Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201624 Söngkeppni framhaldsskólanna fór fram í myndveri Sagafilm í Reykja- vík um liðna helgi. Keppnin þótti skemmtileg og góð og voru fulltrú- ar þeirra skóla sem tóku þátt sér og sínum til sóma. Nokkur nemenda- félög höfðu þó dregið sig úr keppn- inni vegna breytinga sem innleidd- ar voru fyrir keppnina í ár. Helsta breytingin á fyrirkomulagi keppn- innar var sú að aðeins voru tólf at- riði valin til að taka þátt í aðal- keppninni. Aðeins einn skóli af Vesturlandi átti fulltrúa í keppn- inni í ár og var það Fjölbrautaskóli Vesturlands. Sigurvegari í keppn- inni varð hljómsveitin Náttsól úr Menntaskólanum við Hamrahlíð með flutningi á lagi Bjarkar Guð- mundsdóttur, Hyperballad. Í öðru sæti urðu þau Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónsson úr Fjölbrautaskóla Vesturlands með lagið Not In That Way eftir Sam Smith. Menntaskól- inn að Laugarvatni hlaut flest at- kvæði í símakosningu og varð í þriðja sæti að mati dómnefndar. Það voru þau Guðbjörg Viðja Ant- onsdóttir, Aron Ýmir Antonsson, Elva Rún Pétursdóttir, Guðjón Andri Jóhannsson og Sigrún Birna Pétursdóttir sem fluttu Queen slag- arann Sombody to Love. grþ Urðu í öðru sæti í Söng- keppni framhaldsskólanna Jóna Alla Axelsdóttir og Ari Jónsson úr FVA urðu í öðru sæti keppninnar með flutningi á laginu Not In That Way eftir Sam Smith. Ljósm. Sagafilm. Nú er sumarið komið. Það var sam- dóma álit þeirra Snæfellinga sem fréttaritari Skessuhorns ræddi við á förnum vegi í Ólafsvík á sunnudag- inn. Fjöldi fólks notaði blíðviðr- ið til gönguferða en það er jafn- an vísbending um að sumarið sé allavega í nánd þegar þvottaslöng- ur eru komnar á þvottaplanið hjá Orkunni. Var Hjördís Björnsdótt- ir ein þeirra sem notaði tækifærið og skolaði af bílnum sínum. Einnig notuðu hundaeigendur tímann til að viðra sig og hundana og að sjálf- sögðu var komið við í sjoppunni og keyptur ís. Formlega hefst svo sum- arið samkvæmt almanakinu í næstu viku, fimmtudaginn 21. apríl. af Sammála um að sumarið sé komið Nýverið heimsótti fimmtán manna hópur ungmenna á vegum sam- takanna Veraldarvinir (e. World- wide Friends) Stykkishólm í þeim tilgangi að kynnast ungmennum á sama aldri. Veraldarvinir eru ís- lensk félagasamtök með alþjóðleg- um tengslum sem taka á móti ung- mennum alls staðar að úr heimin- um, ýmist til að starfa í sjálfboða- liðavinnu eða að öðrum samfélags- legum verkefnum. Hópurinn sem dvaldi í Stykkishólmi eru ungling- ar frá Belgíu á aldrinum 13 til 17 ára. „Við tökum á móti erlend- um sjálfboðaliðum í alls kyns verk- efni, aðallega tengd umhverfinu. Við fáum hingað á bilinu 1.600 til 1.700 manns á ári, enda veitir ekki af því að hugsa um umhverf- ið,“ segir Þórarinn Ívarsson fram- kvæmdastjóri Veraldarvina í sam- tali við Skessuhorn. Hann segir samtökin einnig taka á móti hóp- um ungmenna sem komi til Íslands til að kynnast landi og þjóð og seg- ir hópinn sem nú kom hafa komið í þeim erindagjörðum. „Þessi hóp- ur var hér á vegum samtaka í Belgíu sem kallast Mu-ze-um. Þeir hafa komið nokkrum sinnum til Íslands á síðustu árum. Í