Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 20168 Óska eftir verð- mati á OR BORGARBYGGÐ: Eiríkur Ólafsson, fjármálastjóri Borg- arbyggðar og starfandi sveit- arstjóri, sendi í marsmánuði Akraneskaupstað og Reykja- víkurborg bréf fyrir hönd byggðarráðs Borgarbyggðar þar sem óskað er eftir því að verðmat á Orkuveitu Reykja- víkur fari fram. Borgarbyggð á 0,93% hlut í OR. Í bréfinu kemur fram að á árinu 2015 hafi verið mikil umræða innan sveitarstjórnar Borgarbyggð- ar um hagræðingu í rekstri sveitarfélagsins og voru skip- aðir vinnuhópar um ýmis mál. „Vinnuhópurinn lagði til að farið verði í verðmat á fyrir- tækinu í samvinnu við meðeig- endur. Í framhaldi af því verð- mati verði skoðað hvort selja eigi hluta af eignarhlutanum eða jafnvel allan,“ segir í bréf- inu. Bæjarráð Akraneskaup- staðar hefur falið Regínu Ás- valdsdóttur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga um mál- ið en samkvæmt Eiríki Ólafs- syni hafa engin viðbrögð enn komið frá Reykjavíkurborg. „Ég á alveg eins von á því að þetta verði rætt í tengslum við aðalfundina, sem fyrirhugaðir eru hjá Orkuveitunni í næstu viku,“ segir Eiríkur. - grþ Framkvæmdir við Borgar- fjarðarbrú BORGARFJ: Vegagerðin vekur athygli á því að vegna vinnu við Borgarfjarðarbrú er önnur akreinin á brúnni lok- uð. Er umferð stýrt með ljós- um. Áætlað er að framkvæmd- unum ljúki 20. júní næstkom- andi. -mm Opna Borgar- fjarðarmótið framundan BORGARFJ: Að vanda spiluðu borgfirskir briddsspil- arar síðastliðinn mánudag. Til leiks mættu níu pör og voru spiluð 24 spil. Jón og Baldur virðast enn í svipuðu formi og fyrir viku þar sem þeir settu stigamet en núna tóku menn bara aðeins harðar á þeim en þeir unnu nú samt. Skorið í þetta skiptið var 60,3%. Næst komu í mark Sveinbjörn og Anna Heiða með 59,5% og þriðja sætið tóku Sveinn og Flemming með 54%. Næst á dagskrá er ferð norður á Borð- eyri á fimmtudag og er skrán- ing hjá Jóni á Kópareykjum. Rúta verður í boði félagsins og fer hún frá Baulunni klukkan 18:00. Mánudaginn 18. apríl hefst svo Opna Borgarfjarðar- mótið og verður það jafnframt Vesturlandsmót í tvímenn- ingi þetta árið. Spilað verð- ur í Logalandi 18. og 25. og svo klárast mótið á Akranesi fimmtudaginn 28. apríl. -ij Halda Íslands- mót í boccia AKRANES: Félag eldri borgara á Akranesi og Fé- lag áhugafólks um íþrótt- ir aldraðra hefur auglýst Íslandsmót FÁÍA 60+ í boccia. Mótið verður haldið í Íþróttahúsinu við Vestur- götu á Akranesi laugardag- inn 16. apríl og hefst kl 10. Í hverjum riðli verða fimm lið, þar sem allir leika við alla. Efsta sveitin í hverjum riðli kemst í úrslitakeppn- ina. Leikið verður á átta völlum, þannig að hámarks- fjöldi sveita verður fjörutíu. Þrjár efstu sveitirnar vinna til verðlauna. -mm Ráðinn kynningar- fulltrúi UMFÍ LANDIÐ: Jón Aðalsteinn Bergsveinsson hefur ver- ið ráðinn kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands. Hann verður ritstjóri Skin- faxa, tímarits UMFÍ, mun stýra upplýsingagjöf og verður tengiliður UMFÍ við fjölmiðla og aðra hags- munaaðila UMFÍ. Jón Aðal- steinn var áður sérfræðing- ur hjá alþjóðlega almanna- tengslafyrirtækinu Cohn & Wolfe Íslandi. Hann hefur verið fréttastjóri netfrétta á Viðskiptablaðinu, viðskipta- blaðamaður