Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201618 Norðurljósavertíðinni fer nú senn að ljúka en Vestlendingar hafa margir hverjir orðið varir við aukna ásókn erlendra ferðamanna í leit að norðurljósum í landshlut- anum. Íbúi á Akranesi sem var á ferðinni úr Reykjavík aðfarar- nótt 29. mars síðastliðinn mætti 37 stórum hópferðabílum frá Ár- túnsbrekkunni og í Hvalfjarðar- göng. Rúturnar voru allar fullar af erlendum ferðamönnum sem voru að koma úr norðurljósaferð í Borgarfjörð. Lauslega áætlað voru þar á ferð á þriðja þúsund manns á tæplega klukkutíma. Meðfylgjandi mynd tók frétta- ritari Skessuhorns í Búðardal við Laxá í Dölum, þar hann átti mót með íslenskum leiðsögumanni sem var á ferð um landið ásamt amer- ískum ferðamanni í einkaleiðsögn. Þess má að lokum geta að norð- urljósaspá fyrir kvöldið og annað kvöld er mjög hagstæð (miðviku- dag og fimmtudag). mm/sm / Ljósm. Steina Matt. Mikil sókn ferðamanna í að sjá norðurljósin Um þessar mund- ir eru leikglaðir fé- lagar í Nemenda- félagi Fjölbrauta- skóla Vesturlands tíð- ir gestir í Bíóhöllinni á Akranesi. Þar verð- ur leikritið Fullkom- ið brúðkaup frum- sýnt næsta föstudag, 15. apríl. Skessu- horn ræddi við þær Sunnevu Lind Ólafs- dóttur og Brynju Rún Björnsdóttur úr leiklistarklúbbi nem- endafélagsins, sem á veg og vanda að sýn- ingunni. „Þetta er farsi, mjög fyndinn og hef- ur allt sem góður farsi þarf að hafa. Það verður mikill misskilningur, algert klúður og ein- hvern veginn fer ekkert eins og það á að fara,“ segja þær og eru fullar eft- irvæntingar. „Sýningin var ótrúlega vinsæl þegar hún var sett upp á Ak- ureyri á sínum tíma. Við höfum tvisv- ar fengið gesti í salinn á æfingar og viðbrögðin voru vonum framar, það var mikið hlegið. Þannig að við erum mjög spenntar að byrja að sýna“ segja þær. Sjö leikarar stíga á svið í Fullkomnu brúðkaupi en alls koma um 20 manns að sýningunni með einum eða öðrum hætti. Kveður þar við annan tón en undanfarin ár. „Síðustu ár hafa ver- ið settar upp mjög stórar sýningar og þar af hafa verið söngleikir núna tvö ár í röð. Okkur langaði að breyta aðeins til og ákváðum að fara þessa leið,“ segja þær. Hallgrímur Ólafs- son var fenginn til að leikstýra, en hann hefur leikstýrt sýningum nem- endafélagsins undanfarin ár. „Við erum mjög ánægðar með samstarfið við Halla. Hann hefur leikstýrt síð- ustu þremur sýningum og við vitum að það er gott að vinna með hon- um,“ segja þær. Að sögn þeirra Sunnevu og Brynju er allt að smella saman fyr- ir stóra daginn. Verið er að leggja lokahönd á allan undirbúning og verkið að taka á sig endanlega mynd. „Æfingarnar hafa gengið mjög vel og við höfum séð miklar framfarir hjá leikurunum frá því við byrjuðum,“ segir Sunneva. Miðasala fer fram í verslun Omnis á Akra- nesi en einnig í Bíóhöllinni, þar sem miðasala hefst tveimur klukkustundum fyrir hverja sýningu. Sunneva og Brynja hvetja að sjálfsögðu alla til að næla sér í miða. „Ef þú hefur gaman af því að hlæja þá er þetta sýning fyrir þig,“ segja þær að lokum. kgk/ Ljósm. Sveinn Þór Þorvaldsson. Fullkomið brúðkaup frumsýnt í Bíóhöllinni á föstudaginn Gallerý Snotra f lytur í nýtt glæsilegt húsnæði að Kirkjubraut 5 Laugardaginn 23.apríl n.k. OPNUM: Einnig nýja og spennandi undirfatadeild SK ES SU H O R N 2 01 6 Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í yfir 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5 Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.