Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2016 15 Borgarbyggð auglýsir eftir öflugum leiðtoga Sveitarstjóri Starfssvið • Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana sveitarstjórnar • Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins og mannauðsmálum • Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf á fundum sveitarstjórnar og byggðarráðs • Sveitarstjóri gætir hagsmuna sveitarfélagsins út á við og annast samskipti við íbúa, stofnanir, samtök og fyrirtæki Hæfniskröfur • Leiðtogahæfni, frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum • Þekking og farsæl reynsla af stjórnun, mannauðsmálum, stefnumótun og rekstri • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga er æskileg • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum • Hæfni í framsetningu á efni í ræðu og riti • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur Upplýsingar veita: Katrín S. Óladóttir katrin@hagvangur.is Leifur Geir Hafsteinsson leifur@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is Umsóknarfrestur er til og með 7. mars nk. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Tekið skal fram að Borgarbyggð áskilur sér rétt til að birta lista yfir umsækjendur opinberlega að umsóknarfresti liðnum. SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Borgarbyggð auglýsir lausa til umsóknar stöðu sveitarstjóra. · Borgarbyggð er landstórt sveitarfélag. Íbúar eru rúmlega 3.600. Einkunnarorð sveitarfélagsins eru: Menntun, saga, menning. · Borgarbyggð er fjölkjarna sveitarfélag þar sem þéttbýliskjarnarnir eru Borgarnes, Hvanneyri, Bifröst, Kleppjárnsreykir, Varmaland og Reykholt. · Í Borgarbyggð er öflugt skólasamfélag og þar eru 5 leikskólar, tveir grunnskólar, menntaskóli og tveir háskólar. · Sveitarfélagið er stór vinnustaður með um 300 starfsmenn. · Margir sögufrægir staðir eru í héraðinu sem er rómað fyrir náttúrufegurð. Nánari upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á heimasíðunni www.borgarbyggd.is Þjóðgarðsvörður í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli Umhverfisstofnun auglýsir starf þjóðgarðsvarðar í Þjóðgarðinum Snæfellsjökli laust til umsóknar. Rekstrarsvæði þjóðgarðsins nær frá Brimnesi í norðri austur fyrir Háahraun í suðri. Skrifstofa þjóð- garðsvarðar er á Hellissandi en gestastofa sunnan jökuls verður á Malarrifi og er gert ráð fyrir að þjóð- garðsvörður geti starfað á báðum stöðum. Þjóðgarðsvörður annast daglegan rekstur og umsjón þjóðgarðsins og annarra verndarsvæða á Vesturlandi. Þá hefur hann umsjón með land- vörslu í þjóðgarðinum og á verndar- svæðum á Vesturlandi og skipulegg- ur störf landvarða. Leitað er að starfsmanni með afburðar góða samskipta hæfi leika, reynslu og þekkingu á rekstri og manna forráðum auk þekkingar á náttúrufræði eða umhverfisfræði. Náttúra þjóðgarðsins er einstök og er eitt helsta hlutverk starfsmannsins að varðveita náttúru svæðisins í sam- vinnu við hlutaðeigandi aðila. Ítarlegri upplýsingar um starfið og hæfniskröfur til þess er að finna á starfatorg.is og umhverfisstofnun.is/ storf_i_bodi/ Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2016. Umsóknir skulu sendar til Umhverfisstofnun- ar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík eða á netfangið ust@ust.is Akureyri - Egilsstaðir - Hella - Ísaörður Mývatn - Patreksörður - Reykjavík Snæfellsnes - Vestmannaeyjar                      Þjónusturáð Vesturlands auglýs- ir eftir umsóknum um styrki vegna náms og verkfæra- eða tækjakaupa. Styrkirnir eru ætlaðir fólki sem glímir við fötlum. Námsstyrkjunum er ætlað að auðvelda umsækjend- um að verða sér úti um þekkingu, færni og reynslu og þar með stuðla að auknum möguleikum þeirra til virkrar þátttöku í samfélaginu. Styrkjum til tækjakaupa er ætlað að auðvelda fólki með fötlun að skapa sér heimavinnu eða sjálfstæða at- vinnustarfsemi í kjölfar endurhæf- ingar. Allir sem glíma við andlega eða líkamlega fötlun og þarfnast sérstaks stuðnings þess vegna geta sótt um styrk að uppfylltum eftir- töldum skilyrðum. Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri, eiga lögheimili á starfssvæði Þjónustur- áðs Vesturlands og búa við varan- lega örorku. Umsóknir skulu vera skriflegar og berast til félagsþjónustu Akranes- kaupstaðar, félagsþjónustu Borgar- byggðar eða Félags- og skólaþjón- ustu Snæfellinga fyrir mánudag- inn 21. mars næstkomandi. Öflun gagna og upplýsinga við mat á um- sóknum verður unnin í samræmi við umsækjendur. Vel að merkja getur umsækjandi veitt þriðja aðila skriflegt umboð til að sækja um fyr- ir sína hönd. kgk Auglýst eftir styrkumsóknum fólks með fötlun Á hlaupársdag var hafist handa við að grafa prufuholur á lóðunum númer 57 - 59 við Borgarbraut í Borgarnesi. Er það gert til að kanna jarðvegsaðstæður áður en byrjað verður að byggja stórhýsi sem fyr- irhugað er að verði reist á lóðinni. þg Grafa prufuholur á vænt- anlegum byggingarstað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.