Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201622 SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN GARÐVINNA • Fjarlægjum tré og kurlum • Útvegum sand, mold og möl • Leggjum dren- og frárennslislagnir STYKKISHÓLMI Sjúkraliðar - hjúkrunarnemar- almennir starfsmenn Okkur bráðvantar sjúkraliða, hjúkrunarnema og almenna starfsmenn til sumarafleysinga til að koma í veg fyrir lokun sjúkradeildar HVE í Stykkishólmi í sumar. Um er að ræða vaktavinnu með vinnuskyldu aðra hvora helgi á tímabilinu 1. júní til 23. ágúst. Starfshlutfall og tímalengd er samkomulagsatriði. Hæfniskröfur Góð íslenskukunnátta• Jákvæðni og góð samskipthæfni• Snyrtimennska og stundvísi• Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2016 Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband við Hrafnhildi Jónsdóttur hjúkrunardeildarstjóra sem gefur allar nánari upplýsingar í síma 432 1220 frá kl.14-16 virka daga. Umsóknareyðublöð er að finna á www.hve.is, senda þarf umsóknir á netfangið hrafnhildur.jonsdottir@hve.is. HVE er reyklaus vinnustaður. Nánari upplýsingar um Heilbrigðisstofnun Vesturlands má finna á www.hve.is. Sumarafleysingar á sjúkra- deild HVE í Stykkishólmi SK ES SU H O R N 2 01 6 Staða héraðs- dýralæknis laus VESTURLAND: Mat- vælastofnun hefur auglýst lausa til umsóknar stöðu héraðsdýralæknis Vestur- umdæmis. Breytingar urðu á umdæmisskipan héraðs- dýralækna 1. nóvember 2011 þegar umdæmum í landinu var fækkað úr ell- efu og hálfri stöðu í sex. Héraðsdýralæknir í Vestur- umdæmi frá þeim tíma hef- ur verið Flora-Josephine Hagen Liste. Í tilkynningu frá Matvælastofnun seg- ir að aðsetur héraðsdýra- læknis innan umdæmisins sé samkomulagsatriði milli aðila. Um fullt starf er að ræða og þarf umsækjandi að geta hafið störf fljót- lega. „Héraðsdýralæknir ber ábyrgð á og hefur eft- irlit með heilbrigði og vel- ferð dýra, frumframleiðslu matvæla, slátrun og vinnslu dýraafurða auk sóttvarna gegn smitsjúkdómum og viðbrögðum við þeim í um- dæminu. Hann ber ábyrgð á framkvæmd opinbers eft- irlits, skipulagi vaktþjón- ustu dýralækna og er ábyrg- ur fyrir rekstri umdæmis- skrifstofunnar.“ Umsækj- endur um stöðuna skulu vera dýralæknar. „Reynsla af opinberu eftirliti, stjórn- sýslu og stjórnun er æski- leg. Gerð er krafa um færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku ásamt góðri almennri tölvukunn- áttu. Öguð vinnubrögð, góðir skipulagshæfileikar og geta til að starfa sjálf- stætt eru áskilin. Góð fram- koma og lipurð í samskipt- um er mikilvæg.“ Umsókn- arfrestur er til og með 2. maí næstkomandi. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 2. - 8. apríl Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes 14 bátar. Heildarlöndun: 90.424 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 23.794 kg í fjórum lönd- unum. Arnarstapi 4 bátar. Heildarlöndun: 37.742 kg. Mestur afli: Bárður SH: 19.573 kg í tveimur lönd- unum. Grundarfjörður 4 bátar. Heildarlöndun: 162.398 kg. Mestur afli: Hringur SH: 65.979 kg í einum róðri. Ólafsvík 11 bátar. Heildarlöndun: 261.350 kg. Mestur afli: Þórsnes SH: 138.011 kg í sex löndun- um. Rif 7 bátar. Heildarlöndun: 371.386 kg. Mestur afli: Tjaldur SH: 132.430 kg í tveimur lönd- unum. Stykkishólmur 2 bátar. Heildarlöndun: 7.928 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 4.642 kg í sex löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Tjaldur SH - RIF: 76.929 kg. 7. apríl. 2. Örvar SH - RIF: 73.264 kg. 6. apríl. 3. Hringur SH - GRU: 65.979 kg. 6. apríl. 4. Rifsnes SH - RIF: 59.483 kg. 4. apríl. 5. Tjaldur SH - RIF: 55.501 kg. 2. apríl. Lagt hefur verið fram frumvarp til laga á Alþingi um að umhverf- is- og auðlindaráðherra geti með reglugerð heimilað veiðar á álft frá 20. ágúst til 31. mars, að fengnum tillögum Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Slíkt yrði í samræmi við heimildir ráðherra til að leyfa veiðar á grágæs og heið- argæs á sama tímabili og greint er hér að ofan. Aðalflutningsmaður tillögunnar er Silja Dögg Gunn- arsdóttir en meðflutningsmenn eru Haraldur Einarsson, Jóhanna María Sigmundsdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Í greinagerð með frumvarpinu segir meðal annars að skemmd- ir á túnum og ökrum af völdum álftar hafi valdið tjóni fyrir 70 til 90 milljónir króna á árunum 2014 og 2015. Margir bændur á Suður- og Vesturlandi eru langþreyttir á ágangi fugla á túnum og ökrum. Álftir og gæsir hafi eyðilagt heilu kornakrana þegar þær safnast sam- an á haustin og fita sig fyrir flugið til vetrarstöðvanna. Álft hefur verið alfriðuð á Ís- landi í meira en heila öld, eða frá árinu 1913. Stofninn hefur stækk- að mikið hérlendis á síðustu 30 árum. Frá 1986 til 1995 var stofn- stærð nokkuð stöðug, taldi 16 þús- und fugla árið 1995 en hefur síðan fjölgað um 2,5% á ári að meðaltali samkvæmt talningum. Árið 2010 taldi stofninn 29 þúsund fugla. Álftir eru friðaður víðast hvar þar sem þær halda til í heiminum. Sú tegund álftar sem heldur til á Ís- landi og víða í Evrópu er tilgreind í fyrsta viðauka svokallaðrar fugla- tilskipunar Evrópusambandsins, sem lítur að verndun og velferð villtra fuglategunda. Viðaukinn nær til tæplega 200 tegunda sem taldar eru í sérstakri hættu. Veiði þeirra er með öllu óheimil innan aðildarríkja auk þess sem tryggja þarf velferð tegundanna með sér- stökum friðlöndum. Af þeim sök- um hafa ýmsir bent á að fyrrgreint frumvarp muni ekki hljóta náð fyr- ir augum þingmanna. kgk/Ljósm. úr safni. tfk. Svanasöngur á þingi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.