Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201628 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Vélsmiðja BA Nýsmíði • Vélaviðgerðir Breytingar • Viðhald Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is Björn Kristjánsson 894 – 3336 Arnar Björnsson 849 – 9341 Pennagrein Pennagrein Síðustu ár hafa háskólamál ver- ið nokkuð til umræðu hér í Norð- vesturkjördæmi samhliða þreif- ingum á sameiningu háskólanna – ýmist innbyrðis eða við Háskóla Íslands. Nú hefur fréttst að slíkum áformum hafi verið slegið á frest um sinn. Íbúar og forsvarsmenn háskólastofnana á svæðinu halda þó væntanlega áfram að hugleiða framtíðarmyndina í ljósi þróunar á öðrum svæðum. Nýlegir atburð- ir á Suðurlandi gefa tilefni þess að hugleiða hlutverk Háskóla Íslands á landsvísu, því vissulega hefur ákvörðun um flutning íþrótta- og heilsufræðináms frá Laugarvatni til Reykjavíkur markað spor sem hræða. Þar með tók Háskóli Ís- lands ákvörðun um að leggja nið- ur einu háskólastofnunina á Suð- urlandi. Yfirlýst stefna Háskólans Í 105 ára sögu sinni hefur Háskóli Íslands lengst af verið eini háskóli landsins, eins og nafnið gefur til kynna. Þess vegna hefur ekki að- eins verið litið á hann sem æðstu menntastofnun landsins heldur sem þjóðarháskóla – samfélags- stofnun sem Íslendingar hafa ver- ið stoltir af. Væntingar almennings til sam- félagsstofnana á borð við Háskóla Íslands eru ekki sprottnar upp að ástæðulausu. Þær hafa komið til tals hjá yfirstjórnendum háskólans sjálfs, meðal annars annars í ræðu sem Páll Skúlason, þáverandi há- skólarektor, hélt á Austurlandi árið 1999. Þar sagði Páll: „Hlutverk Háskóla Íslands er og hefur alla tíð verið að þjóna allri íslensku þjóðinni. Háskól- inn er þjóðskóli, sem vinnur jafnt í þágu þeirra sem búa á höfuðborg- arsvæðinu og hinna sem búa úti á landi. Fræðastörf og þekkingarleit er ekki bara fyrir fámennan hóp fólks. Allt fólk sem vill bæta lífs- skilyrði sín, treysta atvinnulíf, við- skipti og menningarlíf, hagnýt- ir sér í síauknum mæli alls konar fræði.“ Í þessum anda hefur Háskóli Ís- lands leitast við að „efla tengsl sín við landsbyggðina, m.a. með því að fjölga rannsókna- og fræðasetr- um úti á landi,“ eins og fram kem- ur á heimasíðu skólans, enda hef- ur hann „ríkum skyldum að gegna við íslenskt samfélag, menningu og tungu,“ eins og segir á sama stað. Á þessu er hnykkt í stefnuáætlun Há- skóla Íslands 2011-2016. Þar kem- ur fram að háskólinn hafi sett sér „markmið um rannsóknir og ný- sköpun, nám og kennslu, mannauð og ábyrgð gagnvart samfélaginu og umheiminum“. Í ljósi allra þeirra dæma sem nú hafa verið rakin úr hátíðaræðum og yfirlýstum stefnumiðum Há- skóla Íslands má gera ráð fyrir að stjórnendur skólans geri sér fulla grein fyrir samfélagsábyrgð háskól- ans. Nýlegar ákvarðanir sem varða háskólastarf á Laugarvatni, benda þó ekki til þess að stefnumiðin séu stjórnendum skólans mjög hugleik- in um þessar mundir. Verkin sýna merkin Háskóli Íslands hefur nú ákveðið að leggja af einu háskólastofnunina á Suðurlandi með því að flytja náms- braut í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur, þar sem nú þegar er rekin íþróttafræði- braut við Háskólann í Reykjavík. Verði