Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201630 „Hvað er uppáhalds gosið þitt?“ Spurning vikunnar (Spurt á Akranesi. Blaðamaður og ljósmyndari var Emma Rakel Björnsdóttir starfsnemi) Gilmar Þór Benediktsson: „Kók.“ Gunnar Bragi Jónasson: „Ég verð eiginlega að segja Coca Cola.“ Þröstur Ólafsson: „Það er gosið á Fimmvörðu- hálsi.“ Aldís Inga Stefánsdóttir: „Kók.“ Helga Dögg Lárusdóttir: „Egils appelsín.“ Eins og greint var frá í síðasta tölu- blaði verður á næstu vikum rætt við forsvarsmenn golfklúbba á Vest- urlandi og staðan tekin á völlum í landsfjórðungnum. Í liðinni viku hitti blaðamaður Skessuhorns að máli Jóhannes Ármannsson, fram- kvæmdastjóra Golfklúbbs Borgar- ness og vallarstjóra á Hamarsvelli. Rætt var bæði um völl og klúbb. Jó- hannes segir Hamarsvöll koma vel undan vetri. „Völlurinn lítur rosa- lega vel út miðað það sem við höf- um kynnst á svipuðum tíma und- anfarin ár, sérstaklega ef miðað er við til dæmis vorið 2014,“ segir Jó- hannes. „Það er búið að bera fyrstu áburðargjöfina á flatirnar. Nú bíð- um við bara eftir að hlýni í veðri og gróðurinn taki aðeins við sér,“ segir hann og bætir því við að enn sé ör- lítið frost í Hamarsvelli. „Þó að hlýtt sé yfir daginn þá frystir enn á nótt- unni þannig að það er ennþá smá frost í vellinum. En apríl er nú bara nýbyrjaður.“ Staðsetning Hamarsvallar er að vissu leyti einstök, en hann er eini golfvöllur landsins sem er með hót- el á svæðinu. „Þessi staður, Ham- arslandið, hefur mikið aðdráttarafl. Hingað koma yfir 30 þúsund gest- ir á hverju ári á hótelið eða í golf og sumir gera hvort tveggja. Við höfum mikið samstarf við hótelið, sem hef- ur gengið mjög vel,“ segir Jóhann- es. Eins og Skessuhorn hefur greint frá er þessi misserin verið að stækka hótelið og Jóhannes segir að sam- hliða þeirri stækkun hafi verið ráðist í breytingar á Hamarsvelli. Ná þær til 8. holu vallarins en teigar braut- arinnar verða færður lengra til aust- urs, fjær hótelinu. „Í fyrsta lagi verða gerð ný teigasett. Teigarnir verða stórir og vel uppbyggðir, þannig að kylfingar koma til með að sjá flötina frá teig, ólíkt því sem er í dag,“ segir hann. „Í haust munum við svo ráð- ast í að breyta umhverfi flatarinnar. Færa þarf mikið af háum öspum og þannig munu kylfingar sjá enn bet- ur frá teig,“ bætir hann við. Einn- ig munu gestir hótelsins geta fylgst með kylfingum spila út um glugga hótelsins. „Við fengum Edwin Ro- ald golfvallararkitekt til að vinna þetta verkefni með okkur og hann hefur verið okkur innan handar í hugmyndavinnunni.“ Skuldlaus klúbbur Jóhannes greinir ánægður frá því að rekstur klúbbsins sé kominn á réttan kjöl, eftir að samkomulag náðist við Arion banka um skuld- ir klúbbsins. „Klúbburinn er nú skuldlaus og rekstrarumhverfið gjörbreytt,“ segir hann. „Rekstur- inn kemur engu að síður til með að verða nokkuð strembinn. Í fyrra var framkvæmdasamningur klúbbsins við Borgarbyggð vegna stækkunar vallarins fullnustaður. Var það hluti af samkomulaginu við bankann sem gerði okkur kleift að greiða niður skuldir klúbbsins,“ bætir hann við. Einnig fræðir Jóhannes blaða- mann um að þessa dagana séu for- svarsmenn klúbbsins í viðræðum við Borgarbyggð um rekstrarstyrk. „Við höfum aldrei fengið bein- an rekstrarstyrk eins og algengt er með önnur íþróttafélög og tíðk- ast hjá þeim klúbbum sem við ber- um okkur saman við. Þeir fá all- ir styrki frá sínum sveitarfélögum. Okkur finnst við ekki alveg sitja við sama borð hvað þetta varðar,“ seg- ir Jóhannes. „En það er vonandi að stjórnendur sveitarfélagsins sjái sér fært að koma að starfi okkar með þessum hætti,“ bætir hann við. Óreyndum kylfingum boðin kennsla Golfklúbbur Borgarness státar auk Hamarsvallar af veglegri 300 fer- metra inniaðstaða í Brákarey með púttvelli og golfhermi. „Sú að- staða er mikið notuð. Þar æfa börn og unglingar allan ársins hring og eldri borgarar hafa verið duglegir að hittast og spila þar í vetur,“ seg- ir Jóhannes. „Við höfum haldið alls konar innanfélagsmót í golfherm- inum og eins höfum við stundum hist þar klúbbfélagar og bara horft saman á enska boltann eða golf og tekið því rólega í góðum félags- skap,“ bætir hann við. Félagar í Golfklúbbi Borgar- ness eru um 150 talsins auk barna- og unglinga. Hefur félagafjöldinn haldist nokkuð stöðugur undan- farin ár að sögn Jóhannesar. „En alltaf er að fjölga í hópi yngri iðk- enda, sem er lykillinn að nýliðun í klúbbnum. Golfkennarinn okk- ar, Kristinn Bjarnason PGA kenn- ari, sér um barna- og unglinga- starfið. Hefur það gefið góða raun og ég vona að það komi til með að eflast enn frekar,“ segir Jóhann- es. „Einnig er öllum nýjum félags- mönnum, sem eru kannski að stíga sín fyrstu skref í golfinu, boðið upp á kennslu hjá Kristni í undirstöðu- atriðum golfíþróttarinnar.