Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2016 25 Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins verða í Reyholtskirkju föstudaginn 15. apríl klukkan 20:30. Einnig mun kórinn syngja í Grundafjarðarkirkju, laugardaginn 16. apríl klukkan 14:00 og í Stykkishólmskirkju 16. apríl klukkan 17:00. Á efnisskránni er allt frá þjóðlögum ýmissa landa til kvikmyndatónlistar. Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir Aðgangseyrir 2500 kr. Allir hjartanlega velkomnir http://kammerkor.netserv.is Skagfirski Kammerkórinn Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar SK ES SU H O R N 2 01 6 Starfsfólk óskast við sundlaugarnar: í Borgarnesi, frá 30. maí til 31. ágúst á Kleppjárnsreykjum, frá 1. júní til 15. ágúst á Varmalandi, frá 1. júní til 15. ágúst Helstu verkefni: Í sundlauginni í Borgarnesi er um almenna vaktavinnu að ræða sem skiptist í morgun-, kvöld- og dagvaktir Á Kleppjárnsreykjum er 60% starf í boði, unnið í fimm daga og frí í tvo daga Á Varmalandi er um 100% starf að ræða, unnið í fimm daga og frí í tvo daga Í starfinu felst öryggisgæsla við sundlaug, afgreiðslustörf, aðstoð við viðskiptavini og þrif Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri Standast hæfnispróf sundstaða Með góða þjónustulund Umsóknafrestur er til 18. apríl 2016 Nánari upplýsingar veitir Ingunn Jóhannesdóttir í síma 433-7140 eða á netfanginu ingunn28@borgarbyggd.is Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið ingunn28@borgarbyggd.is Með umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Enn kynnum við rósahafa vikunn- ar til leiks í Skessuhorni. Eins og kunnugt er gengst Blómasetrið - Kaffi kyrrð í Borgarnesi fyrir vali á einstaklingi sem þykir verðskulda að fá rós og þakklæti frá samfé- laginu. Tekið er á móti tilnefning- um í Blómasetrinu. Af tæknileg- um ástæðum féll í síðustu viku út nafn rósahafans í vikunni sem þá leið. Það var Unnsteinn Þorsteins- son sjúkraflutningamaður. Í þess- ari viku er það Ingibjörg Inga Guð- mundsdóttir skólastjóri í Brekku- hvammi sem fékk rós. mm Rósahafar síðustu tveggja vikna Unnsteinn Þorsteinsson fékk rós í næstsíðustu viku í Vetrar- Kærleiknum. Rósina fékk hann fyrir, eins og segir í tilnefningunni: „Hann er góður maður sem vill allt fyrir alla gera. Gerir aldrei mannamun og allir eru jafnir í hans huga. Sinnir vel starfi sínum sem sjúkraflutningamaður. Með hjarta úr gulli.“ Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir skólastjóri fékk rós þessarar viku í Vetrar-Kærleiknum. Rósina fékk hún fyrir, eins og segir í tilnefningunni: „Hún er jákvæð, glaðlynd, brosmild, dugleg, fylgin sér, góðhjörtuð og þykir afar vænt um samfélagið sitt í allri sinni mynd.“ „Nú er þó komið vor,“ varð ljós- myndara Skessuhorns hugsað þeg- ar hann mætti þessu gamla ökutæki á gönguferð sinni í blíðunni í Borg- arnesi á sunnudaginn. Þarna var á ferð Þórarinn Jónsson frá Hamri í Þverárhlíð, á Ferguson árgerð 1949, en Þórarinn er mikill áhuga- og hagleiks maður um lagfæringar og varðveislu gamalla véla og öku- tækja. þg Þórarinn fagnar vorkomunni

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.