Skessuhorn


Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 02.03.2016, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. MARS 201612 Hjólbarðaverkstæði Bílabúðar Benna, Sími: 590 2045 www.benni.is Bílar og dekk 578 2525 Akranes Bílabær 437 1300 Borgarnes Bifreiðaþjónustan 437 1192 Borgarnes Dekk og smur 438 1385 Stykkishólmur G.Hansen dekkjaþjónusta 436 1111 Ólafsvík K.M.þjónustan 434 1611 Búðardalur RÉTTU JEPPADEKKIN KOMA ÞÉR ALLA LEIÐ! Flóasiglingar SK ES SU H O R N 2 01 6 Reykjavíkurborg og Akraneskaupstaður óska eftir rekstraraðila til að taka að sér tilraunaverkefni um beinar siglingar ferju á milli Reykjavíkur og Akraness á tímabilinu maí – september 2016. Hugmyndir sveitarfélaganna eru þær að á tímabilinu sjái rekstrar- aðili um reglulegar siglingar með á bilinu 50-100 farþega þrisvar sinnum á dag á milli Akraness og Reykjavíkur. Gert er ráð fyrir að báturinn nái að sigla leiðina á 30-45 mínútum þannig að vel fari um farþega þrátt fyrir sjólag. Ekki er gert ráð fyrir flutningi á vélknúnum farartækjum í þessu verkefni. Markmið tilraunaverkefnisins er að kanna rekstrargrundvöll reglulegra bátsferða á milli sveitarfélaganna. Rekstraraðili þarf því að gera ráð fyrir því að safna upplýsingum m.a. um samsetningu farþega og aðra tengda rekstrarþætti á fyrirhuguðu samnings- tímabili. Áhugasömum aðilum verður boðið til viðræðna með það fyrir augum að ná markmiðum tilraunaverkefnisins. Umsækjendur skulu vera í skilum með opinber gjöld og lífeyris- sjóðsiðgjöld. Umsækjendur skulu hafa bát til umráða sem uppfyllir kröfur laga og reglugerða varðandi farþegaflutning á sjó. Báturinn skal geta tekið barnavagna og reiðhjól. Umsókn skal senda innkaupadeild Reykjavíkurborgar á netfangið utbod@reykjavik.is eigi síðar en 10. mars nk. ásamt yfirlýsingu frá þar til bærum aðilum um skil á opinberum gjöldum og lífeyris- sjóðsiðgjöldum auk lýsingu á bát þeim sem umsækjandi hefur til umráða. Umsækjendur sem uppfylla skilyrði auglýsingarinnar fá frekari upplýsingar um verkefnið og verður þeim boðið til áfram- haldandi viðræðna. Reiknað er með að ákvörðun um val á þjónustu- aðila liggi fyrir í mars 2016. Síðastliðinn laugardag hélt hesta- mannafélagið Glaður þrígangs- mót í Nesoddareiðhöllinni í Búð- ardal. Þetta er í annað skipti sem slíkt mót er haldið en í fyrra var það sett á í staðinn fyrir fjórgangs- mótið sem var árlegt og var ákveð- ið að hafa þrígang aftur í ár. Það var fínasta þátttaka og góður dag- ur í höllinni. Ólafur Flosason var dómari mótsins. Í liðakeppninni dregur æ meir í sundur með lið- unum. Eftir þríganginn er Vestan- liðið með 102 stig, Búðardalsliðið með 43 stig og Sunnanliðið með 22 stig. Úrslit voru: Barnaflokkur: 1. Aron Mímir Einarsson, Sleipnir frá Hróðnýjarstöðum 2. Katrín Einarsdóttir, Mylla frá Spágilsstöðum 3. Eysteinn Fannar Eyþórsson, Spá frá Spágilsstöðum Ungmennaflokkur: 1. Dóróthea S Unnsteinsdóttir, Demantur frá Lindarholti. 