Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2016 21 Ársæll Rafn Erlingsson er nemandi á lokaári á leiklistarbraut við Kvik- myndaskóla Íslands. Um er að ræða tveggja ára nám og útskrifast Ársæll sem leikari nú í vor. Hann vinnur nú að lokaverkefni sínu við skólann, stuttmynd sem hann hyggst taka upp á Akranesi í þessari viku; 14. til 17. apríl. „Við höfum gert stuttmyndir á hverri önn frá því að við byrjuðum í skólanum, sett upp leikrit og gert flestallt sem kemur að því að búa til kvikmyndir en alltaf með áherslu á leiklistina,“ segir Ársæll. Nú er kom- ið að því að gera lokamyndina, stutt- mynd sem ber vinnuheitið „Aldrei gleyma,“ sem er í leikstjórn eigin- konu Ársæls, Lovísu Láru Halldórs- dóttur. Stuttmyndin fjallar um mann sem er að halda áfram með líf sitt eftir að hafa valdið banaslysi. „Þetta er svona dramatísk hrollvekja. Það er smá hryllingur í þessu líka. Aðal- persónan í myndinni er að reyna að læra að fyrirgefa sjálfum sér fyrir for- tíðina en það er alltaf spurning hvort fortíðin hafi fyrirgefið honum.“ Góð viðbrögð á Skaganum Að sögn Ársæls er stuttmyndin ekki dæmigert hópverkefni við skólann, þó að hópur fólks komi að gerð myndarinnar. „Ég er yfirframleið- andi verksins og fæ til mín fólk sem tekur upp og hjálpar mér við fram- leiðslu og vinnslu myndarinnar eft- ir upptökur. Konan mín leikstýrir myndinni, hún útskrifaðist af leik- stjórnar- og handritabraut skólans fyrir tveimur árum og hefur verið starfandi í þessum geira frá útskrift,“ segir Ársæll. Alls koma um tuttugu sjálfboðalið- ar að gerð myndarinnar, ásamt fjölda aukaleikara. Ársæll Rafn óskaði eftir aðstoð fyrirtækja á Akranesi og var vel tekið. Hann segist hafa farið af stað með það að leiðarljósi að kynna verkefnið og sjá hvernig stemning- in væri. „Það kom svo í ljós að flestir voru tilbúnir að leggja fram hjálpar- hönd sem gátu það. Bakaríið á Suð- urgötu ætlar að gefa okkur bakar- ísmat til að narta í á tökustað. Ga- litomenn eru jákvæðir til að hjálpa ef þeir hafa tíma og Einarsbúð ætl- ar að leyfa okkur að koma að versla og fá afslátt af reikningnum. Svo ætla stelpurnar á Mozart að styrkja mig með því að klippa mig og gera mig sætan fyrir tökur. Það mun- ar svo miklu þegar maður fær svona styrki. Það er mikilvægt að fólk fái gott að borða þegar það er að koma og hjálpa manni í sjálfboðavinnu, þá vill maður sem mest fyrir alla gera,“ útskýrir Ársæll. Hann segist einnig vera að leita að tökustað fyrir atriði sem á að gerast á skemmtistað og að Bjarni á Vitakaffi hafi reynst jákvæð- ur í þeim efnum. Ársæll Rafn vill nota tækifærið og skila þakklæti til Skagamanna og Akraneskaupstað- ar fyrir þau jákvæðu viðbrögð sem hann hefur fengið á Akranesi. „Við fengum styrk frá Akraneskaupstað til að gera myndina á Akranesi. Þetta kostar allt peninga og það munar um hverja krónu. Við erum ótrúlega ánægð með þessar jákvæðu viðtökur á Akranesi,“ segir hann. Gjáhella 4 • 221 Hafnarfjörður • Sími 552 4407 • jarnsteypan.is Klassískasti útibekkur landsins - Nú er rétti tíminn til að panta. Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 19. apríl 2016 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu List- og verkgreinar í grunnskóla: Nauðsyn eða afgangsstærð? Kristín Á. Ólafsdóttir kennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytur Umræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Í fyrirlestrinum verður byggt á rannsókninni Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar sem gerð var á 20 íslenskum grunnskólum í fjórum sveitarfélögum. List- og verk greinar voru skoðaðar sérstaklega svo og viðhorf til þeirra meðal nemenda, starfsfólks og foreldra. Hryllingsmyndahátíð og kvikmynd Ársæll er brottfluttur Skagamaður en segist hafa mikinn áhuga á að flytja heim innan tíðar. „Ég er búinn að búa í bænum af og til frá 18 ára aldri en hef komið heim inn á milli, þeg- ar Reykjavíkurdraumurinn klikkar. En það er miklu þægilegra andrúms- loft á Akranesi og við Lovísa stefnum á að kaupa okkur íbúð þar bráðlega.“ Hann segir ýmislegt vera framundan hjá þeim hjónum í tengslum við kvik- myndirnar. „Við erum að stefna að því að taka upp mynd í fullri lengd í sumar. Hún er búin að skrifa hand- ritið en það verkefni er ekkert kom- ið í gang þannig að hægt sé að fara út í það. Svo ætlum við að halda hryll- ingsmyndahátíð á Akranesi í haust,“ segir hann. Það verkefni fékk menn- ingarstyrk frá Uppbyggingasjóði Vesturlands upp á 400 þúsund krón- ur. Ársæll segir verkefnið fara í fulla vinnslu eftir að skólanum lýkur í vor. „Við erum búin að hugsa dálítið lengi um þetta og höfum verið að skoða Skagann með þetta í huga. Akranes er líklega fullkominn staður fyrir svona hátíð.“ grþ Tekur upp stuttmynd á Akranesi Ársæll Rafn útskrifast sem leikari frá Kvikmyndaskóla Íslands í vor. Leiklistarneminn bregður sér í hin ýmsu hlutverk. Ársæll Rafn og Lovísa Lára tóku nýverið við menningarstyrk frá Uppbyggingar- sjóði Vesturlands. Hér eru þau kát við afhendinguna. Frá vinstri: Ársæll, Lovísa Lára, Rakel Óskarsdóttir og Elísabet Haraldsdóttir. SK ES SU H O R N 2 01 6 Skrifstofur Sýslumannsins á Vesturlandi verða lokaðar mánudaginn 18. apríl 2016 Kæru viðskiptavinir,vegna starfsdags starfsmanna Sýslumannsins á Vesturlandi verða allar skrifstofur embættisins lokaðar mánudaginn 18. apríl 2016. Sýslumaðurinn á Vesturlandi Ólafur Kristófer Ólafsson

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.