janúar komu þau með stóran hóp af fólki á Snæfells- nes og fannst svo frábært að vera þarna fyrir vestan að þau ákváðu að koma aftur með annan hóp núna í lok mars,“ útskýrir hann. Mynduðu tengsl við önnur ungmenni Báðir hóparnir sem dvöldu á Snæ- fellsnesi á þessu ári komu hing- að til að kynnast ungmennum á sama aldri. Veraldarvinir hafa verið í samstarfi við Evrópu unga fólks- ins með ungmennaskipti, þar sem íslensk ungmenni fá tækifæri til að heimsækja önnur lönd innan Evr- ópu og tekið er á móti erlendum ungmennum í staðinn. „Þessi belg- ísku samtök eru mikið í listum og var þemað í fyrra verkefninu ein- mitt tengt listum og hét „Elements in time“ þar sem þau tókust á við vatn, eld og önnur frumefni. Það er nóg af þeim á Íslandi og það passaði því mjög vel,“ segir Þórar- inn. Hann segir fyrri heimsóknina hafa verið styrkta af Evrópusam- bandinu en ekki þá seinni. „Það var ekki þétt dagskrá hjá þeim í þessa átta daga sem þau dvöldu í Stykk- ishólmi, heldur komu þau hingað til að kynnast landi og þjóð. Þau komu bara hingað til þess að njóta og kynnast íslenskum ungmennum, sem tókst og það var markmiðið með þessu; að mynda tengsl.“ Hann segir hópinn hafa gist á Harbo- ur hostel og að dvölin hafi verið einstaklega vel heppnuð. „Það var gríðarlega vel tekið á móti þeim og þeim fannst þetta alveg meirihátt- ar. Þeim fannst alveg frábært að vera þarna fyrir vestan enda voru báðir hóparnir einstaklega heppn- ir með veður. Þau fóru í skoðunar- ferð kringum Nesið og fannst nátt- úran alveg stórfengleg. Þessi sam- tök hafa verið að senda hópa bæði norður, austur og út um allt land en fannst náttúran alveg standa upp úr á nesinu. Þessir leiðbeinendur sem voru með þeim voru að koma hing- að í áttunda eða níunda sinn,“ seg- ir hann og bætir því við að það hafi ekki verið nein tilviljun að þau hafi valið að koma svona fljótt aftur á Snæfellsnesið. Vilja senda sjálfboðaliða á Vesturland „Það sem verður síðan í framhald- inu er að við ætlum að bjóða ung- mennum úr Stykkishólmi og Ólafs- vík að fara og heimsækja þessi sam- tök í Belgíu og viðhalda þessum tengslum sem eru komin á,“ segir Þórarinn. Hann segir að farið verði í þá heimsókn með haustinu og að verkefnið verði styrkt af Evrópu- sambandinu. „Þegar þau fara verð- ur allur ferðakostnaður greiddur, sem og uppihald. Það er allt greitt af Evrópusambandinu. Við munum auglýsa þetta verkefni betur þegar nær dregur.“ Þórarinn segir jafnframt að fjöl- mörg umhverfisverkefni séu fram- undan hjá Veraldarvinum en þó sé ekkert þeirra á Vesturlandi. „Við hefðum gjarnan viljað fá fleiri verkefni fyrir vestan. Við höfum verið nokkrum sinnum með sjálf- boðaliðaverkefni á Vesturlandi en það er ekkert framundan. Við get- um vel skipulagt fleiri verkefni og myndum líka vilja senda sjálfboða- liða á Vesturland á þessu ári.“ grþ Ungir Veraldarvinir heimsóttu Stykkishólm Belgíski hópurinn var einstaklega heppinn með veður í ferð sinni um Snæfellsnesið. Belgíski hópurinn heimsótti meðal annars nemendur í 10. bekk í Grunnskólanum í Stykkishólmi. Ljósm. Grunnskólinn í Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.