Skessuhorn


Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 13.04.2016, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 2016 29 Sumarstarf í Hreppslaug Umf. Íslendingur auglýsir eftir starfs- manni í Hreppslaug. Helstu verk- efni eru öryggisgæsla í sundlaug, klefavarsla, ræstingar, eftirlit og afgreiðsla. Nánari uppl. veitir Lena Reiher formaður í síma 849-2839. Umsóknarfrestur er til 20. apríl og umsóknir skal senda á netfangið umfislendingur@gmail.com (sjá nánar auglýsingu hér í blaðinu.) Suzuki Ignis Sport árg. 2005 Ekinn 95 þús. km. Recaro sæti, smur- bók, góð heilsársdekk, einn eigandi. Upplýsingar í síma 899-0600 eða 554-4765. Viðmiðunarverð 477 þús. Þvottavél og þurrkari Til sölu notuð þvottavél og notaður þurrkari með barka. Selst saman á 15 þúsund. Upplýsingar í síma 866-2002. Óska eftir leiguíbúð á Akranesi 24 ára einstaklingur úti á landi óskar eftir íbúð til leigu á Akranesi í amk eitt ár, hugsanlega lengur. Til í að skoða allt. Reyklaus, engin dýr. johann91@gmail.com Húsnæði óskast í Stykkishólmi 5 manna fjölskylda óskar eftir hús- næði til leigu í Stykkishólmi, ekki seinna en frá 1.júlí n.k. Þarf helst að vera 4+ svefnherbergi en skoðum einnig húsnæði með þremur svefn- herbergjum. Guðrún Svana, s: 861-8066. Par óskar eftir húsnæði í Stykkis- hólmi Við erum par á aldrinum 24-25 ára að leita að húsnæði til langtímaleigu í Stykkishólmi. Við erum reyklaus, reglusöm og erum ekki með nein gæludýr. Okkur vantar húsnæði sem fyrst. Aron og Karen, s. 849-4210 og 845-8529. Óska eftir íbúð til leigu í Borganesi Par með tvö börn á aldrinum 4 og 7 ára óskar eftir 3 til 4 herbergja hús- næði til leigu í Borgarnesi frá ágúst mánuði. Erum skilvís og reglusöm . Meðmæli geta fylgt sé þess óskað. scor22@op.pl Húsnæði óskast til leigu Ofurróleg og reglusöm 5 manna fjölskylda óskar eftir einbýli, rað- eða parhúsi til leigu á Akranesi frá bilinu 1. júní/1.sept.”16. Helst langtímaleigu (1-2 ár) í reyklausu húsnæði. Erum pottþéttir leigjendur og getum ábyrgst öruggar leigugreiðslur. Nán- ari upplýs. s. 861-7518 og 824-9929. Fluga frá Kommu Fluga frá Kommu er traust og mjög viljug meri. Hún er alhliða hryssa, flugvökur! Hún er rúm á öllum gangi, samvinnuþýð og með gott geðs- lag. Hún er mjög ljúf og þægileg í umgengni. Hún er keppnisvön. IS2007265889 Faðir: Hrymur frá Hofi. Móðir: Vordís frá Rifkelsstöðum. Myndband: https://youtu.be/ hdRzcpCf7xo. Frekari upplýsingar: Margrét G. Thoroddsen s: 849-6643 eða í tölvupósti (margretgt@hjalli.is) Borgarbyggð - miðvikudagur 13. apríl Seinni dagur Gleðileikanna 2016 í Borgarnesi. Foreldrafélag Grunn- skóla Borgarness stendur fyrir Gleðileikunum sem eru uppbrot á hefðbundnu skólastarfi hjá ung- lingum Grunnskóla Borgarness. (Sjá frétt í Skessuhorni). Grundarfjörður - miðvikudagur 13. apríl Skrafl á Kaffi Láka í Grundarfirði kl. 20:30. Þeir sem eiga skrafl; endilega að koma með. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. apríl Félagsvist í safnaðarheimilinu Félagsbæ, Borgarnesi kl. 20. Annað kvöldið í þriggja kvölda keppni. Góð kvöld- og lokaverðlaun. Veit- ingar í hléi. Allir velkomnir. Borgarbyggð - fimmtudagur 14. apríl Prjóna-bóka-kaffi í bókhlöðunni kl. 20 - 22. Kvöldstund í bókhlöðu Snorrastofu við hannyrðir, bóka- spjall og kaffisopa. Gestir eru hvattir til að hafa með sér hugmyndir og uppskriftir að hannyrðum og hvers konar handverki. Einnig hafa kvöld- in reynst góður vettvangur fyrir hvers kyns frásagnir og kynningar á hugðarefnum. Safnið er opið til útlána og allir eru hjartanlega