Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 201614 Verkefnastaða hjá verktakafyrirtækinu Borgarverki í Borgarnesi er með allra besta móti, að sögn Óskars Sigvalda- sonar framkvæmdastjóra. Vegagerð- in er búin að opna tilboð í yfirlögn á þjóðvegum allt í kringum landið og var Borgarverk með lægsta boð í alla landshlutana fjóra. Þó er eftir að ljúka samningum um Austursvæðið þar sem fyrirtækið var eini tilboðsgjafinn. Vinna við yfirlögn þjóðveganna hefst að líkindum í maí og stendur fram á haust en sú vinna er alltaf háð veðri og aðstæðum. Hjá Borgarverki eru nú 53 starfsmenn og þar af eru 14 á starfsstöð fyrirtækisins á Selfossi. Óskar segir að reksturinn gangi prýðilega og nú sé velta komin á svipað ról og hún var fyrir gjaldþrot bankanna 2008. Nokkur mögur ár komu í kjölfarið en smám saman sé land nú tekið að rísa að nýju, bæði hjá þeim og almennt í framkvæmd- um í þjóðfélaginu. Auk vinnu við yf- irlögn þjóðveganna samkvæmt út- boði eru nokkur fleiri verk í vinnslu og undirbúningi. „Við erum með stórt verk í vegagerð á Bjarnarfjarðar- hálsi á Ströndum, endurnýjun lagna í Kveldúlfsgötu í Borgarnesi stend- ur nú yfir, framundan er grunnur að stórhýsi við Borgarbraut 57 í Borg- arnesi, bensínstöð í Norðlingaholti í Reykjavík og vatnsveituframkvæmdir á Selfossi. Auk þessa tínist alltaf eitt- hvað fleira til. Við getum ekki annað en borið okkur vel. Við búum afar vel að traustum og góðum starfsmönn- um og erum einmitt þessa dagana að bæta við okkur fleirum fyrir sumar- törnina. Auk þess erum við í nokkr- um gæluverkefnum. Erum til dæmis að gera upp tvo gamla bíla, Ford og Benz, sem tengjast 42 ára sögu Borg- arverks. Þeir verða hafðir í geymslu og til sýnis hjá Fornbílafjelaginu í Brákarey,“ segir Óskar Sigvaldason. mm Síðastliðinn miðvikudag var kaffi og veisluterta í boði fyrir gesti í Kaup- félagi Borgfirðinga í Borgarnesi. Ákveðið var á næstsíðasta aðalfundi KB að heiðra á hverju ári einstak- ling eða verkefni sem stuðlað hafi að félagslegum framförum á einhverju sviði. Að þessu sinni var ákveðið að veita viðurkenningu Kelakaffi fyrir „félagslega uppbyggingu, frumkvæði og samfélagslegt framtak,“ eins og segir í tilnefningunni. Kelakaffi er samkoma fyrsta miðvikudag í hverj- um mánuði í húsnæði kaupfélagsins. Byrjað var að hittast þennan dag á kaffispjallfundum að frumkvæði Þor- kels heitins Fjeldsted í Ferjukoti. Sá siður hélst í mörg ár og oft var glatt á hjalla, félagsmenn komu með með- læti og áttu góða stund saman. Það var Guðrún Sigurjónsdóttir stjórn- armaður KB sem kom með viður- kenningarskjal og Guðrún Fjeldsted gaf mynd af Kela í minningu hans, en kakan var pöntuð frá Geirabakaríi. mm/ Ljósm. Óskar Þór Óskarsson. Kelakaffi fékk viðurkenningu fyrir samfélagslegt framtak Kakan tekin til handargagns. Frá vinstri Kristín Ingólfsdóttir, Kristbjörn Jónsson og Guðrún Fjeldsted. Viðurenningarskjal og mynd af Kela í Ferjukoti. Borgarverk með yfirlögn í öllum landshlutum Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri. Fyrir síðustu helgi fékk Borgarverk nýjan malardreifara af Parker-Weisler gerð sem Hafliði Gunnarssonar starfsmaður fyrirtækisins stendur hér við. Eitt slíkt tæki missti Borgarverk í bruna í fyrrasumar og því var brýnt að fá þetta í hús fyrir sumartörnina. Borgarverk annast þessa dagana endurnýjun lagna í Kveldúlfsgötu í Borgarnesi. Fjöldi starfsmanna vann við verkið í síðustu viku. Lagnir í Kveldúlfsgötu eru endurnýjaðar inn í hús. Hér er lögnum komið inn í eitt húsanna. Laugardaginn 9. apríl fékk björg- unarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ afhentan nýjan bíl og var haldin móttökuveisla með styrktaraðilum og bæjarbúum í björgunarstöðinni Von í Rifi. Bíllinn er af gerðinni VW Caravelle og tekur níu manns í sæti. Þetta er fjórhjóladrifinn bíll, upphækkaður og með kraftmikilli díselvél. Hann er vel búinn tækj- um til björgunarstarfa og sá Radí- óRaf um þær breytingar, svo sem Tetra og VHF talstöðvar, tvö GPS tæki og spjaldtölva ásamt öðrum búnaði. Að sögn Halldórs Sigurjóns- sonar formanns Lífsbjargar mun bíllinn nýtast vel við störf sveit- arinnar, en fyrir á hún samskonar bifreið árgerð 2001 og er því um kærkomna endurnýjun að ræða. Vill Halldór koma á framfæri góð- um þökkum til þeirra styrktaraðila sem lögðu hönd á plóg og eru þeir eftirfarandi: Hraðfrystihús Hellis- sands, Útnes ehf, Kristinn J. Frið- þjófsson ehf, Skarðsvík ehf, Út- gerðafélagið Dvergur, Útgerðar- félagið Haukur, Litlalón ehf, Brim hf. og KG fiskverkun. af Björgunarsveitin Lífsbjörg fær nýjan bíl afhentan Hluti styrktaraðila ásamt björgunarsveitarmönnum þegar bíllinn var sýndur á laugardaginn. Bíllinn er vel útbúinn tækjum til björgunarstarfa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.