Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 27
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2016 27 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 76 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðið var: „Oft mætir prettur pretti.“ Vinningshafi er: Sólrún B Guðbjartsdóttir, Fellasneið 10, 350 Grundarfirði. Óþarft Væta Píla Nefnd Værðar- hljóð Brellur Bók Klampi Út- jaska Ötul Full Svar Spræk- ur Skoða Púkar Öræfi Voði Vangi Bara Pen Örn 2 Getur Skaut Á fæti Óðagot Oftaka Bað Órar Mjór Samtök Félagi Fiskur 12 Sam- hljóðar 7 Tenging Ofn Gistir Frekja Þófinn Seðill 9 Þaut Úrill Smálest Tangi Svall Angan Skjól 3 Riðar Mislitt Blaður Öfug röð Göng Gaphús Álasa Geisla- baugur Sífellt Snagi Axla- band 1 Étandi For Fugl Sprikla 4 Glettist Greinar- merki Gufa Titill Depill Kvað Kantur 6 Ótti Skinn Beita 5 Muldra Væl Lína Hlaup Þrep Röð Rödd Rögg- semi Áhald Stafur Tók Óreiða Keyrði Fisk Vökull Fæða Hæð Sýni 8 1 2 3 4 5 6 7 8 9 FAB, félag aldraðra í Borgarfjarð- ardölum var stofnað 24. mars 1991 og fagnar því 25 ára afmæli um þessar mundir. Þungamiðja starfsins er að standa fyrir félagsstarfsemi eldri borgara með opnu húsi í félagsheimilinu Brún eftir hádegi á miðvikudögum frá september til maí. Þar er í boði ýmis dægrastytting svo sem spil, boccia, spjall, upplestur og aðgang- ur að kaffiborði við vægu verði. Iðulega er svo bætt í með öðrum atriðum eins og líkamsæfingum undir leiðsögn, söng og hljóðfæra- slætti eða fyrirlestrum til fróðleiks og skemmtunar. Þá er öðru hverju efnt til sérstakra viðburða eins og sviðamessu, sérstaks jólafundar með getraun og þorrablóts. Á hverju sumri stendur ferða- nefnd félagsins fyrir hópferð og hef- ur víða verið farið. Í sumar var farin 3ja daga ferð um Vestfirði með eft- irminnilegri leiðsögn Hauks Júlíus- sonar, en hann er af Rauðasandi og hafsjór fróðleiks um menn og mál- efni sem alkunna er. Í sumar er fyr- irhuguð ferð um Skagafjörð. Þá efn- ir ferðanefnd iðulega til styttri ferða, t.d. var farin haustlitaferð um Borg- arfjörð í október síðastliðnum. Einn- ig er gjarna efnt til menningarferða í nálæg byggðarlög eins og Reykja- víkurhrepp o.fl. Nú er t.d. boðið upp á hópferð á tónleika Álftagerð- isbræðra í Hörpunni 17. apríl. Þá er árlega í boði jólahlaðborð með gistingu á Hótel Örk í Hvera- gerði og þátttaka í sæluviku eldri borgara á sama stað á útmánuðum ár hvert, en hvort tveggja hefur ver- ið vinsælt hjá félagsmönnum. Fljótlega eftir stofnun félagsins var vakið máls á nauðsyn þess að safna og skrá örnefni á svæðinu. Þó hægt gengi framanaf er nú svo kom- ið að það hillir undir lok þessa verk- efnis, sem víða hefur vakið athygli og aðdáun og enda hlotið ýmsar viðurkenningar. Hafa örnefni flestra jarðanna nú verið skráð í korta- grunn Landmælinga Íslands, sem aðgengilegur er á netinu. Þar hefur verið bjargað mikilvægri þekkingu sem núlifandi og komandi kynslóðir munu njóta góðs af. Rétt til félagsaðildar hafa þeir sem eru orðnir 60 ára svo og mak- ar þeirra. Þrátt fyrir nafn félagsins er félagsaðild ekki einskorðuð við Borgarfjarðardali enda eru nokkrir félagsmenn búsettir annars staðar. Af tilefni afmælisins viljum við benda áhugasömum á að gerast fé- lagar. Það má gera með því að mæta í Brún eftir hádegi á miðviku- dögum eða hafa samband við for- mann félagsins, Svein Hallgríms- son, Vatnshömrum, (vatnshamrar@ vesturland.is) eða ritara, Önnu Hall- grímsdóttur, Hamri (hamar@vest- urland.is). Guðmundur Þorsteinsson. FAB - félag aldraðra í Borgarfjarðardölum 25 ára Pennagrein Emma Rakel Björnsdóttir hefur starf- að í mörg ár hjá Fjöliðjunni á Akra- nesi. Þar sinnir hún ýmsum verkefn- um líkt og aðrir starfsmenn. Verk- efnin geta verið að líma á vegastikur, pakka Prins póló súkkulaði í kassa, hjálpa til og