Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2016 19        Ungmennafélagið Íslendingur auglýsir eftir starfsmanni í Hreppslaug. Helstu verkefni eru öryggisgæsla í sundlaug, klefavarsla, ræstingar, eftirlit og afgreiðsla. Reiknað er með að viðkomandi hefji störf í byrjun júní og vinni fram í miðjan ágúst. Opnunartími verður þriðjudaga til föstudaga frá 18-22 og laugardaga til sunnudaga frá 13-22 (með fyrirvara um smávægilegar breytingar). Nánari upplýsingar um starfið veitir formaður Umf. Íslendings, Lena Reiher, í síma 849 2839. Umsóknarfrestur er til og með 20. apríl næstkomandi og umsóknir skal senda á netfangið umfislendingur@gmail.com. Stjórn Umf. Íslendings Sumarstarf í Hreppslaug SK ES SU H O R N 2 01 6 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Laus störf hjá Akraneskaupstað Eftirfarandi störf eru laus til umsóknar: Brekkubæjarskóli Starf umsjónarkennara á yngsta stigi. • Starf umsjónarkennara á miðstigi. • Starf myndmenntakennara.• Grundaskóli Starf aðstoðaskólastjóra.• Afleysingarstöður kennara og • umsjónarkennara á öllum aldursstigum. Leikskólinn Akrasel Starf aðstoðarleikskóla- og sérkennslustjóra.• Leikskólinn Teigasel Starf leikskólakennara.• Leikskólinn Vallarsel Störf leikskólakennara.• Nánari upplýsingar um ofangreind störf og önnur laus störf er að finna á www.akranes.is. Gleðileikarnir 2016 hófust í Borgar- nesi í gær, þriðjudag og lýkur í dag. Um er að ræða tveggja daga dagskrá þar sem uppbrot er frá hefðbundnu skólastarfi nemenda á efsta stigi Grunnskólans í Borgarnesi. Taka nemendur þátt í skemmtilegum og þroskandi þrautaleik. Skipulagning er í höndum foreldrafélags skólans í samstarfi við skólayfirvöld. Að sögn Ástu Kristínar Guðmundsdóttur, verkefnisstjóra Gleðileikanna, leit- uðu forsvarsmenn þeirra til aðila úr samfélaginu, líkt og gert hefur verið undanfarin ár, og koma fjölmargir að verkefninu. „Við höfum kallað eftir samstarfi úr samfélaginu til styrktar með ýmsum hætti svo sem með fjár- framlagi, vörum eða vinnuafli. Bara við Gleðileikana sjálfa starfa um 40 sjálfboðaliðar, sem koma að verk- efninu þessa tvo daga, fyrir utan all- an undirbúning,“ segir Ásta Kristín í samtali við Skessuhorn. Hún seg- ir aðila úr samfélaginu einnig koma inn í Gleðileikanefndina, þó hún sé aðallega skipuð foreldrum nemenda við skólann. „Við fáum svo til liðs við okkur fyrirtæki, stofnanir og einstak- linga úr samfélaginu, sem hafa áhuga og vilja leggja málefninu lið.“ Samvinna, sjálfstæði og gleði Í ár eru starfsstöðvarnar Björgun- arsveitin Brák, Michelle Bird lista- kona, UMSB, Félagsmiðstöðin Óðal, Landnámssetrið, Stéttarfélag Vesturlands og þeir Sigursteinn Sigurðsson og Geir Konráð Theó- dórsson hjá Hugheimum.“Ásta Kristín segir að krökkunum hafi verið skipt í átta hópa þvert á ár- ganga. „Svo leysa þau átta mismun- andi þrautir sem felast í samvinnu, sjálfstæði og gleði og fá gefin stig fyrir þá þætti. Allir sem klára verk- efnið fá eitt stig en hinir þættirnir vega meira.“ Markmið leikanna er að efla unglingana bæði sem ein- staklinga og í hóp, sem og að styrkja sjálfsmynd þeirra og samhug. Hóp- arnir glíma við margvíslegar þraut- ir þar sem reynir á samvinnu þeirra og sjálfstæði. Meðal þeirra verkefna sem krakkarnir leysa í ár er að leggja til sína vinnu í gerð stórs málverks, þar sem þau fá ákveðið þema. „Sum- ir þurfa þannig að mála með vinstri hendinni, aðrir með bundið fyrir augun og þess háttar. Svo er hugsun- in sú að verkið verði hengt upp og að fólk fái að njóta þess eftir á,“ seg- ir Ásta Kristín. „Svo er ein hönnun- ar- og tæknistöð, þar sem leystar eru ákveðnar þrautir eins og byggingar- skipulag. Björgunarsveitin er með þraut, við erum með leiklistarspuna og uppbyggjandi samvinnuþraut, svo eitthvað sé nefnt,“ bætir hún við. Gleðileikunum lýkur í dag í Hjálm- akletti með pizzuveislu fyrir þátttak- endur. grþ Gleðileikarnir hófust í gær Gleðileikarnir hófust í gær í blíðskaparveðri. Flottur hópur á Gleðileikunum í Borgarnesi. Myndaður broskall á grasinu.Samvinnan er fyrir öllu. Ljósm. Brynja Baldursdóttir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.