Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2016 15 ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13 Kári Rafnsson umsjónarmaður fast- eigna við Grunnskóla Snæfellsbæj- ar hefur mörg járn í eldinum. Auk þess að sinna sínu starfi við skólann er hann öllum stundum í bílskúr sín- um við allskonar viðgerðir á raf- tækjum. Þegar fréttaritari heimsótti Kára á dögunum í bílskúrinn var vart hægt að þverfóta fyrir tækjum og tól- um sem Kári var með í viðgerð. Að- spurður um þetta áhugamál sitt segir Kári að hann hefði alltaf haft áhuga á raftækjum, allt frá því hann var ung- lingur. Svo hafi þetta bara undið upp á sig. Kári er menntaður vélstjóri og var á sjó í mörg ár og er því kunnugur allskonar vélum og tækjum. Kári segist mikið vera í að gera við þvottavélar, þurrkara og önnur raf- tæki, svo sem gömul útvörp, kaffi- vélar og bara allt það sem fólk biður hann um. Hann kveðst einungis einu sinni hafa þurft að kaupa varahlut í þvottavél. „Ég millifæri varahluti úr öðrum vélum sé þess þörf og reyni þannig að nýta allt eins vel og kostur er. Fólk leitar mikið til mín með tæki til viðgerðir auk þess sem ég fer heim til viðskiptavina og geri við á staðn- um sé það hægt. Ég fæ einnig oft gef- ins vélar sem fólk ætlar að henda og reyni að gera við tækin. Oft er það þó ekki hægt sé um meiriháttar bilanir að ræða, eins og til dæmis ef heilinn í vélunum gefur sig. Þá borgar sig ekki að gera við vélarnar en þá er í staðinn hægt að nýta aðra hluti úr þeim eins og mótora og fleira,“ segir Kári. Auk þess að gera við rafmagns- tæki og vélar segir Kári að hann að- stoði ferðamenn sem lendi í því að dæla vitlausu eldsneyti á bíla sína og eigi hann í góðu sambandi við iðnað- armenn í Snæfellsbæ sem benda oft á hann til þeirra verka. af Gerir við og endurnýtir gömul raftæki Kári ásamt léttakerrunni góðu sem hann notar mikið. Kári ásamt tveimur af fjórum barnabörnum sínum, þeim Friðgeiri Kára Aðal- steinssyni og Birgittu Söru Björnsdóttur. Mikið er af varahlutum í bílskúrnum hans Kára. ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík · Sími 591 2700 · www.on.is Allar fyrirspurnir vegna útboðs skal senda á utbod@on.is Útboð ONV 2016-06 / 09.04.2016 Orka náttúrunnar ohf. óskar eftir tilboðum í útboðsverkið: Andakílsárvirkjun – Endurnýjun á stöðvarþaki: Útboðsverkið felst í endurnýjun og viðgerðum þaka á stöðvarhúsi Andakílsárvirkjunar, en þrjú þök eru á stöðvarhúsinu. Helstu verk eru að endurnýja allt bárujárn, pappa og áfellur á þaki auk endurnýjunar á þakrennum, rennuböndum, niðurfallsrörum sem eru ónýt ásamt öðrum fylgihlutum. Einnig á að endurbæta burðarvirki og loftun þaka. Framkvæmdasvæðið er við Andakílsárvirkjun í Borgarfjarðarsveit. Helstu verkþættir útboðsverksins eru (með fyrirvara um breytingar á magntölum): Rif og hreinsun þakklæðninga 640 m² Endurnýjun þakjárns og þakpappa 640 m² Endurnýjun áfella 130 m² Endurnýjun þakrenna, rennubanda 110 m Endurbætur á útloftunarrörum 70 stk Snjógrindur 20 m Verklok heildarverks skulu vera eigi síðar en 31.08.2016 Verkinu er nánar lýst í útboðsgögnum „ONVK-2016-06 Andakílsárvirkjun – Endurnýjun á stöðvarþaki“ Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu frá og með þriðjudeginum 12. apríl 2016 á vefsíðu OR https://www.or.is/fjarmal/utbod#page-7016 Tilboð verða opnuð hjá Orku Náttúrunnar ohf. Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík, þriðjudaginn 26. apríl 2016 kl. 10:30.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.