Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2016 23 Gauti Sigurgeirsson er rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Borgarnesi. Hef- ur hann alloft sést fyrir utan Húsa- smiðjuna með svartan ruslapoka þar sem hann hefur tínt rusl á lóð versl- unarinnar og alveg niður að þjóð- vegi. Gauti segir óvenju mikið af rusli hafi safnast upp í vetur. „Hér og víðar hefur þetta verið slæmt í vetur. Það er búið að vera mikið rok en aft- ur á móti lítill snjór. Snjórinn ferg- ir venjulega ruslið svo það fýkur síð- ur,“ segir Gauti og bætir því við að kominn hafi verið tími á að taka til hendinni við lóðina. „Þetta var orðið ógeðslegt. Móinn fyrir neðan lóðina var þakinn rusli alveg niður að vegi frá afleggjaranum hingað uppeftir og nánast út að hringtorgi,“ segir Gauti. Undanfarnar vikur hefur hann far- ið reglulega út og fyllt hvern rusla- pokann á fætur öðrum af rusli. „Ég smellti mér í þetta og þótti það svo sem ekkert merkilegt í sjálfu sér. Mér þykir ekki tiltökumál að hafa snyrti- legt í kringum mig og að ásýndin sé þokkaleg,“ segir hann og bætir því við að íbúar í Kvíaholtinu í Borgar- nesi hafi tekið sig saman og hreinsað til í sínu hverfi fyrir skömmu síðan. Hluti ruslsins frá versluninni Á dögunum þegar Gauti fór út greip viðskiptavinur gæsina og smellti mynd af honum við ruslatínsluna. Birtist myndin í íbúahópi Borgnes- inga á facebook. Næst rataði mynd- in í lokaðan hóp starfsmanna Húsa- smiðjunnar. Vatt það upp á sig því skömmu síðar birtist mynd af Óla B Jónssyni, rekstrarstjóra verslunarinn- ar á Akranesi, að tína rusl og skorað var á fleiri rekstrarstjóra að gera slíkt hið sama. „Á sama tíma og mér þyk- ir í raun ekkert merkilegt að þrífa í kringum mig er ég auðvitað ánægð- ur að þetta skyldi vekja viðbrögð og vera öðrum hvatning til að gera slíkt hið sama,“ segir Gauti ánægð- ur. Hann tekur það hins vegar skýrt fram að starfsmenn verslunarinnar hafi skyldum að gegna þegar kem- ur að rusli á og við lóðina. „Það eru ótrúlegustu hlutir sem maður finn- ur meðfram þjóðveginum; dósir og flöskur, matarumbúðir og fleira en ég viðurkenni fúslega að stór hluti af ruslinu sem er hérna við lóðina kem- ur frá okkur, timburflísar og fleira slíkt. Við erum hér með stóra timb- ursölu og frá henni berst rusl, ég ætla ekki að skorast undan því,“ segir hann. „Starfsmenn fyrirtækisins hafa sjálfir séð um að halda hreinu í kring- um verslunina, farið út og tekið til á lóðinni þegar vorar. En mig munar ekkert um að fara út fyrir lóðina og að þjóðveginum. Mér finnst gaman að geta horft út um gluggann hér á skrifstofunni minni án þess að sjá rusl úti um allt,“ segir Gauti og bætir því við að næstu verk séu að taka til á og við timbursöluna á bakvið hús. Hvetur alla til að tína rusl Aðspurður telur Gauti umgengni um landið ekki hafa versnað almennt. Enn fremur segir hann Borgar- nes hvorki ósnyrtilegra né snyrti- legra en aðra bæi á landinu. „Þetta er bara eins og alls staðar annars stað- ar. Sumir eru duglegir að hreinsa til í kringum sig og aðrir ekki. Ég ætla ekki að halda því fram að Borgnes- ingar séu betur eða verr í sveit settir en aðrir hvað þetta varðar. Almennt held ég að þetta sé í ágætt, rétt eins hér og í Borgarnesi. Fólk hefur oft tekið sig saman og tínt rusl, eins og gert var í Kvíaholtinu um daginn,“ segir Gauti. „Þegar einn tekur sig til og byrjar þá fylgja kannski aðrir á eftir, sem er hið besta mál,“ segir „Þykir ekki tiltökumál að hafa snyrtilegt í kringum mig“ hann og bætir því við að það skipti ekki máli hver sé fyrstur. Aðal mál- ið sé að halda umhverfinu snyrtilegu og hann hvetur alla til að gera það eftir fremsta megni. „Þetta er hollt og heilsusamlegt, gott samfélagsmál sem gleður alla,“ segir Gauti Sigur- geirsson að lokum. kgk Meðfram þjóðvegum landsins má finna ótrúlegustu hluti. Þegar blaðamaður fór út með Gauta Sigurgeirssyni að tína rusl við lóð Húsasmiðjunnar í Borgarnesi kenndi ýmissa grasa. Meðal þess sem þar leyndist var þessi túrtappi. Plast er stór hluti ruslsins en einnig spýtukubbar og annað timburrusl, sem Gauti viðurkennir fúslega að komi frá Húsasmiðjunni. Hluti ábyrgðarinnar sé því hjá starfs- mönnum verslunarinnar. Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit heldur upp á 50 ára starfsafmæli skólans laugardaginn 7. maí 2016 Heiðarskóli verður opinn frá kl. 16.00 – 18.00. Hægt verður að skoða skólann, sjá heimildarmynd um sögu skólans og fá sér kaffi og meðlæti Heiðarborg verður opin frá kl. 10.00 – 19.00, tilvalið að skella sér í sund Afmælishátíð verður í félagsheimilinu að Hlöðum frá kl. 19.30 – 02.00 Afmæliskvöldverður að Hlöðum Fordrykkur við komuna Hlaðborð: Forréttir - Sjávarréttarsúpa, heimagrafinn lax með piparrótarsósu. Ferskt rækjusalat með avacado og humarsósu, grafinn ærvöðvi með bláberjasultu Aðalréttir - Villikryddað ofnsteikt lambalæri, Balsamic og kókos-legnar kalkúnabringur. Viðeigandi meðlæti er með heitu réttunum Eftirréttir - Skyrterta, súkkulaðiterta og kaffi Afmælishátíð að Hlöðum Hljómsveitin Hart í bak leikur fyrir dansi til kl. 02:00. Hljómsveit skipuð núverandi og fyrrverandi starfsfólki skólans Veislustjóri verður Samúel Þorsteinsson Þeir sem að vilja taka til máls og/eða koma fram á hátíðinni vinsamlegast hafi samband við afmælisnefndina Jón, Katrínu Rós eða Siggu Vill í síma 433-8525 HEIÐARSKÓLI 50 ÁRA Afmælishátíð 7. maí 2016 Miðaverð á borðhaldið og skemmtunina í félagsheimilinu að Hlöðum er 6.900 kr Miðapantanir hjá Kollu í síma 433-8525 / kolbrun.sigurdardottir@hvalfjardarsveit.is SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.