af fyrirhuguðum flutningi munu því tvær íþróttafræðibraut- ir verða í Reykjavík, en engin úti á landi. Hins vegar munu nemend- ur af landsbyggðinni, sem hafa sótt nám á Laugarvatni, þurfa að fara til Reykjavíkur með verulega aukn- um húsnæðiskostnaði sem því mun fylgja. Ákvörðunin er tekin í trássi við vilja og stefnu stjórnvalda og Al- þingis. Mótbárur þingmanna virð- ast hrökkva af háskólaráðinu eins og vatn af gæs. Einstaka prófessorar og fræðimenn hafa meira að segja látið í ljós vanþóknun í fjölmiðlum yfir því að ráðherrar og þingmenn séu yfirleitt að hafa skoðun á mál- inu. Er helst á þeim að skilja að það sé argasti dónaskapur við faglega niðurstöðu menntastofnunar. Helstu rök háskólans fyrir því að flytja íþrótta- og heilsufræðina frá Laugarvatni til Reykjavíkur, og ljúka þar með merkri 84 ára sögu skólans á Laugarvatni, munu vera fækkun nemenda og kostnaður við að halda úti námi á Laugarvatni. Til grundvallar liggja tvær skýrslur sem háskólinn mun hafa látið gera um „sóknarfæri“ þessa námsfram- boðs. M á l s v a r - ar háskólans hafa látið að því liggja að nemendafækkunin stafi af stað- setningunni á Laugarvatni. Jafn líklegt er þó að fækkunina megi rekja til þess að fyrir fáum árum var kennaranámið og íþróttakenn- aranámið lengt úr 3 árum í 5 ár. Eftir það hefur nemendum í kenn- aranámi fækkað í öllum deildum, bæði á Laugarvatni og í Reykja- vík. Vitanlega er ekki ásættanlegt að Háskóli Ísands leggi þannig af þjónustu sína við heilan landshluta, með þeim alvarlegu afleiðingum sem það mun hafa fyrir landshlut- ann allan, án þess að stjórnvöld reyni að sporna við fæti. Bent hef- ur verið á að stjórnendum námsins hafi ekki gefist færi á að rétta úr kútnum og mæta nemendaþróun- inni, til dæmis með breytingum og endurbótum á námsfyrirkomulag- inu eins og gert var við leikskóla- kennaranámið á sínum tíma þegar sókn í það var sem slökust. Það yrðu sorglegar málalykt- ir ef endi yrði bundinn á 84 ára sögu íþróttakennaranáms á Laug- arvatni fyrir tilverknað Háskóla Íslands, skólans sem Páll Skúla- son lýsti sem „þjóðskóla“ í þágu landsins alls. Óhjákvæmilega velt- ir maður því fyrir sér hvað bíði há- skólastofnana í Norðvesturkjör- dæmi fari svo að þær verði samein- aðar Háskóla Íslands. Það kostar að reka samfélag og því fylgja skyldur. Þá kvöð verðum við öll að bera, bæði einstaklingar og stofnanir. Ríkust eru þó skylda þeirra stofnana sem byggðar hafa verið upp fyrir almannafé og eru í eigu samfélagsins, eins og Há- skóli Íslands. Það er ekki nóg að setja fjálglega orðuð stefnumið inn í markmiðslýsingar á vel hönnuð- um heimasíðum. Skattgreiðendur sem standa undir rekstri Háskóla Íslands eru í öllum landshlutum, ekki bara í Reykjavík. Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir. Höfundur er alþingismaður og fv. verkefnisstjóri við Stofnun fræðasetra Háskóla Íslands. Sporin hræða - um afdrif háskóla Á undanförnum vikum og mánuð- um hefur því ítrekað verið hald- ið fram að verði af metnaðar- fullri endurnýjun HB Granda á hausaþurrkun félagsins á Breið- inni á Akranesi muni það skaða uppbyggingu ferðaþjónustunnar á Akranesi. Sá skaði komi þá til við- bótar við þá skerðingu á lífsgæðum sem íbúar á Akranesi