Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201616 Til eru ýmsar útfærslur af alls kyns góðgæti úr döðlum. Döðlur eru sæt- ar á bragðið og eru þar af leiðandi oft notaðar í stað sætu í uppskriftum af ýmsum toga. Döðlugóðgæti líkt og þetta sem við birtum hér er bæði til í hollari kantinum sem og óhollari. Við birtum þó óhollari uppskriftina að þessu sinni. Hollari útgáfan er þó svipuð þessari, púðursykrinum er einfaldlega sleppt og örlítið hunang sett í staðinn. Uppskriftin er feng- in frá hópi mæðra sem hittast reglu- lega með börnin sín og segja þær að góðgætið sé hrikalega gott, með karamellubragði. Uppskriftin hefur gengið manna á milli og klárast sæl- gætið yfirleitt upp til agna á skömm- um tíma. Döðlunammi 500 gr döðlur 150 gr púðursykur 250 gr smjör 5 bollar Rice Krispies morgunkorn Súkkulaði Aðferð: Döðlur, smjör og púðursykur soð- ið saman í potti þar til döðlurnar eru mjúkar. Rice Krispies er sett út í síðast og hrært varlega saman við. Smyrjið blöndunni á plötu með bök- unarpappír, þannig að þykktin verði um einn til einn og hálfur cm. Látið kólna. Bræðið því næst dökkt súkk- ulaði, smyrjið því yfir og látið kólna. Skerið í teninga eða tígla og ber- ið fram. Döðlunammi með karamellukeim Freisting vikunnar Hér má sjá sambærilegt döðlugott. Ljósm. Eldað & Bakað. Trésmiðjan Gráborg stendur í ströngu þessa dagana við að skipta um gler á vesturgafli Grundarfjarð- arkirkju. Það þarf traustar hendur til verksins en innri gluggarnir eru listaverk eftir Eirík Smith sem sett var saman á þýsku glersverkstæði Oidtman bræðra árið 1984. Iðnað- armenn frá Gráborg sýndu af sér mikla natni þegar ljósmyndari kíkti á þá á dögunum og ljóst að lista- verkið er í öruggum höndum. tfk Gráborgarmenn skipta um gler á vesturhlið kirkjunnar. Listaverkin eru eftir Eirík Smith. Skipt um gler í Grundar- fjarðarkirkju Nú styttist í að Ar- ion banki og Póst- urinn í Búðardal flytji starfsemi sína yfir í fasteignina að Miðbraut 13. Und- anfarið hefur fjöl- mennt lið unnið að framkvæmdum en eins og gengur og gerist þegar farið er í endurbætur á eldri húsum hafa einhver óvænt verkefni þurft úrlausnar við. Auk þess hefur verið tek- in ákvörðun um að betrumbæta svæð- ið að utan og hellu- leggja stétt. Áætl- að er að flutningur verði í maímánuði. sm Endurbætur fyrir banka og póst Samkvæmt reglugerð um stjórn makrílveiða íslenskra fiskiskipa, sem gefin var út fyrr í mánuðinum, verð- ur leyfilegur heildarafli íslenskra skipa í makríl á þessu ári tæp 148 þúsund tonn, þar með talin 20 þús- und tonn á samningssvæði NEAFC, utan lögsögu ríkja. Þá er úthlutað 3.825 tonnum sem ekki veiddust af óskiptum potti smábáta í fyrra. Auk þess geymdu sum skip talsvert af heimildum sínum milli ára og mega veiða nú en geymsluheimild milli ára var aukin í 30% í kjölfar við- skiptabanns Rússa. Fari heildarafli umfram þetta magn ákveður ráð- herra hvort veiðar á makríl verði bannaðar. Úthlutun síðasta árs nam rúmlega 170 þúsund tonnum. Evr- ópusambandið, Noregur og Fær- eyjar hafa gert með sér samning um makrílveiðar og ákváðu þessi strandríki 896 þúsund tonna afla- mark samkvæmt veiðireglu. Leyfi- legur afli íslenskra skipa er svipaður og verið hefur síðustu ár, um 16,5% af heildinni. Eins og áður fer stærsti hluti afla- marksins í ár, eða 106 þúsund lest- ir til uppsjávarflotans. Það eru þau skip sem veiddu makríl í flottroll og nót á árunum 2007 - 2009. Skipt er hlutfallslega miðað við aflareynslu þeirra á árunum 2007, 2008 og til og með 11. júlí 2009 miðað við land- aðan afla. 