Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 20162 Það er mikið um að vera í menningunni á Vesturlandi um þessar mundir og leikverk áberandi. Sagt er frá fjórum leiksýningum í Skessuhorni vikunnar sem ýmist standa yfir eða eru framundan á Vesturlandi. Á morgun, fimmtudag, spáir austlægri eða breytilegri átt, 3-8 m/s en 8-13 syðst á land- inu. Víða verður bjartviðri en skýjað og él við suður- og suðausturströndina. Hæg- ari vindur og þurrt seinni part dags. Frost 0-10 stig. Vestlæg átt, 3-10 m/s á föstudag. Skýjað með köflum á Norður- og Vestur- landi en annars úrkomulítið. Hlýnar heldur, einkum á Vesturlandi. Suðlæg átt 3-10 m/s á laugardag. Léttskýjað norðaustanlands en annars skýjað með köflum. Þykknar upp með slyddu og síðar rigningu vestan til um kvöldið. Frost 0-7 stig en hlánar vestanlands. Á sunnudag er útlit fyrir vestlæga átt og él vestanlands en suðlægari átt með slyddu eða snjókomu um landið austanvert. Hiti um og undir frostmarki. Vestlæg eða breyti- leg átt á mánudag og víða bjartviðri. Hiti breytist lítið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvað þykir þér best að setja út á hafra- grautinn?“ „Set ekkert út á hann“ sögðu flestir, 15,82% en 13,49% strá sykri yfir. „Salt“ sögðu 10,04%, „kanil og sykur“ sögðu 9,63% en 9,13% „bara kanil“. 8,01% svöruðu „lýsi“, 7,71% „hnetusmjör“ og „sýróp“ hlaut 6,49% atkvæða. „Annað“ sögðu 8,72%. Í næstu viku er spurt: Hve mörgum klukkustundum á dag eyðir þú á samfélagsmiðlum? Gunnar Svanlaugsson lætur á vormánuð- um af störfum sem skólastjóri Grunnskól- ans í Stykkishólmi. Hann hefur starfað við kennslu á Vesturlandi undanfarin 40 ár og leiðbeint mörgum Vestlendingnum, fyrst í Héraðsskólanum í Reykholti og svo í Stykk- ishólmi. Gunnar er Vestlendingur vikunnar að þessu sinni. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Níu óhöpp í umferðinni VESTURLAND: Alls urðu níu umferðaróhöpp í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi í liðinni viku. Þar af eitt alvar- legt umferðarslys, bílvelta á Skógarströnd, þar sem sex ít- alskir ferðamenn veltu bíla- leigubíl sínum. Þrennt var flutt með þyrlu á sjúkrahús til Reykjavíkur. Tvennt reyndist lítið meitt en sú þriðja, kona, slasaðist mikið en er þó ekki í lífshættu og er ekki lengur á gjörgæslu. Um minnihátt- ar óhöpp var að ræða í flest- um öðrum tilvikum. Í einu óhappinu er talið að öku- maðurinn hafi sofnað undir stýri með þeim afleiðingum að bíllinn hafnaði á umferð- armerki. Ökumaðurinn slapp án meiðsla enda með öryggis- beltið spennt. Einn ökumað- ur var tekinn í vikunni sem leið grunaður um að hafa ekið undir áhrifum lyfja. -mm Fimmta hver króna í hagnað HB GRANDI: HB Grandi hefur birt niðurstöðu árs- reiknings fyrir 2015. Reikn- ingurinn er gerður upp í evr- um, en umreiknað á meðal- gengi síðasta árs voru rekstr- artekjur 32,9 milljarðar króna, ebitda frá rekstri 7,9 milljarðar og hagnaður eftir fjármagns- liði 6,5 milljarðar króna. Þetta jafngildir 19,75% nettóhagn- aði af rekstri. Eignir fyrirtæk- isins voru samkvæmt efna- hagsreikningi 55,7 milljarð- ar króna á lokagengi síðasta árs, skuldir 21,1 milljarður og eigið fé því 34,6 milljarð- ar króna. Aðalfundur félags- ins verður haldinn 1. apríl. Stjórn HB Granda leggur til að á árinu 2016 verði greidd- ur úr arður sem nemur 3.083 milljónum króna. HB Grandi hf. gerði út níu fiskiskip í árs- lok. Á árinu var lokið við smíði tveggja uppsjávarskipa, Ven- usar og Víkings. Þá fer smíði þriggja ísfisktogara nú fram í Tyrklandi, en gert er ráð fyr- ir að fyrsta skipið verði afhent næsta haust. Árið 2015 var afli skipa félagsins 48 þúsund tonn af botnfiski og 128 þús- und tonn af uppsjávarfiski. -mm Lítið atvinnuleysi LANDIÐ: Samkvæmt Vinnu- markaðsrannsókn Hagstofu Ís- lands voru að jafnaði 192.500 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í janúar 2016, sem jafngildir 