Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2016 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. 74 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Táknmynd.“ Vinningshafi er: Þóra S Einarsdóttir, Hamravík 6, 310 Borgarnesi. mm Máls- háttur Kvörn Slórar Tengi Blaut Hakan Munda Sjá eftir Hvíldir Um Valt Stólpi Mynd Ögn Mótar Ekra Væl Lærðu Læti Ólíkir Spil Ái Próf Riðar Tvíhlj. Hviða Meiður Verk- færi Baldin 6 Móðg- aðist Fæða 4 Goð Afar Fróð 100 Kvakar Bein Kækur Rót Reimin Þreyta Kústur Báran Litað Menn Óvættur 1 Hlýja Risa Drasl 10 Álit Þrot 8 Bætt Gjöf Hetjur Feikn Koss Heill 2 Tala Stærsti Vont Samhlj. Blóm Óleyfi Farvi Senn Skipar Glöð Lét fara Hroka- full Stærð Flínk Snúið reipi Trjóna Rugl Ösla Alltaf Núna Púkar Listi Tvíhlj. Hestur Tvíhlj. Sam- tenging Til Barði Sérhlj. Féll Virði Reykir 7 Bara Spurn 5 Togaði Kopar Þekkt Sjór Kunni Flan Fikta Gort 9 Tvíhlj. Vild Óð Mynni Mun Á fæti 3 Hlífa Fé Röð Samið Sá 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Í tilefni alþjóða dags kvenna 8. mars nk. mun Ugla Zontaklúbbur Borgarfjarðar kynna starf sitt þann dag á torginu Smiðjuvöllum 32 á Akranesi og á Hyrnutorgi í Borg- arnesi. „Víða um heim er haldið upp á alþjóða dag kvenna þennan dag. Sameinuðu þjóðirnar héldu í fyrsta skipti upp á daginn 1975, en það ár var alþjóðlegt ár kvenna. Undanfarin 40 ár hefur margt breyst varðandi stöðu kvenna og dagurinn hefur öðlast nýjar vídd- ir fyrir konur í heiminum. Fjórar alþjóðlegar ráðstefnur um málefni kvenna hafa verið haldnar af Sam- einuðu þjóðunum og kvennahreyf- ingin hefur eflst samhliða. Á al- þjóða degi kvenna er mikilvægt að minnast þeirra alþýðu kvenna sem höfðu kjark og sannfæringu til að leika lykilhlutverk í þróun þeirra samfélaga. Baráttunni fyrir bættri stöðu kvenna í heiminum þarf að halda áfram,“ segir í tilkynningu frá Uglu Zontaklúbbi Borgarfjarð- ar. Ugluklúbburinn sem var stofn- aður í árslok 2011 hefur hingað til styrkt innlend verkefni, en á hverju ári gefur klúbburinn hvatningar- verðlaun til stúlkna eða kvenna sem hafa sýnt miklar persónuleg- ar framfarir í námi, góða ástundun og útskrifast úr framhaldsskólum á Vesturlandi. Eins hafa Uglur styrkt Stígamót með fjárframlagi og gefið saumavél til BISER sem eru sam- tök í Bosníu sem styðja flóttakonur og börn þeirra til betra lífs. Ugluklúbburinn styrkti í ár í fyrsta sinn alþjóðasamstarf Zonta International með 2.500 dollarum eða um 330.000 króna styrk. Styrk- urinn skiptist milli þriggja verk- efna, Fistula verkefnið í Líberíu en það verkefni snýst um læknisað- stoð til kvenna í kjölfar barnsburð- ar, HIV verkefnið í Rúanda sem stuðlar að því að hindra alnæmis- smit milli móður og barns og hef- ur gengið svo vel að vonir standa til um HIV lausan árgang barna í Rú- anda. Og loks nýtt verkefni Zonta International og sem snýr að bætt- um samskiptum kynjanna í skólum í Víetnam til að vinna gegn ofbeldi stúlkna og kvenna en heimilisof- beldi er viðurkennt vandamál í Ví- etnam þar sem 58% giftra kvenna hafa liðið fyrir það svo vitað sé. „Margt smátt gerir eitt stórt segir máltækið og Uglukonur eru stolt- ar af því að hafa getað lagt eitthvað af mörkum til þessara stóru verk- efna sem öll stuðla að bættum hag kvenna. Ugluklúbburinn er opinn fyrir nýjum félagum. Áhugasam- ir hafi samband við Ullu R. Peder- sen, formanni klúbbsins. Lesa má um Zonta á Íslandi á www.zonta. is“ mm Zontaklúbbur kynnir starf sitt á alþjóða degi kvenna Þriðju Menntabúðir Vesturlands voru haldnar í Grunnskóla Stykk- ishólms í gær. Eins og Skessuhorn hefur áður greint frá er Mennta- búðum ætlað að vera umræðuvett- vangur grunnskólakennara, þar sem þeir geta komið saman deilt hugmyndum sínum og sagt frá reynslu sinni. Kennarar af Snæ- fellsnesi voru áberandi í kynning- um að þessu sinni, enda þar unnið að