muni verða fyrir auk þess sem uppbyggingin muni hafa neikvæð áhrif á „ímynd og ásýnd Akraness“ eins og segir á hulduvef nafnlausrar undirskrifta- söfnunar sem hófst um liðna helgi og stefnt er gegn áðurnefndri end- urnýjun. Hvergi hafa sönnur verið færð- ar á þennan neikvæða málflutning gagnvart mögulegri uppbyggingu ferðaþjónustunnar. Væntanlega er þarna verið að gefa í skyn að fram að þessu hafi lyktarmengun frá hausaþurrkun haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Ekki hefur kom- ið fram að gerð hafi verið skoðana- könnun er staðfestir þennan mál- flutning. Þessu er haldið fram á sama tíma og helsti vaxtarbrodd- ur ferðaþjónustunnar á Akranesi á liðnum árum hefur sprottið upp nánast í túnfæti núverandi hausa- þurrkunar! Þar á ég við vitana á Breiðinni. Starfandi ferðaþjónar á Akranesi hafa mér vitanlega ekki stigið fram og lýst áhyggjum sínum af mögu- legum endurbótum á fiskþurrk- un á Breiðinni. Því skal þó til haga haldið að íbúi í Hafnarfirði, sem nýverið festi kaup á húseign við Skólabraut 33 og endurnýjar hana nú á myndarlegan hátt með góðum fjárstuðningi frá Akraneskaupstað, hefur lýst áhyggjum sínum þar sem hann hyggst opna gistiheim- ili í húsinu. Komið hefur fram í málflutningi hans að fiskilykt, sem borist hefur að vitum hans eftir að uppbygging hans hófst, hafi kom- ið honum í opna skjöldu. Er hann þó fæddur og uppalinn á Akranesi þar sem hann á einnig fjölskyldu og mikinn frændgarð. Besti vitn- isburður sem um getur í ferðaþjónustu eru ferðamennirnir sjálfir og dóm- ur þeirra þegar þeir hafa lokið dvöl sinni. Stór hluti viðskipta þeirra ferðamanna er kaupa sér gistingu fer fram á netinu og þar skilja þeir margir hverjir eftir umsagnir sínar. Min tilfinning er sú að þar komi frekar fram raddir þeirra er eitt- hvað hafa út á þjónustuna að setja þó ekki geti ég fært sönnur á það. Af einhverjum ástæðum hefur vitnisburður þessara hundruða ef ekki þúsunda ferðamanna á Akra- nesi ekki komið fram í umræðum undanfarinna vikna og mánaða. Ég tók mér því til um liðna helgi og las dóma tæplega 600 ferða- manna á vinsælustu bókunarsíðun- um. Flestir eru dómarnir á enskri tungu en einnig nýtti ég mér hjálp frá Google vini mínum til þess að lesa dóma á öðrum tungumálum. Dómar þessara hundruða ferða- manna komu mér þægilega á óvart. Aðeins einn þeirra talar um að hann hafi orðið var við fiskilykt og fannst hún eiginlega tilheyra því Akranes væri jú sjávarþorp. Það var sumsé aðeins einn sem hafði orð á fiskilykt en ekki á þann veg að hún hefði verið honum fjötur um fót. Þessi athugun mín er ekki vísinda- lega unnin. Hún gefur þó mjög skýra vísbendingu um upplifun ferðamanna á svæðinu. Þessi nið- urstaða er sérstaklega áhugaverð í því ljósi að stærstu gistiheimilin í þessari könnun eru líka í túnfæti núverandi hausaþurrkunar. Í ljósi þessarar niðurstöðu hlýt ég að óska eftir rökstuðningi þeirra er telja að fyrirhugaðar end- urbætur á hausaþurrkun hafi nei- kvæð áhrif á ferðaþjónustuna. Er það ekki sanngjörn ósk? Halldór Jónsson Höfundur er ábyrgðarmaður undirskriftasöfnunarinnar www.uppbyggingakranesi.is/ Hefur hausaþurrkun truflað ferðaþjónustu? Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.