81,7% at- vinnuþátttöku. Af þeim voru 187.200 starfandi og 5.400 án vinnu og í atvinnuleit. Hlut- fall starfandi af mannfjölda var 79,5% og hlutfall atvinnu- lausra af vinnuafli var 2,8%. Samanburður mælinga í janú- ar 2015 og 2016 sýnir að það fjölgaði í hópi vinnandi fólks um 7.700 einstaklinga. Fjöldi starfandi jókst um 10.400 og hlutfallið af mannfjölda um 2,8 prósentustig. Atvinnulaus- um fækkaði um 2.600 manns. –mm STYÐJUM FRAMLEIÐSLU Á VESTURLANDI OPIÐ DAGLEGA 12-17 Ljómalind Sveitamarkaður, Brúartorgi 4, Borgarnesi. Sími 437-1400. Netfang: ljomalind@ljomalind.is Háskóladagurinn verður með kynn- ingar í Fjölbrautaskóla Vestur- lands og Fjölbrautaskóla Snæfell- inga þriðjudaginn 8. mars nk. Allir háskólar landsins kynna þar náms- leiðir sínar, sem eru yfir 500 talsins, og námsráðgjafar verða á staðnum. Kynningin á Akranesi verður kl. 10 - 11:30 og í Grundarfirði sama dag kl. 14 - 15:30. „Það er ekki á hverjum degi sem allir háskólar landsins mæta í FVA og FSN til að kynna allt háskóla- nám á Íslandi,“ segir Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, verkefnastjóri Há- skóladagsins um kynningar Háskóla- dagsins á Vesturlandi þann 8. mars. „Það verður bara brunað á milli skól- anna því við viljum hitta sem flesta sem hafa áhuga á háskólanámi,“ seg- ir hún jafnframt. Allir háskólar á Ís- landi standa í sameiningu fyrir Há- skóladeginum sem fer fram í Reykja- vík laugardaginn 5. mars frá kl. 12 til 16. Eftir þann dag halda háskólarn- ir í ferð um landið til að kynna þær námsleiðir sem háskólarnir bjóða upp á. „Þetta er einstakt tækifæri fyr- ir þá sem ætla að hefja háskólanám næsta haust eða vilja skoða hvaða möguleikar eru í boði,“ segir Hall- fríður og bætir við að allir séu vel- komnir. Háskóli Íslands, Háskólinn á Ak- ureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskól- inn á Hólum, Háskólinn í Reykja- vík, Landbúnaðarháskóli Íslands og Listaháskóli Íslands kynna náms- framboð sitt, á grunn- og framhalds- stigi. Háskóladagurinn veitir fram- tíðarnemendum tækifæri til þess að hitta námsráðgjafa, kennara, starfs- menn og nemendur háskólanna svo þeir geti tekið upplýsta ákvörðun um námsval. „Við hvetjum fólk á öllum aldri til þess að mæta hvort sem þeir eru að útskrifast úr framhaldsskóla eða vilja bæta við sig meistaranámi. Það er margt í boði í þessum sjö há- skólum landsins og vert að kynna sér fjölbreytileikann sem ríkir innan veggja háskólanna,” segir Hallfríður. mm Háskóladagurinn heimsækir Vesturland næsta þriðjudag Karl Garðars- son alþingismað- ur hefur ákveðið að leggja fram allt að tíu mál í þingi á næstu mánuð- um, sem öll tengj- ast baráttunni gegn kennitölu- flakki. Um er að ræða lagafrum- vörp og þingsályktunartillögur. „Nokkrir þingmenn hafa bent á að kennitöluflakk verði ekki alfar- ið stöðvað með frumvarpinu sem lagt var fram í síðustu viku. Það er rétt, enda var það hugsað sem fyrst skref í baráttunni gegn þeirri óværu sem kennitöluflakkið er. Það mun gera hinum seku erfiðara fyr- ir, en þeir munu finna aðrar gluf- ur,“ segir Karl. Þá nefnir hann að einnig hafi verið kvartað undan því að kennitölufrumvarpið sé íþyngj- andi. „Þannig er fullyrt að hugsan- lega munum við missa af næsta Bill Gates á meðal vor, ef menn fá ekki að setja nokkur fyrirtæki á hausinn, með tilheyrandi kostnaði fyrir þjóð- félagið, áður en þeir slá í gegn. Rétt er að benda á og ítreka að frum- varpið gerir einungis ráð fyrir að menn taki pásu eftir tvö gjaldþrot á þremur árum. Kannski geta þeir þá unnið betur að viðskiptaáætlunum sínum. Er það ósanngjörn krafa,“ spyr Karl Hann segir það undarlega hug- myndafræði að líta á kennitölu- flakk, tollalagabrot eða skattsvik sem saklausan hlut. „Kostnað- ur þjóðfélagsins nemur allt að 100 milljörðum króna á ári. Ríkið tap- ar, starfsmenn tapa, birgjar tapa o.s.fv. Oft leiðir þetta til keðjuverk- andi gjaldþrota. Þingmálin