Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2016 25 Fundur um skógrækt og umhverfi Næsta mánudag, 7. mars kl. 20, heldur Skógræktarfélag Akraness fund í Grundaskóla. Þar mun Jón Guðmundsson garðyrkjufræð- ingur flytja erindi um það hvaða plöntum megi bæta inní skógrækt- arsvæðin auk þeirra sem þar eru núna. Án vafa verður þetta fróð- legt erindi fyrir allt áhugafólk um skógrækt og útivist. Jón er kunn- ur fyrir eplarækt sína við sjóinn á Skaganum, nokkuð sem fáir trúðu að væri mögulegt áður en hann byrjaði á sinni ræktun. Mun al- menningur í framtíðinni geta farið út í skóg og týnt epli, ber, sveppi eða annað nýtilegt? Skógrækt er jú ekki bara til prýði, úr skógum má fá ýmsar afurðir. Við skógrækt- arfólk fáum ókeypis tré frá Land- græðslusjóði samkvæmt sérstökum samningi. Plöntuúrvalið er ekki mikið, fyrst og fremst fljótsprotnar og harðgerðar tegundir sem hafa sannað sig á Íslandi; birki, ösp, fura, greni, lerki, reyniviður og nokkrar víðitegundir. Ýmsar aðr- ar tegundir hafa sannað sig þeg- ar búið er að rækta upp skjól fyrir þær. Skógræktarfélögin þurfa hins vegar að kaupa þau tré sem er of- viða litlum fjárvana félögum. Á fundinum mun Íris Reynis- dóttir garðyrkjustjóri fjalla um skógrækt á Akranesi og við í Skóg- ræktarfélagi Akraness munum fjalla um verkefni félagsins á næstu mánuðum. Loks verður gefinn góður tími í fyrirspurnir og um- ræður. Ég hvet allt áhugafólk um skógrækt og umhverfismál til að mæta á fundinn. Það er nauð- synlegt fyrir okkur skógræktar- fólk sem og bæjaryfirvöld að heyra hvaða skoðanir og hugmyndir fólk hefur um umhverfi sitt. Stækkun skógræktar- svæðisins á Akranesi Á árinu 2016 er fjölmargt á döf- inni hjá Skógræktarfélagi Akra- ness. Auk þess sem við ætlum að gróðursetja rúmlega 11 þúsund tré, álíka fjölda og á síðasta ári, þá sækjum við um stækkun skóg- ræktarsvæðisins í Slögu. Við höf- um sótt um stækkun síðan 2009 en hægt hefur miðað. Svæðið heyrir undir Hvalfjarðarsveit þó það sé í eigu Akraness. Því þarf að sækja um breytingu á skipulagi til fyrr- nefnda sveitarfélagsins. Við höf- um fundið fyrir velvilja hjá báð- um sveitarfélögunum en nú hef- ur komið óvænt bakslag. Sauðfjár- bóndi sem á land að skógræktar- svæðunum hefur gert athugasemd- ir við landamörkin þarna en Akra- neskaupstaður keypti þetta land af Ósi árið 1929. Fyrir venjulegt fólk er óskiljanlegt að nú fyrst sé gerður ágreiningur um þetta en úr þessu verður að greiða áður en við getum hafið skógrækt þarna. Sauðkindin tekur því ansi mik- inn tíma og orku frá okkur skóg- ræktarfólki. Þras um landamörk bætist við eltingarleik við rollur sem herja á okkar skógræktarsvæði mestallt sumarið. Við þurfum að eyða næstum því eins miklum tíma í vesen sem tengist sauðkindinni eins og í skógræktina sjálfa. Því miður er ekkert bann við lausa- göngu búfjár og því getur sauð- kindin étið allan nýgræðing okkar. Það er vandamál okkar skógrækt- arfólks (og bæjarfélagsins) að girða skógræktina af, sauðfjárbónd- inn þarf ekki að hafa fyrir neinu. Kannski ættum við að fá vegleg- an ríkisstuðning við okkar skóg- rækt eins og bændur við sinn sauð- fjárbúskap? Við hefum ekkert á móti því að bæta aðstöðu almenn- ings í skógræktinni með lagningu stíga og umhirðu þeirra og stuðn- ing við að koma upp annarri að- stöðu eins og bekkjum og íþrótta- áhöldum. Slíkar framkvæmd- ir myndu fegra umhverfið, bæta útivistaraðstöðu fólks (göngu- og hjólreiðastígar) og kannski draga að ferðamenn? Viltu gerast félagi í Skógræktar- félagi Akraness? Ég hvet alla Akurnesinga til að gerast félagar í skógræktarfélaginu. Með því styður þú við skógrækt og fegrun umhverfisins í landi Akra- ness og getur haft áhrif á það hvað er gróðursett og hvar. Skógrækt er auk þess einhver hollasta og besta útivera og heilsuvernd sem til er. Skógræktarfélagið þarf ekki að- eins stuðning þeirra sem geta tekið þátt í starfinu. Þeir sem ekki hafa tíma til að taka