“ Á vordögum ætla forsvarsmenn klúbbsins með aðstoð dyggra félagsmanna að ráðast í smá átak til að freista þess að fjölga félags- mönnum úr heimasveitarfélaginu Borgarbyggð. „Við ætlum að bjóða fólki að koma til okkar, skoða völl- inn og aðstöðuna saman og kynna þeim okkar félagsstarf,“ segir Jó- hannes. Golf á Unglinga- landsmóti Framundan á komandi sumri er að sögn Jóhannesar nokkuð hefð- bundið félagsstarf með opn- um mótum og innanfélagsmót- um, auk þess sem margir efnileg- ir kylfingar munu leika á Ham- arsvelli um verslunarmannahelg- ina. „Það verður keppt í golfi á Unglingalandsmótinu. Keppni stendur yfir tvo daga í sex flokk- um. Við stefnum að því að keppt verði í golfi að morgni fimmtudags og föstudags, svo keppnin stangist sem minnst á við keppni í öðrum greinum,“ segir Jóhannes. kgk Ráðist hefur verið í breytingar á Hamarsvelli Jóhannes Ármannsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness og vallarstjóri á Hamarsvelli. Breytingar standa yfir á teigum 8. holu Hamarsvallar. Teigarnir hafa verið færðir lengra til austurs og verða bæði stórir og uppbyggðir. Ljósm. Golfklúbbur Borgarness. Laugardaginn 2. apríl síðastlið- inn fór fram Íslandsmeistaramót- ið í bekkpressu. Kraftlyftinga- félag Akraness sendi þrjá keppend- ur til þátttöku á mótinu. Lára Bo- gey Finnbogadóttir keppti í +84 kg flokki og lyfti 120 kg, 125 kg og mest 130 kg. Allar voru lyfturn- ar gildar og skiluðu þær Láru öðru sæti í mótinu. Steinunn Guðmundsdótt- ir keppti í -74 kg flokki. Náði hún einni gildri lyftu, 85 kg og hlaut hún gullverðlaun fyrir vikið. Ár- angur Steinunnar og Láru skilaði Kraftlyftingafélagi Akraness enn fremur sigri í stigakeppni kvenna. Einar Örn Guðnason keppti í -105 kg flokki og náði einni gildri lyftu. Upp fóru 235 kg og hlaut hann gullverðlaun fyrir þann ár- angur. Klassísk bekkpressa Á sunnudeginum var haldið Ís- landsmeistaramótið í klassískri bekkpressu, en þar er lyft án stuðningsbeltis eða annars búnað- ar. Kraftlyftingafélag Akraness átti tvo keppendur á því móti. Áður- nefndur Einar Örn Guðnason keppti í -105 kg flokki. Lyfti hann fyrst 175kg og næst 184kg og setti þar með nýtt Íslandsmet. Metinu hélt hann þó ekki lengi því kepp- andi frá Gróttu bætti það skömmu síðar. Einar reyndi því næst við 192,5 kg en fékk lyftuna ekki gilda og varð að sætta sig við annað sæt- ið. Svavar Örn Sigurðsson keppti í -74 kg flokki og lyfti 115 kg nokk- uð auðveldlega en reyndist það eina gilda lyftan hans. Hann komst ekki á verðlaunapall en engu að síður góður árangur hjá Svavari sem er aðeins 16 ára gamall og var að keppa á sínu fyrsta kraftlyft- ingamóti. Ljóst er að þar fer efni- legur ungur íþróttamaður. kgk/sg Kraftlyftingafólk af Akranesi gerði það gott í bekkpressu Keppendur Kraftlyftingafélags Akraness öttu kappi í bekkpressu og klassískri bekkpressu fyrstu helgi mánaðarins. F.v. Lára Bogey Finnbogadóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Svavar Örn Sigurðsson og Einar Örn Guðnason. KFÍA hefur sam- ið um að hinn tví- tugi sóknarmað- ur Martin Hum- mervoll komi til láns frá Viking Stavanger og spili með meistara- flokki félagsins í sumar. Mart- in lék með Kefla- vík seinni hluta sumarsins í fyrra í Pepsídeildinni og lék þá níu leiki og skoraði þrjú mörk. Gunnlaugur Jónsson þjálf- ari er afar ánægður með liðsstyrkinn. „Martin er góður sóknarmaður og verður góð viðbót við hópinn okkar. Hann þekkir íslenskar aðstæður, sem er kostur, og við höfum fengið góð meðmæli með honum,“ segir Gunn- laugur jafnframt. Meistaraflokkur karla hjá ÍA var í æf- ingaferð í Farum í Danmörku í síð- ustu viku. Martin hitti hópinn á miðvikudaginn og var meðfylgjandi mynd tekin af honum eftir æfingu liðsins á aðalvelli úrvalsdeildarliðsins Nordsjælland. mm Martin Hummervoll að láni til ÍA Norðmaðurinn Martin Hummer- voll er genginn til liðs við ÍA. Ljósm. hi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.