Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201614 Gunnlaugur Smárason er meist- aranemi í kennslufræðum og hef- ur kennt stærðfræði við Grunn- skólann í Stykkishólmi um nokk- urra ára skeið. Hann hefur í vet- ur nýtt tölvuleikinn Minecraft við stærðfræðikennslu og vinnur nú að verkefnabók upp úr tölvuleikn- um. „Ég er með upplýsingatækni og -miðlun sem aðalfag í meist- aranáminu mínu. Hugmyndin að verkefnabókinni kviknaði í stað- lotu í náminu, þar sem fjarnemar hittast, spjalla saman, deila hug- myndum og fleira slíkt. Þar kvaðst einn hafa séð að Minecraft væri víða erlendis notaður til kennslu,“ segir Gunnlaugur. „Mér datt í hug að sækja leikinn, bara kíkja á hann og athuga hvort það væri eitthvað vit í þessu,“ bætir hann við. Gunn- laugur segist hafa farið að skoða leikinn og strax orðið ljóst að hann byði upp á ýmsa möguleika sem myndu nýtast til kennslu í stærð- fræði. Hann hafi búið til og lagt fyrir nemendur sína flatarmáls- og rúmmálsverkefni en einnig verk- efni í tölfræði. „Ég hef verið að nota leikinn í minni kennslu síðan í nóvember. Krakkarnir elska Mi- necraft og vilja eyða tíma í honum. Af hverju ekki að nýta það til að gera eitthvað skemmtilegt í stærð- fræðitímum,“ spyr Gunnlaugur. Ekki síður áskorun fyrir kennara En hvernig tölvuleikur er Minec- raft? „Þetta er leikur þar sem spil- ararnir skapa, það er það fyrsta sem maður kynnist. En síðan þeg- ar komið er lengra inn í leikinn þá snýst hann einfaldlega um að lifa af, rækta og veiða eigin mat og fleira slíkt,“ segir Gunnlaugur og bætir því við að í raun sé hægt að gera allt í leiknum. „Nokkrir nemend- ur mínir eru að búa til geimflaugar í Minecraft,“ segir hann. „Eftir að krakkarnir eru komnir inn í leik- inn er í raun bara ímyndunaraflið sem ræður för. Það er einmitt eitt- hvað sem við eigum að reyna að efla hjá nemendum, ekki endilega að kenna þeim að setja dæmi „rétt“ upp heldur hvetja þá til að leita að lausna eftir eigin leiðum.“ Bókin inniheldur 17 verk- efni auk hugmynda að því hvern- ig stækka má þau og er fyrst og fremst ætluð kennurum. „Bókin er hugsuð sem hugmyndabanki af verkefnum sem kennarar geta nýtt sér til þess að gera kennsluna fjöl- breyttari. Þetta er ekki síður fyr- ir kennara en nemendur og þar er áskorunin – að gera eitthvað öðru- vísi sem brýtur upp kennsluna og nýtist þeim sem eiga erfitt með að læra á bókina,“ segir Gunnlaugur. Hann kveðst hafa prófað að nota leikinn við kennslu bæði sérnem- enda sem eiga erfitt með að hefð- bundið bóknám og í heilum bekkj- um. „Öllum finnst þetta skemmti- leg tilbreyting og eru hrifnir af þessu. Það er beðið eftir öllum Minecraft-tímum sem settir eru á dagatalið,“ segir hann ánægður. Verkfæri til að brjóta upp kennsluna Auk Gunnlaugs vinnur að verk- efnabókinni Steinunn Alva Lárus- dóttir, unnusta hans sem einnig er í meistaranámi í kennslufræðum. Hún sér um alla uppsetningu bók- arinnar auk fræðilegra heimilda. Gunnlaugur kveðst vona að hann fái að nýta gerð bókarinnar sem lokaverkefni en hyggst einnig sækja um styrk henni tengdri í sprota- sjóð. Vonast hann til að fá styrk til að geta haldið opinni heima- síðu þannig að kennarar geti deilt hugmyndum og reynslu sinni af bókinni. Hann hefur þegar kynnt verkefnið nokkrum kollegum sín- um, meðal annars í tengslum við Menntabúðir Vesturlands. „Kenn- arar hafa almennt verið áhuga- samir um verkefnið og nokkrir eru farnir að prófa þetta við sína kennslu. Þó hafa fæstir látið vaða og stokkið á vagninn enn, eins og gengur og gerist,“ segir hann. Aðspurður hvort kennsla með tölvuleikjum sé það sem koma skal telur Gunnlaugur að kennsla muni aldrei fara fram eingöngu með þeim hætti. „Ég held að þetta muni aldrei koma í staðinn fyrir bækur og hefðbundnari kennslu- aðferðir. En þetta er auka verkfæri í verkfæratöskuna og getur hjálp- að okkur að brjóta upp kennsluna. Það er um að gera að hafa nám- ið sem fjölbreyttast,“ segir Gunn- laugur að lokum. kgk Kennari í Stykkishólmi vinnur að verkefnabók í tölvuleiknum Minecraft Gunnlaugur Smárason. Tölfræðidæmi þar sem nemendur bjuggu til súlurit út frá fjölda kubba í veggnum til hliðar. Úr frjálsu verkefni nemenda. Forsíða bókarinnar. Á næstu dögum verða haldnir fundir víða um Vesturland þar sem íbúum er boðið að taka þátt og hafa mótandi áhrif á gerð Menningarstefnu Vesturlands með þátttöku í vinnuhópum á fundunum. Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum: Mánudagur 7. mars kl.17.30 Félagsheimilið Grundarfirði Þriðjudagur 8. mars kl.17.30 Leifsbúð Búðardal Fimmtudagur 10. mars kl.17.30 Heiðarskóli Hvalfjarðarsveit Mánudagur 14. mars kl.17.30 Garðakaffi Akranesi Miðvikudagur 16 mars kl.17.30 Bjarnarbraut 8 Borgarnesi Við hvetjum íbúa á Vesturlandi til að mæta og leggja sitt af mörkum til að móta skýra stefnu sem verður leiðarljós fyrir öflugt menningarstarf og samstarf sveitarfélaga um menn- ingarmál á Vesturlandi. Allir velkomnir Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi S K E S S U H O R N 2 01 6 Menningarstefna Vesturlands Viltu taka þátt í að móta Menningarstefnu Vesturlands ? Aðalfundur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 6 Aðalfundur Kaupféla s Borgfirði ga verður haldinn að Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 15. mars 2016 og hefst kl. 20:30 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál. Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Borgarnesi, 2. mars 2016 Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga. CLARVISTA STURTUGLER FYRIR VANDLÁTA Allt í gleri ÚTI OG INNI M ynd: Josefine Unterhauser

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.