Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201620 Félagar í Búnaðarfélagi Mýramanna stóðu að árlegri Mýraeldahátíð síð- astliðinn laugardag og buðu hverj- um sem vildi að heimsækja þá og eiga góðan dag. Stærsti hluti há- tíðarinnar fór fram í Reiðhöllinni Faxaborg í Borgarnesi en kvöldvaka var síðan eftir mjaltir í félagsheim- ilinu Lyngbrekku. Hátíð þessari hefur stöðugt vaxið fiskur um hrygg og nú á tíu ára afmælinu sáu bænd- ur fram á að til bóta væri að færa sýningarsvæðið í stærra hús. Sú til- raun heppnaðist prýðilega. Gríðar- legur fjöldi sótti hátíðina og er áætl- að að vel á annað þúsund manns hafi mætt í Faxaborg og um tvö hundruð voru svo í Lyngbrekku um kvöldið. Sigurjón Helgason bóndi á Mel og formaður búnaðarfélags- ins var afar sáttur eftir helgina þeg- ar rætt var við hann. „Það eru all- ir ánægðir, bæði gestir og við sem að félaginu stöndum. Hingað kom fjöldi fyrirtæki til að kynna vöru og þjónustu, veðurguðirnir spiluðu út sínum bestu trompum og gest- ir voru með bros á vör. Ég vil nota þetta tækifæri og koma á framfæri kærum þökkum til allra sem lögðu hönd á plóg að gera þessa hátíð að veruleika. Hvort sem það voru sjálf- boðaliðar, félagasamtök eða aðrir. Við í búnaðarfélaginu erum glöð og ánægð og þökkum kærlega fyrir okkur,“ sagði Sigurjón. Fjölmargir lýstu ánægju sinni með daginn. Þórhildur Þorsteins- dóttir bóndi á Brekku og formað- ur Búnaðarsamtaka Vesturlands var meðal gesta. Hún sagði bjart yfir Borgarfirðinum og Mýrum. „Fyrir hönd Búnaðarsamtaka Vesturlands vil ég óska Búnaðarfélagi Mýra- manna til hamingju með stórglæsi- lega landbúnaðarsýningu; Mýra- eldahátíð 2016. Við skulum hafa það í huga að þetta er „lítið“ búnað- arfélag, sem drifið er áfram af dug- miklu fólki. Það sást glöggt í dag hvað það er hægt að gera ef áhugi, samvinna og mannauður fer saman svo við tölum nú ekki um sjálfboða- vinnuna sem fólk leggur af hendi. Svo ljúka þeir deginum með glæsi- legri kvöldvöku og dansleik. Það er gaman að vera tengdur landbúnaði á einn eða annan hátt á svona dög- um,“ skrifaði Þórhildur í þakkar- kveðju á facebook síðu sinni. Und- ir þau orð hennar má sannarlega taka. Meðfylgjandi myndir voru teknar í og við Faxaborg á laugardaginn og fá hér að tala sínu máli. mm Mýraeldahátíð aldrei fjölmennari en á tíu ára afmælinu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.