Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Féllu á fjölmiðlaprófinu Ekki er ofsagt að þau ósköp sem hófust á stjórnarheimilinu 3. apríl síð- astliðinn jaðri við ofbeldi í garð venjulegra Íslendinga. Þessi ósköp voru reiðarslag að því leyti að búið er að sanna fyrir okkur sauðsvörtum almúg- anum að það siðrof sem átti sér stað árin fyrir gjaldþrot íslensku bankanna 2008 er enn grasserandi í röðum fjármála- og valdafólks. Við, þessir vit- leysingar, sem kusum að trúa því að batnandi siðferði hafi einkennt stjórn- málin frá hruni, höfum orðið fyrir óendanlegum vonbrigðum. Persónu- lega leið mér til dæmis verr að kvöldi sunnudagsins 3. apríl en að kvöldi 6. október 2008. Kannski er ég einn um það, hef ekki rætt það við marga. Að upplifa að þeir sem áttu að vera í forsvari fyrir allar helstu ákvarðanir sem snúa að velferð okkar og framtíð, skuli segja ósatt, leiki tveimur skjöld- um eða taki jafnvel hagsmuni sína framyfir hagsmuni umbjóðenda sinna er skelfilegt. Ekki er síður umhugsunarvert að heilu flokkarnir kjósi að hópa sig í klappliðið og verja slíkar gjörðir með kjafti og klóm í stað þess að sýna þá auðmýkt að skammast sín fyrir meðvirknina. Í þeirri orrahríð sem varð í kjölfar birtingar viðtalsins fræga við frá- farandi forsætisráðherra í Kastljósi sunnudaginn 3. apríl hefur ýmislegt komið á daginn sem ástæða er til að benda á. Ekki síst er hlutur fjölmiðla rannsóknarefni og hvernig þeir opinberuðu sumir hverjir innræti sitt og bakland. Sumir þeirra stóðu sig prýðilega. Aðrir fóru strax í ótrúlega vörn fyrir ráðamenn og gerðu sem allra minnst úr alvarleika þess máls að auð- menn kjósi að geyma fjármuni í skattaskjólum og leyni upplýsingum um eigur sínar. Sama fólkið og talað hefur tæpitungulaust máli þeirra sem ríghalda vilja í íslenska krónu, veikasta gjaldmiðil í heimi, eins og það sé eitthvað kappsmál fyrir almenning! Gleymum því ekki að krónu fylgir fórnarkostnaður sem heitir okurvextir, verðbætur og höft. Það er allavega ekkert kappsmál fyrir mig persónulega að hafa áfram gjaldmiðil sem fólk er fyrir löngu hætt að beygja sig eftir ef það sér liggjandi á götu! Þessir fjölmiðlar sem tóku til varna fyrir Panamafólkið hafa auk þess verið býsna uppteknir af því að gera lítið úr Ríkissjónvarpinu sem birti upplýsingarnar um skattaundanskotin á sama tíma og fjölmiðlar úti í hin- um stóra heimi. Aldrei frá því ég hóf bein afskipti af fjölmiðlum hefur mér verið jafn ljóst mikilvægi þess að fjölmiðlar séu óháðir peningalegu eða stjórnmálalegu valdi. Að hinu fjórða valdi sé treystandi til að fjalla um mál sem snerta almannaheill, hvort sem þau eru þóknanleg ráðamönn- um eða ekki. Af þeim sökum hef ég ákveðið að verða hér eftir sérstak- ur stuðningsmaður þess að á Íslandi verði áfram rekinn ríkisfjölmiðill og staðinn verði vörður um fjárhagslegt sjálfstæði hans. Í þessu efni hef ég því skipt um skoðun og skammast mín ekkert fyrir það. Ég vil hafa rík- isrekinn fjölmiðil sem á að fjalla um hagsmunamál okkar, hvort sem þau eru þóknanleg peningavaldinu eða ekki. Alveg á sama hátt er ég stað- ráðinn í því að benda á hversu rangt það er að valda- og peningablokkir haldi úti heilu fjölmiðlasamsteypunum