tíu eru lögð fram til að koma skikki á þessa hluti. Verða þau íþyngjandi? Já, ef- laust mörg þeirra. En umferðar- lögin eru líka íþyngjandi, ef menn vilja taka slíka umræðu,“ segir Karl Garðarsson. mm Tugur þingmála væntanlegur um kennitöluflakk Hafin er vinna við mótun Menning- arstefnu Vesturlands, en hún er unn- in á vegum Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er liður í Sóknar- áætlun. Að sögn Páls Brynjarssonar, framkvæmdastjóra SSV, hefur stað- ið til í nokkurn tíma að móta sér- staka menningarstefnu fyrir Vestur- land líkt og gert hefur verið í öðrum landshlutum á undanförnum árum. „Menningarstefna Vesturlands er fyrst og fremst hugsuð sem ákveð- ið leiðarljós fyrir Uppbyggingarsjóð varðandi úthlutun styrkja til menn- ingarverkefna í landshlutanum, en einnig sem leiðarljós fyrir samstarf sveitarfélaga á Vesturlandi á sviði menningarmála,“ segir Páll. Markmiðið er að finna sameigin- legar áherslur í heildstæðri menn- ingarstefnu fyrir landshlutann og kveðst Páll vona að sveitarfélög geti nýtt sér stefnuna til að vinna sína eig- in. Hann telur að mótun heildstæðr- ar stefnu í menningarmálum geti veitt menningu á Vesturlandi ákveð- inn styrk. „Hér hefur margt jákvætt gerst á undanförnum árum og öflug fyrirtæki orðið til í þessum skapandi greinum. Við þurfum ekki að líta lengra en til Frystiklefans í Rifi og Landnámssetursins í Borgarnesi. Þar blómstrar menning og hefur skap- að fjölda starfa, svo ég nefni bara tvö dæmi af fjölmörgum,“ segir Páll. Fulltrúar SSV ferðast á næstunni um Vesturland og kynna verkefnið á opnum fundum. Þar gefst íbúum landshlutans kostur á að taka þátt í og hafa mótandi áhrif á gerð stefn- unnar með þátttöku í vinnuhópum á fundunum. Fyrsti fundurinn verður 7. mars í Samkomuhúsinu í Grund- arfirði, annar 8. mars í Leifsbúð í Búðardal, þriðji 10. mars í Heiðar- skóla í Hvalfjarðarsveit, fjórði 14. mars í Garðakaffi á Akranesi og síð- asti fundurinn verður haldinn 16. mars að Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi. Allir fundirnir hefjast kl. 17:30. kgk Íbúar geta mótað menningarstefnu Vesturlands Foreldraráð leikskólans Vallarsels á Akranesi sendi bæjarráði Akranes- kaupstaðar nýverið bréf þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum af ástandi leikskólalóðarinnar. Í bréf- inu segir að lengi hafi vatnssöfn- un verið til vandræða í garðinum við skólann og margoft hafi ver- ið kvartað til yfirvalda vegna máls- ins. „Nú er svo komið að garður- inn er oft nánast ófær og ekki hægt að senda börnin út til að leika sér. Þó svo að auðvitað sé fullt eftirlit þá má ekki mikið út af bregða svo úr geti orðið stórslys. Vatnsdýpt- in þarf ekki að vera nema 5 cm svo að úr geti orðið slys ef barn dettur ofan í,“ segir orðrétt í bréfinu. Þá kemur einnig fram að slökkviliðs- stjóri hafi komið þó nokkrum sinn- um til að dæla upp vatni úr pollum og að hann hafi áætlað að vatns- dýptin í stærsta pollinum væri 40 - 50 cm þegar mest var. „Að auki má benda á það að utan leikskóla- tíma er garðurinn opinn almenn- ingi og oft eru þar börn að leik án þess að eftirlit sé haft með þeim,“ segir jafnframt í bréfinu. Að sögn Brynhildar Bjargar Jóns- dóttur, leikskólastjóra á Vallarseli, hefur Akraneskaupstaður svarað er- indinu og hyggst laga garðinn um leið og aðstæður leyfa. „Við höf- um ekki fengið neitt annað en góð- ar fréttir og vorum reyndar búin að fá þær góðu fréttir nánast á sama tíma og bréfið var sent. Málið er allt í mjög góðum farvegi og ég hef fulla trú á að það verði staðið við það svar sem við fengum, að það verði brugðist við um leið og fer að vora og hægt verður að laga garð- inn,“ segir Brynhildur Björg. grþ Vatnssöfnun á leikskólalóð talin skapa hættu Djúpir pollar myndast í garðinum við leikskólann Vallarsel. Til stendur að lóðin verði lagfærð með vorinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.