Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 15. tbl. 19. árg. 13. apríl 2016 - kr. 750 í lausasölu Skessuhorn forsíðuborði Nýtt útibú í Borgarnesi opnar föstudaginn �. apríl Fæst án lyfseðils LYFIS Landnámssetur Íslands, Brákarbraut 13 – 15, Borgarnesi EGILS SÖGUR í tímahylki tals og tóna SK ES SU H O R N 2 01 6 Síðustu sýningar vetrarins Föstudagur 15. apríl kl. 20 Laugardagur 16. apríl kl. 20 LANDNÁMSSETur Íslands Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Vorið boðar komu sína með ýms- um hætti. Gróður grænkar, söng- ur lóunnar og vaxandi umferðar- niður. Sauðfjárbændur fara að huga að sauðburði og víða leggja græn- ir fingur grunn að blómgandi ilmi sumarsins. Vorverkin eru jafn mis- jöfn og þau eru mörg. Við Akra- neshöfn sjá menn að vorið er kom- ið þegar krakkarnir fara að stökkva í sjóinn á blíðviðrisdögum. Sú var einmitt raunin þegar Skessuhorn bar að garði nýverið. Þótt blaða- maður væri kappklæddur á bryggj- unni, í yfirhöfn og með húfu, fóru ungmennin hverja ferðina á fæt- ur annarri í sjóinn. „Er sjórinn ekki kaldur,“ spurði blaðamaður. „Jú, hann er alveg ískaldur,“ svör- uðu krakkarnir en virtust ekki láta það á sig fá enda vel búin bæði tvö, í blautbúningi sem varði þau fyrir mesta kuldanum. Á milli þess sem farið var í sjóinn lögðust krakkarn- ir á bryggjuna stutta stund og létu sólina ylja sér áður en stokkið var í höfnina á nýjan leik, samtaka. Ljósm. kgk Vorboðinn ljúfi Fiskþurrkunarfyrirtækið Klumba í Ólafsvík hefur sagt upp öllu starfs- fólki og taka uppsagnir gildi 1. júlí næstkomandi hafi ekki rofað til í markaðsmálum með þurrkaðan fisk. Að sögn Steingríms Leifsson- ar framkvæmdastjóra Frostsfisks, sem rekur Klumbu, er ástæðan erf- iðleikar í sölu til Nígeríu og stjórn- málaástandið þar. „Þetta er var- úðarráðstöfun hjá okkur en mark- aðir í Nígeríu hafa verið meira og minna lokaðir í nánast heilt ár frá því stjórnarkreppan þar hófst. Kaupendur ytra geta ekki nálgast dollara til að fjármagna innflutn- ing á þurrkuðum fiski og hjá okkur hafa því hlaðist upp birgðir,“ segir Steingrímur. Hjá Klumbu í Ólafsvík starfa 34 við fiskþurrkun. Steingrím- ur kveðst þrátt fyrir allt vongóður um að góðar fréttir fari að berast að utan á næsta fjórum til átta vikum. „Nígeríumenn hafa keypt þurrkað- ar fiskafurðir frá Íslandi í fimmtíu ár. Fyrir þessa 200 milljóna manna þjóð er fisksoð álíka mikilvægt og salt og pipar er fyrir okkur. Þeir sjóða bein og fisk niður og nota fisksoðið sem krydd út á allskon- ar annan mat. Þegar birgðir þeirra fara að klárast á ég von á því að úr fari að rætast. Við eigum þó enga völ á öðru en að fara í varúðarráð- stafanir ef allt fer á versta veg. Það er gríðarlegur kostnaður við laun, rafmagn og annað og erfitt að mæta honum þegar lítið kemur í kassann. Við munum hins vegar draga all- ar uppsagnir starfsfólks til baka ef markaðurinn fer að braggast,“ seg- ir Steingrímur. Hann segir að nú sé búið að selja mestalla framleiðslu síðasta árs, en framleiðsla þessa árs er öll óseld. Framleiðslugetan er um tíu gámar á mánuði af þurrk- uðum og pressuðum fiski sem nú hefur hlaðist upp í gámum á hafn- arbakkanum. Steingrímur segir að fiskverkunin muni ekki síður lenda í vandræðum með að afsetja bein, hausa og afskurð ef markaðir verða áfram lokaðir og þurrkun leggst af vegna sölutregðu. Aðspurður um aðra markaði en í Nígeríu fyrir þurrkaðar fiskafurð- ir segir Steingrímur að það sé ein- faldlega langhlaup og gerist ekki á einum degi. „Það er ekki hlaupið að því að afsetja svona mikið magn af fiski til annarra kaupenda. Mark- aðsstarf síðustu áratugina hefur beinst að Nígeríu sem tekið hef- ur við öllum þurrkuðum fiski í ára- tugi héðan frá Íslandi. Stjórnmála- ástandið ytra er því áfall fyrir okk- ur sem störfum í þessari grein og þjóðarbúið allt. Vissulega væri þó hægt að framleiða úr þessu hráefni í gæludýrafóður og það er ört vax- andi markaður. En slíkt gerist ekki á nokkrum misserum,“ sagði Stein- grímur Leifsson að endingu. mm Klumba segir upp fólki vegna sölutregðu til Nígeríu Svipmynd úr vinnslusal Klumbu. Ljósm. af. Steingrímur Leifsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.