velkomnir. Borgarbyggð - föstudagur 15. apríl „Svo flaug hún eins og fiðrildi“ - Vortónleikar Skagfirska Kamm- erkórsins verða í Reykholtskirkju kl. 20:30. Á efnisskránni eru vorlög og kvikmyndatónlist. Stjórnandi er Helga Rós Indriðadóttir. Aðgangs- eyrir kr. 2500. Allir hjartanlega velkomnir. Borgarbyggð - föstudagur 15. apríl Egils Sögur á Landnámssetrinu kl. 20. Hinn ástsæli söngvari og laga- smiður Egill Ólafsson hefur tekið saman úrval sagna frá eftirminni- legum atvikum úr sínu viðburðaríka lífi og sett saman í tveggja tíma sýningu. Dalabyggð - laugardagur 16. apríl Vetrarleikar Glaðs fara fram á reiðvellinum í Búðardal og hefjast stundvíslega klukkan 12. Grundarfjörður - laugardagur 16. apríl Skagfirski Kammerkórinn verður með tónleika í Grundarfjarðarkirkju klukkan 14. Stykkishólmur - laugardagur 16. apríl Skagfirski Kammerkórinn verður með tónleika í Stykkishólmskirkju klukkan 17. Borgarbyggð - laugardagur 16. apríl Egils Sögur á Landnámssetrinu kl. 20. Hinn ástsæli söngvari og laga- smiður Egill Ólafsson hefur tekið saman úrval sagna frá eftirminni- legum atvikum úr sínu viðburðaríka lífi og sett saman í tveggja tíma sýningu. Stykkishólmur - sunnudagur 17. apríl Áskorendatónleikar með lengra komnum nemendum í Stykkishólmskirkju kl. 17. Tónlistar- skólinn bryddar upp á tónleikum með nemendum sem ætla að taka grunnpróf og hærri stigspróf í vor. Þetta er hugsað sem góð æfing fyrir prófin. Auk þess er ætlunin að nota tónleikana til að safna peningum til að styrkja Krabbameinsfélag Snæfellsness, enda var skorað á okkur að halda slíka tónleika af Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Auð- vitað tökum við svona áskorun og munum í framhaldinu skora á ein- hvern annan tónlistarskóla að gera slíkt hið sama! Borgarbyggð - sunnudagur 17. apríl Skallagrímur tekur á móti Fjölni í 1. deild karla í körfuknattleik kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Nýfæddir Vestlendingar Á döfinni Markaðstorg Vesturlands ATVINNA Í BOÐI Markaðstorg Vesturlands Skráðu SMáauglýSinguna á www.SkeSSuhorn.iS fyrir klukkan 12.00 á þriðjudöguM 11. apríl. Stúlka. Þyngd 4.725 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Nanna Berglind Baldursdóttir og Sveinn Rúnar Grímarsson, Mosfellsbæ. Ljósmóðir: Erla Björk Ólafsdóttir. 6. apríl. Stúlka. Þyngd 3.760 gr. Lengd 54 sm. Foreldrar: Inga Sigríður Snorradóttir og Óli Björn Finnsson, Reykjavík. Ljósmóðir: Valgerður Ólafsdóttir. HÚSBÚNAÐUR / HEIMILISTÆKI getir þú barn þá birtist það hér, þ.e.a.s. barnið! www.SkeSSuhorn.iS BÍLAR / VAGNAR / KERRUR LEIGUMARKAÐUR TIL SÖLU Síðan Sigmundur Dav- íð Gunnlaugsson ákvað að grafa sér eina dýpstu holu sem mögulega hefur ver- ið grafin pólitísklega séð er ágætt að velta fyrir sér hvað hefur eiginlega gerst síðan þennan örlagaríka sunnudag sem virðist vera svo langt í burtu í minningunni. Í alvör- unni, mér finnst eins og þetta hafi gerst í fyrra. Ég verð að viðurkenna að það seitlaði óþekktur sælu- hrollur um mig allan þeg- ar Óli vinur minn hnyklaði vöðvana á Bessastöðum þeg- ar Sigmundur mætti á svæðið með tösku eina í farteskinu. Rassskelling og ísköld aftaka eru orð sem ég las einhvers- staðar en ég sel það ekki dýr- ara en ég keypti það. Það má vel vera að aðferð Ólafs til að kenna fyrrum forsætisráð- herra lexíu í stjórnsýslu hafi verið harkaleg en þegar menn stinga upp á kaffisamsæti og blund í gestaher- berginu í staðinn fyrir það sem ÓIi gerði legg ég það til við viðkomandi að horfa aftur á viðtalið. En hvað svo? Á þriðjudag var set- ist á ríkisráðsfund