hér á landi í þeim eina tilgangi að heilaþvo almenning í þágu spillingar. Hvað þetta snertir gef ég ekkert fyr- ir hvorki Samkeppniseftirlitið né Fjölmiðlanefnd sem í mínum huga eru handónýtar stofnanir þar sem illa er farið með almannafé. Hér eru nefni- lega starfandi blokkir fjölmiðla og sumar þeirra eru jafnvel að styrkja sig með aðkomu afla sem ekki þola dagsbirtuna. Ég leyfi mér að vara stórlega við stuðningi við slíka miðla því þeir vinna gegn hagsmunum almennings. Stöndum þess heldur vörð um þá fjölmiðla sem þora að segja hver á þá og/eða hverjir standa á bak við þá. Fjölmiðla sem geta sýnt fram á að þeir eru starfræktir í þágu fólksins og vinni ekki gegn hagsmunum þess. Um- fram allt eigum við að hlúa að fjölmiðlum sem láta ekki stjórnmálamenn segja sér hvenær þeir eiga að sitja eða standa. Magnús Magnússon. Eiríksstaðanefnd, sem starfaði í Döl- um á árum áður, hefur verið endur- vakin. Tillaga þess efnis að Rögn- valdur Guðmundsson verði for- maður hennar og Svavar Gestsson varaformaður var samþykkt á fundi byggðarráðs Dalabyggðar 5. apríl. Nefndin starfaði áður um margra ára skeið, leiddi uppbyggingu á Ei- ríksstöðum í Haukadal og síðar end- urbyggingu Leifsbúðar í Búðar- dal áður en starfsemi hennar lagð- ist af. Náðist að ljúka endurbygg- ingu Leifsbúðar og að laga umhverfi hússins. Til stóð að setja upp sýn- ingu í húsinu en eftir efnahagshrun- ið reyndist ómögulegt að fá styrki til að ráðast í þá framkvæmd og starf nefndarinnar lagðist af þeim sök- um af. „Tókst því aldrei að setja upp sýninguna sem upphaflega átti að byggja húsið utan um,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar í samtali við Skessuhorn. „Það sem verið er að gera núna er að ýta því verkefni aftur úr vör,“ segir hann. Þegar úthlutað var úr Uppbygg- ingarsjóði Vesturlands síðasta dag marsmánaðar var Eiríksstaðanefnd veittur styrkur að verðmæti 1,4 milljón króna vegna sögusýning- ar í Leifsbúð. Segir Sveinn að þeim styrk verði varið til að frumhanna sýninguna og að gera rekstraráætl- un. „Þegar frumhönnun lýkur og rekstraráætlun liggur fyrir sjáum við hver næstu skref verða.“ kgk Eiríksstaðanefnd endurvakin Á komandi misserum kemur í ljós hvort hægt verður að opna í Leifsbúð í Búðardal sýninguna sem húsið var upphaflega byggt utan um. Mynd úr safni. Leikskólum í Borgarbyggð hef- ur nú um nokkurra ára skeið ver- ið lokað í fjórar vikur í júlí ár hvert vegna sumarleyfa starfsfólks. Lok- unin hefur á liðnum þremur árum verið gagnrýnd á jákvæðan hátt af m.a. stjórnendum fyrirtækja. Þeir hafa meðal annars bent á að lok- unin sé á sama tíma ársins í júlí- mánuði. „Slík lokun veldur mikl- um erfiðleikum við skipulagningu sumarfría hjá fyrirtækjum. Starfs- menn fyrirtækja sem eiga börn í leikskóla leggja eðlilega mikla áherslu á fá sumafrí á sama tíma og börn þeirra. Ef fyrirtækin verða við ósk þeirra í hvert sinn skerðir það um leið möguleika annarra starfs- manna til að fá frí á þessum tíma sumarsins. Ef fyrirtækin, hins veg- ar, verða ekki við þessum óskum og skipta sumarfríum niður með öðr- um hætti getur sú staða komið upp að foreldrar og leikskólabörn þeirra séu í sumarfríi á sitthvorum tíman- um. Báðar