mörgum spennandi skólaþró- unarverkefnum. Í kynningu á Menntabúðum í gær var fjallað um innleiðingu Office 365 í Heiðar- skóla og hvernig nemendur á mið- stigi nýta sér skýjalausnir Micro- soft hugbúnaðarins. Einnig var til umfjöllunar Osmo, sem er marg- verðlaunað leikja- og kennslutæki fyrir iPad og Mystery Skype, þar sem grunnskólabörn eiga sam- tal við önnur börn um allan heim. Er það leikur sem nýtist vel í sam- félagsfræðikennslu. Fjallað var um byrjendalæsi og áhugasviðsverkefni 9. bekkjar nemenda í Stykkishólmi í ensku. Þá fjallaði Gunnlaugur Smára- son um tölvuleikinn Minecraft og hvernig hann nýtist til kennslu, en hann vinnur þessa að verkefna- bók upp úr leiknum og mun kynna hana á Menntabúðum. kgk Menntabúðir Vesturlands voru nú haldnar í Stykkishólmi Tæplega 60 kennarar komu saman og deildu með sér hugmyndum á Mennta- búðum Vesturlands sem haldnar voru í Heiðarskóla í haust. Fjölbrautaskóli Vesturlands stóð fyr- ir stærðfræðikeppni fyrir efstu bekki grunnskóla á Vesturlandi í átjánda sinn síðastliðinn föstudag. Fyrsta keppnin af þessu tagi var haldin í FVA 1998 og hefur hún verið hald- in árlega síðan. Að þessu sinni voru keppnisgögn búin til af Garðari Norðdahl stærðfræðikennara í FVA og var keppnin með nokkuð öðru sniðið en vanalega. Hefðbundin verkefni voru úr kennslubókum og sum dæmin ansi þung. Keppendur máttu hvorki notast við vasareikni eða síma í keppninni. Allir keppend- ur þurftu að glíma við dæmin í að minnsta kosti hálftíma en keppnin í heild tók eina og hálfa klukkustund. Alls skráðu rúmlega 150 nemendur sig til leiks og koma þeir frá grunn- skólum á Akranesi í suðri allt norður til Hólmavíkur í norðri. Nemendur úr FVA sátu yfir í keppninni og voru keppendum innan handar þegar þurfti. Þegar úrslit liggja fyrir verð- ur tíu hæstu nemendum úr hverj- um árgangi boðið að koma aftur og munu þá fá viðurkenningarskjöl fyr- ir góðan árangur. Að auki verða veitt verðlaun fyrir þrjár bestu lausnirnar úr hverjum árgangi fyrir sig. grþ Grunnskólanemar af Vesturlandi kepptu í stærðfræði Laugardaginn 5. mars næstkomandi klukkan 13.00 verður opnuð sýningin „Ástkæra Borgarnes – Beloved Borg- arnes“ í Safnahúsinu í Borgarnesi. Það er sýning á verkum Michelle Bird og verður í Hallsteinssal. Þetta er önnur sýning Michelle í Safnahúsi, en hún flutti fyrir nokkru til Íslands og býr í Borgarnesi. Sýningin verður opin til 8. apríl. Í tilkynningu frá Safna- húsi segir: „Í verkum Michelle má sjá hvernig hún sem listamaður upplifir og túlkar mannlíf og umhverfi Borg- arness. Viðfangsefnið er náttúrufeg- urð staðarins og sterk tengsl íbúa við umhverfi sitt. Innsetning er í and- dyri rýmisins. Þess má geta að Mic- helle verður með teiknismiðju fyrir alla aldurshópa tvisvar í viku á með- an á sýningunni stendur, þriðjudaga og fimmtudaga. Vonast er til að skól- ar geti nýtt sér þetta til fræðslu fyrir nemendur um myndlist og vinnuað- ferðir við hana.“ Michelle Bird er fædd í San Franc- isco árið 1965. Hún er ættuð frá Bandaríkjunum og Kína en ólst upp í San Francisco, Hawai og víðar í Kali- forníu. Hingað kom hún frá Sviss þar sem hún hafði vinnustofu síðustu árin. Hún lærði myndlist í Banda- ríkjunum og í Hollandi þar sem hún var búsett um tíma. Þar lærði hún við Rietveld listaháskólann. Michelle Bird hefur sýnt víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hún hefur hald- ið fyrirlestra um myndlist og haldið vinnustofur og auk málaralistarinnar hefur hún lagt stund á listrænt hand- verk. Sýningin verður opin til kl. 16.00 á opnunardaginn og listakonan verð- ur á staðnum. Eftir það verður opið virka dag kl. 13.00 – 18.00 eða eftir samkomulagi. Aðgangur er ókeypis. mm/gj Michell Bird við verk eftir hana. Michelle Bird opnar sýninguna Ástkæra Borgarnes

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.