margt fleira. Emma Rakel ákvað að hefja útgáfu á frétta- blaðinu Fjölfréttum fyrir um þrem- ur árum. Fjölfréttir koma alla jafn- an út einu sinni í mánuði í tveimur eintökum og þar birtir Emma frétt- ir af ýmsum málefnum sem henni eru hugleikin. Meðal vinsælla efnis- taka eru listi yfir afmælisdaga starfs- fólks Fjöliðjunnar, hvað er framund- an hjá íþróttafélaginu Þjóti, ÍA frétt- ir, uppskriftir og margt fleira. Þá birtir Emma einnig myndir frá ýms- um viðburðum sem starfsfólk Fjöl- iðjunnar hefur farið á. Aðspurð um hvers vegna hún ákvað að gefa út Fjölfréttir segir hún: „Mig langaði bara að gera fréttablað.“ Skemmti- legast þykir henni þegar aðrir eru duglegir að koma með hugmyndir að efni, enda er stundum erfitt að rit- stýra blaði og koma með allar hug- myndir sjálfur. Emma Rakel kom í starfskynningu á Skessuhorn síðast- liðinn föstudag. Hún hefur mikinn áhuga á því að skrifa fréttir og óskaði eftir að fá að heimsækja ritstjórnina á Fyrirmyndardeginum. Skagamaður í húð og hár Emma Rakel hefur nóg að gera í sín- um frítíma. Hún æfir bæði sund og boccia með Þjóti og hefur gaman af. En hvað finnst henni skemmti- legast? „Það er svo margt,“ seg- ir hún og hlær. „Það er erfitt að segja. Kannski að vera í tölvunni, fara á sund- og bocciaæfingar, fara á mót bæði í boccia og í sundi. Og að horfa á sjónvarp og slappa af eft- ir æfingu eða vinnuna,“ heldur hún áfram. Hún fylgist vel með fréttum sjálf og skoðar mikið fréttamiðla á vefnum, svo sem skessuhorn.is, mbl. is og fleiri. Þá er hún dugleg að fylgj- ast með á samfélagsmiðlinum Fa- cebook og stofnaði nýverið hóp þar sem hún kallar „Fréttablaðið henn- ar Emmu.“ Þar setur hún inn svip- aðar fréttir og myndir og birtar eru í Fjölfréttum. Í hópnum eru tæplega 30 meðlimir sem fylgjast með frétta- flutningi Emmu. „Ég hef gaman af alls konar efni, íþróttum og þá sér- staklega gengi ÍA og Þjóts í íþrótt- um, enda er ég Skagamaður í húð og hár,“ segir Emma. Hún segir að stundum taki lang- an tíma að búa til blað í Fjölfrétt- um. „Stundum hef ég fáar hug- myndir en svo fæ ég líka hugmynd- ir frá hinum og þá gengur þetta bet- ur. Alltaf á miðvikudögum förum ég og Svana eftir hádegi í einn tíma að finna fréttir.“ Emma prentar út blað- ið í vinnunni og setur eintökin í tvær möppur sem geymdar eru í Fjöl- iðjunni fyrir alla til að lesa og fletta blaðinu. „Síðan deili ég blaðinu líka í hópnum Fréttablaðið hennar Emmu,“ útskýrir hún. Emma seg- ir samstarfsfólk hennar ánægt með blaðið og flestir fletta því þegar það kemur út. grþ/erb Emma Rakel er ritstjóri Fjölfrétta Emma Rakel kom í starfskynningu á Skessuhorn sl. föstudag. Hér er hún með möppu þar sem hún geymir eldri eintök Fjölfrétta. Síðastliðinn föstudag opnaði Arion banki í Borgarnesi afgreiðslu í björtu og fallegu rými eftir endurgerð þess á annarri hæð í húsi sínu við Digra- nesgötu í Borgarnesi. Á neðstu hæð hússins er nú byrjað að innrétta fyrir verslun sem opnuð verður um næstu mánaðamót. Á efstu hæð hússins verður síðar í vor opnaður veitinga- staður með glæsilegu útsýni. Búið er að gjörbreyta skipulagi bankans inn- anhúss til að bankastarfsemin rúm- ist öll á annarri hæð hússins. Meðal annars hafa verið sett upp afgreiðsla og litlar heimsóknarskrifstofur þar sem starfsmenn geta tekið á móti viðskiptavinum og haldið fundi með þeim. Skrifstofur þessar hafa fengið nöfn fallegra fjalla í héraði, svo sem Baula, Ok, Eldborg og Skessuhorn. Fjöldi fólks lagði leið sína í bankann á föstudaginn enda boðið upp á kaffi og meðlæti í tilefni dagsins. mm Arion banki í bjart og hlýlegt húsnæði Steinunn Guðmundsdóttir þjónustustjóri, Bernhard Þór Bernhardsson svæðis- stjóri og Eiríkur J Ingólfsson verktaki sem sá um breytingar á húsinu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.