þátt eða geta það ekki af öðrum ástæðum geta stutt starf félagins með því að gerast fé- lagar. Félagsgjald er 2.000 krónur á ári. Sækja má um aðild á heima- síðu félagsins: http://www.skog. is/akranes/ eða senda tölvupóst á jensbb@internet.is eða hringja í síma 897 5148. Jens B. Baldursson. Höf. er formaður Skógræktarfé- lags Akraness. Eplatré í skógræktinni? Pennagrein Svipmynd úr jólatrjáasölunni í desember, en hún gekk afskaplega vel. Skógrækt er holl og gefandi útivera. Nemendur í Fjölbrautaskóla Vestulands og nemendur slóvakísks framhaldsskóla gróðursettu tré við þjóðveginn í nóvember. Leikskólinn Klettaborg í Borgar- nesi hefur síðastliðin tvö ár innleitt Leiðtogaverkefnið „The Leader in Me“ sem byggir á hugmynda- fræði fyrir skóla og bók eftir Ste- ven R. Covey „The 7 Habits of Highly Effective People“. Hluti af verkefninu er að skapa skólamenn- ingu sem meðal annars gengur út á að þroska samskiptahæfni barna og kennara byggða á styrkleikum ólíkra einstaklinga í átt til aukinn- ar samvinnu. Að sögn Steinunnar Baldurs- dóttur leikskólastjóra var í skólan- um útbúið skilti í sameiningu sem á stendur „Saman getum við meira.“ Kristján Finnur hjá framkvæmda- sviði Borgarbyggðar setti skiltið upp á stafn hússins og um miðja síð- ustu viku söfnuðust allir í leikskól- anum saman í stóran hring á bíla- stæði leikskólans til að fagna. Leið- togalagið var sungið og hópurinn hrópaði „Saman getum við meira!“ „Skiltið er tákn um að í Klettaborg er lögð áhersla á að allir séu vinir og að ef allir hjálpast að, getum við meira,“ segir Steinunn. mm Saman getum við meira í Klettaborg Pennagrein Föstudaginn 26. febrúar sl. var sett í loftið undirskriftasöfnun á veg- um áhugahóps um „betri byggð á Akranesi“ sem í raun er áhugahóp- ur gegn fyrirhugaðri uppbyggingu HB Granda hf. á Akranesi. Ekki kemur neins staðar fram hverj- ir standa að þessum áhugahópi en undirritaður gengur út frá því að það séu sömu aðilar og hingað til hafa kallað sig „Betri byggð“ og að talsmaður þeirra sé fyrrum „upp- fræðarinn“. Í texta sem fylgir með kemur eft- irfarandi setning: „Akranes – 250 metrar frá fyrirhugaðri nýrri fisk- þurrkun í næsta íbúðahús – fram- leiðslugeta 600 tonn á viku“. Ég geri ráð fyrir því einhverj- ir fulltrúar þessa áhugahóps um lykt hafi setið kynningarfund- inn um deiliskipulagsbreytinguna þriðjudaginn 16. febrúar sl. Það er því með miklum ólíkindum þessi áhugahópur skuli halda því fram að framleiðslugetan verði 600 tonn á viku eftir að það var skýrt tekið fram á fundinum að fyrirhugaður 1. áfangi breytinga á hausaþurrk- unni muni geta aukið framleiðslu- magnið í 250 til 300 tonn á viku. Þetta er auðvitað enn óskiljanlegra þegar líka er horft til þess sem einnig var mjög skýrt tekið fram á kynningarfundinum að inni í skipulagsbreytingunum er eftirfar- andi ákvæði: „ Ó h e i m - ilt er að veita byggingarleyfi fyrir áfanga 2 nema tekist hafi að tryggja viðun- andi grenndaráhrif áfanga 1 í sam- ræmi við umfjöllun þar um í með- fylgjandi umhverfisskýrslu og sýnt verði fram á með fullnægjandi hætti að grenndaráhrif, einkum vegna lyktar, versni ekki við bygg- ingu áfanga 2“. Það er því í huga undirritaðs kristalskýrt að afkastagetan verður ekki aukin í allt að 600 tonn ef HB Grandi hf. nær ekki tökum á lykt- armenguninni. Svo má líka benda á að áfangi 2 er fjarlægur mögu- leiki þar sem ekki er unnt að af- henda nægjanlegt heitt vatn fyr- ir slíka framleiðslu eins og stað- an er í dag. Samkvæmt áætlun- um Orkuveitu Reykjavíkur verður ekki hægt að afhenda aukið vatns- magn til Akraness fyrr en í fyrsta lagi árið 2023 þegar endurnýjun á aðveituæðinni er lokið. Mér finnst því rétt að „uppfræð- arinn“ fyrrverandi og áhugahópur- inn hans feti í fótspor Ara fróða og „hafi það sem sannara reynist“. Þorgeir Jósefsson, ánægður íbúi á neðri Skaga Hverja er verið að blekkja núna?

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.