir nokkrar vikur voru þeir búnir að græða marga milljarða. Ís- landsbankafólk er farið að skaffa sér bónusa eins og enginn væri morgun- dagurinn. Hreyfing launafólks berst fyrir því að hækka iðgjöld í lífeyrissjóði fremur en að berjast fyrir bættum kjörum launafólks í nútíð og nánustu framtíð. Þetta er einungis hluti af ástæðu þess að mér er ekki skemmt. Meðan á þessu gengur stendur fólk álútt í biðröðum í fákeppnisfyrirtækj- um matvörumarkaðanna með sorgarsvip af því það á ekki fyrir mat. Það þarf að velja hvort keyptur er haframjölspakki eða hrísgrjónapoki af því launin eru uppurin fyrir miðjan mánuðinn. Á þeirri sömu stundu er fjár- svelti heilbrigðisstofnana með þeim hætti að við erum farin að tapa manns- lífum sem hægt væri að bjarga ef vilji stjórnvalda lægi í þá átt að bæta á ný hið laskaða heilbrigðiskerfi. Af hverju eru þingmenn ekki að afgreiða neyð- arlög sem jafnað gætu lífskjör fólks við þessar aðstæður með því að skatt- leggja þá sem eru að hirða af fólki ráðstöfunarféð? Af hverju eru fjölmiðlar ekki að fjalla um þau bágu kjör sem þorri al- mennings býr við? Af hverju eru þeir að skrifa fréttir á borð við að fjár- málaráðherrann hafi fengið gubbupest í flugvél á leið á ráðstefnu í fjarlægu landi? Eða hinar endalausu fréttir um meint innbyrðis átök í röðum flokks Pírata sem á einungis þrjá þingmenn úti í skammarkrók Alþingis og hafa ekkert vægi? Jú, ég veit ástæðuna. Þeir sem eiga fjölmiðlana sem um ræðir, og stýra umfjöllun sem þar fer fram, hafa einmitt hag af því að ekki sé verið að skrifa um raunveruleg hagsmunamál almennings og að ekki verði hrófl- að við stjórnvöldum sem verja óbreytt ástand og græðgisvæðingu á kostn- að alþýðu. Þeir stýra því að hið fjórða vald er fyrir löngu hætt að virka af því „réttu“ peningamennirnir eru búnir að kaupa upp (með góðu eða illu) alla þessa fjölmiðla. Verkalýðsforystan er upptekin af því að taka þátt í ból- unni, vill umfram allt auka hlut lífeyrissjóða í hlutabréfasafni fákeppnisfyr- irtækja, til að þau geti haldið áfram í skjóli arðsemiskröfu að svína á eig- endum sínum, fólkinu í landinu. Og þá er fokið í flest skjól. Hafi einhverju sinni verið forsendurbrestur hér á landi, þá grunar mig að hann hafi aldrei verið meiri en einmitt nú. Magnús Magnússon. Daníelslundur er ein af fjölmörg- um auðlindum í Borgarbyggð. Daníelslundur er „Opinn skógur“ í eigu Skógræktarfélags Borgar- fjarðar. Fjölmargir ganga um skóg- inn sér til yndisauka á öllum tímum árs. Göngustígar hafa verið lagðir um skóginn þannig að auðvelt er að fara um svæðið. Við bílastæðin hefur verið komið upp útigrillum sem vegfarendur hafa getað notað. Á haustin er mikið af sveppum sem fólk er áfjáð í að tína. Undanfarið hefur verktaki á veg- um Skógræktarfélags Borgarfjarð- ar unnið við grisjun í Daníelsl- undi. Að sögn Gísla Karels Hall- dórssonar hjá Skógræktarfélaginu er grisjunarviðurinn verðmætur og skilar sala á honum Skógrækt- arfélagi Borgarfjarðar tekjum upp í kostnað. „Eftir grisjun verður meira rými fyrir þau tré sem eft- ir standa. Það verður betri vöxtur í trjánum og við fáum verðmæt- ari við þegar trén verða felld eftir nokkra áratugi,“ segir Gísli Karel sem sendi Skessuhorni þessa mynd til birtingar. mm Auðlindin í Daníelslundi Freysteinn Jóhannsson blaðamað- ur fékk í síðustu viku afhent gull- merki Blaðamannafélags Íslands, en þau hljóta blaðamenn sem starf- að hafa í fjóra áratugi við greinina. Það var Hjálmar Jónsson formað- ur BÍ sem gerði sér ferð á Akranes, þar sem Freysteinn býr, og afhenti honum merkið. Hópur blaðamanna fékk gullmerkið afhent við hátíðlega athöfn fyrr í mánuðinum, en Frey- steinn átti ekki heimangengt. Auk Freysteins voru