Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201626 Vísnahorn Fyrir margt löngu voru B i skups tungnamenn á ferð að vorlagi eða snemmsumars og höfðu þá fest vélknúinn fararskjóta sinn í aurdrullu sem þekktist stundum til sveita á þeim árum og þekkist jafnvel enn. Varð þeim fyrst fyrir að vekja upp einbúa einn ljóðelskan sem mik- ið yndi hafði af söng og var hans uppáhalds- lag sálmurinn ,,Ó syng þínum Drottni.“ Að aflokinni veigamikilli viðkomu þar vöktu þeir upp Kristinn bónda í Borgarholti og ómaði þá enn sálmasöngurinn í brjóstum þeirra og radd- böndum. Varð Kristni að orði er hann lauk upp dyrum: Nú er ekki nóttin löng, nú er ljúft að muna. Loftið fyllist sálmasöng við sólaruppkomuna. Meðan bændur sunnan Akrafjalls ráku fé sitt til afréttar fram á Grafardal var það eitt vor að þeir komu við á heimleið hjá Sveinbirni Bein- teinssyni sem hefur þó líklega ekki verið orðinn allsherjargoði á þeim tíma. Einhverja brjóst- birtu höfðu þeir félagar og lá ekki illa á mönn- um en kveðja Sveinbjarnar hljóðaði svo: Ungur dagur hægt og hljótt heim að dyrum gengur. Þó er eins og þessi nótt þyrfti að endast lengur. Það komu nú stundum hérna í dentíð næt- ur sem hefðu gjarnan mátt endast aðeins leng- ur eða svo þótti manni þá. Bjarni Gíslason orti þessa um framtíðarhorfur sínar á þeim tíma- punkti: Ófarin mun ævin lík, engu skal þó kvíða, meðan ég á ferðaflík og frískan klár að ríða. Það ég best veit bjó Bjarni um tíma á Lang- árfossi og mun þá hafa gert þessa sjálfslýsingu: Bjarni á Fossi fer á kreik fær í hrossakaupin, fær sér koss í lausaleik, lætur gossa á staupin. Þessi vísa er líka eftir Bjarna um einhvern sem honum hefur fallið hóflega vel við: Illt er að finna eðlisrætur, allt er nagað vanans tönnum. Eitt er víst, að fjórir fætur færu betur sumum mönnum. Hlutirnir taka ævinlega stöðugum breyt- ingum og það eina sem ekki breytist er að allt breytist. Nú á föstudaginn langa kvað Guð- mundur Þorsteinsson um páskahátíðina: Leitar á huga okkar enn atvik á Hausaskeljastað. Herrans pínu nú minnast menn með því að éta súkkulað. Næstu vísu veit ég ekki meira um en að hún var merkt Kr.Bj. sem gæti þýtt Kristinn Bjarna- son en líka margt annað. Breytir því ekki að visan er góð: Þér ég treysti, þú mér brást, þú sem veist hið sanna. Þú hefur breyst, mín æskuást, í eldi freistinganna. Einhvern tímann var ort og að mig minnir eignað Sigurði Breiðfjörð. Jafnvel fleirum. Það er vandi að velja sér víf í standi þrifa. En ólánsfjandi ef illa fer í því bandi að lifa. Það mun hafa verið Björn Gestsson sem orti þessa en ekki veit ég um tildrög hennar að öðru leyti: Grýttri lífs á leiðinni lukkuvonum skerður, hjónabands á heiðinni haftsár margur verður. Káinn gamli orti og er að minnsta kosti jafn- satt og þegar vísan var framleidd. Ef ekki sann- ara: Yrkja stöku þarf um það, svo þjóðin skilji: – bara sinni köku eldi að allir vilja skara. Ætli það gildi þá ekki sama lögmál um þessa eftir Skarphéðin Einarsson: Sá sem aldrei krækti kló í kjaftbita frá hinum horaður við hungur bjó, hafði fátt af vinum. Ekki er ég svo fróður að geta sagt af hvaða tilefni Páll Ólafsson orti eftirfarandi en það er oft heldur til gagns að vinna mál fyrir rétti. Skítt með einhvern sannleika: Betur fór hann Bósi sór og brúkaði stóra vitið. Gerir minnst, ef málið vinnst, þó mannorðið sé skitið. Það er orðin töluvert breytt öll meðhöndl- un á sauðfé og svosem flestum skepnum frá því sem var og ekki líkur á að vorharðindi valdi álíka tjóni og hjá forfeðrum okkar þó óþæg- indin séu að sjálfsögðu veruleg. Það hefur ver- ið heldur leiðinlegt hret þegar Baldvin Jóns- son skáldi kvað: Blómin hrynja banasjúk, brim við drynja strendur. Það er kynja frost og fjúk, féð í brynjum stendur. Mörgum þeim sem sinntu fjárgæslu á sín- um yngri árum eru þær stundir kærar og eft- irminnilegar. Vilja leita á hugann þegar árun- um fjölgar. Ekki veit ég hver orti eftirfarandi en vísan er jafngóð fyrir því: Oft mig dreymir dagana, dali, gil og bala, þar sem heima um hagana hljóp ég til að smala. Hvernig sem allt nú veltist í heimi hér er yfirleitt skárra að vera í sæmilegu skapi. Stund- um gengur það að vísu misvel en það má þó alltaf reyna enda kvað Jón Sigurðsson sýslu- maður: Beri maður létta lund linast rauna tetur, eigi hann bágt um eina stund aðra gengur betur. Skarða-Gísli þótti góður hagyrðingur á sinni tíð og fæstum ofgott að verða fyrir barðinu á honum, þegar hann var í vísnahug, enda flest- um beiskyrtari. Einu sinni kvað hann um mann, sem flutti sig búferlum: Burtu hrókur flæmdist flár, forláts tók á bænum; þó að klókur þerði brár það voru krókódíla-tár. Stöðugt er nú eitthvað að gerast í ástarlífinu hjá unga fólkinu, já og því eldra líka. Ætli væri ekki við hæfi að fá smá sýnishornalimru frá Sigrúnu Haraldsdóttur. Virðist sem umrædd- ur ástamálafrömuður hafi fengið sér ýmis sýn- ishorn af ástinni: Fyrst var hann Sammi með Sollu síðan með Jónu og Kollu þarnæst með Stínu, Þuru og Línu en giftist svo Gauja’ennar Ollu. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Fyrst var hann Sammi með Sollu - síðan með Jónu og Kollu Snorrastofa í Reykolti býður til fyr- irlestrar næstkomandi þriðjudag 19. apríl kl. 20:30 í bókhlöðu stofnunar- innar. Það er Kristín Á. Ólafsdóttir kennari við Menntavísindasvið Há- skóla Íslands, sem flytur fyrirlestur- inn, „List og verkgreinar í grunn- skóla: Nauðsyn eða afgangsstærð?“ Hún byggir þar á rannsókninni Starfshættir í grunnskólum við upp- haf 21. aldar sem gerð var á 20 ís- lenskum grunnskólum í fjórum sveit- arfélögum. Rannsóknin kom út í árs- lok 2014 og að henni unnu á þriðja tug fræðimanna við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Fyrirlesar- inn skoðaði sérstaklega, ásamt fleir- um í rannsóknarhópnum, list- og verkgreinar í skólunum og í þeirri at- hugun voru viðhorf nemenda, starfs- manna og foreldra til námsgrein- anna könnuð. Í fyrirlestrinum verð- ur einnig sagt frá öðrum nýlegum rannsóknum á list- og verkgreinum í íslenskum grunnskólum. Gildi og markmið greinanna verða rædd og einnig litið aftur um rúma öld til að rifja upp það sem forkólfar í skóla- málum sögðu þá um menntun hug- ar og handa. Þeir sem gengu í barna- skóla upp úr miðri síðustu öld kann- ast kannski við að þessar greinar hafi verið kallaðar „aukagreinar“. Getur verið að þess gæti enn í viðhorfum foreldra grunnskólabarna og jafnvel innan skólanna? Kristín Á. Ólafsdóttir er búsett í Véum í Reykholti og er kennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Þar kennir hún meðal annars verð- andi kennurum leiklist í skólastarfi og tjáningu í töluðu máli. Kristín er menntaður leikari frá Leiklistar- skóla Leikfélags Reykjavíkur og hef- ur bæði leikið og leikstýrt auk þess að vinna við dagskrárgerð í sjónvarpi og útvarpi. Hún lauk meistaranámi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 2007. Segja má að fyrirlesturinn sé upp- taktur að listavori ungu kynslóðar- innar, en þriðjudaginn 3. maí næst- komandi verður haldin barnamenn- ingarhátíð í Reykholti. Þar verð- ur skapaður vettvangur fyrir afrakst- ur skapandi vinnu nemenda í grunn- skólum héraðsins, sem tengist Snorra Sturlusyni og samtíð hans. Nemend- ur fylgja vinnu sinni sjálfir úr hlaði og býðst einnig að eiga stefnumót við ýmis konar verkstæði og vinnu, sem tengjast þessum tíma. Þessi fyrirlestur var á dagskrá Snorrastofu í febrúar síðastliðnum en var þá frestað af óviðráðanlegum orsökum. Að venju er aðgangur að fyrirlestrinum 500 krónur og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna að honum loknum. -fréttatilkynning Fjallar um list- og verkgreinar á fyrirlestri í Snorrastofu Kristín Á Ólafsdóttir í Véum. „Það er búið að vera brjálað að gera í vetur,“ segir Gísli Ólafsson skipstjóri og eigandi á hvalaskoð- unarbátnum Láka II frá Grundar- firði. Hann var staddur með hóp af ferðafólki á bryggjunni í Ólafs- vík þegar fréttaritari hitti hann að máli um helgina. „Jú, þetta er búið að vera meira en ég bjóst við,“ seg- ir Gísli. „Þetta er síðasta vikan eins og er því frá apríl og fram í miðj- an maí er lítið um ferðamenn hér á Snæfellsnesi. Skólafríin eru búinu erlendis og því ekki annað að gera en að stoppa í smá tíma,“ seg- ir Gísli um leið og hann aðstoðar ferðamenn í kuldagallana sem þeir klæðast jafnan þegar þeir eru um borð í Láka. „Það pusar um þá þegar þeir setjast um borð og við siglum út og því gott að hafa góða galla. Við erum með nærri fullbókuð í þessa hvalaskoðun í vetur en núna í þess- ari ferð eru um borð 26 farþegar, en það er minnsti fjöldi sem við höfum farið með hingað til á þessu ári,“ bætir Gísli við. Aðspurður segir hann að það fari eftir veðri hvort farið sé í ferð- irnar frá Ólafsvík eða Grundar- firði. Þennan dag var blíða þann- ig að þá var siglt frá Ólafsvík. Gísli segir að lokum að lítið sé um stór- hveli á þessum árstíma og mest sjái þeir háhyrninga núna. Ferð- irnar taka þrjá tíma og er stutt að fara. „Við förum út á víkina og svo að Öndverðanesi ef svo ber und- ir,“ sagði Gísli og þar með var látíð úr höfn og siglt á vit ævintýranna í blíðskaparveðri. af Búið að vera brjálað að gera í hvalaskoðun Gísli Ólafsson aðstoðar ferðamenn í hlífðargallana. Farþegar að koma sér fyrir um borð í Láka II.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.