á Fréttablaðinu og umsjónarmaður Mark- aðarins, blaðamaður á net- fréttadeild mbl.is, Vísir.is, Tölvuheimi og fjölda tíma- rita. Jón Aðalsteinn er með MA gráðu í blaða- og frétta- mennsku frá Háskóla Ís- lands og BA gráðu í sagn- fræði frá sama skóla. -mm Jafnt á toppi Opna Akraness- mótsins AKRANES: Staðan í Opna Akranesmótinu í tvímenn- ingi í bridds er lítið tek- in að skýrast, þrátt fyrir að lokið sér þremur kvöldum af mótinu. Í efsta sæti eru félagarnir Leó og Magnús með 477 stig. Fast á hæla þeirra með 474 stig koma svo Jón Alfreðsson og Þórð- ur El. Þriðju eru svo Árni Braga og Þorvaldur og fjórðu Tryggvi og Þorgeir, en þeir síðastnefndu náðu besta skori á fimmtudaginn, 58,44%. -mm Bæjarstjórn Akraness samþykkti á fundi sínum í liðinni viku að ráða Sigurð Arnar Sigurðsson í stöðu skólastjóra Grundaskóla. Sex um- sækjendur voru um stöðuna en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Sigurður Arnar tekur við starfinu af Hrönn Ríkharðsdótt- ur sem sagði starfi sínu lausu eft- ir áramótin og hættir í sumar. Sig- urður Arnar hefur gegnt starfi að- stoðarskólastjóra frá árinu 2006 en hann hefur starfað í skólanum í 24 ár. Hann er með meistara- gráðu í stjórnun menntastofnana frá Háskóla Íslands frá árinu 2013 og lauk diplómanámi í stjórnun og forystu frá Háskólanum í Reykja- vík 2008 og frá Háskóla Íslands 2006. Auk þess hefur hann B.ed. gráðu frá Kennaraháskólanum frá árinu 1992. Þá hefur Sigurður Arn- ar einnig réttindi sem héraðsmats- maður í skólum tengt ytra gæða- mati menntamálayfirvalda frá árinu 2014. Sigurður Arnar hefur verið virkur í félagsmálum. Hann hefur meðal annars setið í stjórn Skóla- stjórafélags Íslands og var kjörinn formaður Íþróttabandalags Akra- ness árið 2014. Miklar breytingar framundan Að sögn Sigurðar Arnars leggst starfið ljómandi vel í hann. „Þetta er spennandi starf. Það er mikið um að vera í öflugum skóla, mjög margt framundan og það verður nóg að gera við að undirbúa næsta skólaár.“ Aðspurður um hvort sömu áherslur yrðu undir hans stjórn sagði hann að byggt yrði á sama grunni og sömu stefnu. Þó væru töluverðar breyt- ingar framundan sem ótengdar væru skólastjóraskiptunum. „Skól- inn stendur á tímamótum. Hér er nemendum að fjölga og töluverðar breytingar á starfsmannahaldi á sama tíma. Við erum einnig að breyta um stjórnskipulag í skólanum þannig að það verður ýmislegt sem tekur breytingum ásamt þeim breytingum sem fylgja nýjum stjórnanda.“ Nemendafjöldi í Grundaskóla hefur verið í kringum 600 á und- anförnum árum en á næsta skóla- ári fjölgar þeim upp í um það bil 630. „Þá kemur inn fyrsti fjögurra bekkja árgangurinn í fyrsta bekk í sögu skólans. Við höfum verið með tveggja til þriggja bekkja árganga en á næsta skólaári verða eingöngu þriggja bekkja árgangar og einn fjögurra bekkja,“ segir Sigurður og bætir því við að starfsfólki skól- ans muni fjölga og að bætt verði við tveimur kennslustofum. Sigurður tekur formlega við sem skólastjóri 1. ágúst næstkomandi. „Við Hrönn vinnum saman að þeim breytingum sem eru framund- an. Við erum sammála um að hún stígi smátt og smátt til hliðar en sem dæmi taki ég forystu um skipu- lag næsta skólaárs. Um næstu helgi verða svo auglýstar lausar stöður og þar þarf að byrja á því að ráða nýjan aðstoðarskólastjóra.