Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201610 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi var haldinn síðasta miðvikudag. Á fundinum var val- inn nýr formaður. Ingveldur Guð- mundsdóttir úr Dalabyggð lét af formennsku og við henni tók Kristín Björg Árnadóttir, bæjar- fulltrúi í Snæfellsbæ. Stærsta mál- ið á dagskrá aðalfundar SSV hverju sinni er ársreikningur og ársskýrsla samtakanna kynnt. Í henni kemur fram að rekstrartekjur SSV námu á síðasta ári rúmum 436 milljón- um króna en rekstrargjöld rúmum 418 milljónum króna. Samtals skil- uðu samtökin hagnaði sem nemur rúmum 17 milljónum á árinu 2015, sem er töluvert meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Hagn- aðurinn skýrist einkum af tvennu. Í fyrsta lagi voru laun og launa- tengd gjöld SSV talsvert lægri en áætlað hafði verið. Í öðru lagi hófst vinna með áhersluverkefni Upp- byggingarsjóðs í desember síð- astliðnum og líkur þeirri vinnu á þessu ári. Kostnaður við þau verk- efni mun því falla til á árinu 2016. Í samræmi við samning um Sókn- aráætlun Vesturlands eru sjö millj- ónir króna færðar til tekna í rekstri SSV til að mæta kostnaði við fram- kvæmd samningsins en óúthlutaðir verkefnastyrkir eru færðir til skuld- ar í efnahagsreikningi. Áætlað er að 18,5 milljónum verði úthlutað úr Sóknaráætlun á næsta ári. Enn fremur voru kynntir árs- reikningar og ársskýrslur Starfs- endurhæfingar Vesturlands, Sí- menntunarmiðstöðvar Vestur- lands, Heilbrigðisnefndar Vestur- lands, Sorpurðunar Vesturlands og Markaðsstofu Vesturlands. Skemmst er frá því að segja að ekki varð tap á rekstri neinna þeirra samstarfsverkefna sem SSV kem- ur að. Vilja vænni skerf af ferðamannakökunni Þrátt fyrir að á dagskrá aðalfund- ar séu fyrst og fremst árskýrslur og -reikningar spunnust nokkrar umræður á fundinum eftir að árs- skýrsla Markaðsstofu var kynnt. Í þeim umræðum kom meðal ann- ars fram að gestum Upplýsinga- miðstöðvar Vesturlands í Borgar- nesi fjölgaði um 40% á síðasta ári, úr átta í ellefu þúsund. Fékk lands- hlutinn samtals yfir 600 þúsund heimsóknir erlendra ferðamanna á árinu. Á sama tíma er framlag rík- isins til upplýsingamiðstöðvarinn- ar og Markaðsstofunnar tíu millj- ónir króna. Hefur sú krónutala ekki hækkað í tíu ár. Er vilji sveit- arstjórnarfólks þess efnis að sveit- arfélögin fái vænni skerf af þeim tekjum sem fylgja vaxandi straumi erlendra ferðamanna til landsins. Krafist er hærra framlags til Mark- aðsstofu og reksturs upplýsinga- miðstöðvar. kgk/ Ljósm. Hrefna B Jónsdóttir. Rekstur SSV skilaði 17 milljóna króna hagnaði Kristín Björg Árnadóttir (t.v.), nýr formaður SSV, ásamt Ingveldi Guðmundsdóttur fráfarandi formanni. Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV, ásamt Birni Bjarka Þorsteinssyni forseta sveitarstjórnar Borgarbyggðar. Í samönguáætlun fyrir næstu þrjú árin sem lögð hefur verið fram á Al- þingi kemur meðal annars fram að veita á 98 milljónum króna til við- halds flugvalla og lendingarstaða utan grunnnets, eins og það er kallað, fáfarnari flugvalla. Af þeim verður 30 milljónum króna veitt til yfirborðsviðhalds flugbrauta og flughlaða á Stóra-Kroppsflugvelli í Borgarfirði. Öll sú upphæð er til ráðstöfunar á þessu ári. kgk Þrjátíu milljónir í viðhald á Stóra-Kroppsflugvelli Svipmynd frá flugvellinum á Stóra-Kroppi. Ljósm. est. Eins og greint var frá í Skessuhorni í liðinni viku hefur þingsályktunar- tillaga um fjögurra ára samgöngu- áætlun áranna 2015-18 verið lögð fyrir Alþingi. Þar er gert ráð fyrir 2,1 milljarði til vegagerðar stofn- og tengivega á Vestursvæði. Nær öllum þeim peningum verður var- ið til uppbyggingar Vestfjarðaveg- ar og annarrar vegagerðar á Vest- fjörðum. Innan Vesturlands er gert ráð fyrir að 52 milljónum verði varið til endurgerðar og malbik- unar Uxahryggjavegar, sem teng- ir Borgarfjörð og Þingvelli. Frek- ara fé á ekki að verja til vegagerð- ar á Vesturlandi á næstu árum og ljóst að margir Vestlendingar eru ósáttir. Byggðarráð Dalabyggðar hef- ur til að mynda bókað um sam- gönguáætlun, en hún var rædd á fundi ráðsins þriðjudaginn 5. apríl. Í fundargerð segir að sam- kvæmt Samgöngutölfræði Vestur- lands, nýrri skýrslu Samtaka sveit- arfélaga á Vesturlandi, séu um 74% allra vega í Dalabyggð enn malar- vegir. Aðeins séu fjögur sveitarfé- lög á landinu verr sett hvað þetta varðar. Enn fremur segir að ráða- menn þjóðarinnar hafi haft fulla vitneskju um stöðu vegamála í sveit- arfélaginu. „Alþing- ismenn hafa á opnum fundum viðurkennt að uppbygging og viðhald vega í Dalabyggð hafi mætt afgangi undan- farin ár,“ segir í fund- argerðinni. Bókun byggðarráðs Dalabyggðar er eftir- farandi: „Byggðarráð krefst þess að ríkis- stjórn setji aukið fé til vegamála til að mæta stóraukinni umferð og bæta fyrir skort á viðhaldi og nýfram- kvæmdum á síðustu árum. Tafarlaust þarf að hefja uppbyggingu malarvega í Dalabyggð og leggja þá bundnu slitlagi.“ kgk Byggðarráð Dalabyggðar krefst aukins fjár til vegamála Um Fellsströnd í Dalabyggð liggur malarvegur, en um 74% allra vega í sveitarfélaginu eru enn malarvegir eins og forfeður okkar kynntust þeim. Aðeins fjögur sveitarfélög á landinu hafa hærra hlutfall malarvega. Myndarleg hrafnshjón eru nú í óðaönn að útbúa sér stórt og mikið hreiður aftan við gamla pósthúsið við Kirkjubraut á Akranesi. Fram- undan er mikill annatími en hrafn- inn verpir venjulega um og eftir 10. apríl samkvæmt gömlu kennslu- bókunum. Hreiður hrafnsins nefn- ist laupur og er að stofni til búið til úr greinum og sinu ásamt ýmsu góssi sem hrafninn kemst yfir, enda þjófóttur og glysgjarn fugl með ein- dæmum. Í laupinn verpir hrafnsfrú- in venjulega fjórum til sex eggjum og koma ungar úr eggjunum eftir um það bil þrjár vikur. grþ Annatími framundan hjá hrafninum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.