Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 2016 11 facebook.com/skolahreysti #skolahreystiMENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS ÁFRAM VESTURLAND! Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er að he�ast. Grunnskólar á Vesturlandi etja kappi í Skólahreysti í Garðabæ miðvikudaginn 9. mars kl. 13:00 í Íþróttahúsi Stjörnunnar. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í mars og apríl. FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ www.frumherji. is Búðardalur 2016 Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf. Vesturbraut 20 Fimmtudaginn 10. mars Föstudaginn 11. mars Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00 Tímapantanir í síma 570 – 9090 SKE SS U H O R N 2 01 6 Hafin er undirskriftahöfnun þar sem íbúum Akraness gefst kostur á að mótmæla fyrirhuguðum breyt- ingum um deiliskipulag á Breið- arsvæðinu á Akranesi. Með því að skrifa undir skora þátttakend- ur á bæjarstjórn að „hafna fyrir- liggjandi skipulagstillögu og hefja í kjölfarið viðræður við HB Granda um aðra staðsetningu í sátt við alla íbúa Akraness,“ eins og segir með- al annars í yfirskrift söfnunarinn- ar. Tillagan lýtur, eins og Skessu- horn hefur áður greint frá, að fyr- irhugaðri uppbyggingu Lauga- fisks. Þar er gert ráð fyrir að hausa- þurrkun fyrirtækisins færist undir eitt þak í nýbyggingu. Mun fullbú- in verksmiðja geta afkastað um 600 tonnum á viku en starfsleyfi nú- verandi verksmiðju heimilar um 170 tonna vinnslu á viku. Í fyrsta áfanga framkvæmdanna er stefnt að því að bæta við eftirþurrkunarhúsi við núverandi forþurrkunarhús. Vel að merkja kemur fram í skipulags- tillögunni að óheimilt sé að veita byggingarleyfi fyrir öðrum áfanga nema tekist hafi að tryggja viðun- andi grenndaráhrif í fyrri áfanga framkvæmdanna, þ.e. að koma í veg fyrir lyktarmengun. „Ég, íbúi á Akranesi, mótmæli auglýstri breytingu á deiliskipulagi Breiðarsvæðis. Ég vil ekki að stærsta fiskþurrkun á Íslandi verði reist við íbúabyggð á Neðri-Skaganum. Það er óumdeilt að fiskþurrkun veldur óþægilegri lyktarmengun. Ég tel að lyktarmengunin muni rýra lífsgæði á Akranesi og sérstaklega þeirra sem búa á Neðri-Skaga. Ég tel að lyktarmengun hafi neikvæð áhrif á útivistarsvæðið á Breiðinni, upp- byggingu gamla bæjarins og Sem- entsreitsins og á ímynd og ásýnd Akraness almennt,“ segir í yfirskrift söfnunarinnar. Íbúamál allra sem búa á Akransi Að undirskriftasöfnuninni stendur, eins og segir á heimasíðu söfnunar- innar, „áhugahópur um betri byggð á Akranesi.“ Talsmaður hópsins vill ítreka að hópurinn geri ekki kröfu um að verksmiðjan verði flutt út fyrir bæjarmörkin. „Við leggjum áherslu á að við erum ekki að biðja um að þessi verksmiðja fari úr bæj- arfélaginu heldur að hún sé ekki svona nærri íbúabyggð þar sem hún hefur áhrif á íbúa þar og fólk sem leggur leið sína í miðbæinn,“ segir hann. Enn fremur vekur hann máls á því að hópurinn samanstandi af fólki víða úr bænum og segir þetta mál allra íbúa Akraness. „Þetta eru ekki bara íbúar á Neðri-Skaga sem standa að söfnuninni heldur fólk alls staðar úr bænum. Við leggj- um ríka áherslu á að þetta sé íbúa- mál allra sem búa á Akranesi,“ segir talsmaður hópsins. „Við teljum það vera okkar lýðræðislegu skyldu og rétt að bjóða íbúum sem eru á sömu skoðun og við að tjá hug sinn. Við viljum nálgast þetta með málefna- Andstæðingar fiskþurrkunar á Breið hefja undirskriftasöfnun legum hætti og eiga um það málefnalegar umræðu,“ segir hann. Þátttakendur skulu vera orðnir kosninga- bærir íbúar á Akranesi, þ.e. hafa náð 18 ára aldri og hafa lögheim- ili í bæjarfélaginu, fyrir 29. mars næstkomandi þegar söfnun undir- skrifta lýkur. Hún fer fram á http://betra- akranes.org/. kgk

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.