6.160 lestum skal ráðstaf- að til skipa sem hafa veitt makríl á línu eða handfæri á grundvelli afla- reynslu þeirra á almanaksárunum 2010 - 2014 og 8.128 lestum skal ráðstafað til skipa sem ekki frysta afla um borð og er aflaheimildum skipt á milli stærðarflokka. Þá verður 31.498 lestum ráðstafað til vinnslu- skipa eftir sérstökum reglum og er skipunum skipt eftir stærð. Skylt er að ráðstafa 70% af makrílafla ein- stakra skipa til vinnslu til manneldis á árinu 2016. Í fyrra fóru um 26,8% af makrílaflanum í bræðslu og hafði innflutningsbann Rússa á sjávaraf- urðir frá Íslandi mikil áhrif á vinnslu makríls. Árið 2014 fóru einungis 11,1% í bræðslu. grþ Leyfa veiðar á um 150 þúsund tonnum af makríl Kjördæmisráð Samfylk- ingarinnar í Norðvestur- kjördæmi hélt aðalfund sinn í Landnámssetrinu í Borgarnesi síðastliðinn laugardag. Á fundinum voru nokkrar ályktanir samþykkt- ar, þar sem meðal annars var kraf- ist kosninga strax, endurreisn vel- ferðarkerfis, gjaldfrjálsa heilbrigð- isþjónustu, traust í samfélaginu, að unnið verði gegn fátækt og mis- munun, stofnun auðlindasjóðs, breytt fiskveiðistjórnunarkerfi og nýja stjórnarskrá. „Samfylkingin í Norðvesturkjör- dæmi telur að það samrýmist ekki hugsjónum jafnaðarmanna að starf- rækja eignarhaldsfélög á lágskatta- svæðum. Það grefur undan velferð- arkerfinu og sanngjarnri skiptingu á byrðum samfélagsins.“ Þá telur flokkurinn að verkefni stjórnmálanna á komandi mánuðum og misserum sé að endurreisa velferðarkerfið, tryggja samfélagslegan arð af auðlindum landsins og endurvekja traust í samfé- laginu eftir áföll í efnahags- og stjórn- málalífi frá efnahagshruninu 2008 og fram á þennan dag. „Eftir þriggja ára stjórnartíð Framsóknar- og Sjálfstæð- isflokks hefur ójöfnuður aukist í sam- félaginu, velferðarkerfið er stórlask- að og mikilvægir innviðir á borð við samgöngukerfið vanræktir. Því er nú knýjandi þörf fyrir grunngildi jafnað- arstefnunnar við stjórnun landsins. Nú er mikilvægara en nokkru sinni að vinna gegn fátækt og mismun- un og auka jöfnuð milli einstaklinga, þjóðfélagshópa, landshluta og atvinnuvega. Fyrstu skref þurfa vera leiðrétt- ing á kjörum aldraðra og öryrkja; stórátak í hús- næðismálum og umbætur í skattamálum sem miða að því m.a. að burðugar atvinnugreinar leggi auk- inn skerf til samfélagslegra verkefna. Nauðsynlegt er að á Íslandi starfi öfl- ugur, óháður og ríkisrekinn fjölmið- ill.“ Þá er krafan sterk meðal félags- manna um lýðræðisumbætur og að krafan um auðlindir í þjóðareigu með nýrri stjórnarskrá er enn í fullu gildi. „Gera þarf breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu með almennum, sanngjörnum leikreglum sem nýtast samfélaginu ekki síður en atvinnu- greininni. Mikilvægt er að á Íslandi fái þrifist öflugt atvinnulíf sem legg- ur drjúgan skerf af mörkum til sam- neyslunnar. Sjálfbærni og virðing fyr- ir náttúru og umhverfi eiga að vera forsenda við nýtingu auðlinda lands- ins og grundvöllur heildstæðrar auð- lindastefnu. Stefna ber að stofnun auðlindasjóðs og eðlilegri gjaldtöku fyrir auðlindanýtingu til að fjármagna samfélagsleg verkefni, uppbyggingu innviða og rannsóknir í þágu atvinnu- vega. Trúverðugleiki og heilindi eru forsenda heilbrigðra stjórnarhátta. Jafnaðarmenn eiga nú að fylkja sér um velferðina, samneysluna og ábyrgð í stjórnmálum undir merkjum Samfylkingarinnar,“ segir meðal ann- ars í ályktun fundarins. mm Samfylkingarfólk hélt fund í kjördæmisráði: Krafan er um endurreisn velferðarkerfisins

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.