“ grþ Sigurður Arnar Sigurðsson ráðinn skólastjóri Grundaskóla Sigurður Arnar Sigurðsson mun taka við sem skólastjóri Grundaskóla 1. ágúst. Ársreikningur Snæfellsbæjar var kynntur í bæjarstjórn í síðustu viku. Í tilkynningu til Kauphallar- innar segir að rekstur hafi gengið vel á árinu og að rekstrarniðurstað- an hafi verið nokkuð betri en áætl- un hafi gert ráð fyrir, eða jákvæð um 188 milljónir króna. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir að sem betur fer sé það þannig að bæjar- stjórn nái settum markmiðum í rekstri og oft sé afkoman betri en gert er ráð fyrir. Fyrir því sé skýr- ing: „Við höfum það fyrir vana að gefa okkur í fjárhagsáætlanagerð að tekjur verði í lágmarki en gjöld í hámarki. Auk þess gerum við ráð fyrir óvæntum útgjöldum í rekstri bæjarsjóðs og auðvitað kemur allt- af eitthvað óvænt upp á. Við erum að sjálfsögðu ánægð með að vel hafi gengið og ekki er síst ánægju- legt að skuldahlutfall bæjarsjóðs er komið niður í 78% af tekjum. Það eru ánægjulegustu tíðindin að mínu mati,“ segir Kristinn í sam- tali við Skessuhorn. Rekstrartekjur Snæfellsbæjar á árinu námu 2.078 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að rekstrartekjur yrðu 1.893 millj- ónir. Eigið fé sveitarfélagsins í árs- lok var 2.752 milljónir króna sam- kvæmt efnahagsreikningi. Fram kemur að laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins voru 1.008 millj- ónir króna en starfsmannafjöldi var 133 stöðugildi í árslok. Veltufé frá rekstri var 212 milljónir króna og veltufjárhlutfall er 1,02. Hand- bært fé frá rekstri var 258 millj- ónir króna. Heildareignir bæjar- sjóðs námu 3.467 milljónum króna og heildareignir sveitarfélagsins í samanteknum ársreikningi A og B hluta voru 4.485 milljónir króna í árslok 2015. Heildarskuldir bæjar- sjóðs námu 1.282 milljónum króna og í samanteknum ársreikningi um 1.733 milljónum króna. Lækkuðu skuldir milli ára um 41 milljón. Snæfellsbær fjárfesti á árinu 2015 fyrir 219 milljónir í varan- legum rekstrarfjármunum og ný lán voru tekin að upphæð 41 millj- ón. Greidd voru niður lán um 155 milljónir króna og skuldahlutfall- ið komið niður í 78% eins og áður sagði. mm Afkoma Snæfellsbæjar mun betri en áætlun gerði ráð fyrir Bæjarstjórn Snæfellsbæjar ásamt bæjarstjóra. Ljósm. snb.is Norðurálsmótið í knattspyrnu fyr- ir 7. flokk drengja er löngu orðið fastur liður í menningarlífi Akra- neskaupstaðar. Það verður haldið helgina 10.-12. júní næstkomandi, eða viku fyrr en vanalega vegna þátttöku karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu sem hefst skömmu síðar. Skráningu á Norðurálsmótið 2016 er lokið og munu 33 félög taka þátt í ár. Reikna má með að keppendur verði um 1500 talsins . Aldrei hafa félög verið skráð til þátttöku á mótinu og hróð- ur þess virðist hafa borist út fyr- ir landsteinana. Tvö lið frá grönn- um okkar á Grænlandi hafa nefni- lega boðað komu sína, annars veg- ar lið frá höfuðstaðnum Nuuk og hins vegar frá bænum Qaqortoq á suðurströnd landsins. kgk Tvö lið frá Grænlandi munu taka þátt í Norðurálsmótinu Svipmynd frá Norðurálsmótinu í fyrra.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.