eftirtaldir blaða- menn sæmdir gullmerkinu: Sig- tryggur Sigtryggsson, Gunnar V. Andrésson, Sigurdór Sigurdórsson, Sigmundur Ó. Steinarsson, Þröst- ur Haraldsson, Arnór G. Ragnars- son, Árni Jörgensen og Ágúst Ingi Jónsson. Þar sem þeir félagar Freysteinn og Hjálmar eru fyrrum samstarfsmenn á Morgunblaðinu þótti Hjálmari upplagt að heimsækja félaga sinn upp á Akranes. Freysteinn starfaði við blaðamennsku í meira en fjóra áratugi. Lengst var hann á Morg- unblaðinu sem fréttastjóri en átti einnig viðdvöl á Alþýðublaðinu og Tímanum. Á Morgunblaðinu stýrði hann innlendum fréttum en menn í slíkum stöðum verða vel kunnug- ir landinu og íbúum þess. Ritstjóri Skessuhorns var viðstaddur þessa litlu og látlausu athöfn og þáði kaffi- veitingar með þessum herramönn- um en Freysteinn dvelur nú á dval- ar- og hjúkrunarheimlinu Höfða. Við kaffiborðið var ýmislegt rifjað upp frá löngum og farsælum blaða- mannsferli Freysteins Jóhannsson- ar. mm Fékk gullmerki Blaðamannafélags Íslands Hjálmar Jónsson formaður BÍ afhenti Freysteini gullmerkið ásamt blómvendi og innrömmuðu skjali. Eftir að Rauði krossinn beitti sér fyrir námskeiði á Akranesi fyr- ir sjálfboðaliða í neyðarvörnum barst Verkalýðsfélagi Akraness ábending um að bæinn vantaði svokallaða neyðarvarnakerru eða fjöldahjálparkerru. Frá þessu var sagt á heimasíðu VLFA í síðustu viku. Svona kerrur innihalda með- al annars 30 hermannabedda, 60 teppi, neyðarmat, skriffæri, merk- ingar, ljósavél og annan búnað sem nauðsynlegur er til að hægt sé að setja upp fjöldahjálparstöð fyrir 30 manns í einn sólarhring. Getur slíkt skipt sköpum ef kem- ur til rýmingar, hópslysa, náttúru- hamfara eða annarra stóráfalla. Kostar kerran eina og hálfa millj- ón króna. Eftir að ábendingin barst ákvað stjórn verkalýðsfélagsins að styrkja söfnunina um 200 þúsund krón- ur en einnig var ákveðið að leita aðstoðar við söfnunina. Sendi Vilhjálmur Birgisson formað- ur félagsins stjórnendum Elkem, Norðuráls, HB Granda, Faxa- flóahafna auk Akraneskaupstað- ar erindi og óskaði eftir að þessu samfélagsverkefni yrði lagt lið. „Það er skemmst frá því að segja að það tók þessa aðila ekki lang- an tíma að svara kalli Verkalýðs- félags Akraness um að leggja þessu brýna verkefni lið og voru allir til- búnir til að leggja í púkkið til að hægt væri að kaupa þessa neyð- arvarnakerru. Þessu til viðbótar hafði Slysavarnardeildin Líf sam- band og óskaði einnig eftir að fá að styrkja þetta verkefni,“ segir Vilhjálmur Birgisson. Kerran hefur þegar verið pönt- uð frá Þýskalandi og er væntanleg til afhendingar hjá Rauða krossin- um á Akranesi á vormánuðum, en endanleg dagsetning hefur ekki verið gefin út enn. „Það er afar ánægjulegt hversu vel gekk að fjár- magna þetta verkefni og þetta sýn- ir svo ekki verður um villst hversu mikilvægt það er fyrir hvert sveit- arfélag að hafa öflug fyrirtæki inn- an sinna vébanda sem eru tilbúin til að leggja brýnum samfélagsleg- um verkefnum lið þegar eftir því er leitað,“ segir Vilhjálmur. „Fé- lagið vill ítreka þakklæti sitt til þeirra sem lögðu þessu málefni lið því það er hverju sveitarfélagi mikilvægt að hafa góða almanna- varnaumgjörð því alltaf getum við átt von á því að einhverjar ham- farir eða slys eigi sér stað þar sem grípa þarf til slíks neyðarbúnaðar eins og verður í umræddri neyðar- varnakerru.“ kgk Söfnun VLFA fyrir neyðarvarnakerru bar skjótan árangur Neyðarvarnakerrur láta ekki mikið yfir sér en innihalda allan búnað sem nauðsynlegur er til að setja upp fjöldahjálparstöð í einn sólarhring. Á myndinni má sjá ofan í sambærilega kerru sem afhent var í Borgarnesi 11. febrúar síðastliðinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.