6,00 1. Hrönn Jónsdóttir, Þorri frá Lind- arholti. 5,83 Karlaflokkur: 1. Harald Ó. Haraldsson, Hryðja frá Svarfhóli. 6,00 2. Guðmundur H. Sigvaldason, Sunna frá Stykkishólmi. 6,00 3. Gísli Sverrir Halldórsson, Rafn frá Hamraendum. 5,83 4. Þórður Ingólfsson, Snillingur frá Búðardal. 5,67 5. Vilberg Þráinsson, Askur frá Hrís- hóli. 5,33 Kvennaflokkur: 1. Svanhvít Gísladóttir, Stirnir frá Leirum. 6,33 2. Monika Backman, Kvika frá Svarfhóli. 6,17 3. Heiðrún Sandra Grettisdóttir Blævar frá Svalbarða. 5,83 4. Svala Svavarsdóttir, Þilja frá Spá- gilsstöðum. 5,50 5. Sjön Sæmundsdóttir, Lukka frá Lindarholti. 5,33. ss Úrslit í þrígangsmóti Glaðs Efstu í barnaflokki, þau Katrín, Aron og Eysteinn. Efstu í kvennaflokki fá medalíur sínar. Stórglæsilegt skemmti- og styrktar- kvöld Knattspyrnudeildar Víkings Ólafsvíkur var haldið síðasta laug- ardagskvöld. Strákarnir í meistar- flokki sáu um að þjóna til borðs, selja miða og vaska upp ásamt því að aðstoða við að frágang. Vel var mætt á kvöldið sem fram fór á Hót- el Ólafsvík og var nánast uppselt. Jónas Gestur Jónasson formað- ur knattspyrnudeildarinnar hóf kvöldið, fór hann yfir nokkur at- riði sem tengjast starfinu. Þakkaði hann þeim fjölmörgu sem koma að meistaraflokki kvenna og karla fyr- ir vel unnin störf. Afhenti hann svo veislustjóra kvöldsins Gunnari Sig- urðarsyni hljóðnemann. Gunnar fór á kostum að venju og lék á als oddi. Skemmti hann bæði sjálfum sér og veislugestum af stakri snilld. Á matseðli kvöldsins var grilluð blá- langa, saltfiskcarpaccio ásamt grill- uðum kalkúnabringum og meðlæti. Voru gestir kvöldsins sammála um að maturinn hefði verið sérlega vel heppnaður. Ræðu kvöldsins flutti Olga Kristjánsdóttir. Hún sagði frá ýmsu skemmtilegu eins og henn- ar er einni lagið. Knatspyrnudeild Víkings hefur undanfarin ár hald- ið kvöld sem þessi og þá oft sem herrakvöld. Eru þau haldin sem fjáröflun fyrir meistaraflokk. Var þetta kvöld engin undantekning, dagana fyrir kvöldið voru til sölu happdrættismiðar með mörgum skemmtilegum vinningum. Hægt er að sjá vinningstölur úr happa- drættinu á fésbókarsíðu Víkings Ólafsvík. Tónlistarmaðurinn Frið- rik Dór skemmti gestum með söng og gerði mikla lukku. Kvöld- inu lauk svo með uppboði þar sem boðnar voru upp íþróttatreyjur til styrktar starfinu. Knattspyrnudeild Víkings bárust tvær mjög svo góð- ar gjafir á kvöldinu. Víkingasveitin, stuðningsmannafélag liðsins, færði liðinu 300.000 króna gjöf. Vagn Ingólfsson og kona hans færðu fé- laginu einnig höfðinglega gjöf að upphæð 100.000 krónur. Þakkaði Jónas Gestur kærlega fyrir þessar gjafir. Heppnaðist kvöldið eins og áður segir mjög vel og geta stuðn- ingsmenn farið að láta sér hlakka til sumarsins þegar Víkingur Ó. spilar í Pepsídeildinni öðru sinni. þa Skemmtikvöld Víkings Ólafsvíkur Félaginu bárust ýmsar gjafir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.