og skrafað um næstu ríkisstjórn. Margt kom líka í ljós þennan dag, fréttamenn voru eins og Íslendingar á tónleikum, all- ir í troðningi með þingmenn dett- andi um myndavélar og fleira. Ég komst til dæmis að því að Jón Sig- urðsson er Eldsmiðjumaður og Vil- hjálmur fjárfestir borðar ekki pizzu, hann þoldi ekki við í herberginu með pizzulyktina alltumlykjandi og flúði í mötuneytið. Sigurður Ingi hreppti hnossið en sú tilnefning féll í skuggann að mínu mati af hálstauinu sem Sigurður bar af miklum gjörvulleika. Mikil um- ræða skapaðist um mögulega tísku- bylgju eða „trend“ eins og unga fólkið segir. Meira að segja viðtal við konuna hans var birt á síðum Fréttablaðsins. Hálsklútaríkisstjórn- in gæti þessi stjórn kallast, bara til- laga til sagnaritara. En senuþjófur- inn Höskuldur skrifaði sig í skaup- ið að lokum með því að skvíla skip- an nýju ríkisstjórnarinnar. Hann var annaðhvort svo æðislega græsku- laus eða nýtti tækifærið sem bauðst til að koma sjálfum sér aftur á fram- færi. En þetta verður eflaust ágæt ríkisstjórn, meina hugsið ykkur ef amasónían Vigdís hefði komist með klærnar í ráðherrastólinn, holy shit! En hver er Lilja Alfreðs utanríkis- ráðherra eiginlega? Hún er allavega fyrrum Evrópusinni það er morgun- ljóst, hún hefur farið í endurmennt- un þegar hún var skipuð ráðherra. Nú er það bara áfram Ísland og ekk- ert rugl. Þetta er ekki búið. Nei, nefnilega pabbi Sigmundar, hann Gunnlaugur ákvað að koma með heilabilaðasta álit sem ég hef lesið þegar hann var spurður álits á hvernig Sigmund- ur hefði eiginlega staðið sig. Fannst honum flott hvernig hann spann fléttuna sem endaði með því að Sig- urður Ingi varð forsætisráðherra og hann væri nú bara að ,,chilla” eins og unga fólkið segir, alveg geggjað- ur hann Gulli, meira svona. Meira að segja Viðskiptablaðið varð nóg boðið. Hlóðu fréttamenn VB í einn brandara um þessi ummæli Gunn- laugs og sagði að það væri heppileg- ast að rjúfa símasambandið hans svo forða mætti fólki frá svona vitfirru. Ef svo væri gert, sem er ekki svo ólíklegt miðað við ástandið í dag, þá væri ágætt að koma með hjólagröfu og fjarlægja ljósleiðarann sem teng- ist við hús sonar hans í leiðinni. Fréttamenn fengu fréttatremma þessa vikuna, svona líkt og þegar stangveiðimaður lendir í mokveiði þegar hann er búinn að sætta sig við að fá ekki neitt og fær þá það sem kallast veiðitremmi. Skjálfandi af eftirvæntingu og þvalir á puttunum hömruðu þeir út fréttum, sumt var fréttvænt annað ekki eins og geng- ur og gerist. Mér fannst besta ekki- fréttin sem spratt upp úr öllu þessu fjölmiðlafári vera sú sem sagði frá því að Anna Sigurlaug hefði vilja verða geimfari. Þá átti hún að hafa hringt í Hr. Branson forstjóra Virg- in rétt eftir að geimskutla í hans eigu hafði sprungið í lofthjúpnum ásamt áhöfn og beðið um tækifæri til að verða geimfari. Svo þegar rykið sett- ist ögn kom í ljós að þetta var Dorrit forsetafrú sem sýndi slíkan eldmóð. En hvað er það fyrsta sem ný- skipaður forsætisráðherra vill gera í ljósi liðinna atburða? Nú auðvit- að að banna Íslendingum að eiga peninga erlendis, það er reyndar ekki hægt sökum jafnræðisreglunn- ar EES samningsins svo hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að ergja fólk. En hugsunin er falleg, hún er eins og þegar prakkarinn á heim- ilinu er búinn að reyna að líma sam- an postulínið fyrir mömmu sína en skaðinn er skeður og skálin endar í ruslinu. Axel Freyr Eiríksson Anna geimfari og allt hitt í farsa vikunnar PISTILL

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.