leiðir eru því í raun mjög slæmar og geta aukið hættu á frá- töfum frá vinnu eða komið niður á starfsanda og eru bæði fyrirtækjum og samfélaginu þar af leiðandi dýr- ar,“ segir Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Eðalfisks í Borg- arnesi. Hann hefur sent sveitarstjórn bréf þar sem hann bendir á ókosti þess að hafa leikskóla sveitarfélags- ins lokaða í júlí. „Ljóst er að með núverandi stefnu og vinnubrögðum fræðslunefndar er Borgarbyggð því miður ekki að stuðla að fjölskyldu- vænni stefnu í samfélaginu,“ seg- ir Kristján Rafn. Hann skorar því á sveitarstjórn að beita sér í þessum efnum um að reglur um sumarlok- un leikskóla verði endurskoðaðar. mm Vill breyta fyrirkomulagi sumarlokana leikskóla í Borgarbyggð Leikskólinn Ugluklettur er einn af þeim leikskólum sem bréfritari ræðir um. Ársreikningar A- og B- hluta sjóða hjá Grundarfjarðarbæ fyrir 2015 voru lagðir fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar 7. apríl síð- astliðinn. Heildartekjur samstæð- unnar allrar voru 929,2 milljón- ir króna en heildarútgjöld hennar þegar tekið hefur verið tillit til af- skrifta að fjárhæð 47,2 m. kr. voru 819,4 m. kr. Rekstrarniðurstaða fyrir fjármagnsliði var jákvæð í samstæðunni um 109,8 m. kr. Að teknu tilliti til niðurstöðu fjár- magnsliða að fjárhæð 69,6 m. kr. var samstæðan öll rekin með 40,2 m. kr. rekstrarafgangi á árinu. „Niðurstaða þessi er mun betri en gert hafði verið ráð fyrir í fjár- hagsáætlun ársins, sem skýrist fyrst og fremst af hækkun tekna og því að verðbreytingar ársins voru minni en ráð hafði verið fyr- ir gert,“ segir Þorsteinn Steins- son bæjarstjóri. „Hlutfall reglu- legra tekna af heildarskuldum og skuldbindingum hefur lækkað úr 161,1% í 149,11%. Samkvæmt ákvæðum sveitarstjórnarlaga á þetta hlutfall ekki að vera hærra en 150%. Stórum áfanga var því náð á árinu, þar sem tókst að fara niður fyrir þetta viðmið. Fyrri áætlanir gerðu ekki ráð fyrir að þessu marki yrði náð fyrr en árið 2017-2018,“ segir Þorsteinn. Bæjarstjórinn segist þakka þenn- an góða árangur því að gætt hafi verið aðhalds í rekstri stofnana og deilda. „Jafnframt skiptir sköpum að verðlag ársins var stöðugt og innan þeirra marka sem spár gerðu ráð fyrir. Ennfremur er starfsfólki bæjarins þakkað fyrir vel unn- in störf í rekstri sveitarfélagsins og ekki síður ber að þakka íbúum sveitarfélagsins fyrir þolgæði og gott samstarf á þessum tímum sem bæjarstjórnir liðinna ára hafa glímt við ná settu marki hvað þetta varð- ar,“ segir Þorseinn Steinsson. Í sjóðstreymi samstæðunn- ar kemur fram þegar leiðrétt hef- ur verið fyrir afskriftum, verðbót- um og gengismun að veltufé frá rekstri er 111,1 m.kr. Handbært fé frá rekstri er 143,7 m.kr., þeg- ar tekið hefur verið tillit til breyt- inga á rekstrartengdum eign- um. Fjárfestingar voru 28,5 m.kr. nettó. Afborganir lána og breyting á íbúðarétti voru 108,7 m. kr., en á móti voru tekin ný lán að fjárhæð 60 m. kr. Handbært fé hækkaði því á árinu um 66,5 m. kr. en í upphafi ársins var það 44,9 m.kr. Í árslok var handbært fé 111,4 m.kr. mm Skuldahlutfall Grundarfjarðarbæjar komið undir lögbundið hámark

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.